Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 2
Vegagerðinni hafa reglulega borist tilkynningar um
að þingmaðurinn Árni Johnsen dæli litaðri olíu á bílinn sinn.
Hann vísar því alfarið á bug og segir stofnunina hafa gengið svo
langt að hafa setið fyrir honum í von um að grípa hann glóðvolg-
an. Með fulltrúum Vegagerðarinnar hafi fjölmiðill verið í för.
HITT MÁLIÐ
ÞETTA HELST
- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI
FERÐAST HJÁ
STÓRFYRIRTÆKJUM
Bogi Nilsson, fyrrverandi
ríkissaksóknari, er
á meðal tuga ein-
staklinga sem flugu
í einkaþotum sem
Glitnir og eignar-
haldsfélagið Mil-
estone leigðu saman
hjá þotuleigunni Netjets á
árunum fyrir hrun. Nafn Boga
kemur fyrir á lista með upp-
lýsingum um farþega þessara
þotna sem DV birti á mánudag. Á listanum eru nöfn fjölda starfsmanna
Glitnis og Milestone en einnig margra ættingja þeirra, maka og barna.
Fjöldi þekktra einstaklinga er á farþegalistanum, meðal annars Bjarni
Ármannsson, Lárus Welding, Róbert Wessmann, Karl og Steingrímur
Wernerssynir, Þór Sigfússon og Þorgils Óttar Mathiesen. Þar er einnig að
finna nafn skemmtikraftsins Sverris Sverrissonar, Sveppa. DV greindi frá
því í fyrra að Milestone hefði á tveimur árum varið um 600 milljónum
króna í að leigja einkaþotur.
STÓRA PLOTTIÐ
Bjarni Benediktsson, þáverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og núverandi formað-
ur flokksins, var beinn
þátttakandi í viðskipt-
um eignarhaldsfé-
lagsins Vafnings sem
miðuðu að því að safna
45 milljörðum króna í íslenska
hagkerfinu í ársbyrjun 2008.
Milljarðarnir 45 voru síðan not-
aðir til að greiða erlend lán tveggja eignarhaldsfélaga í eigu ættingja hans
annars vegar og viðskiptafélaga í Milestone hins vegar. Peningarnir voru
teknir að láni frá Glitni, tryggingafélaginu Sjóvá og Kaupþingi. Milljarða-
lánin til að endurfjármagna hlutabréfin í Glitni og Invik komu svo frá Sjó-
vá og Glitni og runnu meðal annars í gegnum Vafning í viðskiptum sem
verða að teljast nokkuð flókin. Í gegnum þau félög runnu þau til banda-
ríska fjárfestingabankans Morgan Stanley sem hafði hótað að leysa til sín
hlutabréf Sjóvár og Þáttar International í Invik og Glitni.
MILLJARÐATAP SKÍNANDI SÓLAR
Einkahlutafélagið Sólin skín
ehf., sem er í eigu Baugs, Fons,
Glitnis og Kevins Stanford, skil-
ur eftir sig skuldir sem
nema á annan tug
milljarða króna, að
minnsta kosti. Félagið
var úrskurðað gjald-
þrota í lok síðastliðins
árs. Glitnir á stærstu kröfuna í
búið, um átta milljarða króna.
Þrotabú Baugs mun einnig hafa
lýst kröfu í búið upp á milljarða króna. DV hefur gengið erfiðlega að afla
sér upplýsinga um það nákvæmlega hver tilgangurinn var með stofnun
félagsins. Í ársreikningi félagsins árið 2007 kemur fram að félagið hafi
verið stofnað í lok júní það ár til að fjárfesta í innlendum og erlendum
verðbréfum. Herma heimildir DV að skuldin við Glitni sé tilkomin vegna
afleiðusamninga sem gerðir hafi verið við bankana. Ekki er því um hefð-
bundin útlán til fjárfestinga að ræða. DV hefur ekki náð að verða sér úti
um upplýsingar um hvers konar afleiðusamninga félagið gerði.
2
3
1
2 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR
Bjarni Benediktsson, þáverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og núverandi formaður flokksins,
var beinn þátttakandi í viðskiptum
eignarhaldsfélagsins Vafnings sem
miðuðu að því að safna 45 milljörð-
um króna í íslenska hagkerfinu í árs-
byrjun 2008. Milljarðarnir 45 voru
síðan notaðir til að greiða erlend
lán tveggja eignarhaldsfélaga í eigu
ættingja hans, og viðskiptafélaga í
Milestone. Peningarnir voru teknir
að láni hjá Glitni, tryggingafélaginu
Sjóvá og Kaupþingi.
Bjarni var einn þriggja stjórnar-
manna í eignarhaldsfélaginu BNT
sem skrifaði upp á umboð sem veitti
honum heimild til að veðsetja hluta-
bréf félagsins í eignarhaldsfélaginu
Vafningi þann 8. febrúar 2008. Hinir
tveir voru stjórnarmennirnir Gunn-
laugur Sigmundsson og Jón Bene-
diktsson. BNT er móðurfélag olíu-
félagsins N1 sem er í meirihlutaeigu
fjölskyldu Bjarna.
Þessi staðreynd sýnir að Bjarni,
sem var stjórnarformaður BNT á
þeim tíma, tók þátt í þeirri ákvörðun
að skuldbinda BNT í Vafningsvið-
skiptunum sem snérust um endur-
fjármögnun á hlutabréfum í Glitni
og sænska fjármála- og trygginga-
fyrirtækinu Invik. Glitnisbréfin voru
í eigu Sjóvár, sem aftur var í eigu
Karls og Steingríms Wernerssona í
gegnum Milestone, og Benedikts,
föður Bjarna, og Einars, föðurbróð-
ur hans. Þessi Glitnisbréf áttu þeir
saman í eignarhaldsfélaginu Þætti
International. Bréfin í Invik voru aft-
ur í eigu dótturfélags Milestone sem
heitir Racon Holding.
Bjarni tók beinan þátt
Með undirskrift sinni tók Bjarni
þátt í því, ásamt Gunnlaugi og Jóni,
að veita sjálfum sér umboð til að
veðsetja hlutabréfin í Vafningi, en
helstu eignir félagsins voru breski
fjárfestingarsjóðurinn KCAJ og
lúxusturninn í Makaó, sem færð-
ir höfðu verið inn í félagið frá öðru
dótturfélagi Sjóvár. Þetta var gert til
að búa til veðhæfi til að fá lán út á
eignir Vafnings.
Bjarni hefur þráfaldlega neitað
að hafa komið að þessari ákvörðun
og sagt að eina þátttaka sín í Vafn-
ingsviðskiptunum hafi verið að veð-
setja bréfin í Vafningi fyrir hönd
ættingja sinna og félaga þeirra,
BNT, Hrómundar og Hafsilfurs, þar
sem þeir hafi verið staddir erlend-
is. „Ég tók engar ákvarðanir fyrir
hönd þessa félags [Vafnings, innsk.
blaðamanns]. Ég kom ekkert nálægt
þeim ákvörðunum sem áttu sér stað
þennan dag,“ sagði Bjarni í sam-
tali við DV í desember þegar blaðið
byrjaði að skrifa fréttir um Vafnings-
málið.
Undirskrift Bjarna sýnir hins
vegar að hann átti þátt í því sem
stjórnarmaður í BNT að heimila
veðsetningu á hlutabréfum félags-
ins í Vafningi. Sú staðreynd passar
betur við önnur orð sem Bjarni lét
falla í samtali við DV í desember:
„Ég skýst aldrei undan ábyrgð á því
sem ég skrifa undir fyrir hönd þess
félags sem ég sit í stjórn fyrir,“ sagði
Bjarni þá en hugsanlegt er að eng-
in mótsögn felist í þessum tveim-
ur staðhæfingum Bjarna þar sem
heimildir DV herma að Bjarni hafi
ekki vitað mikið um þau flóknu við-
skipti í kringum Vafning sem áttu
sér stað um þetta leyti.
Ótvírætt er hins vegar að Bjarni
kom að þeirri ákvörðun BNT að
veita honum sjálfum umboð til að
veðsetja hlutabréf félagsins í Vafn-
ingi sama hversu mikið hann vissi
um viðskipti þess.
