Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 157

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 157
verið frá venjubundnum kynhlutverkum. Það er ekki hægt að útiloka það að vopn kunni að finnast í kvenkumli eða snældusnúður í karlkumli.8 Til dæmis, eins og Stalsburg bendir á í rann sókn sinni á kumlum norrænna kvenna, var talið árum saman að verslun hafi eingöngu verið stunduð af körlum. Ástæðan var sú að viðskipti við ókunnuga og ferðalög voru talin of hættuleg fyrir konur, og það væri í verkahring karla en ekki kvenna að sjá um varning og greiðslur. Nú hafa rannsóknir Stalsburg greinilega sýnt fram á hið gagnstæða þar eð lóð og metaskálar finnast í fjölda kvenkumla.9 Ef notast er við fornleifafræðilega greiningu og nútímahugmyndir getur það breytt mjög túlkun þessara gagna. Af þeim íslensku gögnum sem fyrir liggja virðist mega sjá greinilegt samband milli kvenkumla og ýmiss konar skartgripa (þ.e. sörvistölur, nælur, prjónar o.s.frv.). Þó eru nokkrar undantekningar frá þessu mynstri. Til dæmis er vitað um 3 kuml karla sem í voru a.m.k. 3 sörvistölur eða fleiri. Í einu kumlinu voru 14 sörvistölur og í öðru 28, sem er töluverður fjöldi. Þetta er greinilega ekki í samræmi við venjulegar hugmyndir um slíka gripi í kumlum karla. Þetta gæti þótt mikill fjöldi af sörvistölum í allt, en reyndar eru bara 47 sörvistölur í karlkumlum á Íslandi eða 5,3%. 432 sörvistölur hafa fundist í kumlum kvenna (49,1%) og 400 sörvistölur hafa fundist í kumlum þar sem ekki var hægt að kyngreina beinin (45,6%).10 Þetta ætti samt að verða til þess að fræðimenn hugsi sig tvisvar um áður en því er slegið föstu að meira en 3 sörvistölur í kumli hljóti að þýða að það sé kuml konu. Sama má segja um vopn, ekki er víst að þau séu ævinlega í kumlum karla, og má íhuga hve vel sú hugmynd fellur að íslensku kumlunum. Ef sverð eru svo örugg vísbending um karlkuml, af hverju eru þá aðeins 16 dæmi um sverð meðal a.m.k. 75 karlkumla? Aðeins 4 af þeim 16 sverðum sem fundin eru í kumlum lágu með beinum sem hægt var að greina. Bara í tveimur tilfellum var hægt að greina beinagrindurnar sem karla, í hinum tveimur voru þau ógreinanleg. Svipað má segja um meira en 50 spjótsodda sem fundist hafa í kumlum. 21 var í kumlum þar sem voru beinaleifar til að rannsaka. 10 voru greind sem karlkuml, 1 sem kvenkuml og þau 10 sem eftir voru urðu ekki greind til kyns. Eins er með axir, 9 hafa fundist í kumlum, þar af voru 5 beinagrindur karla og 4 ógreinanlegar. Stundum er ranglega litið svo á að hnífar séu gripir sem einvörðungu tilheyra körlum og ekki hugsað til margvíslegra nota sem konur geta einnig haft fyrir slíka gripi. Meðal íslenskra kumla má finna 12 karla og 5 konur með hnífa. Nú má benda á að það getur verið efnahagur landsins sem endurspeglast í því hve vopn eru fá, til dæmis gætu sverð hafa gengið í arf í stað þess að vera grafin með eiganda sínum. Ljóst virðist þó, 156 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.