Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 37
föstudagur 24. apríl 2009 37Helgarblað Gengur blindur til kosninga ast. Viðskiptahallinn hneig ár eftir ár; hve lengi gat það verið þannig? Skuld- ir heimilanna fóru ört vaxandi. Þegar ég var í pólitík var talið að hætta væri á ferðum þegar skuldir heimilanna væru orðnar jafnháar tekjunum. Þær voru orðnar tvöfalt eða þrefalt hærri en tekjurnar áður en nokkur vissi af. Ég tala nú ekki um ósköpin þegar skuldir bankanna erlendis voru orðnar tífald- ar þjóðartekjur. Hvers vegna vöknuðu menn ekki til umhugsunar? Eftir því sem ég skil var það ekki fyrr en fulltrúi Seðlabankans var kall- aður á fund með erlendum bönkum vorið 2007 að bankinn vaknaði upp með skelfingu. Í kjölfarið hélt seðla- bankastjóri fund með tveimur eða þremur ráðherrum og las upp fyrir þá minnisblað. Þeir fengu það hins veg- ar ekki afhent. En í stað þess að herða ólina og þvinga bankana til að draga saman fara Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde til útlanda og flytja fyrirlestra um ágæti íslenska peningakerfisins, stöðugleika þess og styrkleika. Þetta er svo ótrúleg saga. Ef ég á að segja alveg eins og er trúði ég henni varla þegar ég sá hana gerast. En þó hafði ég hvergi nærri þær upplýsingar sem þetta fólk hafði. Ég hafði bara þær upplýsingar sem ég sá í blöðum og hlustaði á í fréttum.“ Erfitt að stjórna eftir kosningar Þótt Steingrímur segist nú í fyrsta sinn ganga til kosninga með bundið fyrir augun er enginn efi í hans huga um að kjósa Framsóknarflokkinn í kosning- unum, eins og kannski má ráða af orð- um hans hér að framan. „Ég er alveg viss um hvað ég ætla að kjósa. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem lagt hefur fram tillögur sem eru raunhæfar í að bæta skuldastöðu heimila og fyrirtækjanna og í að rétta við efnahag þjóðarinnar. Og ég fagna því mjög að við flokknum hafa tekið ungir menn og konur sem hefja á ný upp hugsjónina um mann- gildið ofar auðgildinu sem flokkurinn hefur alltaf byggt á, eða allt þar til fyrir um tíu árum, svo ég styð Framsóknar- flokkinn heilshugar.“ Hvers konar stjórnarsamstarf myndir þú vilja sjá að loknum kosn- ingum? „Ég myndi vilja sjá stjórnarsam- starf þriggja flokka, Framsóknarflokks með Samfylkingu og Vinstri grænum. Ég held að það komist næst þeirri fé- lagshyggjustjórn sem ég myndi vilja sjá. Hins vegar held ég að það verði óskaplega erfitt að stjórna eftir kosn- ingar af því að það er svo mikið fal- ið. Skuldirnar eru faldar. Hvað mun- um við þurfa að greiða? Hvað þarf að skera niður? Er það rétt sem lærðir hagfræðingar hafa sagt að það sé úti- lokað að við Íslendingar getum greitt þessar skuldir og við séum gjaldþrota þjóð? Vaxtabyrði ríkissjóðs er miklu hærri en ríkissjóður ber; hvernig á að taka á því máli?“ Það sem Hitler tókst ekki Steingrímur telur að mismunandi af- staða flokkanna þriggja til ESB-aðild- ar ætti ekki að vera fyrirstaða í að þeir myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Sjálf- ur er hann á móti því að Ísland sæki um inngöngu í ESB því full aðild henti ekki Íslendingum af ýmsum ástæð- um. „Ég get ómögulega séð að það geti hjálpað okkur. Ég tel að ESB sé mjög þörf stofnun og þörf samtök í Evr- ópu til að forða því til dæmis að Evr- ópa gangi til stöðugra styrjalda. Ég skil því mjög vel að þessar þjóðir sem eru samanlímdar á litlu svæði vilji vera í ESB. En mér finnst allt stefna í að stórveldi Evrópu, Þýskaland sérstak- lega og kannski Frakkland og Bretland að vissu leyti, leggi undir sig álfuna. Þýskalandi er að takast það sem Hitler tókst ekki, að leggja undir sig Evrópu. Að einhverjum detti í hug að stórveldi „Náttúrlega má segja að það sé undarlegt að menn skyldu ekki vakna til umhugsunar um í hvað stefndi. Ég sem fyrrverandi pólitík- us sitjandi hér heima gat ekki annað en furðað mig á því sem var að gerast.“ Steingrímur Hermannsson gegndi nokkrum ráðherraemb- ættum á stjórnmálaferlinum sem spannaði tæpan aldarfjórðung. MYND HEiða HElgaDóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.