Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Side 17
Föstudagur 29. maí 2009 17Fréttir SAMSKIP, SJEIKINN OG FELULEIKIR ÓLAFS afur svo smám saman yfirráðum yfir skipafélaginu auk þess sem Samskip varð síðar meirihlutaeigandi í Bru- no Bischoff. Sigurður Már segir að margir í ís- lensku viðskiptalífi telji sig eiga Ól- afi grátt að gjalda, meðal annars út af Bischoff-málinu sem ekki hafi lagst vel í aðra hluthafa. „Maður heyrir að hann hefur skilið eftir sig sviðna jörð því hann hefur verið afar harðskeyttur í sínum viðskiptum,“ segir Sigurður. Ein af slúðursögunum sem ganga um Ólaf er að árlega haldi helstu óvildarmenn hans, hópur manna sem kallar sig ÓÓÓ (Óvinir Ólafs Ól- afssonar), golfmót þar sem verðlaun- in eru rýtingur. „Ef þú gengur eftir þröngum gangi skaltu ekki hafa hann á eftir þér,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Sumar af sögunum sem ganga um Ólaf munu hins vegar vera runn- ar undan rifjum pólitískra andstæð- inga Ólafs og spunameistara annarra auðkýfinga sem verið hafa duglegir í gegnum tíðina við að mála skratt- ann á vegginn um hátterni Ólafs til að grafa undan honum. Blekkingarleikir Ólafs Ólafur hefur fengið nokkuð slæmt orð á sig í íslensku viðskiptalífi fyrir slíka blekkingarleiki og ógegnsæi og er Bischoff-málið aðeins hið fyrsta sem kom upp á ferli hans. Sigurð- ur Már segir að Ólafur hafi í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir ógegn- sæi í uppbyggingu fyrirtækja og að hann sitji uppi með nokkra gerninga sem hafa orkað tvímælis. „Þetta hefur fylgt honum. Hann hefur verið svo- lítill kóngur ógegnsæis; fulltrúi þess viðskiptasiðferðis sem var á Íslandi: Menn bara gerðu það sem þurfti að gera til að ná árangri,“ segir Sigurð- ur Már en bætir því við að hið sama megi segja um marga kunna menn í íslensku viðskiptalífi. Frægasta dæmið um meintar blekkingar Ólafs er svo aðkoma hans að kaupum S-hópsins á Búnaðar- bankanum, þar sem efast var um að þýski bankinn, Hauck & Aufhäu- ser, hefði í raun verið fjórðungshlut- hafi í bankanum eftir einkavæðingu hans, eða hvort bankinn hafi verið að leppa eignarhaldið fyrir Ólaf eða Kaupþing sem sumir telja að hafi ver- ið raunverulegur eigandi hlutarins. Ólafur var fremstur í flokki í S-hópn- um, ásamt Þórólfi Gíslasyni kaupfé- lagsstjóra í Skagafirði, sem eitt sinn var kallaður handrukkari Framsókn- arflokksins vegna þess hversu góð- ur hann var að safna peningum fyrir flokkinn, og Finni Ingólfssyni, fyrrver- andi ráðherra og seðlabankastjóra. Tilgátan um þennan blekkingarleik gengur út á það að þýski bankinn hafi í raun og veru aldrei lagt fram neitt eigið fé til kaupanna á bankan- um heldur hafi hann einungis verið skráður eigandi hlutarins, það hafi komið frá Kaupþingi sem sameinað- ist svo Búnaðarbankanum nokkrum mánuðum eftir kaupin. Stjórnend- ur Kaupþings, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, voru svo settir yfir hinn sameinaða banka. Þessi kvittur hefur hins vegar aldrei verið staðfestur. Ríkisendur- skoðun fór ofan í saumana á kaupun- um án þess að frekari rannsókn færi fram á þeim, meðal annars hvaðan fjármagnið fyrir fjórðungshlutnum í Búnaðarbankanum hefði verið kom- ið í raun. Flestir eru hins vegar sam- mála um að ekki hafi verið allt með felldu í kaupunum á bankanum. Kaup Al-Thanis á hlutnum í Kaup- þingi eru því þriðji viðskiptagerning- urinn þar sem erlendur aðili virðist hafa verið fenginn til að leppa eignar- hald eða hlutabréfakaup á fyrirtækj- um tengdum Ólafi en viðmælendur blaðsins sjá ákveðin líkindi með þeim „Hauck & Aufhäuser-díllinn er alveg eins og þetta mál með sjeikinn; bankinn var bara skráður fyrir þessu en lagði ekkert eigið fé inn í bankann held- ur kom það úr Kaupþingi.“ 1 Kaup sjeiksins al-thanis á 5 prósenta hlut í Kaupþingi haustið 2008. Kaupin voru fjármögnuð með láni frá félögum í eigu Ólafs og al-thanis. Ólafur átti sjálfur 10 prósenta hlut í Kaupþingi. grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða sem ætlað hafi verið að auka trú markaðarins á Kaupþingi og hækka verð hlutabréfa í bankanum sem hrundi skömmu síðar. Kaupin eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara efnahagshrunsins. Ólafur hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins og hefur ekki öðlast réttarstöðu grunaðs manns. 2 aðkoma þýska bankans Hauck & aufhäusers að kaupum s-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2002. talið er að bankinn, sem skráður var fyrir fjórðungshlut í Búnaðarbankanum, hafi leppað eignarhaldið fyrir Kaupþing. ríkisendurskoðun fór ofan í saumana á málinu en fann ekkert athugavert við aðkomu þýska bankans. 3Leyndin yfir eignarhaldinu á hlut þýska flutningsfyrirtækisins Bruno Bischoff í samskipum árið 1993. Ólafur, sem var forstjóri samskipa, fékk þýska fyrirtækið til að leggja hlutafé inn í félagið en leyndi því í um ár að hann ætti helming í hlutnum á móti Þjóðverjunum. Árið 1994 seldu nokkrir hluthafar sig út úr félaginu þegar þetta komst upp; þeir voru ósáttir við Ólaf. Ólafur náði svo yfirhendinni í félaginu. helstu leyndarmál ólafs ólafssonar Klækjarefurinn Ólafur Ólafsson er mikill klækjarefur og er afar umdeildur í íslensku viðskiptalífi. Viðskiptasaga hans gefur meðal annars til kynna að hann hafi að minnsta kosti þrívegis notað erlenda aðila til að leppa eignarhald á félögum sem tengjast honum. Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.