Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 8
föstudagur 24. apríl 20098 Fréttir Hundrað milljóna veð í Húsi styrmis Landsbankinn tók árið 2006 veð í húsi Styrmis Gunnarssonar, þá ritstjóra Morgunblaðsins, með útgáfu á 100 milljóna króna tryggingarbréfi. Bréfið er nú eign Landsbankans nýja. DV hefur aflað margvíslegra gagna sem benda til þess að skuldir ritstjórans hafi verið nær óyfirstíganlegar og hann því háður mikilli velvild lánardrottna, meðal annars Glitnis, VÍS og Byrs auk Landsbankans. Hús Styrmis Gunnarssonar við Marbakkabraut í Kópavogi er veð- sett Landsbankanum fyrir 100 milljónir króna með vaxtalausu tryggingarbréfi sem gefið var út í apríl 2006. Tryggingarbréfið er nú í eigu Nýja Landsbankans. Þetta merkir ekki endilega að skuldin að baki tryggingarbréfinu nái því marki, en allt bendir til að upphæðin hafi átt að hrökkva fyr- ir skuldum sem safnað yrði undir hatt tryggingarbréfsins. Í október 2006 eignaðist Björg- ólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbankans, hlut í Árvakri, út- gáfufélagi Morgunblaðsins, þar sem Styrmir var þá ritstjóri. Hundr- að milljóna króna tryggingarbréfið var gefið út meðan Björgólfur Guð- mundsson var formaður bankaráðs Landsbankans og Kjartan Gunn- arsson, þá framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, sat í bankaráðinu. Ótrúleg skuldasúpa Byr sparisjóður gerði fjárnám í hús- eign Styrmis í lok júní 2007 vegna liðlega 17 milljóna króna veðskuld- ar. Ekki er vitað um afdrif þeirrar kröfu eða samninga vegna hennar. Tryggingafélagið VÍS gerði fjár- nám í húsi Styrmis í maí 2007 vegna liðlega 5 milljóna króna veð- skuldar. Glitnir reyndi fjárnám í árslok 2006 vegna samanlagt lið- lega 21,5 milljóna króna skuldar án veðtrygginga. Dráttarvextir á þeim skuldum námu á þeim tíma 7,7 milljónum króna. Samkvæmt heimildum DV leysti Landsbankinn til sín 10 millj- óna króna skuld Styrmis við Glitni löngu eftir þennan tíma. Auk þeirra skulda sem þeg- ar hafa verið nefndar hafa aðrar skuldir, samtals um 10 milljónir króna, verið til innheimtu, eink- um á tveimur undanförnum árum. Þar af var gert uppboð hjá Styrmi vegna 6,4 milljóna króna skuldar í nóvember síðastliðnum. Útgáfudagar veðskuldabréf- anna, þar með talið 100 milljóna króna tryggingarbréfið hjá Lands- bankanum, eru allir á árunum 2006 og 2007. Skuldir Styrmis hjá Glitni eru eldri og ná aftur til ársins 2001. Lík- legt er að ný skuldabréf hafi verið gefin út til lúkningar enn eldri skuldum eða skuldbreytinga af öðru tagi, en heimildir eru fyrir tugmilljóna skuldum Styrmis að minnsta kosti 16 ár aftur í tímann. Ljóst má vera af stefnum og inn- heimtumálum mismunandi lán- ardrottna á hendur Styrmi að 100 milljóna króna tryggingarbréfið í Landsbankanum hefur ekki dug- að fyrir öllum kröfum. Því má ætla af ofangreindu að skuldir hans séu vel yfir 100 milljónum króna. Tekið skal fram að upplýsing- arnar sem hér eru birtar byggjast á margvíslegum gögnum sem DV hefur aflað. Taka ber tillit til að veð- setning og skuldir teljast eðlileg- ar, til dæmis húsnæðisskuldir. Á móti kemur að þrjátíu ár eru síð- an Styrmir eignaðist umrætt hús í Kópavogi. Kjartan biður um að Styrmir verði gerður upp Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og síðar bankastjóri Landsbank- ans, segir á nýrri vefsíðu sinni frá tilraunum úr innsta kjarna Sjálf- stæðisflokksins til þess að knésetja Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morg- unblaðsins á síðasta áratug. Kjart- an Gunnarsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og bankaráðsmaður í Landsbank- anum, hafi árið 1995 komið á fund til sín þegar hann var bankastjóri Landsbankans og beðið sig um að gjaldfella skuldir Styrmis. Sverrir segir sjálfur: „Erind- ið kvað Kjartan vera að Davíð telji Styrmi Gunnarsson stjórna Morg- unblaðinu með þeim hætti að hann liggi þar undir áföllum sjálfur, en Styrmir mylji hinsvegar undir Jón Baldvin. Davíð vilji ekki við þetta una, og ætli að koma Styrmi á kné. Davíð hafi komizt að því, að Styrm- ir væri það skuldum vafinn að hægt væri að ganga að honum og gera hann gjaldþrota. „Hvað höfum við á hann?