45 milljarða viðskipti
Milljarðalánin til að endurfjár-
magna hlutabréfin í Glitni og In-
vik komu svo frá Sjóvá og Glitni og
runnu meðal annars í gegnum Vafn-
ing í viðskiptum sem verða að teljast
nokkuð flókin. Í gegnum þau félög
runnu þau til bandaríska fjárfest-
ingarbankans Morgan Stanley sem
hafði hótað að leysa til sín hlutabréf
Sjóvár og Þáttar International í In-
vik og Glitni. Því má segja að Vafn-
ingsviðskiptin hafi snúist um að ná
til sín miklu fjármagni úr íslenska
fjármálakerfinu – um 45 milljörð-
um króna – og nota það síðan til
að greiða upp erlendar skuldir sem
stofnað hafði verið til vegna hluta-
bréfakaupa.
Einar og Benedikt Sveinssynir
skrifuðu undir hin umboðin tvö, frá
Hafsilfri og Hrómundi, sem veittu
Bjarna heimild til að veðsetja bréf
félaganna tveggja í Vafningi. Bjarni
skrifaði jafnframt undir umboð Ein-
ars sem vitundarvottur, auk Her-
manns Guðmundssonar, forstjóra
N1.
Fjórar undirskriftir Bjarna
Vegna þriggja áðurnefndra umboða
gat Bjarni skrifað undir veðsamn-
inginn fyrir hönd félaganna þriggja.
Í veðsamningnum kemur fram að
verið var að veðsetja eignir Vafn-
ings fyrir láni frá Glitni upp á tæp-
lega 104 milljónir evra, rúmlega 10
milljarða króna, sem veitt var sama
dag, þann 8. febrúar 2008. Aðrir sem
skrifuðu undir veðsamninginn voru
Guðmundur Ólason, fyrir hönd
dótturfélaga Sjóvár, og Lárus Weld-
ing og Guðmundur Hjaltason fyrir
hönd Glitnis.
Í lánasamningnum var tek-
ið fram að nota ætti Glitnislánið til
að endurfjármagna lán frá Morgan
Stanley. Athygli vekur að Vafningur
átti að greiða lánið til baka fyrir 31.
mars og var því um ætlað skamm-
tímalán að ræða. Undir lánasamn-
inginn skrifuðu Guðmundur Ólason
fyrir hönd Vafnings og Lárus Weld-
ing og Guðmundur Hjaltason fyrir
hönd Glitnis. Af þessu að dæma má
því ætla að eigendur Vafnings hafi
verið að kaupa sér frest til skamms
tíma til að verða sér úti um annars
konar endurfjármögnun.
Bjarni og Guðmundur Ólason
skrifuðu enn fremur undir bréf til
Glitnis þar sem þeir lýstu því yfir
með undirskriftum sínum að þeir
hefðu veðsett hlutabréfin í Vafningi.
Með veðsetningunni á Vafnings-
bréfunum var veði Morgan Stanley
í Glitnisbréfunum aflétt. Í stað þess
færðist veðið fyrir láninu vegna fjár-
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
FÉKK UMBOÐ FRÁ SJÁLFUM SÉR
Bjarni Benediktsson tók þátt í að ákveða að veita sjálfum sér umboð fyrir hönd
BNT
til að veðsetja hlutabréf í Vafningi 2008. Bjarni hefur þráfaldlega neitað
því að hafa
tekið þátt í þeim ákvörðunum sem teknar voru í Vafningsviðskiptunum. Va
fningur var
notaður til að losa 45 milljarða út úr íslenska fjármálakerfinu mánuðum fy
rir hrun.
n Bjarni Benediktsson var hluthafi í BNT,
móðurfélagi olíufélagsins N1, um það leyti
sem hann tók þátt í að veita sér umboð til
að veðsetja hlutabréf félagsins í Vafningi. Á
hluthafalista BNT frá því í ársbyrjun 2007. Þá var
Bjarni skráður fyrir 0,8 prósent hlut sem metinn
var á rúmar 80 milljónir króna.
n Athygli vekur sömuleiðis að Björn Bjarna-
son, dómsmálaráðherra og frændi Bjarna, er
skráður fyrir 0,12 prósenta hlut sem metinn var
á um 12 milljónir króna. Margir ættingjar Bjarna
og Björns eru á hluthafalistanum.
Bjarni og Björn hluthafar Í BNT
SJÓVÁ
ALMENNARRACON
AB
Endurgreiðsla á 217
milljónum evra til
Morgan Stanley
Upphaflega:
52 milljónir evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir
Lánið: 22 milljónir evra
INVIK & CO
AB
16 milljónir
evra (lán)
12 milljónir
evra (lán)
30 milljónir evra (lán)
70 milljónir evra (lán)
67 milljónir evra (lán)
SVARTHÁFUR
ehf
Upphaflega: 41 milljón evra
Endurgreiðsla: 30 milljónir
Lán: 11 milljónir evra
16 milljónir evra (skuldabréf )
Myndin sýnir hvernig Milestone-
menn litu á Vafningsviðskiptin og
þá endurfjármögnun á hlutabréfum
sem þessi viðskipti gengu út á
Þau snerust um lánveitingar út úr
Sjóvá, Glitni og Kaupþingi til eigenda
Milestone og Engeyinganna. Þessi
lán runnu á endanum til fjárfesting-
arbankans Morgan Stanley í gegnum
Racon AB og Þátt International. Sam-
tals voru þetta um 45 milljarðar króna
sem runnu út úr íslenska hagkerfinu í
þessum viðskiptum.
70,7 milljónir
evra (lán)
119,4 milljónir
evra (lán)
MILESTONE
ehf
56 milljónir reiðufé
106 milljónir
SPA/Lán: KACJ/Makaó
Upphaflega:
50 milljónir evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir (frá Svartháfi)
Lán: 20 milljónir evra
11 milljónir evra
(skuldabréf )
GLITNIR BANKI
Lykilmenn Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, var lykilmaður í Vafningsflétt-
unni og er hann sá sem hvað mest kom að Vafningsfléttunni. Karl Wernersson v
ar
eigandi Milestone.
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKU
DAGUR 3
mögnunarinnar á Glitnisbréfum
Þáttar International yfir á Vafning.
Hlutabréf Þáttar í Glitni stóðu eftir
veðbandalaus í kjölfarið og skrifaði
Guðmundur Ólason undir samning
við Glitni í lok febrúar sem meinaði
Vafningi að selja eða veðsetja hluta-
bréfin í Þætti án samþykkis Glitnis.
Líkt og komið hefur fram í DV
var þessi leið farin til að endurfjár-
magna hlutabréfin í Glitni og Invik
þar sem eigendur bréfanna – Wern-
ers- og Sveinssynir – áttu ekki kost á
frekari lánafyrirgreiðslu frá Morgan
Stanley. Því var leitað í sjóði Glitnis
og Sjóvár til að borga erlend lán fé-
laga þeirra.
Kaupþing lánaði líka
Einn þáttur Vafningsviðskiptanna
sem ekki hefur komið fram áður
snýst um aðkomu Kaupþings að
þessum viðskiptum.
Í byrjun apríl 2008 fékk Þátt-
ur International lán frá Kaupþingi
upp á 30 milljónir evra, rúmlega
3,4 milljarða á þávirði. Lánið var á
endanum notað til að greiða nið-
ur hluta láns sem Sjóvá hafði stofn-
að til við Glitni. Veðið fyrir Kaup-
þingsláninu var í hlutabréfum Þáttar
International í Glitni og var það til
tveggja ára. Glitnisbréf Þáttar voru
því á endanum veðsett þrátt fyrir
veðbann Glitnis.
Áður en Sjóvá fékk lánið frá
Kaupingi rann það hins vegar í
gegnum Vafning sem endurgreiðsla
á hluta láns, þar var Kaupþingslánið
notað til að endurgreiða lán sem
Vafningur hafði fengið frá Svartháfi.
