Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Qupperneq 24
föstudagur 24. apríl 200924 Fréttir SKULDAR ÍSLANDSBANKA UM 30 MILLJARÐA KRÓNA Geysir Green Energy á í erfiðleikum með að standa í skilum við lánardrottin sinn Íslandsbanka. Forstjóri fyr- irtækisins segir að skuldir þess séu lægri en 30 milljarðar króna. Fyrirtækið átti að verða stærsta jarðvarma- fyrirtæki í heimi ásamt REI og átti að eiga eignir upp á fleiri hundruð milljarða króna. Líklegt er að hlutur fyrirtækisins í Hitaveitu Suðurnesja gangi aftur til ríkisins og verður einkavæðing hans þá komin í hring. Einkavæðing HitavEitu SuðurnESja 2. Hluti forsætisráðuneytið hefur veitt dV aðgang að öllum gögnum einkavæðingarnefndar um söluna á 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu suðurnesja árið 2007. í fyrsta hluta umfjöllunarinnar um þessa einkavæðingu var fjallað um aðdraganda þess að söluferlið á hlutnum hófst og þar með einkavæðing í íslenska orkugeiranum. Hér er fjallað um útistandandi skuldir geysis green, hvernig kaupin voru fjármögnuð og aðdragandann að sölunni á hlutnum til geysis. nóv. 2006 nóv. 2006 29. dES. 2006 5. jan. 2007 30. apríl 2007 3. okt. 2007 eINKAvæÐINg hItAveItU SUÐURNeSJA og StofNUN geySIS gReeN eNeRgy 29. nóv. 2006 13. dES. 2006 20. dES. 2006 4. okt. 2007 1. nóv. 2007 23. nóv. 2007 Illugi gunnars- son, meðlimur einkavæð- ingarnefndar og núverandi þingmaður sjálf- stæðisflokksins, fær eina milljón króna í prófkjörsstyrk frá fl group vegna þátttöku í prófkjöri til alþingiskosn- inga. guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðis- flokksins, borgarfulltrúi og þáverandi stjórnarformað- ur Orkuveitu reykjavíkur, fær 2 milljóna króna prófkjörsstyrk frá fl group. Bréf Bjarna Ármannsson- ar, forstjóra glitnis, berst til einkavæð- ingarnefndar. Bjarni lýsir yfir áhuga á hlut ríkisins í Hitaveitu suðurnesja fyrir hönd glitnis. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra og Jón sigurðsson iðnaðarráð- herra skrifa bréf til einkavæð- ingarnefndar þar sem henni er falið að taka 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu suðurnesja til sölumeðferðar. fyrsti fundur einka- væðingarnefndar um söluna. stefán Jón friðriksson skrifar bréf fyrir hönd einkavæð- ingarnefndar til Bjarna Ármanns- sonar þar sem fram kemur að ekki verði farið í viðræð- ur við áhugasama kaupendur á hlutnum fyrr en söluferlið hafi verið ákveðið. fl group veitir sjálfstæð- isflokkn- um 30 milljarða króna styrk. geysir green Energy er stofnað af fl group, glitni og VgK-Hönn- un. Árni Mathiesen gengur að 7,6 milljarða tilboði geysis green í hlut ríkisins. Bjarni Ármannsson hættir sem forstjóri glitnis. dótturfélag Orkuveitu reykjavíkur, rEI, og geysir green Energy sameinast undir nafni hins fyrr- nefnda. Bjarni Ármannsson er stjórnarfor- maður hins nýja sameinaða félags. Hannes smárason, stjórnarformaður geysis green Energy, og Bjarni Ármanns- son, stjórnarformaður rEI, kynna framtíðar- sýn félagsins í lond- on þar sem meðal annars kemur fram að draumur þeirra sé að hið nýja sameinaða félag verði stærsta jarðvarmafyrirtæki í heimi og að eignir þess verði á bilinu 5-8 milljarðar dollara. Borgarráð reykjavíkur hafnar samruna rEI og geysis green. Bjarni Ár- mannsson tilkynnir að hann hætti hjá rEI um áramótin 2007–2008. Geysir Green Energy skuldar Ís- landsbanka um 30 milljarða króna samkvæmt heimildum DV. Hluti skuldarinnar mun vera tilkominn vegna kaupa fyrirtækisins á 15,2 pró- senta hlut íslenska ríkisins og 13,2 prósenta hlut nokkurra sveitarfélaga fyrir um 15 milljarða króna um mitt ár árið 2007. Árni Mathiesen fjár- málaráðherra tók 7,6 milljarða til- boði Geysis Green í hlut ríkisins en þáverandi hluthafar höfðu forkaups- rétt sem nokkrir þeirra nýttu sér og áframseldu hlutina svo til Geysis Green á yfirverði. Geysir Green stendur afar illa um þessar mundir en það hefur um mánaða skeið dregið að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Ís- landsbanka. Fyrirtækið á í viðræðum við erlenda fjárfesta um aðkomu að félaginu