“ varð Davíð jafnan að orði þegar hann þóttist þurfa að ná sér niðri á mönnum,“ segir Sverrir á síðunni og bætir því við að það sé ljóst að Kjartan hafi komist að skuldastöðu Styrmis í bankanum og lekið henni í Davíð Oddsson. Davíð hótar einnig Í nafnlausu bréfi til Matthíasar Jo- hannessen, fyrrverandi Morgun- blaðsritstjóra – skömmu eftir að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafði flæmt Sverri og tvo aðra banka- stjóra frá Landsbankanum 1998 – er haft í hótunum við Styrmi vegna tíðra og óvæginna greina Sverr- is um Davíð og aðra forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Sverrir birtir eftirfarandi úr bréfinu á vefsíðu sinni: „Davíð fór illa með aumingja Styrmi þegar sá síðari ætlaði að taka hann í bak- aríið fyrir að breiða út um bæinn hvernig skuldastaða hans væri í bankakerfinu. Svaraði honum full- um hálsi og sagði það rétt og að honum dytti ekki í hug að liggja á því. Úr því hann notaði Moggann til að rakka sig niður skyldi hann launa honum lambið gráa með því að upplýsa sem flesta um þessi mál hans. Þeir skyldu bara sjá til hvor lifði þetta af, hann eða Styrmir.“ Vist þykir að bréfið sé úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. Sverr- ir telur að það sé ritað af Kjartani Gunnarssyni. Matthías styður ekki þá kenningu og enn aðrir segjast þekkja stílbragð Davíðs á því. Styrmir tók söguburð sjálfstæð- ismanna nærri sér og þótti illa að sér vegið af Davíð, Kjartani, Birni Bjarnasyni og fleirum. Snemma árs 1997 fór hann á fund Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og spurði hverju sætti að bornar væru út sög- ur um miklar skuldir sínar. Entist þeim fundurinn í margar klukku- stundir að sögn Styrmis sjálfs. Hvað rannsakar rannsóknarnefndin? Fyrirsvarsmenn rannsóknar- nefndar Alþingis greindu frá því á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins að til stæði að rannsaka fyrirgreiðslu bank- anna við viðskiptamenn fjármála- fyrirtækja, alþingismenn, tiltekna hópa opinberra starfsmanna og fjölmiðla, hluthafa í bönkunum og starfsmenn. „Með þessu er nefndin að ganga úr skugga um hvort við- skipti þessara aðila við bankana hafi verið með eðlilegum hætti,“ eins og segir á vefsíðu nefndarinn- ar. Ætla má að rannsóknarnefnd- in skoði þannig tugmilljóna króna fyrirgreiðslu bankanna við ritstjóra Morgunblaðsins og hvort viðskipt- in hafi verið með eðlilegum hætti. Ekki hefur verið lagt mat á hvort fyrirgreiðsla bankanna við einstaka ritstjóra eða eigendur fjölmiðla hafi haft áhrif á fréttaflutning þeirra. Þeirri spurningu er ósvarað hvort Styrmir hafi talið sjálfan sig óháðan og frjálsan undan valdi lánardrottna á borð við eigendur Landsbankans eða VÍS. Jafnframt hvort hótanir innan úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, frá Davíð Oddssyni og/eða Kjartani Gunnarssyni, hafi haft áhrif á ritstjórn hans á Morgun- blaðinu. Þess má geta að Davíð rétti Styrmi sátta- hönd á ögurstundu árið 1998 og bauð honum sæti í virðulegri auðlindanefnd undir stjórn Jóhannes- ar Nordal. Styrm- ir þáði sætið og þótti stjórn Árvakurs sem öldur hefði lægt í samskiptum blaðsins við forsætisráðherrann. Um þetta má lesa á vef Matthíasar Johannessen á vef hans. Að kyssa vöndinn Þess má einnig geta að svonefndir Jónínutölvupóstar, sem Fréttablað- ið birti í lok september 2005, sýndu að Styrmir og Kjartan höfðu hist á ritstjórn Morgunblaðsins til þess að leggja á ráðin um Baugsmálið árið 2002. Báðir lýstu þeir yfir op- inberlega að ekkert væri við fundi þeirra að athuga á ritstjórn Morg- unblaðsins; þeir væru nánir og auk þess skyldir. Árið 2005 er því að sjá sem Styrmir hafi tekið Kjartan í sátt, manninn sem reynt hafði að gera hann gjaldþrota tíu árum áður. DV hefur ekki gengið úr skugga um hvaða augum lögregluyfirvöld líta mál sem þetta, hvort eðlilegt sé að framkvæmdastjóri stjórnmála- flokks fari á fund bankastjóra með upplýsingar um skuldir við- skiptavinar og biðji hann um að gjaldfella þær og gera viðskiptavininn gjaldþrota. JÓHAnn HAuKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Hundrað milljóna króna tryggingarbréf- ið var gefið út meðan Björgólfur Guðmunds- son var formaður bankaráðs Lands- bankans og Kjartan Gunnarsson, þá fram- kvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, sat í bankaráðinu. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi Kjartan gunnarsson bað sverri Hermannsson, fyrrverandi bankastjóra, að gjaldfella skuldir styrmis, greinilega til að hafa áhrif á skrif Morgunblaðsins. Ritstjórinn fyrrverandi „davíð hafi komizt að því, að styrmir væri það skuldum vafinn að hægt væri að ganga að honum og gera hann gjaldþrota. „Hvað höfum við á hann?“ varð davíð jafnan að orði þegar hann þóttist þurfa að ná sér niðri á mönnum.“ Á Marbakkabraut styrmir gunnarsson í grennd við heimili sitt. ljóst er að bæði lánar- drottnar og sjálfstæðisflokkur- inn hafa þjarmað að fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.