Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 139

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 139
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 139 SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR Með framboði á þessari námsleið í upphafi var brugðist við þeirri umræðu á sviði menntamála að mikilvæg forsenda skólaþróunar væri að meta skólastarf. Áhersla á sjálfsmat skóla var meðal annars sett í lög um grunn- og framhaldsskóla árin 1995 og 1996 (Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996, VIII. kafli. Námskrár og mat 21. og 23. gr.; Lög um grunnskóla nr. 66/1995, 49. gr.). Innan uppeldis- og menntunarfræðiskorar voru því vonir bundnar við að fjöldi fólks sækti sér menntun á þessu sviði. Sú reyndist þó ekki raunin. Umsóknir ár hvert voru ekki margar en eftirspurn hélst þó stöðug. Háskólaárið 2001–2002. Ýmsar breytingar á meistaranáminu voru ræddar á næstu tveimur árum og komu til framkvæmda háskólaárið 2001–2002 (Háskóli Íslands, 2001, bls. 162–168). Markmið námsins var jafnframt víkkað út: Markmið námsins er að efla faglega þekkingu og færni á sviði uppeldis- og mennta- mála á Íslandi með því að búa fólk undir rannsóknar- og þróunarstörf og ýmis störf á sviði fræðslu-, stjórnunar- og menntamála (bls. 162). Auk 120e MA-náms með áherslu á rannsóknarfærni var í fyrsta sinn boðið upp á 90e meistaranám til M.Ed.-gráðu sem var starfsmiðað (lokaritgerð a.m.k. 30e). Í boði voru þrjú áherslusvið eða námsleiðir til þeirrar gráðu, Mat og þróunarstarf, og tvö ný svið, Fræðslustarf og stjórnun og Kennslufræði og námsefnisgerð. Námsleiðin Fræðslustarf og stjórnun var „ætluð fólki sem vinnur við eða hefur áhuga á að skipuleggja, stýra og meta fræðslustarf og stjórnun í skólum, stofnunum eða fyrirtækjum“. Markmiðið var: „að nemar öðlist þekkingu og hæfni í að skipuleggja fræðslu og verði færir um að hafa umsjón með og stjórna fræðslustarfsemi fyrir margs konar stofnanir“ (Háskóli Íslands, 2001, bls. 163). Tildrög þessa áherslusviðs voru þau að mikil eftirspurn var eftir liðsinni nokkurra kennara uppeldis- og menntunarfræði- skorar við að byggja upp fræðslustarf fyrir starfsfólk og þá ekki aðeins í skólum heldur einnig ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Sýnt þótti því að þörf væri á námsleið á þessu sviði og var hún vel sótt. Meðal nýmæla var námskeiðið „Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur“, sem var eftirsótt innan deildar sem utan. Kennslufræði og námsefnisgerð, sem var hitt áherslusviðið, var „ætluð til að koma til móts við vaxandi þörf fyrir sí- og endurmenntun kennara“. Markmiðið var „að gefa kennurum (og/eða öðrum þeim sem starfa að fræðslu) tækifæri til að fylgjast með þróun í kennslu sérgreinar sinnar, að kynnast kennslufræði fjarkennslu og kynna sér helstu leiðir og hindranir í þróunarstarfi“ (Háskóli Íslands, 2001, bls. 163). Tilgangur námsleiðarinnar var annars vegar að koma til móts við þá framhaldsskólakennara sem höfðu áhuga á að auka kennslufræðilega þekkingu sína og hins vegar þótti brýnt að bjóða upp á nám á sviði námsefnisgerðar þar sem námsefnisgerð kennara hafði færst í vöxt. Jafnframt var tekin upp sú nýlunda háskólaárið 2001–2002 að bjóða 30e Dipl.Ed. framhaldsnám. Vakin var sérstök athygli á því að námið til Dipl.Ed.-gráðu væri hægt að fá metið inn í meistaraprófsnám í greininni (Háskóli Íslands, 2001, bls. 162). Auk almenns MA-náms í uppeldis- og menntunarfræði (120e) voru því skólaárið 2001–2002 þrjár námsleiðir í boði bæði til M.Ed.-náms (90e) og Dipl.Ed.-náms (30e), þ.e. Fræðslustarf og stjórnun, Kennslufræði og námsefnisgerð og Mat og þróunarstarf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.