Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Qupperneq 14
Föstudagur 29. maí 200914 Fréttir Víkingahópurinn Rimmugýgur kemur heimsókn og slær upp búðum við Sögusetrið. Þar gefst gestum tækifæri á að sjá vinnubrögð að hætti fornmannanna í handverki, klæðnaði, leik og bardögum. Dagskráin byrjar kl. 13.00 og stendur til kl. 19.00. Bardagar verða kl. 14, 16 og 18. Við hvetjum alla þá sem eiga búninga heima að taka þá upp og mæta í skrúðanum. Allir velkomnir! Víkingarnir koma! Laugardaginn 30. maí 2009 Sögusetrið Hvolsvelli | The Saga Centre www.njala.is | njala@njala.is Sími: 487-8781, 895-9160 „Við fylgjum þeim lögum sem okkur er skylt. Okkar mannauðsskrifstofa hefur farið yfir þetta og ráðningin er innan okkar ramma,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítal- ans. Landspítalinn réð í vikunni Einar Karl Haraldsson til að móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almanna- tengsla. Einar Karl var áður aðstoð- armaður Össurar Skarphéðinssonar í iðnaðarráðuneytinu. Staðan var ekki auglýst en Einar Karl verður ráðinn til sex mánaða frá og með 1. september. Fram að þeim tíma mun hann vinna verkefni fyrir spítalann sem verktaki. Þeir lögmenn sem DV ræddi við töldu að ráðningin stæðist ekki lög. Samkvæmt reglum um auglýsingar á lausum störfum er heimilt að ráða í starf án auglýsingar ef starfið á að standa í tvo mánuði eða skemur. Það á ekki við í þessu tilfelli. Skýtur skökku við „Mér finnst þetta mjög óheppilegt og sýnist að þarna hafi verið fljótfærnis- lega staðið að málum. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið hefði lögum samkvæmt átt að auglýsa starf- ið. Ég get ekki séð að undanþágu- ákvæði í lögum um ráðningu starfs- manna ríkisins eigi við í þessu tilviki. Mín niðurstaða er sú að þarna hefði ótvírætt átt að auglýsa starfið,“ segir Birgir Ármannsson, lögfræðingur og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Spurður um mannaráðningar hjá spítalanum í því árferði sem nú rík- ir segir Birgir að það skjóti nokkuð skökku við. „Á þeim tímum sem nú eru og fyrirsjáanlegur er niðurskurður á öllum sviðum ríkisrekstrarins skýtur það mjög skökku við að það sé verið að búa til ný störf af þessu tagi. Það er mjög óeðlilegt miðað við þá þörf sem er fyrir hendi að skera niður í ríkis- rekstri,“ segir hann. Langur aðdragandi Aukin almannatengsl og meira gegn- sæi í stjórnun Landspítala var eitt af sex markmiðum Huldu fyrir árið 2009. Hún segir að ráðning Einars eigi sér töluverðan aðdraganda. Hún hafi byrjað að kanna þessi mál í desember. Henni hafi verið bent á nokkra aðila og hafði samband að fyrra bragði við Einar Karl í mars. Þau hafi ekki þekkst fyrir þann tíma. „Við erum einungis að leita okkur hjálpar í stuttan tíma. Ég var búin að kanna málið bæði hjá ráð- gjafarfyrirtækjum og öðrum og tel að þetta sé besta lausnin,“ segir Hulda. Eitt af verkefnum Einars Karls þangað til hann tekur við starfinu 1. september er að þjálfa stjórnendur spítalans í almannatengslum. Fyrir það fær hann greitt sem verktaki. Óskiljanleg athygli Einar Karl Haraldsson segir ekkert at- hugavert við tímabundna ráðningu sína til Landspítalans. Segist ekki skilja þá athygli sem ráðningin hefur vakið. Forstjóri Landspítalans hafi ekki vilj- að fastráða í starfið og ekki viljað leita til ráðgjafarskrifstofu og því hafi þessi leið verið farin. Einar Karl segir að skrifstofa mann- auðsmála hjá Landspítalanum hafi sett sig í samband við hann eftir ára- mót. Hann hafi tjáð Össuri Skarphéð- inssyni tveimur vikum fyrir kosningar að hann hygðist ráða sig til Landspít- alans. Össur hafi ekki verið hrifinn af því. Hann hafi viljað njóta starfskrafta Einars áfram. Einar Karl tekur fram að hann hafi í um tíu ár rekið sitt eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hafi unnið mikið með stjórnendum og hafi víðtæka reynslu á þessu sviði. Hann mun þiggja biðlaun í þrjá mánuði frá iðnaðarráðuneytinu. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir ráðninguna á Einari Karli Haraldssyni standast lög. Einar Karl var áður aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar. Birgir Ármannsson, lögfræðingur og al- þingismaður, telur ráðninguna ekki standast lög og að auglýsa hefði átt starfið. „Óheppilegt og fljÓtfærnislegt“ annaS SiGmundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Óskiljanleg athygli Einar Karl Haraldsson segist ekki sjá neitt athugavert við ráðningu sína. skilur ekki þá athygli sem ráðningin hefur vakið. mynd raKEL ÓSK SiGurðardÓttir Fylgja lögum Hulda gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir að ráðn- ingin sé samkvæmt reglum spítalans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.