Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Page 19
auglýsir inntöku nýnema fyrir skólaárið 2009 - 2010 Skóli með sterkan prófíl Grafísk hönnun LISTHÖNNUNARDEILD veitir starfsmenntun í grafískri hönnun. Á námstímanum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Rík áhersla er lögð á tæknilega og listræna ögun. Strax í upphafi takast nemendur á við grunnhugmyndir fagsins, rætur þess í fagurlistum og tengsl við prentiðnaðinn. Til að hefja nám í deildinni þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu fornámi í framhaldsskóla eða myndlistar- skóla og þar sannað hæfni sína í undirstöðugreinum. Frjáls myndlist FAGURLISTADEILD veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá alhliða þjálfun í hefðbundnum greinum þar sem áhersla er lögð á tæknilega og listræna ögun. Meðal kennslugreina eru: efnisfræði, skissugerð, olíumálun, akrýlmálun, myndgreining, ljósmyndun, grafík, módelteiknun, rými, bóklist, tölvugrafík, hugmyndafræði, sýningarstjórnun, fagurfræði og listfræði. Til að hefja nám í deildinni þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu fornámi í framhaldsskóla eða myndlistarskóla og þar sannað hæfni sína í undirstöðugreinum. Myndlist, hönnun og arkitektúr FORNÁM - Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum á æðra skólastigi. Myndlistaskólinn á Akureyri býður upp á hnitmiðað 40 eininga heildstætt nám í sjónlistum. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Umsókn um skólavist þarf að berast skólanum fyrir 3. júní nk. ásamt umbeðnum gögnum og tilskyldum fjölda eigin myndverka. Inntökunefnd áskilur sér rétt til að boða umsækjendur til viðtals dagana 3. til 7. júní, telji hún ástæðu til. Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Box 39 - 602 Akureyri - Sími. 462 4958 - info@myndak.is - www.myndak.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.