Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Side 23
Kim yngri stundaði nám við Kim Il-sung-háskólann og útskrifaðist árið 1964 með marxíska pólitíska hagfræði sem aðalgrein, en heimspeki og hern- aðarvísindi sem aukagreinar. Eftir að hafa verið undirbúinn fyr- ir hlutverk leiðtoga var hann loks op- inberlega útnefndur arftaki föður síns árið 1980 og tók upp titilinn „ástkæri leiðtogi“, sem hann breytti árið 1992 í „ástkæri faðir“. En enn voru raunveru- leg völd handan sjóndeildarhrings. Tekur yfir stjórn hersins Þrátt fyrir skort á reynslu í hernaði tók Kim Jong-il við stjórnartaumum hersins árið 1991 og töldu stjórn- málaskýrendur líklegt að hann hefði fengið stöðuna til að vinna gegn mögulegri andstöðu hersins þegar Kim loks tæki sess föður síns. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hafa tengt Kim Jong-il við hryðju- verkastarfsemi og orð An Myung Jin, eins fyrrverandi njósnara Norð- ur-Kóreu, renna stoðum undir þau tengsl: „Við hvöttum Suður-Kóreu- menn til að flýja til okkar, við rænd- um herforingjum, þingmönnum eða námsmönnum og sprengdum upp skotmörk. Við vorum verkfæri til að gera gjörvalla Kóreu kommúníska. Norð- ur-Kórea lítur ekki á hryðjuverk sem glæp – þau eru nauðsynlegt verkfæri til að ljúka byltingunni,“ sagði An Myung Jin. Í kjölfar dauða Kim Il-sung árið 1994 liðu þrjú ár þangað til Kim Jong- il varð leiðtogi kóreska verkamanna- flokksins, sem er við stjórn landsins. Treystir á stuðning hersins Ef orð Kims Duk Hong eru tekin trú- arleg er Kim Jong-il snillingur í því að stjórna í skugga ógnar, en hann segir að á því sviði sé Jong-il fædd- ur snillingur. Kim Duk Hong er hæst setti embættismaður Norður-Kór- eu sem flúið hefur land og að hans sögn treystir Jong-il á stuðning hers- ins. Árið 2003 var haft eftir Kim Duk Hong að Kim Jong-il hefði á laun hafið á ný kjarnorkuáætlun landsins með það fyrir augum að halda hern- um ánægðum. „Ef Kim Jong-il kastar kjarnorku- vopnum fyrir róða mun hann glata stuðningi fólks sem er í innsta valda- hring hans. Þá er það aðeins spurn- ing um tíma hvenær forysta hans hrynur,“ sagði Hong. Að sögn Hongs er kjarnorku- áætlunin Jong-il lífsnauðsynleg: „Hann mun aldrei hætta við hana, ef hann segist gera það og býður eft- irlitsmönnum að fylgjast með þeg- ar aðstaðan er eyðilögð er hann að ljúga.“ Í ljósi þróunar síðustu daga má teljast ljóst að Kim Duk Hong hafði eitthvað til síns máls fyrir sex árum. Föstudagur 29. maí 2009 23Fréttir VIKINGAHEIMAR REYKJANESBÆ SÖGULEG SKEMMTUN! VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR OG SMITHSONIAN SÝNINGIN VIKINGS Í VÍKINGAHEIMUM Í REYKJANESBÆ - OPIÐ ALLA DAGA MILLI 11:00 & 18:00 - SÍMI 422 2000 - WWW.VIKINGAHEIMAR.COM Kim Jong-il, hinn „ástKæri faðir“ Árið 2000 á fundi með forseta Suður-Kóreu (sést ekki á myndinni) Kim Jong-il gerði, samkvæmt fréttum, víninu góð skil á fundinum. Mótmæli í Suður-Kóreu alþjóðasamfélaginu, og ekki síst nágrönnum Norður-Kór- eu, er ekki rótt vegna tilrauna Norður-Kóreumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.