Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 37
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 37 GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG BÖRKUR HANSEN Þó að fjölmargar kenningar hafi verið settar fram um það hvernig hægt sé að draga úr þróun kulnunar virðist vera nánast ómögulegt að fyrirbyggja hana (Maslach og Goldberg, 1998; Schaufeli og Enzmann, 1998). Á grundvelli fyrirliggjandi rannsókna komst Cheng (2005) að þeirri niðurstöðu að mikilvægast væri að þróa alhliða forvarna- áætlun. Einn liður í slíkri áætlun þyrfti að vera regluleg námskeið þar sem áhrifa- þættir kulnunar og ýmis stig hennar væru í brennidepli, sem og fræðsla um orsakir og afleiðingar hennar. Í áætluninni þyrfti einnig að gera ráð fyrir stofnun stuðningshópa á vinnustað og þjálfun í tímastjórnun, félagsmótun og lausnum verkefna og að veitt yrði fræðsla um orsakir og afleiðingar kulnunar. Engin ein leið virðist því fær til að fyrirbyggja kulnun, en Carod-Artal og Vázquez-Cabrera (2013) telja að líklega sé best að koma í veg fyrir hana með því að draga úr streitu. Fyrir nokkrum árum urðu breytingar á vinnumarkaði og samdráttur átti sér stað hjá fyrirtækjum og stofnunum sem leiddi til þess að Reykjavíkurborg og önnur sveitar- félög hagræddu töluvert í rekstri sínum. Þar má nefna niðurskurð á fjárútlátum til skólastofnana sem fólst meðal annars í því að sameina skóla, jafnvel á milli skólastiga, fækka stjórnendum og lækka laun (Guðný Guðbjörnsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2015; Sigurlína Davíðsdóttir o.fl., 2012). Því þurftu skólastjórar leik- og grunnskóla að sýna útsjónarsemi í mjög flóknu og fjölbreyttu starfi á tímum samdráttar. Eftir þessar grundvallarbreytingar á vinnuumhverfi skólastjóra síðustu árin eru skólar í dag eflaust ekki síður krefjandi starfsumhverfi en áður. Það er því áhugavert að kanna tíðni kulnunar meðal íslenskra grunn- og leik- skólastjóra í kjölfar breyttra áherslna í starfi þeirra og víðtækra skipulagsbreytinga. Í hvaða mæli upplifa þeir kulnun? Má rekja einkenni kulnunar hjá skólastjórum til persónutengdra þátta, starfstengdra þátta, þ.m.t. á hvaða skólastigi þeir starfa, eða samskipta þeirra við nemendur, foreldra eða starfsfólk? Hefur bakgrunnur grunn- og leikskólastjóra áhrif á kulnun? AÐFERÐ Rannsóknin byggðist á spurningalista sem skólastjórar í leik- og grunnskólum svör- uðu og er hluti af meistaraprófsritgerð Gerðar Ólínu Steinþórsdóttur (2014). Notaður var erlendur spurningalisti en auk þess var bætt við nokkrum spurningum um bak- grunn skólastjóranna, starfsaðstæður og menningu í skólunum. Þátttakendur og framkvæmd Í apríl 2013 voru 165 grunnskólastjórar skráðir á netfangalista hjá Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) og 214 leikskólastjórar hjá Félagi stjórnenda leikskóla (FSL). Formenn SÍ og FSL sendu í tölvupósti kynningarbréf til félagsmanna sinna með krækju á spurninga- lista könnunarinnar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands (e.d.) voru 171 grunn- skólastjóri og 217 leikskólastjórar við störf í lok ársins 2012. Því má ætla að náðst hafi til flestra þeirra. Hlutfall þeirra þátttakenda sem svöruðu spurningalistanum að mestu eða að öllu leyti var um 50% eða 82 af 165 grunnskólastjórum og 107 af 214 leikskólastjórum. Af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.