Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 29
föstudagur 24. apríl 2009 29Umræða Hver er maðurinn? „Ég er Knútur Hauksson handboltaáhugamaður.“ Hvað drífur þig áfram? „Árangur og að gera gera nýja hluti.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Ég er léttur í lund, þver og fylginn mér.“ Hvar ertu uppalinn? „í reykjavík.“ Uppáhaldshúsverkið? „Það er að grilla á útigrillinu.“ Hvað þarf helst að bæta innan handboltahreyfingarinnar? „Það sem við þurfum að byrja á að skoða eru samskipti við fjölmiðla því það þarf að efla útbreiðsluna. Við höfum orðið svolítið út undan og þurfum að líta í eigin barm hvað það varðar.“ Hvað finnst þér um núverandi deildarfyrirkomulag? „Þetta er í fyrsta skipti sem við spilum eftir þessu nýja fyrirkomulagi og mér sýnist það virka mjög vel.“ Hefur HSÍ framtíðaráætlanir eða markviss markmið um iðk- endafjölda? „Ég er auðvitað bara nýtekinn við en við munum setjast niður og fara í nýja stefnumótun fyrir Hsí, bæði innan hreyfingarinnar og með félögunum.“ Hvers vegna hefur iðkun dregist svona mikið saman á landsbyggðinni? „Úrval íþótta og afþreyingar hefur vissulega aukist til muna síðustu ár og svo má segja að auðveldara sé að stunda margar aðrar íþróttir en handbolta. Þú þarft ákveðinn fjölda þátttakenda og ákveðnar aðstæður ólíkt mörgum öðrum íþróttum.“ Er framtíð handboltans björt? „Já, ég held að við sjáum það á árangri karlalandsliðsins undanfarið sem og á árangri yngri flokkanna sem eru að fara að keppa í heims- meistarakeppninni fljótlega að fram- tíðin er mjög björt. Einnig er alltaf að fjölga því unga og hæfileikaríka fóki sem kemst í atvinnumennskuna sem er frábært.“ Hefur þú trú á íslensku krónunni? „Nei. Ég vil fá evruna.“ Lára PétUrSdóttir 41 Árs VErsluNarKoNa „Ég bara veit það ekki.“ LEon KEmP 37 Ára VErsluNarmaður „Nei. Ég vil fá evruna.“ KoLbrún óSK EyþórSdóttir 20 Ára VErsluNarKoNa „Nei, ég hef enga trú á íslensku krónunni. Það er ástæða fyrir því að enginn hefur trú á henni.“ Finnbogi KarL andréSSon 27 Ára VErsluNarmaður Dómstóll götunnar KnútUr HaUKSSon var nýlega kjörinn formaður Hsí. Hann segir framtíð handboltans á íslandi mjög bjarta. Þarf að efla út- breiðslu boltans „Ég hef trú á íslandi. Vil ekki fara í EsB en ég held að við þurfum annan gjaldmiðil.“ brynja gUðmUndSdóttir 45 Ára VErsluNarstJóri maður Dagsins Líklega er þetta í fyrsta sinn síðan 1990 sem ég er í þeirri undarlegu aðstöðu að halda með stjórninni í einhverjum kosningum. Þá sem nú var mikið í húfi. Árið 1990 var kos- ið um hvort Stjórninni tækist að hífa landið upp úr krónísku 16. sæti eða jafnvel 0 stigum og finna landinu stað meðal siðmenntaðra þjóða í toppslagnum í Eurovision. Þá voru örlög okkar þó algerlega í höndum útlendinga. Nú eru örlög okkar, að einhverju leyti að minnsta kosti, í höndum okkar sjálfra. Nú sem þá er ein af spurningun- um hvernig aðrar Evrópuþjóðir líta á okkur. En það að ganga í eina sæng með Evrópu er ekki einnar nætur gaman. Þegar lagt er út í varanlegt samband er nauðsynlegt að gengið sé úr skugga um að áhugamál jafnt sem grundvallarviðhorf fari saman, frekar en að það sé gert af einskærri örvæntingu. Cayman-eyjapeyjar Kosningarnar núna snúast þó ekki fyrst og fremst um