Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 90
Um Beitistaði: „Beiti-, eflaust nafnið Beitir.“17 Um Selstaði: „af mannsn. selr (viðurnefni).“18 Um Kukkstaði: „svo er ritað á báðum stöðum í AM [Jarðabók Árna Magnússonar] (J hefur á öðrum staðnum Kúk-, á hinum Kúkshús eftir AM, en það er rángt), og kemur því af kukkur, sem ef til vill er s. s. kúkur, sbr. nýno. kukka (= kúka), og er því eflaust viðurnefni.“19 Niðurstaða Finns, sem hann gaf sér reyndar fyrirfram ef marka má formála kaflans, er sú að fyrri liðir staðanafna séu að langmestu leyti nöfn manna og kvenna eða viðurnefni. Er viðurnefnaflokkurinn jafnvel ennþá stærri og mætti kalla hann afgangsflokk, þ.e. örnefni sem erfitt er að skýra á nokkurn annan hátt fá þann dóm að vera líklega dregin af viðurnefnum. Hér verður að geta þess að árið 1907 hafði komið út löng ritgerð eftir Finn, „Tilnavne i den islandske oldlitteratur“.20 Þar flokkaði hann viðurnefni sem finnast í fornritum eftir merkingu. Þannig var einn flokkur fyrir ættartengsl (t.d. amma, drengjamóðir, Aðalsteinsfóstri), annar fyrir aldur (forni, gamli) og þriðji fyrir fæðingarstað (álfdæll, jamti). Ljóst er af hinu stóra viðurnefnasafni Finns að flokkurinn er ekki aðeins fjölbreyttur heldur jafnvel sundurleitur. Finnur taldi að þau viðurnefni sem varðveist hefðu í sögunum væru aðeins brot af þeim sem hefðu raunverulega verið til. Þótt hann fjalli ekkert um örnefni í grein sinni um viðurnefni sést að þær vangaveltur hafa haft mikil áhrif á örnefna skýringar hans. Þrátt fyrir að grein Finns um íslensk bæjanöfn sé barn síns tíma og lituð af hugmyndum úr skyldum fræðum telst hún merkt frumkvöðlaverk. Hann reyndi fyrstur manna að flokka nöfnin og benti að auki á ýmislegt áhugavert hvað varðar ójafna dreifingu þeirra, t.d. að merkilegt sé hve gerðisnöfn séu algeng á Norðurlandi og Kirkjuból mörg á Vestfjörðum.21 Þetta varð vafalaust innblástur fyrir fræðimenn sem á eftir komu, t.d. ritaði Ólafur Lárusson seinna bæði um Kirkjuból og byggðanöfn, m.a. gerði.22 Deilur Hannesar Þorsteinssonar og Finns Jónssonar Í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1923 birtist hátt í 100 síðna grein eftir Hannes Þorsteinsson sem þá var aðstoðarmaður í Þjóð- skjalasafni en varð þjóðskjalavörður árið eftir. Langur og ítarlegur formáli er að greininni þar sem Hannes útskýrir aðdraganda verksins. Jarðaryfirmatsnefndin hafði upphaflega komið að máli við Guðmund Helgason, fyrrum prófast í Reykholti, og beðið hann að athuga íslensk bæjaheiti. Tilefni þess var útgáfa á nýju jarðamati, Fasteignabókinni, sem tók gildi 1922. Verkefnið fólst í að rannsaka gömul skjöl og heimildir og BÆJANÖFN BROTIN TIL MERGJAR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.