Svartháfur lánaði sænska félaginu
Racon AB síðan upphæðina og það-
an runnu fjármunirnir til trygginga-
félagsins Sjóvár sem endurgreiðsla
á hluta rúmlega 50 milljóna evra
láns. Sjóvá notaði upphæðina síðan
til að endurgreiða Glitni hluta láns
sem tryggingafélagið hafði fengið frá
bankanum.
Með einni lánveitingu til Þáttar
frá Kaupþingi gat þetta félaganet því
endurgreitt lán nokkurra félaga sem
tilheyrðu því.
Lánið frá Kaupþingi hafði hins
vegar enn ekki verið greitt síðastlið-
ið sumar en það var flutt yfir í Nýja-
Kaupþing við bankahrunið í fyrra. Í
byrjun júní stóð þetta lán í rúmlega
32 milljónum evra. Nánast má full-
yrða að Nýja-Kaupþing muni á end-
anum þurfa að afskrifa þetta lán til
Þáttar þar sem helsta eign félagsins
– hlutabréfin í Glitni – urðu að engu í
bankahruninu.
Peningarnir runnu úr landi
Skýringarmyndin af Vafningsvið-
skiptunum sýnir mjög vel hver hugs-
unin var með stofnun félagsins og
hvernig endurfjármögnun lána fé-
laga í Milestone-samstæðunni áttu
sér stað á fyrri hluta árs 2008. Það
var á þessum tíma sem íslensk fjár-
festinga- og eignarhaldsfélög voru
komin í verulega erfiðleika með fjár-
mögnun þar sem erlend fjármála-
fyrirtæki vildu ekki halda áfram að
endurfjármagna þau. Íslensku félög-
in þurftu því að leita heim til Íslands
eftir fjármögnun: Fjármálafyrir-
tækin hér á landi fengu þau í fang-
ið, eins og það er orðað. Íslensku fé-
lögin þurftu að leita sér að innlendri
fjármögnun til að greiða niður er-
lend lán.
Lykilatriðin, og endapunktarn-
ir, í Vafningsviðskiptunum eru end-
urgreiðslurnar á tveimur lánum
til Morgan Stanley upp á samtals
375 milljónir evra, um 45 milljarða
króna, frá Þætti og Racon AB. Með
þessum endurgreiðslum fara millj-
arðarnir 45 út úr íslenska hagkerfinu
og til erlendra aðila.
Skýringarmyndin sýnir jafnframt
hvaða leið stjórnendur Milestone og
Þáttar fóru til að ná því markmiði að
greiða Morgan Stanley þessar skuld-
ir. Segja má að félögin sem tóku þátt í
viðskiptunum hafi sópað peningum
upp úr íslenska hagkerfinu til að ná
því. Þessi félög leituðu í sjóði Glitnis,
Sjóvár og Kaupþings til að geta greitt
Morgan Stanley til baka og bjargað
sér fyrir horn. Með þessum tíma-
bundnu björgunaraðgerðum var ís-
lenska efnahagshruninu seinkað um
nokkra mánuði hið minnsta.
Íslenska fjármálakerfið gat hins
vegar ekki borið það til lengdar
að fá þessi félög, eins og Racon og
Þátt í fangið, og eiga útistandandi
hjá þeim fleiri tugi milljarða króna.
Sagt hefur verið að íslenska góðær-
ið hafi verið fjármagnað með láns-
fé að utan. Vafningsviðskiptin sýna
líklega betur en nokkuð annað að
hrunið hlaut að skella á þegar ís-
lenskir fjármagnseigendur gátu ekki
lengur sótt í lánsfé erlendis.
FÉKK U
n SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) - 48,8 prósent
n Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson,
Hafsilfur/Benedikt Sveinsson, BNT ehf./Einar og
Benedikt ofl. og Sáttur/Guðmundur Ólason)
- 39,10 prósent
n Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur,
Hafsilfur) - 12,1 prósent
Eignarhald á Vafningi
Ég kom ekkert nálægt þeim
ákvörðunum sem áttu
sér stað þennan dag.
Ég skýst aldrei undan ábyrgð á
því sem ég skrifa undir
fyrir hönd þess félags
sem ég sit í stjórn fyrir.
FÖLDUNGUR
ehf
30 milljónir evra frá
Kaupþingi til Glitnis
KAUPÞING
Upphaflega: 103,7
milljónir evra
Endurgreiðsla: 50 milljónir
(frá Svartháfi)
Lán: 53,7 milljónir evra
30 milljónir
evra (lán)
Morgan Stanley
158,2 milljónir
evra
Endurgreiðsla
ÞÁTTUR
int.
Upphaflega:
103,7 milljónir
evra
Endurgreiðsla:
30 milljónir
(frá Svartháfi)
Lán: 73,7
milljónir evra
Vafningur veðsettur
Undirskrift Bjarna sést
hér á þremur stöðum á
samningnum við Glitni.
Guðmundur Ólason skrifaði
undir samninginn fyrir
hönd SJ2 og Skeggja. Lárus
Welding og Guðmundur
Hjaltason skrifuðu undir
fyrir hönd Glitnis.
Skuldbatt BNT Undir-
skrift Bjarna sést á skjalinu
ásamt undirskriftum
Gunnlaugs Sigmundsson-
ar og Jóns Benediktsson-
ar. Gunnar Gunnarsson,
starfsmaður Milestone, er
vitundarvottur.
G
R
A
FÍK
p
alli@
dv.is
10 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 2010 FRÉTTIR
Einkahlutafélagið Sólin skín ehf., sem
er í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevin
Stanfords, skilur eftir sig skuldir sem
nema á annan tug milljarða króna, að
minnsta kosti. Félagið var úrskurðað
gjaldþrota í lok síðastliðins árs. Glitn-
ir á stærstu kröfuna í búið, um átta
milljarða króna. Þrotabú Baugs mun
einnig hafa lýst kröfu í búið upp á
milljarða króna.
Kröfulýsingarfrestinum í þrotabú-
ið lýkur í lok þessa mánaðar. Fyrsti
kröfuhafafundur félagsins verður í
byrjun næsta mánaðar.
DV hefur gengið erfiðlega að verða
sér úti um það nákvæmlega hver til-
gangurinn var með stofnun félagsins.
Í ársreikningi félagsins árið 2007 kem-
ur fram að félagið hafi verið stofnað í
lok júní það ár til að fjárfesta í inn-
lendum og erlendum verðbréfum.
Félagið var skráð til húsa í höfuð-
stöðvum Baugs að Túngötu 6.
Samkvæmt heimildum DV var
upphaflegur tilgangur félagsins þó
að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni
Marks & Spencer. Fallið mun hafa ver-
ið frá þessu og herma heimildir DV að
skuldin við Glitni sé tilkomin vegna
afleiðusamninga sem gerðir hafi ver-
ið við bankana. Ekki er því um hefð-
bundin útlán til fjárfestinga að ræða.
DV hefur ekki náð að verða sér úti um
upplýsingar um hvers konar afleiðu-
samninga félagið gerði.
Engar eignir
Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín,
Páll Kristjánsson, segir að kröfulýsing-
ar sem hafi borist í búið séu geysilega
háar: „Þetta eru rosalega háar fjárhæð-
ir,“ segir Páll og bætir því við að eign-
irnar sem séu inni í búinu séu af afar
skornum skammti. Páll vill annars ekki
ræða nánar um félagið. Þó má alveg
búast við frekari kröfulýsingum í búið á
næstu vikum. Félagið er því sem stend-
ur hálfgert huldufélag þar sem lítið er
vitað um það.
