Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Side 50
Föstudagur 29. maí 200950 Lífsstíll Inga Elín málar Listakonan góðkunna Inga Elín sem þekkt er fyrir glæsileg glerlistaverk sín og fleiri fallega muni sýnir á sér nýja og skemmtilega hlið um þessar mundir því til stendur að opnar málverkasýningu á laugardaginn í Listasal mosfellsbæjar klukkan þrjú. sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan tólf til klukkan sjö og á laugar- dögum frá klukkan tólf til sjö og stendur sýningin til tuttug- asta og sjöunda júní. Það er upplagt að taka með sér fyllt- an lambahrygg í ferðalagið, segir í glæsilegu tölublaði Gestgjafans að þessu sinni þar sem þemað er sum- arið og ferðalög sumarsins. Það má elda hann heima áður en lagt er af stað og til dæmis bera hann fram með kartöflusalati og quinoa-salati. Það er líka þægilegt að taka hann með og elda á staðnum ef farið er í bústað þar sem er ofn, þá er bara að setja hann í ofninn í 40 mínútur og borða með kartöflum og uppáhalds- sósunni. Upplagt að gefa grillaran- um frí eitt kvöld. Fyrir 8 1 lambahryggur, úrbeinaður 100 g svínahakk ½ laukur, fínt saxaður 3 msk. fersk steinselja, söxuð 1 tsk. tímían eða annað gott krydd ½ tsk. pipar 1 tsk. salt ½ dl brauðrasp 1 egg ½ dl rjómi (má sleppa) Quinoa-salat meðlæti fyrir 6-8 Quinoa er ekki ósvipað kúskúsi eða bulgur á bragðið. Það er mjög prótín- og járnríkt. Það er glútenlaust og mjög auðmelt. 250 g quinoa 200 g frosinn maís 2-3 tómatar, kjarnhreinsaðir og saxaðir 1-2 hnefafylli ferskt spínat 2 msk. sítrónusafi 3-4 msk. olía 1 tsk. salt nýmalaður pipar sjóðið quinoa eftir leiðbeiningum á umbúðum. Blandið öllu saman og kælið. Fylltur lambahryggur umsjón: koLBrún páLína hELgadóttIr, kolbrun@dv.is á vEFsLóð EnvIronmEntaL WorkIng group, WWW.EWg.org sEm Eru óháð samtök í Banda- ríkjunum sEm vInna mEðaL annars að rannsóknum á EIturEFnum í snyrtIvörum, má FInna skaLa Frá 0-10 sEm samtökIn haFa sEtt upp yFIr skaðsEmI snyrtIvara. ÞEtta ráð ásamt svo mörgum öðr- um grænum og góðum ráðum má FInna í BókInnI konur gEta BrEytt hEImInum mEð nýjum LíFsstíL EFtIr guðrúnu g. BErgmann sEm nýLEga kom út. n veldu náttúruleg snyrtivörumerki næst þegar þú kaupir snyrtivörur. n veldu krem og húðvörur frá íslenskum framleiðendum. Það er bæði náttúruvænt og sjálfbært og styður við mikilvæga íslenska framleiðslu. n Þvoðu hárið sjaldnar og notaðu minna magn af sjampói og hárnær- ingu þegar þú þværð það. n Burstaðu hárið bæði kvölds og morgna. n Lestu innihaldslýsinguna á þeim snyrtivörum sem þú kaupir n Farðu inn á www.ewg.org og kynntu þér hvar á skalanum þær snyrtivörur eru sem þú notar. n notaðu snyrtivörurnar þínar upp til agna og kláraðu gamlar birgðir áður en þú kaupir nýjar grÆn FEgurÐ Íslendingar kunna allra þjóða best að njóta veðurblíðunnar loksins þegar hún læt- ur sjá sig eftir dimma og langa vetur. Nú þegar sólin fer hækkandi og hitin n með er tilvalið að njóta lífsins með sínum nánustu og skemmta sér. DV tók saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir að því sem hægt er að taka sér fyrir hendur á góðu m degi. SUMARIÐ ER TÍMINN..... TIl AÐ lE IkA og SkEMMTA SéR! MorgunMatur í blíðunni Þegar að vel viðrar sérstaklega um helgar þegar flestir eru í fríi er um að gera að njóta morgunverðarins úti undir berum himni. Það þarf ekki pall eða risa garð til þess. hægt er að færa borð og stóla út á svalir eða út fyrir hús ef ekki eru til garðhúsgögn, taka kaffibollann og morgunmatinn með og njóta hans í blíðunni. Sund úrval sundlauga og gæði þeirra eru hvergi betri en einmitt hér á landi. verið dugleg að nota laugarnar í sumar, jafnt í blíðunni sem og í rigningunni. krökkum finnst ekkert síðra að fara í sund í vondu veðri. Þó svo að við eigum það til að vera svolítið vanaföst getur verið gaman að fá sér bíltúr í önnur hverfi og prófa fleiri laugar. gönguferð á eSjuna Esjan er vinsæll staður göngugarpanna. Það að ganga á Esjuna á fallegum degi getur verið stórkostlegt. Ef þú hefur ekki farið áður skaltu gæta þess að vera vel skóaður og fara varlega. útsýnið er engu líkt og ekki sakar að hafa smá nesti til að gæða sér á þegar á toppinn er komið. Veiði Það þarf ekki að fara langt til að kasta fyrir fisk. Bjóddu vinum, börnum eða foreldrum með þér upp að fallegu vatni og reynið að veiða á grillið fyrir kvöldið. Ef börn eru með í för er hægt að leyfa þeim að dunda sér með háf og fötu og aðstoða við veiðina. grill í heiðMörk heiðmörk getur verið algjör paradís á góðum degi. margir rómantískir og huggulegir pittir laumast þar víða sem henta vel til lautarferðar fyrir pör eða fjölskyldusam- komuna. Ef margir koma saman er fátt skemmtilegra en að fara í leiki og gleyma því hvað maður er gamall um stund. á nokkrum stöðum má svo finna fína grillaðstöðu og því tilvalið að njóta góðs matar úti í náttúrunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.