Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 18
„Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áfram- haldandi trausta stöðu ríkissjóðs,“ segir í málefnasamningi ríkisstjórn- ar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem var undirritaður á Þingvöllum 23. maí árið 2007. Ljóst er að ríkis- stjórn Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks náði aðeins broti af mark- miðum sínum sem útlistuð voru í málefnasamningnum. Í kafla stjórnarsáttmálans um efnahagsmál segir að tryggja verði að íslensk fyrirtæki búi við bestu sam- keppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á. Íslenskt atvinnulíf muni ein- kennast í sívaxandi mæli af útrás og eru háskólarnir nefndir sérstaklega í því samhengi að ná betri árangri í út- rásinni. Á sama tíma og gera átti út- rásinni hátt undir höfði var sérstök áhersla lögð á að efla Fjármálaeftirlit- ið „til þess að íslenski fjármálamark- aðurinn njóti fyllsta trausts“ eins og það er orðað. Íslensk sérþekking fái notið sín til fulls í útrás orkufyrir- tækja. Einnig lagði Þingvallastjórnin, eins og hún kallaði sjálfa sig, áherslu á að mikilvægt væri að eðlileg sam- keppni og verðmyndun þrifist á öll- um sviðum atvinnulífsins. „Staðið gegn náttúruvernd af alefli“ Í umhverfismálum ætlaði ríkisstjórn- in að stefna að því að Ísland tæki for- ystu í baráttunni gegn mengun hafs- ins og alþjóðlegu starfi til að bregðast við loftslagsbreytingum. Lítið sem ekkert hefur spurst til þeirra fyrirætl- ana síðustu tvö ár. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ætluðu að leggja sérstaka áherslu á að leiða til lykta ágreining um þjóð- areign á náttúruauðlindum í ljósi sér- nefndar um stjórnarskrármál. Sjálf- stæðisflokkurinn lagðist gegn þessari breytingu og beitti málþófi á síðustu vikum Alþingis til þess. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, gefur þessari ríkisstjórn ekki góða umsögn fyrir frammistöðu í náttúruverndar- málum. „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur staðið gegn náttúruvernd af al- efli undanfarin 10 ár. Það sem náðist fram var óskaplega lítið,“ segir hann. Í kaflanum um umhverfisvernd segir einnig að stækkun friðlandsins verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi Þjórsárvera. „Sjálfstæðisflokkurinn stóð gegn því sem sett var fram í hinu fagra Íslandi Samfylkingar,“ segir Árni. Sóa ekki skattpeningum Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk- ingin gerðu einnig samkomulag á milli sín um endurskoðun fiskveiði- stjórnunarkerfisins, en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa fengið frek- ari fregnir af því. Flokkarnir stefndu að því að lækka skatta á einstaklinga með hækkun persónuafsláttar og að leitað yrði leiða til þess að lækka frekar skatta á fyrirtæki. Kerfi óbeinna skatta, svo sem vörugjalda og virðisaukaskatts, átti að vera endurskoðað. Ríkisstjórn- inni tókst að hækka persónuafslátt til lágtekjufólks, en í stað skattalækkana komu skattahækkanir og kerfi vöru- gjalda og virðisaukaskatts er óhreyft. Ríkisstjórnin lagði áherslu á að ýtrasta aðhalds yrði gætt í rekstri hins opinbera þannig að fjármunir skatt- greiðenda væru nýttir sem best. Ís- lendingar greiða nú himinháa vexti af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þurfa jafnframt að standa undir Ice- save-kröfunum. Félagslegar umbætur? Ríkisstjórnin lofaði meðal annars að tannvernd barna yrði bætt með gjald- frjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannvið- gerðum barna. Það hefur ekki orð- ið breyting þar á. Ríkisstjórnin lagði einnig til að nemendur í framhalds- skólum fengju stuðning til kaupa á námsgögnum, ekki hafa borist frek- ari fregnir af þeim styrk. Hins vegar er komið í ferli að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur um hröðun uppbygg- ingar á 400 hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Stjórnin stóð hins vegar við að hækka frítekjumarkið í 100 þús- und krónur og lækkaði skerðingar- hlutfall í almannatryggingakerfinu í 35 prósent. föstudagur 24. apríl 200918 Fréttir Þau lofuðu ýmsu Úr StjórnarSáttmála ÞingvallaStjórnarinnar n Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. n tryggja verður að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á. n íslenskt atvinnulíf mun einkennast í sívaxandi mæli af þekkingarsköpun og útrá. n ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja. n Áhersla verður lögð á að efla fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjármálamark- aðurinn njóti fyllsta trausts. n tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekk- ing og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja n Mikilvægt er að heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öllum sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni. n stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu. n ráðdeild og varfærni í fjármálum hins opinbera er höfuðnauðsyn og áríðandi að hlutur opinberrar starfsemi af þjóðarframleiðslunni vaxi ekki umfram það sem nú er. n tannvernd barna verði bætt með gjaldfrjálsu eftirliti. n Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum. n ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúru- svæða landsins og gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. n Áhersla verður lögð á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauð- lindum í ljósi niðurstöðu sérnefndar um stjórnarskrármál um það atriði á síðasta þingi. Ríkisstjórnin sem tók við völdum eftir síðustu kosningar stefndi að lágu vaxtastigi, eflingu Fjármálaeftirlitsins, sátt um nýtingu auðlinda landins og endurskoðun á stjórnarskrá. guðjón arnar Kristjánsson og árni Finnsson segja margt hafa brugðist. valgeir örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn nátt- úruvernd af alefli und- anfarin 10 ár.“ á meðan allt lék í lyndi geir og Ingibjörg voru sæl, glöð og bjartsýn á Þingvöllum þegar þau náðu að mynda ríkisstjórn utan um fögur loforð sem báðir flokkar gátu sameinast um. loforð gefin Þegar Þingvallastjórn var mynduð var gerður stjórnarsáttmáli til fjögurra ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.