Félagið hefur ekki skilað ársreikn-
ingi fyrir árið 2008. Í ársreikningi þess
fyrir árið 2007 kemur hins vegar fram
að tap þess á árinu hafi numið nærri
9 milljónum punda, rúmum milljarði
króna, á árinu og var tapið tilkomið
vegna fjárfestinga. Eiginfjárhlutfall
félagsins var neikvætt um sem nam
þessari upphæð. Félagið hafði þá með-
al annars fjárfest í 0,70 prósenta hlut í
Marks & Spencer. Heildareignir félags-
ins voru skráðar þrjú þúsund pund, á
Eignarhaldsfélagið Sólin skín skuldar á
annan tug milljarða. Félagið var í eigu
Baugs, Fons, Glitnis og Kevin Stanfords. Fé-
lag þetta, Sólin skín, var upphaflega stofnað
2007 til að kaupa hluti í verslanakeðjunni
Marks & Spencer en fór svo út í afleiðuvið-
skipti. Glitnir hefur gert 8 milljarða kröfu
í bú félagsins. Pálmi Haraldsson kannast
ekki við afleiðuviðskipti félagsins.
MILLJARÐAR Í MÍNUS
Í HULDUFÉLAGI
n Eignarhaldsfélagið
Sólin skín, sem skráð
var í höfuðstöðvum
Baugs að Túngötu
6, var stofnað til
að kaupa í bresku
verslanakeðjunni
Marks & Spencer.
Skuldir félagsins eru
á annan tug milljarða
króna en engar eignir
hafa fundist í búinu.
Félagið fór á hausinn í
lok árs 2009.
SÓLIN SKÍN – BARA SKULDIR
SKULDIR: 11
MILLJARÐAR
EIGNIR:
0 KR.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
n Baugur Group 39,5%
n Fons 39,5%
n Glitnir banki 10,5%
n Kevin Stanford 10,5%
Eignarhald í Sól-
in skín árið 2007:
Fjárfesti í afleiðum Samkvæmt heimildum DV er skuld Sólarinnar skín við Glitni tilkomin vegna afleiðusamninga. Stefán Hilmar Hilmarsson var stjórnarformaður félagsins en það var að stærstum hluta í eigu Baugs og Fons, félaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar.
Þetta eru rosalega háar fjárhæðir.
Ekki búnir að skila
Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn hafa ekki enn skilað Rík-
isendurskoðun reikningum fyrir
árið 2008. Stjórnmálasamtök skulu
árlega skila Ríkisendurskoðun reikn-
ingum sínum og skal í kjölfarið birta
útdrátt úr þeim.
Meðal þeirra upplýsinga sem þar
eiga að koma fram eru nöfn allra
lögaðila sem veittu flokkunum fram-
lög til starfseminnar.
Framsóknarflokkurinn var rek-
inn með tæplega 58 milljóna króna
tapi árið 2008. Samfylkingin var rek-
in með rúmlega 26 milljóna króna
hagnaði en hagnaður Íslandshreyf-
ingarinnar og VG nam 7,2 og 10,4
milljónum króna á sama tíma.
Björgvin G. Sigurðsson veitti Landsbankanum verðlaun í september 2008:
Bókhald Landsbankans verðlaunað
Landsbankinn hlaut verðlaun fyrir
besta íslenska ársreikninginn um miðj-
an september 2008, eða um tveimur
vikum áður en Glitnir var yfirtekinn.
Við það tilefni veitti Björgvin G. Sig-
urðsson, þáverandi viðskiptaráðherra,
Landsbankanum verðlaunin en Sig-
urjón Árnason tók við þeim úr hendi
Björgvins. Markmiðið með verðlaun-
unum var að vekja athygli á nauðsyn
þess að vandað væri til verka við gerð
ársskýrslna og undirstrika mikilvægi
þeirra í upplýsingagjöf fyrirtækja.
Björgvin veitti verðlaunin þar
sem viðskiptaráðuneytið fór með yf-
irstjórn Fjármálaeftirlitsins (FME).
FME hefur einmitt sætt gagnrýni í vik-
unni frá Hollandi fyrir að hafa logið til
um stöðu Landsbankans í septem-
ber 2008 þegar verðlaunin voru veitt.
Það hlýtur því að skjóta skökku við að
Björgvin hafi á sama tíma veitt Lands-
bankanum verðlaun fyrir ársreikning
bankans. Árshlutareikningur Lands-
bankans fyrir annan ársfjórðung 2008
hefur verið harðlega gagnrýndur eft-
ir bankahrunið. Hafa forsvarsmenn
bankans verið ásakaðir um að fegra
stöðu bankans stuttu fyrir banka-
hrunið.
Á mánudaginn ásakaði Arnold
Schilder, sem stýrði innra eftirliti hol-
lenska seðlabankans, FME um að
hafa logið að sér um Icesave og stöðu
Landsbankans. Í gær sendi Jónas Fr.
Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, frá
sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar
ásökunum Schilders. FME hafi gefið
upplýsingar um stöðu Landsbankans
sem þeir töldu réttar hverju sinni. Gylfi
Magnússon, efnahags- og viðskipta-
ráðherra, sendi frá sér yfirlýsingu í gær
og sagðist taka ásökunum Hollend-
inga alvarlega.
„Ársskýrsla Landsbankans er stíl-
hrein og vönduð að allri gerð,“ segir í
áliti dómnefndarinnar um ársskýrslu
Landsbankans. Sagt er að skýrslan
gefi greinargóða mynd af stöðu bank-
ans og starfsemi rekstrarsviða, fjár-
mögnunar og áhættustýringar. Reikn-
ingar bankans séu skýrir og vel fram
settir. Auk þess var Landsbankanum
sérstaklega hrósað fyrir að tilgreina
launakjör stjórnenda bankans í árs-
skýrslunni. as@dv.is
Glæsilegir ársreikningar Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, veitir Sigurjóni Árnasyni og Landsbankanum verðlaun fyrir besta íslenska ársreikninginn.
FRÉTTIR 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 11
IL J
Í
fjórða hundrað þúsund krónur, í árs-
reikningnum.
Stefán Hilmar Hilmarsson, þáver-
andi fjármálastjóri Baugs, og lögmað-
urinn Þórður Bogason eru skráðir sem
stjórnarmenn í Sólinni skín samkvæmt
ársreikningnum.
Fons dró sig út að sögn Pálma
Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eig-
andi Fons, sem aftur átti í Sólinni skín,
segir að Fons hafi dregið sig út úr Sól-
inni skín skömmu eftir að félagið var
stofnað. Þegar Pálma er sagt að kröfur í
þrotabú félagsins nemi nú þegar á ann-
an tug milljarða króna segir hann: „Ha?
Það er ekki á okkar vegum. Við vorum
ekki í þessu félagi. Við vorum þátttak-
endur í þessu félagi í upphafi en dróg-
um okkur út úr því strax,“ segir Pálmi.
Pálmi segir að upphaflegi tilgangur
félagsins hafi verið að kaupa hlutabréf
í Marks & Spencer. „Þegar ekkert varð
af því drógum við okkur út úr þessu fé-
lagi,“ segir Pálmi. Hann segist ekki vita
hvað Sólin skín gerði eftir að Fons dró
sig út úr félaginu og getur hann því ekki
svarað hvort félagið hafi fjárfest í af-
leiðusamningum, líkt og heimildir DV
herma.
DV hefur ekki náð tali af Stefáni
Hilmari Hilmarssyni til að spyrja hann
út í Sólina skín þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
„Þetta er ekki heimili,“ segir Þór-
dís Ólafsdóttir, íbúi á Reykjavíkur-
vegi 50 í Hafnarfirði. Hún er ósátt
við forsvarsmenn verslunar Krón-
unnar á fyrstu hæð hússins og segir
Hafnarfjarðarbæ hafi brugðist íbú-
um hússins. Íbúð Þórdísar liggur
yfir lager verslunarinnar og gámar
standa fyrir utan glugga íbúðarinnar.
„Þeir sem reka Krónuna hafa rústað
heimilinu. Ég get ekki selt íbúðina
mína, hver heldurðu að vilji kaupa
þessa íbúð? Ég er komin með líkam-
leg streitueinkenni af því að búa hér
á staðnum, sem á að heita heimilið
mitt,“ segir Þórdís.
Stórir flutningabílar
daglegt brauð
Þórdís er hætt að vinna og er því
mikið heima á daginn. Hún seg-
ist hafa þurft að flýja íbúðina heilu
dagana vegna ónæðisins sem fylgir
nábýlinu við Krónuna. „Ég er með
hávaðasaman pressugám undir
svefnherbergisglugganum og rusla-
gámana undir stofuglugganum.