sem mun tryggja því aðgang að fjármagni. Samkvæmt heimildum DV blasir fátt annað við fyrirtækinu en gjald- þrot því það er orðið uppiskroppa með lausafé og hefur átt í erfiðleik- um með að greiða starfsmönnum sínum laun. Geysir Green var stofnað af Glitni, FL Group og VGK-Hönnun í ársbyrj- un 2007 og var tilgangurinn meðal annars að bjóða í hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja sem auglýstur var til sölu í desember árið 2006. Bjarni Ár- mannsson, þáverandi forstjóri Glitn- is, hafði þá lýst því yfir við einkavæð- ingarnefnd að bankinn vildi kaupa hlutinn. Í kjölfarið hóf einkavæðing- arnefnd söluferlið á hlutnum líkt og greint var frá í fyrri hluta umfjöllunar DV um söluna á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja síðastliðinn mið- vikudag. greiddu ekki 11 milljarða króna afborganir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geys- is Green Energy, segir aðspurður að fyrirtækið skuldi Íslandsbanka ekki um 30 milljarða króna heldur tölu- vert minna. Aðspurður vill Ásgeir ekki gefa upp hversu mikið fyrirtæk- ið skuldar um þessar mundir en segir að félagið sé ekki í vanskilum. Ásgeir segir að Íslandsbanki, áður Glitnir, sé eini lánardrottinn fyrir- tækisins og því hefur bankinn séð al- farið um lánsfjármögnun kaupanna í hlutnum í Hitaveitunni. Hluti kaup- anna var fjármagnaður með eigin- fjárframlagi. Íslandsbanki er auk þess stór aðili að Glacier Renewable Energy Fund sem á 40 prósenta hlut í Geysi Green. Ásgeir segir að fyrir- tækið sé nú að vinna sig í gegnum storminn í kjölfar bankahrunsins. „Það eru mjög breyttar forsendur á mörkuðum og við erum að laga okk- ur að því,“ segir Ásgeir en samkvæmt heimildum DV er staða fyrirtækis- ins töluvert verri en forstjórinn gefur upp. Hann segir að tækifæri fyrirtæk- isins séu mikil og að hugsanlegt sé að erlendir fjárfestar komi inn í fyrir- tækið því það þurfi fjármagn til frek- ari útrásar erlendis. „Þekkingin er til staðar sem og viðskiptahugmyndin en fjármagnið er ekki til hér á landi. Þrátt fyrir allt sem á undan er geng- ið er ímynd Íslands sem forysturík- is á sviði jarðavarmanýtingar ennþá óskemmd,“ segir Ásgeir og bætir því við aðspurður að ef þetta gangi ekki eftir verði skorið niður í rekstri fyr- irtækisins en að það sé ekki að fara í þrot. Ársreikningi Geysis Green fyr- ir árið 2008 hefur ekki verið skilað þannig að engar opinberar upplýs- ingar liggja fyrir um skuldastöðu fé- lagsins um þessar mundir en sam- kvæmt fyrirtækjaskýrslu ársins 2007 voru skuldir fyrirtækisins rúmlega 27 milljarðar króna, þar af voru rúmir 25 milljarðar skamm- tímaskuldir, mjög líklega svoköll- uð kúlulán, þar sem höfuðstóll og vextir lánsins greiðast til baka í lok lánstíma. Í ársreikningi fyrirtækisins frá ár- inu 2007 kemur fram að fyrirtæk- ið hafi átt að greiða ríflega 11 millj- arða króna afborganir af lánum sínum til Íslandsbanka árið 2008. Samkvæmt heim- ildum DV hefur fyr- irtækið ekki staðið í skilum með þessar af- borganir til bankans að fullu. Bréf frá Hannesi og Bjarna tryggðu lánafyrir- greiðslu Í gögnum einka- væðingarnefndar um söluna á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja eru tvö bréf frá Bjarna Ármannssyni og Hannesi Smárasyni þar sem Glitnir og FL Group ábyrgj- ast að lána Geysi Green Energy fé til að kaupa hlut ríkisins í Hita- veitu Suður- ingi F. vilHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ég er ekki í pólitík en mér virðist sem það sé verið að kasta verulegum fjármunum á glæ með þess- ari ákvörðun.“ Framhald á næstu opnu Framtíðarplönin brustu Bjarni Ármannsson yfirgaf glitni á sama tíma og gengið var frá sölunni á hlut ríkisins í Hitaveitu suðurnesja til geysis green Energy og tók síðar við sem stjórnarformaður rEI. gæti gengið aftur til ríkisins Eignarhlutur geysis green Energy í Hitaveitu suðurnesja gæti farið yfir til íslenska ríkisins ef fyrirtækið nær ekki að greiða af lánum sínum við íslandsbanka en fyrirtækið hefur fengið endurtekna fresti til þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.