Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 34
Föstudagur 29. maí 200934 Helgarblað Úr Debenhams í Hinn 23 ára gamla Katrín Ragnarsdóttir hætti hjá versluninni Debenhams í ársbyrjun og hóf nám í skipstjórn. Hún segir það nokkuð skrítið að vera yfirleitt eina stelpan í tímum en strákarnir taki henni afar vel. Katrín er einnig í fullu háskólanámi í spænsku og í sumar kennir hún ensku í Kína og fer í ævintýraferð um Suðaustur-Asíu. Skiptinám í Kostaríka er svo í deiglunni fyrir haustið. Katrín Ragnarsdóttir Fór í fyrsta trillutúrinn með pabba tíu ára gömul. MYND SigtRYgguR ARi „Ég get ekki sagt að mikið úr Deben- hams-starfinu nýtist í skipstjórnar- náminu. Þetta tengist auðvitað eng- an veginn,“ segir Katrín Ragnarsdóttir, tuttugu og þriggja ára gömul stúlka sem er í námi sem ekki margar kon- ur hafa lokið í gegnum tíðina. Katrín skráði sig nefnilega í skipstjórnarnám við Skipstjórnarskólann, sem er einn af svokölluðum undirskólum Tækni- skólans, í janúar síðastliðnum en hún var þá starfsmaður Debenhams í Smáralind. Ástæðuna fyrir þessum vistaskipt- um segir Katrín tilkomna vegna þess að í desember síðastliðnum var hún lækkuð í launum í Debenhams þar sem hún gegndi yfirmannsstöðu. Hún bað þá um að sér yrði sagt upp í stað þess að taka á sig launalækkun sem var samþykkt, vann út febrúar í versluninni, skráði sig í Skipstjórnar- skólann í millitíðinni og hóf námið í janúar. Eina stelpan í tímum Katrín segir það vissulega nokkuð skrítið að vera komin í þetta nám sem karlmenn hafa svo gott sem einokað í gegnum tíðina. „Ég er yfirleitt eina stelpan í öllum tímum,“ segir hún en bætir við aðspurð að hún hafi bara gaman af því. „Strákarn- ir taka geðveikt vel í þetta. Þeir eru rosalega fínir og finnst það bara fyndið og skemmtilegt að það sé stelpa með þeim í tímum eins og aflameðferð og vélstjórn,“ segir Katrín sem neitar því ekki að það hafi verið nokkuð skrítið, þeg- ar hún var enn í Deben- hams samfara náminu, að selja tískuföt kannski fyrir hádegi og vera svo að læra um vélar í frystitogurum eftir hádegi. Katrín hefur mætt á skemmtanir á vegum nemendafélags Skip- stjórnarskólans og kveðst ekki geta neitað því að hafa fengið smá athygli þar frá piltunum. „Ég mæli með þessu fyrir all- ar stelpur sem vilja kom- ast á séns,“ segir Katrín í léttum dúr. tíu ára á sjónum Hugmyndinni um að skrá sig í nám sem tengist sjómennsku laust ekki algjörlega fyrirvaralaust niður í huga Katrínar. Hún vann nefnilega við sjó- mennsku fyrir um þremur árum með pabba sínum sem á litla trillu. Allt í allt var hún á sjónum í um það bil ár, oft- ast á línuveiðum, en túrarnir voru frá dagtúrum og upp í vikulanga túra. „Ég hef líka farið við og við út á sjó með pabba alveg frá því ég var tíu ára og alltaf fundist þetta ótrúlega skemmti- legt.“ Katrín á fimm systur en þær deila þessum áhuga ekki með henni. „Engin þeirra hefur nokkurn tíma far- ið með pabba í túr. Ég held að þeim finnist þetta aðeins of lessu- eða karl- mannslegt. En mér finnst þetta ógeðs- lega gaman,“ segir Katrín og hlær. Fatauppboð á Facebook Þótt ótrúlega hljómi er Katrín einnig í fullu BA-námi í spænsku við Háskóla Íslands sem hún á lítið eftir af. Hún segir því vissulega stundum yfirdrif- ið mikið að gera, en það er á Katrínu að heyra að hún ætli sér svo sannar- lega að klára skipstjórnarnámið fyrr en seinna. „Ég ætla mér að fá þessi réttindi. Hversu mikið ég mun vinna við skipstjórn veit ég ekki en ég ætla allavega að ná mér í skipstjórnarrétt- indin,“ segir hún en námið sem Katr- ín skráði sig í er fjögurra ára langt og veitir ótakmörkuð skipstjórnarrétt- indi á fiskiskipum og öðrum skipum. En Katrín er ekki við eina skipsfjöl- ina felld. Stúlkan fór nefnilega til Suð- austur-Asíu síðastliðinn fimmtudag, þó ekki siglandi, þar sem hún ætlar að skoða sig um í sumar ásamt vinkonu sinni. Til þess að safna smá ferðasjóði settu þær stöllur fyrir nokkrum vikum á fót uppboð á Facebook á fötum sem þær hafa sankað að sér í gegnum tíð- ina. „Það á náttúrlega enginn pening á lausu í þessu ástandi en við vin- konurnar áttum hins vegar fullt hús af fötum. Ég hafði einu sinni selt föt í Kolaportinu sem gekk mjög vel en vinkonu minni, sem er Facebook- nauðgari dauðans, datt í hug að reyna að selja föt á Facebook. Mér leist vel á það þannig að við tókum bara myndir af fötunum, settum þær þarna inn og svo hófst uppboðið,“ segir Katrín. Þeir sem vildu máta áður en þeir buðu í til- tekna flík gátu komið heim til Katrín- ar til þess auk þess sem vinkonurnar höfðu opið hús einn laugardag í maí. Svo fóru þær með afganginn af fötun- um í Kolaportið um síðustu helgi og endaði söfnunarféð í hvorki meira né minna en 250 þúsund krónum. Kennir í Kína Til þess að koma sér upp aðeins gild- ari peningasjóði hafa Katrín og vin- konan einnig orðið sér úti um vinnu við enskukennslu og á veitingastað í Kína framan af sumri, áður en lagt verður af stað í ferðalag um hin fram- andi lönd Suðaustur-Asíu. „Þetta er í borg sem heitir Xiamen í Suður-Kína. Enskukennslan er í fjóra tíma og svo vinnum við á veitinga- staðnum á kvöldin. Síðan ætlum við að taka smá ævintýraferð um löndin á þessu svæði. Það verður gott að kom- ast aðeins burt úr kreppuveseninu hérna heima,“ segir Katrín en á meðal þeirra landa sem þær stöllur hyggjast heimsækja eru Taíland, Kambódía og Víetnam. Við sjóndeildarhring haustsins er það svo skólabekkurinn á ný hjá Katr- ínu – spænskan, aflameðferðin, vél- stjórnin og það allt saman. Og aldrei að vita nema Katrín verði þá búin að skrá sig í frekara nám til að hafa al- veg örugglega nóg fyrir stafni. „Ég er reyndar búin að sækja um skiptinám í spænskunni í skóla í Kostaríka á haustönninni. Ef það gengur eftir get ég tekið nokkra áfanga í skipstjórnar- náminu í fjarnámi.“ Jæja. kristjanh@dv.is skipstjórnarnám titanic-taktar Katrín tekur fræga pósu „hálfnöfnu“ sinnar, Kate Winslet, í kvikmyndinni titanic. MYND SigtRYgguR ARi Ximen í Kína Borgin sem Katrín dvelst í framan af sumri við enskukennslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.