Reglulega eru þessir gámar tæmd-
ir með tilheyrandi hávaðamengun.
Svona er leikurinn, frá átta á morgn-
ana fram til fimm á daginn.“
„Ég er með lager undir allri íbúð-
inni. Það er kannski allt í lagi með
það. En birgjarnir, stóru flutninga-
bílarnir sem koma að lagernum,
valda gífurlegu ónæði. Það er líkt og
ég búi í umferðarmiðstöð fyrir stóra
flutningabíla,“ segir Þórdís.
Ræddi við bæjarstjórann
Þórdís Ólafsdóttir hefur bæði rætt
við forsvarsmenn Krónunnar og yf-
irvöld í Hafnarfirði. Hún segist hafa
talað við Lúðvík Geirsson bæjar-
stjóra og að hann hafi tekið und-
ir kvartanir hennar. „Skipulagsráð
Hafnarfjarðar, heilbrigðiseftirlitið
og bæjarstjórinn sjálfur hafa sagt að
Krónumenn gangi algjörlega yfir
okkur hér og brjóti lög. Þar á bæ
draga menn samt lappirnar vegna
verslunarinnar. Forráðamenn versl-
unarinnar byggðu svo stórt og mikið
anddyri án þess að fá leyfi okkar íbú-
anna fyrir því.“
Bílaplanið stórskemmt
Að mati Þórdísar hefur ónæðið af
völdum Krónunnar verið æði marg-
þætt. Hún segir að íbúabyggð og
verslunarrekstur geti vel farið sam-
an. „Þegar ég keypti íbúðina vissi
ég af versluninni. En ég vissi ekki
að hún myndi ganga svona yfir íbú-
ana. Þetta háttalag hefur dregið úr
verðgildi fasteignanna hérna í hús-
inu. Húsið er sameign. Verslunar-
rekendur verða að sækja leyfi til íbú-
anna. Þeir eru búnir að merkja húsið
Krónunni í bak og fyrir og alla íbú-
ana með.“
Þórdís segir gífurlega mikla um-
ferð fylgja Krónunni. „Ég líki fyrstu
dögum verslunarinnar hér við árás.
Kúnnarnir komu hingað kolóðir,
keyrðu yfir allt á bílunum og beygl-
uðu jafnvel bíla íbúanna í húsinu.
Það er búið að stórskemma bíla-
planið hérna.“
Unnið að lausn málsins
Benedikt Ingi Tómasson, verkefna-
stjóri hjá Smáragarði, eigendum
verslunarhúsnæðisins, segir að allt
kapp sé lagt á að koma til móts við
íbúana á Reykjavíkurvegi 50. Fyr-
irtækið hafi í samstarfi við Hafnar-
fjarðarbæ reynt að finna gámum
nýjan stað. „Við getum ekki fært
gáminn án samráðs við bæjaryfir-
völd og alla íbúa í húsinu og það mál
er nú í afgreiðsluferli.“
Benedikt segist margoft hafa
komið á húsfundi á Reykjavíkur-
vegi og lýst yfir miklum vilja til að
leysa þessi mál. „Þetta er allt sam-
an í vinnslu núna. Við höfum unnið
í góðu samráði við stjórn húsfélags-
ins og höfum ekki áhuga á að standa
í illdeilum við íbúana. Þetta er alltaf
tvíþætt, annars vegar vinnum við í
samráði við íbúana í húsinu og hins
vegar við bæjaryfirvöld. Þetta hef ég
útskýrt fyrir íbúum hússins á hús-
fundi og því tóku allir vel.“
Flestir ánægðir með anddyrið
Benedikt segir að Smáragarður hafi
séð um að gera við bílaplanið í þágu
íbúanna og reynt að leysa öll mál
eins vel og hægt er.
Hann viðurkennir að fyrirtæk-
ið hafi gert mistök þegar nýja and-
dyrið í versluninni var byggt. Á móti
komi að íbúarnir hafi síðar nær allir
lýst ánægju með nýja anddyrið sem
vísi í átt frá þeim. „Okkur láðist að fá
samþykki húsfélagsins fyrir því. En
við vorum hins vegar með bygging-
arleyfi frá Hafnarfjarðarbæ.“
Þórdís Ólafsdóttir, íbúi á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, er ósátt við umgengni í kringum verslun Krónunnar á fyrstu hæð hússins. Hún segir verslunina hafa eyði-lagt fyrir sér heimilisfriðinn og telur Hafnarfjarðarbæ hafa brugðist íbúum.
EINS OG AÐ BÚA Á
UMFERÐARMIÐSTÖÐ
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Kúnnarnir komu hingað kolóðir,
keyrðu yfir allt á bílun-
um og beygluðu jafnvel
bíla íbúanna í húsinu.
Vandasamt mál Þórdís Ólafsdóttir
er ósátt við ágengni Krónunnar, anda-
varaleysi húsfélagsins og aðgerðarleysi
bæjaryfirvalda. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Gámurinn blasir við Stór gámur
stendur beint fyrir utan einn glugga og
vörumóttakan er undir öðrum á heimili
Þórdísar. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Skærgul eyrnamerking Krónunnar Þórdís segir rekstraraðila Krónunnar hafa gengið alltof langt í merkingum verslunarinnar. Guli liturinn eyrnamerki íbúana sem sé táknrænt fyrir yfirganginn. MYND KRISTINN MAGNÚSSONRéðst á mann
með sverði
Karlmaður á þrítugsaldri lagði með
sverði til manns á svipuðum aldri í
heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu
um helgina. Sá sem fyrir því varð var
fluttur á slysadeild en sauma þurfti
allnokkur spor í höfuð hans. Árásar-
maðurinn var handtekinn en ekki er
vitað hvað honum gekk til. Menn-
irnir höfuð setið að sumbli þegar því
lauk með þessum hætti.
Fimm líkamsárásir voru tilkynnt-
ar til lögreglunnar um helgina. Í
miðborginni fékk karl um fertugt
skurð á hnakkann eftir að hafa verið
sleginn hnefahöggi og annar maður,
á þrítugsaldri, var handtekinn eftir
að hafa veist að dyravörðum en einn
þeirra sat eftir með brotna tönn.
2 MÁNUDAGUR 1. febrúar 2010 FRÉTTIR
Fyrrverandi ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, flaug í einkaþotu
sem Milestone og Glitnir borguðu fyrir. Fjölmargir þekktir ein-
staklingar flugu í einkaþotunum á árunum fyrir hrunið. Far-
þegalisti þotnanna telur nærri 110 nöfn. Bogi segist hafa farið
í frí í þotunni og að hann hafi ekki vitað á vegum hvers hann
flaug. Synir hans tveir voru tengdir Milestone og Glitni.
Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissak-
sóknari, er á meðal tuga einstaklinga
sem flugu í einkaþotum sem Glitn-
ir og eignarhaldsfélagið Milestone
leigðu saman hjá þotuleigunni Net-
jets á árunum fyrir hrun. Nafn Boga
kemur fyrir á lista með upplýsingum
um farþega þessara þotna sem DV
hefur undir höndum.
Á listanum eru nöfn fjölda starfs-
manna Glitnis og Milestone en einn-
ig margra ættingja þeirra, maka og
barna. Nöfn fjölda þekktra einstakl-
inga eru á farþegalistanum, meðal
annars Bjarni Ármannsson, Lárus
Welding, Róbert Wessmann, Karl og
Steingrímur Wernerssynir, Þór Sig-
fússon og Þorgils Óttar Mathiesen.
Farþegalistinn er líkast til frá því
á árinu 2007 en þá eyddi Milestone
nærri 270 milljónum króna í leigu á
einkaþotum frá Netjets og annarri
þotuleigu, Closeair, en þær upplýs-
ingar koma fram í skýrslu endur-
skoðendafyrirtækisins Ernst og Yo-
ung um starfsemi Milestone. Árið
2008 eyddi Milestone svo nærri 300
milljónum í leigu einkaþotna. Sam-
tals voru þetta því nærri 600 milljón-
ir sem félagið eyddi í að leigja einka-
þotur á tveggja ári tímabili. Ekki er
hins vegar vitað hversu miklu Glitnir
eyddi í að leigja slíkar vélar.
