Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2009, Page 50
föstudagur 24. apríl 200950 Sakamál SySturnar Sem myrtu Vændi, eiturlyf, þjófnaðir og fátækt einkenndu vettvang alræmdustu raðmorða í sögu Egyptalands, morða sem skóku landið við upphaf þriðja áratugar síðustu aldar. fórnarlömbin voru öll konur og morðingjarnir voru tvær systur sem nutu stundum aðstoðar eigin- manna sinna eða annarra. Morðin voru framin í al-labban, hverfi þar sem fátækt ríkti og glæpir voru algeng- ir. Þegar lögreglan lauk rannsókn sinni höfðu fundist lík sautján kvenna. lesið um systurnar sem myrtu í næsta helgarblaði dV. Líkin í aLdingörðunum Ekki var allt sem sýndist hjá Juan Corona, verktaka sem réð farandverkamenn til ávaxtatínslu í aldingörð- um ávaxtabænda í Yuba í Kaliforníu. Hann var ímynd karlmennskunnar, kvæntur og tveggja barna faðir. En innra með honum bærðust hvatir sem kostuðu fjölda karlmanna lífið. Juan Corona kom til Yuba í Kali- forníu á sjötta áratug síðustu ald- ar, ólöglega frá Mexíkó. Feril sinn á bandarískri grundu hóf hann sem farandverkamaður, en síðar komst hann ofar í þjóðfélagsstigann og gerðist verktaki og réð farandverka- menn til ávaxtatínslu á búgörðum bænda á svæðinu, og greiddi þeim lágmarkslaun. Corona hafði verið greindur með geðklofa árið 1956 og var lagð- ur inn á stofnun. Eftir að hafa fengið raflost 23 sinnum var hann útskrif- aður sem heilbrigður. En því fór sennilega fjarri að hann gengi heill til skógar andlega. Þrátt fyrir að vera ímynd karlmennskunnar út á við og vera kvæntur tveggja barna fað- ir var Corona samkynhneigt rándýr og haldinn sjúklegum kvalalosta. Öllum fórnarlömbum hans hafði verið misþyrmt kynferðislega áður en þau voru myrt. Þess ber að geta að bróðir Juans átti einnig við geð- ræn vandamál að stríða. Hægt um vik fyrir Corona Sem verktaka var hægt um vik fyrir Corona að finna sér fórnar- lömb. Flestir þeirra sem hann réð til ávaxtatínslu voru í eldri kantin- um, áfengissjúkir utangarðsmenn sem fáir myndu sakna. Í maí 1971 hófst Corona handa við að finna sér fórnarlömb úr röðum farand- verkamannanna, en ekki er ólíklegt að hann hafi stundað að nauðga karlmönnum löngu fyrr, en þar sem flest fórnarlamba hans hafa að öllum líkindum verið úr neðstu stigum þjóðfélagsins er hæpið að lögreglan hafi fengið upplýsingar um hátterni hans. Nítjánda maí 1971 var Goro Kagehiro, japansk-bandarískur ávaxtabóndi, á rölti í perugarði sín- um skammt frá Yuba og rakst þá á nýgrafna holu, um tveggja metra langa og meters djúpa. Um kvöldið rak forvitnin hann að holunni á ný og þá sá hann að búið var að fylla hana. Kagehiro grunaði að einhver hefði grafið rusl á landareign hans og hafði samband við lögregluna. Það sem holan hafði að geyma var lík hvíts Bandaríkjamanns, Kenneths Whitacre. Whitacre, sem var flakkari, hafði verið misþyrmt kynferðislega og hann síðan stung- inn til bana. Á höfði hans var ga- pandi sár eftir sveðju og í vösum hans fundust klámmyndir sem skírskotuðu til samkynhneigðar. Eitt morð á 40 mínútna fresti Fjórum dögum síðar rákust verka- menn á býli Jacks Sullivan á land- svæði þar sem jarðvegurinn virt- ist afar siginn. Við nánari athugun fannst lík 67 ára flækings, Charles Fleming. En áður en búið var að bera kennsl á það lík fannst önnur gröf, og enn önnur. Svæðið var eins og fjöldagrafreitur. Öll voru líkin af hvítum karl- mönnum, nema tvö, og greinilegt að um var að ræða manneskjur sem enginn myndi sakna; miðaldra og eldri karlmenn, áfengissjúklinga og flækinga. Öll fórnarlömbin höfðu verið stungin og voru höfuð þeirra illa leikin eftir sveðju og hafði eitt þeirra verið skotið. Djúpt stungusár var á bringu allra fórnarlamba og tveir skurðir sem mynduðu kross höfðu verið ristir á hnakka þeirra. Líkin voru á bakinu, hendurnar teygðar upp fyrir höfuð og skyrtan dregin yfir andlit þeirra. Á sumum voru buxurnar dregnar niður. Öll höfðu fórnarlömbin verið drepin á sex vikna tímabili, að með- altali eitt morð á fjörutíu mínútna fresti. Í sumum grafanna fundust pappírar með nafni Juans Corona. Kenningar geðlækna Juan Corona var handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann lýsti yfir sakleysi sínu og lögfræðingar hans reyndu að koma sök á bróður hans, en þar var við ramman reip að draga vegna sönnunargagna gegn Cor- ona. Á heimili hans fundust tveir blóðugir hnífar, sveðja, skamm- byssa og blóði storkinn fatnaður. Til að fullkomna þetta safn sönnunar- gagna fannst listi með nöfnum sjö fórnarlambanna ásamt dagsetn- ingu morðanna á þeim. Geðlæknar upphugsuðu ótal kenningar um Corona. Einn þeirra hélt því fram að morðin væru árs- tíðatengd; að þegar lengra liði á vorið og ávextirnir þroskuðust yk- ist blóðþorsti Corona og hann yrði að myrða daglega til að svala þeim þorsta. Sennilegri skýring er sú að þegar hlýnaði í veðri og uppskerutíminn nálgaðist hafi mögulegum fórnar- lömbum fjölgað í formi flækinga og farandverkamanna. Juan Cor- ona nægði einfaldlega að stoppa trukk sinn úti í vegarkanti og velja úr hópi þeirra manna sem myndu grípa hvaða tækifæri sem gæfist til að þéna smá pening. Sektardómur og áfrýjun Kviðdómur í máli Juans Corona komst að niðurstöðu um sekt hans eftir 45 klukkustunda umræður og átti það við um öll 25 morðin. Í jan- úar 1973 fékk hann tuttugu og fimm lífstíðardóma sem skyldu afplánast hver á eftir öðrum, án möguleika á reynslulausn. Árið 1978 var dómnum áfrýj- að á þeim grundvelli að verjanda hans hefði bæði láðst að geta þess að Juan Corona hafði greinst með geðklofa og að bera við geðsýki. Ný réttarhöld hófust og árið 1982 var fyrri úrskurður staðfestur. uMsjón: kolbEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l Djúpt stungusár var á bringu allra fórnar- lamba og tveir skurðir sem mynduðu kross höfðu verið ristir á hnakka þeirra. Brosið víðs fjarri Corona mun aldrei losna úr fangelsi. Juan Corona glaðbeittur með vonda samvisku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.