Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 165
vinna úr verður þessari spurningu ekki svarað á næstunni.
Það eru að byrja að sjást mynstur í rannsóknarefninu. Enn sem komið
er þarf að skoða hvert atriði fyrir sig til að átta sig eins vel og hægt er á
breytileikanum. Þegar búið verður að fara yfir öll þessi atriði og rannsaka
út í hörgul, þarf að draga efnið saman til að komast til botns í hvernig
kyn, staðsetning, haugfé og aldur eiga þátt í skilningi á þjóðfélagsstöðu og
útfararsiðum íslensks samfélags fyrir kristnitöku. Það virðist greinilegt að
innan þessa samfélags má sjá félagslegan mun. Þessi munur kemur meðal
annars fram í greftrunarsiðum sem hafa verið breytilegir eftir kyni og
kyngervi. Rannsóknir ættu því að beinast að því að svara spurningunni:
Hvaða félagslegi munur varð til í þessu samfélagi sem hafði áhrif á
greftrunarsiði og varð til þess að nútímamenn hafa aðeins séð þau kyn og
kyngervi sem fram að þessu hafa verið lesin út úr fornleifum? Þegar við
höfum skilið þetta, getum við átt von á spennandi niðurstöðum og á því
að finna það fólk sem áður hefur lítið borið á.
Þakkir
Styrkir frá Leverhulme Trust Landscapes Circum Landnám project, The
CUNY Northern Science & Education Center, CUNY PSC Grants
Program, US National Science Foundation Office of Polar Programs,
Arctic Social Science program, US National Science Foundation
Archaeology program, The National Geographic Society, The Icelandic
Science Council og The American-Scandinavian Foundation gerðu mér
kleift að vinna að þeim rannsóknum sem þessi grein byggir á.
Sérstakar þakkir til Mjallar Snæsdóttur fyrir þýðingu og leiðbeiningar
og til Ragnars Edvardssonar fyrir stuðning og ábendingar. Ég vil líka
þakka Orra Vésteinssyni, Adolf Friðrikssyni, Hildi Gestsdóttur og
starfsfólki á Fornleifastofnun Íslands fyrir hjálpina, sömuleiðis öllum
Íslendingum sem hafa í gegnum árin hjálpað mér með upplýsingar,
leiðbeint mér um jarðirnar sínar og gefið mér heitt kaffi. Ég þakka
einnig dr. Tom McGovern og dr. Greg Johnson fyrir stöðuga ráðgjöf og
handleiðslu. Charlie, Peggy og Barbara eiga sérstakar þakkir skildar fyrir
stuðning í gegnum árin.
Þýðing Mjöll Snæsdóttir.
Tilvísanir
1 Michele Smith 2000.
2 Sørensen 2000:10. “Gender is politically, socially, culturally and symbolically constituted
rather than biologically given. Thus, gender is not predictable, stable or static...”
3 Sørensen 2000; Gilchrist 1999.
164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS