Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 192
MINNINGARORÐ UM MÖRTU HOFFMANN 191
menningarsögu,“11 en verðlaun þessi þykja mikill heiður. Þá er mér
kunnugt um að Marta mat mikils er hún var kjörin bréfafélagi í
Vísindafélagi Íslendinga.
Persónulega hafa kynni mín af Mörtu Hoffmann um nálega fjörutíu ára
skeið verið mér ákaflega mikils virði í starfi, og margar góðar minnngar á
ég um samverustundir á söfnum og ráðstefnum og ekki síður á gestrisnu
heimili hennar og hins ágæta eiginmanns hennar, Johans Hoffmann
bankastjóra, sem lést fyrir nokkrum árum.12
Elsa E. Guðjónsson
6. desember 2001
Tilvísanir
1. Tillaga þar um er í bréfi til félagsins frá Guðrúnu Kvaran og Elsu E. Guðjónsson
dags. 13.2.1996.
2. By og Bygd. Norsk Folkemuseums årbok 1943, II (Oslo, 1944), bls. 55-157.
3. Ritaskráin birtist í ársriti Norsk Folkemuseum 1983-1984, By og Bygd. Festskrift til
Marta Hoffmann. Norsk Folkemuseums årbok 1983-84. XXX (Oslo, 1985), bls. 245-250,
en eins og fram kemur í titlinum var það um leið afmælisrit til hennar.
4. Marta Hoffmann, The Warp-Weighted Loom. Studia Norvegica, No. 14 (Oslo, 1964).
5. 2. útg. 1974 og 3. útg. 1982.
6. Festschrift Alfred Bühler (Basel, 1965), bls. 187-195.
7. Í skýrslu Kristjáns Eldjárn, þáverandi þjóðminjavarðar, um Þjóðminjasafn Íslands
1962 segir svo: „Marta Hoffmann safnvörður frá Norsk folkemuseum á Bygdöy kom
hingað 13. sept. og dvaldist til 12. okt. Vann hún við rannsóknarstörf á safninu því
nær allan þann tíma og gerði umfangsmiklar athuganir á vefstólum og vefnaði.“ Í
skýrslu Kristjáns um safnið 1963, segir enn: „Hinn 6. júlí kom frú Marta Hoffmann
safnvörður frá Bygdøy og vann hér rúma viku ásamt Elsu E. Guðjónsson við að setja
upp í gamla vefstaðinn eftir öllum kúnstarinnar reglum, eftir því sem næst verður
komist að verið hafi og vefa á hann vaðmál.” Sjá Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1963
(Reykjavík, 1963), bls. 132, og Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1964 (Reykjavík,
1965), bls. 149.
8. „Of knitted ‘nightshirts’ and detachable sleeves in Norway in the seventeenth
century,“ Opera textilia variorum temporum. To honour Agnes Geijer on her ninetieth
birthday 26th October 1988 (Stockholm, Statens Historiska Museum, 1988), bls. 131-
144.
9. Fra fiber til tøy. Tekstilredskaper og bruken av dem i norsk tradisjon (Landbruksforlaget,
Aurskog, 1991).
10. „Långrocken, ett orientalskt kulturlån i Europa.“ Um þetta athyglisverða efni hafði
Marta Hoffmann áður flutt erindi á málþinginu Spinn Symposium sem haldið var við
Etnografiska Museet í Gautaborg, Svíþjóð, 8.-10. september 1995.