Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 68

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 68
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201568 ÞVERSTÆÐAN UM LÝÐRÆÐISLEGT SKÓLASTARF getur vissulega veitt nemendum margvísleg tækifæri til að taka þátt í að afla þekk- ingar, móta hana, miðla henni o.s.frv. – þá eru þeim búnir fáir möguleikar á að vera gerendur í siðferðilegum skilningi þess orðs. Vitsmunageta þeirra er að nokkru leyti virkjuð, athafnageta líka, en siðferðileg dómgreind þeirra liggur á milli hluta ef hún er ekki beinlínis afþökkuð. Skóli sem vill teljast lýðræðislegur verður að tengja þetta þrennt saman: vitsmuni, athafnir og siðferði. Lýðræðislegt lærdómssamfélag er samfélag sem er byggt á sið- ferðilegum grunni og hefur þroska og vöxt manneskjunnar sem bæði vitsmunalegrar og siðferðilegrar veru að markmiði. Eða öllu heldur, þetta er samfélag sem snýst um siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt þeirra sem samfélagið mynda, hvernig sem þeir annars eru. Þetta er ekki ný hugmynd. Við finnum hana hjá Aristótelesi, en að vísu ekki í mynd sem verður heimfærð beint upp á okkar samtíma (Reeve, 1998). Í nútíma- legum búningi finnum við hana til dæmis hjá John Dewey. Hann lagði áherslu á að skóli sem vildi rísa undir nafni yrði að vera lýðræðislegt samfélag – samfélag vegna þess að þeir sem mynda félagsskapinn, einkum nemendur og kennarar, yrðu að geta sameinast um markmið starfsins. Og þetta samfélag yrði að vera lýðræðislegt í þeim skilningi að það byggðist á vinsamlegri samvinnu í hversdagslegum athöfnum þar sem fólk nálgaðist hvert annað sem einstaklinga sem það gæti lært af. Dewey trúði því að einungis samfélag af þessu tagi byggi yfir þeim eiginleikum sem gerðu börnum og ungmennum kleift að sækja í það þann þroska og vöxt sem réttilega kallaðist menntun (Dewey, 1916). Við finnum þessa hugmynd jafnvel á Íslandi fyrir miðja síðustu öld, í greinum Sigurðar Thorlacius um lýðræði og skóla (Sigurður Thorlacius, 1935). En samt virðist hún næsta fjarlæg enn í dag. VII SKÓLAR OG LÝÐRÆÐI En hvað geta skólar þá gert til að rækja lýðræðislegt hlutverk sitt? Svar mitt við þess- ari spurningu mætti kannski orða svona: Skólarnir geta leitast við að vera lýðræðis- legt lærdómssamfélag og lagt rækt við að gefa öllum fulla vitsmunalega og siðferði- lega hlutdeild í því samfélagi. Þótt skipulag skóla sé ekki sambærilegt við skipulag lýðræðislegs samfélags, þá geta skólarnir eftir sem áður verið lýðræðislegir í þessum skilningi. Þetta er kannski of hástemmt eða loftkennt svar til að vera beinlínis hjálp- legt, ekki síst þegar þess er gætt að sérhver skóli á sér sína eigin sögu, hefðir og menn- ingu og verður að fara sína eigin sérstöku leið að þessu marki. Þótt markmiðið sé í vissum skilningi alls staðar það sama – lærdómssamfélag allra sem í skólanum eru – þá verður því ekki náð með því að skapa sams konar samfélag í öllum skólum. Skólarnir verða að leggja áherslu á rækt tiltekinna gilda, ekki bara siðferðilegra gilda eins og trausts, virðingar, umhyggju og viðurkenningar, heldur einnig vitsmunalegra gilda eins og gagnrýni og forvitni. Lykilatriði í því að skapa lærdómssamfélag er traust og virðing (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2013, bls. 46). Sannleikurinn verður líka að fá að vera með sem markmið, því annars hefur kennivald skynseminnar enga fótfestu. Það þykir kannski gamaldags að halda því fram að nám snúist um leit að sannleika,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.