Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Blaðsíða 32
föstudagur 24. apríl 200932 Helgarblað Stjórnmálin og lífið Gaman að renna fyrir fisk Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins: Í einu orði, hver var orsök hrunsins? „Áhættusækni.“ Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú gætir breytt hverju sem er? „Ég myndi láta einskis ófreistað að koma heimilum og fyrirtækjum yfir erfiðasta hjallann, skapa atvinnulífinu hagstæð skilyrði til þess að atvinnu- leysi yrði útrýmt og tryggja að komandi kynslóðir fengju sömu tækifæri og nytu sömu lífsgæða og við höfum notið hér á landi síðustu tvo áratugi.“ Vissir þú fyrir hrun að ríkisábyrgð væri á erlendum innlánum einkabanka? „Ég var meðvitaður um að innstæðutryggingasjóð- ur ábyrgðist innstæður í íslenskum bönkum. En ég er ósammála því að íslensku þjóðinni hafi borið lagaleg skylda til þess að ábyrgjast útrás bankanna og mun beita mér af alefli fyrir því að íslendingar verði ekki beygðir í þeim efnum.“ Hver er besti tími sólarhringsins? „Morgnarnir. sama hversu mikið annríkið og álagið hefur verið, þá vaknar maður fullur bjartsýni og starfsþreks að morgni.“ Hefur þú villt á þér heimildir á netinu? „Nei.“ Hversu lengi hugnast þér að leiða þinn flokk? „Ég hef aðeins verið formaður sjálfstæðisflokksins í þrjár vikur og veit að það er langhlaup að vinna aftur trúnað fólksins í landinu. Það verður ekki gert í einu skrefi. En ég sæki mitt erindi í hugsjónina um frjálst samfélag, samfélag sem virkjar dugnað og athafnavilja fólksins, samfélag þar sem öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og samfélag þar sem frelsinu fylgir ábyrgð – en það er ekki á ábyrgð annarra. Ég mun vinna að því á meðan mér endist starfsþrek.“ á þjóðin kvótann? „auðlindir landsins eru sameiginleg eign þjóðarinnar, en afnotarétturinn er á forræði þeirra sem stunda sjávarútveg. Ég er sannfærður um að kvótakerfið er skynsamlegasta fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar við ísland, enda veit ég að aðrar þjóðir horfa öfundaraugum til íslendinga í þeim efnum. Ef hróflað verður við því er verið að kollsteypa grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar og grafa undan byggðum landsins.“ ertu trúaður og hvernig iðkar þú trú þína? „Já, ég hef alltaf verið trúaður. Ég ætla mér það ekki að ég þekki hinstu rök tilverunnar, en leyfi mér að lifa í voninni um að til sé æðri máttur og að hann sé velviljaður.“ Hvaða kvikmynd sást þú síðast í bíó? „slumdog Millionaire.“ Hvað á íslenska krónan langt eftir? „Það er ljóst að viðreisn efnahagslífsins verður byggð á íslensku krónunni og að stjórnvöld mega ekki grafa undan henni. En til þess að það takist má ekki bíða stundinni lengur með að móta trúverðuga peningastefnu og eyða óvissunni sem skapast hefur vegna jöklabréfa og Icesave. En hvaða gjaldmiðil sem við notum til framtíðar er ljóst að við verðum að beita miklu meiri aga og aðhaldi í ríkisfjármálum til þess að forðast óhagstæðar sveiflur í gengismálum.“ Hversu hátt hlutfall atkvæða yrði framboði þínu ásættanlegt? „Ég hef ekki sett mér töluleg markmið fyrir þessar kosningar. Mér finnst mikilvægast að upp úr kjörkössunum komi ríkisstjórn sem vinni í þágu heimilanna, skapi störf og virki kraftinn í fólkinu.“ langar þig að biðja einhvern afsökunar? „Nei.“ Hvaða fjölmiðli treystir þú best? „Ég tel það ekki rétt að gera upp á milli fjölmiðla.“ Hefur þú drepið dýr? „Já, mér finnst gaman að renna fyrir fisk.“ er þetta allt útrásarvíkingunum að kenna? „Ég held það væri langt seilst að kenna útrásar- víkingunum um mestu kreppu sem komið hefur upp í heiminum frá heimsstyrjöldinni síðari. stjórnendur fjármálafyrirtækja gerðu illt verra með áhættusækni, en vitaskuld liggur ábyrgðin víðar og það hafa margir horfst í augu við sinn þátt í bankahruninu á undanförnum mánuðum.“ Hvaða Íslendingur er skemmtilegastur? „guðni Ágústsson.“ er einhver þingmaður í röngum flokki? „sumir þingmenn hafa nú spreytt sig í nokkrum flokkum. Ætli þeirri leit ljúki nokkurn tímann?“ Hversu hratt hefur þú keyrt á Íslandi? „Ég reyni að halda mig við löglegan hraða.“ Hvað getum við lært af hruninu? „Við getum dregið lærdóm af því á mörgum sviðum. Ég hef til dæmis lagt ríka áherslu á það, að skerpa þurfi lagarammann um fjármálafyrirtæki og að eftirfylgnin þurfi að vera beittari.“ Hvenær verður botni kreppunnar náð? „Við eigum erfiða vegferð fyrir höndum, en ef haldið er rétt á spilunum getum við komist í gegnum mesta brimskaflinn á tveimur árum.“ Brugðust fjölmiðlar í aðdraganda hrunsins? „Já, ég tel að fjölmiðlar hefðu átt að sýna ríkara aðhald og spyrja gagnrýnni spurninga.“ Hefurðu neytt fíkniefna? „Nei.“ Þurfa þingmenn aðstoðarmenn? „Ég hef lagt áherslu á það að styrkja beri löggjaf- arvaldið gagnvart framkvæmdavaldinu og til þess þarf að veita þingmönnum stuðning í sínum störfum. Ég er ekki viss um að aðstoðarmanna- kerfið sé rétta leiðin til þess, en ef það verður lagt niður, þá þarf að treysta bakland þingmanna með öðrum hætti í staðinn.“ skortir pólitíska ábyrgð á Íslandi, sbr. bankahrunið? „sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt í mikla vinnu við að gera upp sinn þátt í málinu með endurnýjun á framboðslistum flokksins, kynslóðaskiptum í forystu flokksins, starfi endurreisnarnefndar og opinskáum umræðum á landsfundi flokksins. Ég sé hinsvegar engin merki þess að aðrir stjórnmála- flokkar hafi farið í sambærilega naflaskoðun.“ Kemur til greina að breyta þingsköpum til að lágmarka málþóf? „Við gerðum breytingar á þingsköpunum fyrir tveimur árum sem mörkuðu umræðum á þingi skýrari ramma og voru að mínu mati mjög til bóta fyrir þinghaldið.“ kanntu á þvottavél? „Já.“ Örlög sumra þeirra ráðast á laugardaginn og víst er að hvernig sem fer hafa alþingiskosningarnar mikil áhrif á líf forystufólks þeirra stjórnmálahreyfinga sem eru í framboði. DV spurði formenn og oddvita allra lista spjörunum úr, bæði um nútíð og framtíð í stjórnmálum og ekki síður um persónulega hluti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.