Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 19
gæti einnig skýrt að fáar grafir fundust í garðinum. Engu að síður var stutt á milli mannvistarlaga í kirkjunni, ólíkt því sem var t.d. að Varmá í Mosfellssveit, en þar virtist hóllinn þykkari og meiri ef teikningarnar eru skoðaðar. Vera má að jarðvegsþykknun sé hraðari syðra en fyrir vestan.12 Kirkjurústin var mjög augljós og auðvelt að afmarka hana þótt frost- verkanir hafi fært til þúfur. Þá hafði heyruðningum verið hent þangað – eða fé fóðrað í tóftinni, sem einnig raskaði lögun hennar. Þegar farið var að grafa í rústina komu í ljós ýmsir hlutir sem rugluðu fyrst í stað en svo sást hvað gerst hafði. Eftir að kirkjan fór úr notkun sem guðshús virðist húsið hafa verið notað sem skemma, jafnvel sem svefnhús, og síðan rústin sem stekkur eða eitthvað viðlíka. Síðasta kirkjan var vissulega með trégólfi og undir því var steingólf sem hefur tilheyrt eldri kirkju, líklega einnig torfkirkju. Eldri gerð hefur líklega verið úr timbri og legið á steinhleðslu og einhver eldri gerð verið með timbursúlum gröfnum í jörð. Freistandi var að bera þessa kirkju saman við aðrar torfkirkjur, s.s. bænhúsið að Núpstað.13 Kirkjubólskirkja var þó stærri en sú sem stend- ur að Núpstað. Veggirnir voru fremur illa farnir á annan veginn en suðurveggurinn var steinhlaðinn að innan úr fremur voldugum steinum og síðan torfveggur þar utan með. Kórmegin var svipað umhorfs nema þar var hleðslan að mestu hrunin og þurfti því að hreinsa þar duglega áður en hægt væri að sjá í gólfið. Norðanmegin í kirkjunni var hins vegar búið að fjarlægja drjúgan hluta grjótsins úr gólfinu og fara illa með veggi, m. a. virtist vera gróf hleðsla nokkuð frá vegg og torffylling á milli sem leit út fyrir að vera eins konar flet eða bálkur. Vesturgafl var greinilega úr timbri og sáust leifar aurstokks þar illa farnar. Þegar litið var undir torfveggi kirkjunnar komu í ljós grafir. Það var því augljóst að leifar timburkirkju hlytu að vera undir torfkirkjunni. Það kom reyndar á daginn er við Ingimar snérum aftur til starfa í ágúst í um vikutíma. Sáust þá ummerki um veggi timburkirkju á tvo vegu en á hina tvo voru veggir með öllu horfnir. Þá komu þar einnig í ljós stoðarholur fjórar, stórar vel, og höfðu þær seinna verið fylltar upp og settar hellur efst. Ef spámannlega er með þessar upplýsingar farið má að minnsta kosti greina þarna 3-4 byggingarstig. Það er reyndar í það minnsta hafi þarna staðið kirkja í um fjögur hundruð ár eða meira. Engar minjar fundust þarna, né heldur öskulög sem gefa hina minnstu vísbendingu um aldur rústanna eða einstakra skeiða þeirra. Ekki er heldur vitað um neina gripi frá Kirkjubóli á Byggðasafni Ísafjarðar, í Eyrarkirkju né á Þjóðminjasafni. 18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.