Milestone og Glitnir munu hafa
deilt kostnaðinum af leigu þotn-
anna, samkvæmt heimildum DV, og
voru þær væntanlega að mestu not-
aðar í erindum tengdum viðskiptum
en einnig til að flytja fólk til útlanda
í frí. Þetta sést þegar litið er til hvert
var flogið.
Bogi fór í frí
DV hafði samband við Boga Nilsson
til að ræða við hann um málið. Bogi
segir fyrst, aðspurður í samtali við
DV um hvort hann hafi flogið í einka-
þotu á vegum Milestone eða Glitn-
is, að hann viti það ekki. „Ég hef ekki
hugmynd um það,“ segir Bogi. Þegar
blaðamaður segir við Boga að nafn
hans og sona hans tveggja sé á lista
yfir farþega sem flugu í einkaþotum
á vegum þessara tveggja aðila, seg-
ir Bogi. „Ég veit ekki hver eigandinn
var á ég við. Ég hef farið í svona flug-
vél en á vegum hvers vélin var veit ég
ekki,“ segir Bogi.
Spurður hvort hann hafi flogið í
vélinni á meðan hann var ríkissak-
sóknari segir Bogi að þetta hafi verið
eftir að hann lét af störfum sem rík-
issaksóknari vegna aldurs sakir sum-
arið 2007. Bogi er sjötugur að aldri
og hafði verið ríkissaksóknari í tíu ár
þegar hann hætti störfum. „Þetta var
eftir það. Ég hætti þarna 2007,“ en DV
hefur ekki aðrar upplýsingar um hve-
nær það var sem Bogi flaug í einka-
þotunni.
Bogi segir aðspurður af hverju
hann hafi flogið með einkaþotunni
að hann hafi farið á henni í frí. „Ég
var að fara í frí,“ segir Bogi sem ekki
vildi ræða málið frekar í samtali við
blaðamann DV þar sem hann var að
horfa á sjónvarpið - leik Íslands og
Póllands í Evrópukeppninni í hand-
knattleik var nýlokið þegar samtalið
átti sér stað.
Synirnir tengdir
Glitni og Milestone
Þess skal getið að nöfn sona Boga,
Bernhards og Boga, eru einnig á list-
anum, eins og áður segir, en báð-
ir voru þeir tengdir Glitnir og Mile-
stone. Bernhard var yfir lögfræðisviði
FL-Group, sem var stærsti hlut-
hafi Glitnis, og Bogi bróðir hans var
yfir fjármálasviði fjárfestingabank-
ans Askar Capital frá því í ársbyrjun
2007, en Askar var eitt af dótturfélög-
um Milestone
Ástæðan fyrir því að fyrrverandi
ríkissaksóknari flaug í einkaþotunni
kann því að vera sú að báðir synir
hans unnu hjá félögum sem tengd
voru Glitni og Milestone og að hann
hafi fengið að fljúga með einkaþot-
unni vegna ættartengsla sinna við
þá.
DV náði ekki í Bernhard og Boga á
sunnudag til að ræða við þá um mál-
ið en sá fyrrnefndi býr í London þar
sem hann fæst við ráðgjafastörf en
sá síðarnefndi er framkvæmdastjóri
fjármála hjá flugfélaginu Icelandair.
Sagði sig frá skýrslunni
Þau tíðindi að Bogi hafi flogið í einka-
þotu á vegum Milestone og Glitnis
eru áhugaverð í ljósi stöðu hans sem
fyrrverandi ríkissaksóknara og vegna
þeirrar umræðu um hæfi hans til að
skrifa um bankahrunið sem vaknaði
haustið 2008.
Þá bað núverandi ríkissaksóknari,
Valtýr Sigurðsson, Boga um að leiða
vinnu við gerð skýrslu um starfsemi
Glitnis, Landsbankans og Kaup-
þings á árunum fyrir bankahrun-
ið. Bogi ákvað hins vegar í nóvem-
ber 2008 að hann ætlaði ekki að taka
verkefnið þar sem honum fyndist
hann ekki njóta nægilegs almenns
trausts til að sinna
því. Sú staðreynd
að hann flaug í
einkaþotu á vegum
Milestone og eða
Glitnis, og tengsl
hans sona hans við
þessi tvö félög, sýn-
ir að minnsta kosti
að líklega var það
heppileg ákvörðun
hjá Boga að segja sig
frá verkinu.
Flogið um alla
Evrópu
Þó ekki sé vitað hvert
Bogi flaug í einkaþot-
unni herma heim-
ildir DV að þessar
flugferðir Milestone
og Glitnis hafi ver-
ið notaðar til að ferja
farþega út um alla
Evrópu og einnig til
Bandaríkjanna. Þot-
urnar voru bæði not-
aðar til að flytja fólk
frá Íslandi og til ann-
arra landa og eins til
að flytja fólk á milli
tveggja staða í útlöndum.
Þannig mun ein af einkaþotum
Netjets hafa flutt Bjarna Ármanns-
son, forstjóra Glitnis, frá London
til Helsinki í febrúar 2007 og svo frá
Þrándheimi til Reykjavíkur í mars
sama ár.
Wernerssystkinin notuðu þoturn-
ar líka grimmt. Til að mynda flaug
Ingunn Wernersdóttir, systir Karls
og Steingríms, til Alicante á suður-
hluta Spánar í febrú-
n Tengsl Glitnis og Milestone voru
töluverð á árunum fyrir hrun. Eig-
endur Milestone voru til dæmis með
stærstu hluthöfum bankans í gegnum
eignarhaldsfélagið Þátt International.
Glitnir var viðskiptabanki Milestone
og fékk félagið tugi milljarða að
láni frá bankanum. Glitnir er stærsti
kröfuhafi Milestone með kröfur á
fimmta tug milljarða.
n Karl Wernersson sat um tíma í stjórn Glitnis og viðskiptafélagi Milestone, Einar Sveinsson, var stjórnarformaður bankans. Eftir að FL-Group náði yfirhöndinni í bankanum í apríl 2007, meðal annars með því að kaupa hlutabréf Karls og Einars, fóru þeir úr stjórn bankans en héldu eftir um 7 prósenta hlut í honum. Eign þeirra í bankanum varð svo að engu í bankahruninu haustið 2008.
Tengsl Glitnis og MilestoneINGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Ég var að fara í frí.
Synirnir tengdir Milestone og Glitni Synir Boga Nilssonar, Bernhard og Bogi, voru tengdir Milestone og Glitni. Bernhard var lögfræðingur hjá FL-Group en Bogi var yfirmaður hjá Askar Capital.
BOGI FÓR Í FRÍ Í ÞOTU AUÐMANNA
Eignarhaldsfélagið Milestone eyddi
tæpum 600 milljónum króna í að
leigja einkaflugvélar frá fyrirtækjun-
um Netjets og Closeair á árunum 2007
og 2008. Þetta kemur fram í skýrslu
endurskoðendaskrifstofunnar Ernst
& Young um viðskipti Milestone við
tengda aðila sem unnin var að beiðni
umsjónarmanns nauðasamninga
Milestone, lögmannsins Jóhannesar
Alberts Sævarssonar. Milestone ósk-
aði eftir nauðasamningnum í júní.
Félagið var í eigu bræðranna Stein-
gríms og Karls Wernerssona.
Milestone er eignarhaldsfélag
sem átti miklar eignir á Íslandi, með-
al annars tryggingafélagið Sjóvá að
fullu og fjárfesingabankann Askar
Capital. Eignir Milestone voru flutt-
ar yfir í sænska félagið Moderna Fin-
ance AB í ársbyrjun 2008 og hafa
viðskiptin verið tortryggð mjög í op-
inberri umræðu á Íslandi. Steingrím-
ur og Karl eru með réttarstöðu grun-
aðra í rannsókn sérstaks saksóknara
á viðskiptum tengdum bræðrunum
og Milestone.