Evrópusamband- ið. Ljóst er að ef vinstri stjórnin situr áfram mun spurningin um Evrópu- sambandsaðild verða til vandræða og þeirri spurningu þarf að svara fyrr eða síðar. En það er í raun auka- atriði. Nú er nefnilega kosið um hvernig þjóðfélagi við viljum búa í. Hér er kosið um sjálfa framtíð Ís- lands. Á að leyfa auðmönnum að leggja ekkert inn og taka bara út úr gleði- bönkum sínum, meðan þeir sem engar syndir drýgðu sitja eftir í þankanum og borga skuldir hinna sem fá að hverfa hægt og hljótt út í nóttina eða alla leið til Cayman- eyja? draumur um jóhönnu Eigum við að halda áfram að láta þá sem allir þrá að dýrka og dá halda áfram að efnast á okkar kostnað eða eigum að krefjast þess að aflétta bankaleyndum og IMF-leyndum og launaleyndum og fá að sjá það sem enginn hingað til hefur fengið að sjá? Viljum við halda áfram að sofa heila öld eða er kominn tími til að vakna og skapa þjóðfélag sem er ljúft og gott? Nei eða já, af eða á, ég held að innst inni vitum við svarið. Það er kominn tími til að losa sig við Sjálfstæðisflokkinn sem kosinn hef- ur verið í tíma og aftur í ótíma, reka í burtu þær dimmu nætur og hleypa inn birtu, ekki seinna en núna. Láta spillinguna og klíkuveldið stíga sinn hinsta dans. Og sjá, heilög Jóhanna mun leiða okkur til himna ef við opnum hjarta okkar. Segðu mér allt, Jóhanna, sýndu mér heim, allt lífið er fram undan. Sjúbídú. Hið full- komna líf mun aldrei fást fyrir pen- inga. Öld andleysisins Það segir líklega mest um góðærið að fyrir nokkrum árum las maður blaðið Blaðið, fór á barinn Barinn, skoðaði vefsíðuna vefsida.is, virti fyrir sér safnið Safn og keypti fisk í Fiskbúðinni. Í Eurovision-keppn- inni, sem sjaldnast er besti mæli- kvarðinn á frumleika þjóða, náði andleysið endanlega yfirhöndinni í fyrra þegar vinningslið Íslands hét ekki einu sinni lengur mátulega vondum nöfnum eins og Two Tricky eða Heart2heart, heldur einfaldlega Eurobandið. Meira að segja í Há- skólanum var andagiftin ekki meiri en sú að þeir skýrðu rit sitt Ritið. Nú er góðærið búið, blaðið Blað- ið horfið, Barinn heitir Caramba (sem er þó skárra) og vonandi fáum við betri Eurovision-lög, nú þegar öld andleysisins virðist liðin. Fyrst og fremst vona ég þó að við fáum stjórn sem er eins ólík þeirri sem sat hér undanfarin 18 ár og hugsast get- ur, sem lætur heiðarleika og hjálp- semi koma í stað græðgi og stöðugra blekkinga. Ef svo fer getur maður loksins sagt á laugardagskvöld: Til hamingju, Ísland. Að halda með Íslandi og kjósa stjórnina mynDin Staðið Í StrÖngU mikið hefur mætt á starfsliði landhelgisgæslunnar að undanförnu, en gæslan hafði hendur í hári illræmdra fíkniefnasmyglara síðastliðinn sunnudag. Notast var við varðskip, þyrlu og flugvél í eltingarleiknum sem fór að mestu fram í lögsögunni, djúpt suðaustur af landinu. georg lárusson mátti vart vera að því að heilsa sigtryggi ara ljósmyndara þegar hann átti leið um flugskýlið. „Hann er alltaf í símanum,“ sagði Hrafnhildur stefánsdóttir upplýsingafulltrúi við þetta tækifæri. mynd SigtryggUr ari kjallari vaLUr gUnnarSSon rithöfundur skrifar „Á að leyfa auðmönn- um að leggja ekkert inn og taka bara út úr gleðibönkum sínum?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.