Skýrsla Ernst & Young var birt
kröfuhöfum Milestone á miðviku-
daginn ásamt skýrslu umsjónar-
mannsins með nauðasamningun-
um. Jafnframt kemur í skýrslu Ernst
& Young að Milestone hafi eytt rúm-
um 9 milljónum króna í leigu á go-
kart-bíl, kerru og Benz sprinter á
árinu 2007 og var kostnaðurinn skil-
greindur sem: „vegna kynningarmála
og boðsferðar“.
Tæplega 80 milljarða kröfur
Samkvæmt skýrslu umsjónarmanns-
ins nema kröfurnar á hendur Miles-
tone tæpum 80 milljörðum króna.
Langstærsti kröfuhafinn er Glitnir
banki, sem skilanefnd Glitnis fer fyr-
ir, en krafa hans hljóðar upp á tæpa
44 milljarða króna. Þar á eftir koma
Straumur-Burðarás og Moderna Fin-
ance með kröfur upp á meira en 5
milljarða króna. Fjórði stærsti kröfu-
hafinn er svo Sjóvá með kröfu upp á
rúma 4 milljarða króna. Eignir félags-
ins eru hins vegar metnar á rúma 5
milljarða samkvæmt skýrslu Jóhann-
esar sem er rúmlega 6 prósent af úti-
standandi skuldum félagsins.
Í frumvarpinu til nauðasamn-
ingsins segir umsjónarmaðurinn að
kröfuhöfunum sé boðið að fá greidd-
ar 6 prósent af kröfum sínum á hend-
ur félaginu í formi hlutafjár í Miles-
tone. Lánardrottnar Milestone munu
því eignast allt hlutaféð í fé-
laginu ef nauða-
samningarnir verða samþykktir.
Viðskipti við sjálfan sig
Í skýrslu Jóhannesar er mestu púðri
eytt í að ræða um tilfærslu eigna Mil-
estone yfir til Moderna Finance árið
2008. Eins og hann rekur í skýrslunni
áttu viðskiptin með eignir Milestone
sér stað á milli félaga sem voru í eigu
Milestone og því hafi eigendur Mil-
estone verið að koma eignum frá fé-
lögi sem þeir áttu og yfir í önnur félög
sem einnig voru í þeirra eigu.
Jóhannes kemst svo að orði í
skýrslunni: „Viðskiptin með eignir
Milestone áttu sér stað í gegnum keðju
félaga sem Milestone réði í gegnum
100 % eign- arhluta
sinn í Þætti
eign-
ar-
haldsfélagi og síðan 100 % eignarhlut
sinn í Racon I og síðan koll af kolli.
Þannig réði Milestone ehf. í raun
Moderna Finance AB í Svíþjóð þar
sem eignirnar enduðu og sátu eft-
ir að lokum... Það er mat umsjónar-
manns að þessi félagakeðja skoðist
sem aðilar nákomnir og tengdir Mil-
estone ...” segir Jóhannes í skýrsl-
unni og má túlka orð hans sem svo
að eigendur Milestone hafi með við-
skiptunum í reynd verið að eiga við-
skipti við sjálfan sig.
Riftanlegir gjafagerningar
Jóhannes segir í skýrslu sinni að í
öllum tilfellum hafi kaupverð eign-
anna sem Milestone var að selja ver-
ið greitt með hækkun hlutafjár í þeim
félögum sem eignirnar voru fluttar í
gegnum og að þetta hafi ekki verið
eðlilegur greiðslumáti. Niðurstaðða
Jóhannesar í skýrslunni er að eigend-
ur Milestone hafi flutt
eignirnar úr fé-
laginu án
þess að
þeir hafi
í reynd
greitt fyr-
ir þær en
það var
„yfirlýst
markmið“ þeirra að flytja eignirn-
ar til Svíþjóðar eins og segir í skýrsl-
unni. Svo segir Jóhannes: „Það er því
mat umsjónarmanns að eignir Mil-
estone hafi verið færðar undan fé-
laginu án raunverulegs endurgjalds
og að um gjafagerning í skilningi 131
gr. hafi verið að ræða milli nákom-
inna aðila. Slík ráðstöfun er riftanleg
nema leitt sé í ljós að skuldari hafi ver-
ið gjaldfær og það þrátt fyrir afhend-
ingu gjafarinnar.“
Í orðum Jóhannesar felst að kröfu-
hafar félagsins geti tekið ákvörðun
um það hvort þeir höfða dómsmál
á hendur fyrri eigendum Milestone
og þeirra félaga sem eignuðust eign-
ir Milestone, sem aftur voru í reynd í
eigu sömu aðila og áttu Sjóvá, til að fá
úr því skorið hvort hægt sé að rifta söl-
unni á eignum félagsins til að fá meira
upp kröfurnar.
Dómsmál í höndum kröfuhaf-
anna
Samkvæmt heimildum DV mættu
ekki nægilega margir af kröfuhöfun-
um á fundinn á miðvikudaginn þar
sem nauðasamningurinn var kynntur.
Samningurinn var því ekki samþykkt-
ur á fundinum og verður beðið með
að afgreiða saminginn þar til nægi-
lega margir kröfuhafar hafa lýst skoð-
un sinni á honum. Enginn mætti til
dæmis á fundinn fyrir hönd Straums,
samkvæmt heimildum DV. Flest-
ir af þeim kröfuhöfum sem mættir
voru greiddu hins vegar atkvæði með
samningnum en einhverjir munu þó
hafa greitt atkvæði gegn honum, enn
aðrir sátu síðan hjá.
Kröfuhafarnir hafa tvær vikur til að
greiða atkvæði með eða á móti samn-
ingunum. Alveg sama hvernig at-
kvæðagreiðslan um saminginn fer þá
geta kröfuhafarnir ákveðið að höfða
dómsmál, riftunarmál, á hendur þeim
aðilum sem stjórnuðu félögunum
sem áttu í viðskiptunum og auðguð-
ust hugsanlega á þeim, meðal annars
þeim Steingrími og Karli Wernersyni.
Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir að svo
stöddu hvort eigendur Milestone og
félaganna sem eignir þess runnu til
hafi auðgast á viðskiptunum.
Samkvæmt orðum umsjónar-
manns Jóhannesar gæti slík máls-
höfðun átt rétt á sér því niðurstaða
hans er skýr: að viðskiptin með eign-
ir Sjóvár séu riftanlegar því um gjafa-
gerninga hafi verið að ræða. Nú er
það kröfuhafanna að ákveða hvað
þeir gera.
Heimildarmaður DV sem lesið hef-
ur gögnin sem DV hefur undir segist
sjaldan hafa lesið annað eins. „Mið-
að við annað sem maður hefur lesið
þá virka stjórnendur annarra félaga
eins og kórdrengir í samanburði við
þetta. Þetta er með ólíkindum. Mér
leist ekkert á það sem ég las,“ segir
heimildarmaðurinn um efni skýrslu
umsjónarmanns nauðasamninga
Milestone.
16 föstudagur 4. september 2009
fréttir
MILESTONE EYDDI UM 600
MILLJÓNUM Í LEIGU ÞOTNA
Kröfur á hendur Milestone nema tæ
pum 80 milljörðum króna. Kröfuhaf
arnir fá hins
vegar aðeins 6 prósent upp í kröfur
sínar. Glitnir á kröfu á Milestone u
pp á tæpa 44
milljarða. Umsjónarmaður nauðasam
inganna telur að viðskipti Milestone
með eignir
félagsins yfir til Moderna í Svíþjóð
séu dæmi um riftanlega gjafagernin
ga því ekki
hafi verið greitt fyrir eignirnar. Krö
fuhafar Milestone þurfa því að ákve
ða hvort þeir
höfði dómsmál á hendur fyrri eigend
um þess, meðal annars Steingrími og Karli
Wern-
erssonum, til að láta rifta þeim.
STæRSTu KRöfuhafaR MileSTone SaM
KVæMT SKýRSlunni:
Glitnir Rúmir 43,9 mill
jarðar
Straumur Tæpir 5,8 millja
rðar
Moderna finance aB Tæpir 5,3 millja
rðar
Sjóvá Tæpir 4,3 millja
rðar
SJ2 ehf. Rúmur 4,1 millj
arður
„Miðað við annað sem
maður hefur lesið þá
virka stjórnendur ann-
arra félaga eins og kór-
drengir í samanburði
við þetta. Þetta er með
ólíkindum“
inGi f. VilhJálMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
80 milljarða kröfur Kröfur á hendur Mileston
e nema tæpum 80 milljörðum króna og á G
litnir tæplega 44
milljarða kröfu á félagið. Endurheimtur krö
fuhafanna verð 6 prósent af nauðasamnin
garnir verða samþykktir.
Skýrsla umsjónarmanns nauðasamningan
na lætur aðra í viðskiptalífinu líta út eins og
kórdrengi segir
heimildarmaður DV. Milestone átti meðal a
nnars fjárfestingabankann Askar Capital.
Milestone kom eignum undan Umsjónarm
aður nauðasamninga
Milestone telur að eigendur félagsins hafi
komið eignum þess undan
og að viðskiptin séu riftanleg því um gjafa
gerning hefði verið að
ræða. Út frá lestri skýrslunnar verður ekki a
nnað séð en að kröfuhaf-
arnir geti höfðað dómsmál á hendur fyrri e
igendum félagsins, meðal
annars þeim Steingrími og Karli Wernersso
num.
4. september 2009
Ég veit ekki hver eigandinn var
á ég við. Ég hef farið í
svona flugvél en á veg-
um hvers vélin var veit
ég ekki.
Aðalborg Birta Sigurðardóttir
30.4.1992
Alma Kristjana Steingrímsdóttir
5.2.2005
Anna Ingvarsdóttir 11.6.1937
Anna Marsybil Clausen 15.9.1989
Anna Ragnhildur Karlsdóttir
28.11.1991
Arinbjörn Clausen 2.12.1963
Arnar Guðmundsson 22.1.1972
Arnar Már Kristjánsson 16.2.1989
Árni Helgason 2.6.1964
Baldvin Bjarnasson 22.4.1940
Bernhard Bogason, lögfræð-
ingur hjá FL-Group 6.7.1963
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis 23.3.1968
Björn Jónsson 24.8.1961
Bogi Ísak Nilson, fyrrverandi
ríkissaksóknari 24.11.1940
Bogi Nils Bogason, starfsmaður hjá
Askar 18.4.1969
Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir
23.11.1969
Brynjar Vilmundarson
Dagur Sindrason 29.4.1995
Dina Akhmetzhanova 14.12.1975
Dvorzak Hrabren 29.5.1947
Edvard F Benediktsson 13.1.1945
Einar Freyr Hilmarsson 20.8.1967
Einar Logi 9.6.1989
Einar Páll Tamimi 15.01.1969
Einar Sveinsson, stjórnar-
formaður Glitnis og viðskipta-
félagi Milestone 3.4.1948
Elías Björnsson 16.5.1964
Erlendur Birgir Blandon 23.2.1965
Finnur Reyr Stefánsson 14.10.1969
Fjölvar Darri Rafnsson 2.1.1973
Guðjón Ásmundsson 22.3.1974
Guðmundur Arason 3.12.1966
Guðmundur Ólason, forstjóri
Milestone 3.4.1972
Guðni B Guðnason 30.9.1961
Guðrún Jónsdóttir 17.2.1965
Gunnar Gunnarsson 16.11.1972
Halldór Halldórsson 25.10.1969
Halldór Benjamín Þorbergsson
5.4.1979
Halldór Halldórsson 23.4.1961
Halldór Þorleifs Stefánsson
01.01.1975
Halldóra Vífilsdóttir 6.7.1968
Hans H Hansen 7.1.1961
Haukur Harðarson 22.11.1962
Haukur Svavarsson 14.11.1961
Heiðrún Jónsdóttir 9.7.1969
Hjálmar Hjálmarsson 28.8.1963
Hrafnhildur Bogadóttir 29.4.1940
Hrund Rúdólfsdóttir 25.3.1969
Hörður Lilliendal 27.8.1963
Ingunn Wernersdóttir,
hluthafi í Milestone 30.4.1964
Ingi Júlíusson 29.2.1976
Ingvar Stefánsson 24.4.1966
Ingvar Sverrisson
10.11.1970
Jenna Björk Guðmundsdóttir
4.6.1995
Jens Pétur Clausen 29.3.1994
Jóhanna Baldvinsdóttir 21.9.1961
Jóhannes Sigurðsson 2.4.1960
Jón Einar Eyjólfsson 12.3.1965
Jón Goði Ingvarsson 9.5.1999
Jón Hilmar Karlsson 9.8.1995
Jón Ingi Björnsson 7.11.1958
Karl Wernersson, stærsti
hluthafi Milestone 24.10.1962
Kristín Sigurðardóttir 18.3.1940
Kristján Óskarsson 28.9.1962
Kristján Vigfússon 26.8.1965
Kristján Werner Óskarsson
11.9.1989
Lárus Welding, forstjóri Glitnis
frá apríl 2007 11.12.1976
Linda Bentsdóttir 30.11. 1964
Magnús Andrésson 24.7.1954
Ómar Gunnarsson 3.4.1964
Óskar Garðarsson 9.12.1968
Páll Sigvaldason 16.11.1966
Pétur Þór Halldórsson 20.2.1964
Ragnheiður Gísladóttir 26.4.1969
Róshildur Arna Ólafsdóttir 23.3.1994
Sigríður Jónsdóttir 25.7.1959
Sigríður María Torfadóttir 3.2.1963
Sigríður Matthildur Aradóttir
12.12.1963
Sigríður Ólafsdóttir 5.11.1992
Sigurður Hafsteinsson 5.7.1956
Sigurður Sturla Pálsson 31.1.1966
Sigurveig María Ingvadóttir
14.4.1962
Sindri Már Heimisson 18.11.1964
Sindri Rafn Sindrason 16.6.1991
Stefán Ás Ingvarsson 3.9.1996
Stefán Bragi Bjarnason 13.10.1964
Stefanía Hanna Pálsdóttir
9.1.1994
Steingrímur Wernersson,
hluthafi í Milestone 1.4.1966
Sverrir Sverrisson Askar 3.4.1954
Sverrir Þór Sverrisson 5.8.1977
Tómas Ottó Hanson 27.3.1965
Tómas Sigurðsson 18.9.1966
Tryggvi Þór Herbertsson,
forstjóri Askar 17.1.1963
Valborg Sunna Sindradóttir
14.10.1999
Viktor Marteinn Ingvarsson
29.3.1995
Vilhelm Már Thorsteinsson
01.01. 1971
Vilhelm Róbert Wessman,
fjárfestir 04.10. 1969
Werner Rasmusson, faðir
eigenda Milestone
26.2.1931
Þorgils Óttar Mathiesen,
fjárfestir og fyrrverandi
handboltahetja
17.5.1962
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá
2.11.1964
Þórarinn Sævarsson 18.7.1969
Þórður Jónsson 31.5.1961
FRÉTTIR 1. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 25
Einkaþota frá Netjets Nærri 110 nöfn
koma fyrir á lista yfir farþega einkaþotna
sem Glitnir og Milestone leigðu á árunum
fyrir hrunið. Þar er meðal annars að finna
nafn fyrrverandi ríkissaksóknara. Myndin
sýnir eina af þotum Netjets.
Þau flugu í einkaþotunum
Fór í frí í þotunni Bogi Nilsson,
fyrrverandi ríkissaksóknari, er einn þeirra
sem flugu með einkaþotu sem Milestone
og Glitnir leigðu saman. Hann segist hafa
flogið með einkaþotu í frí en segist ekki
hafa vitað á vegum hvers.
ar 2007 og Karl flaug til Pisa á Ítalíu í
febrúar sama ár og dvaldi þar í fjóra
daga áður en hann flaug aftur heim.
Steingrímur bróðir þeirra mun
sömuleiðis einnig hafa flogið mik-
ið til og frá London þar sem hann á
húsnæði.
Starfsmenn Milestone munu
sömuleiðis einnig hafa notað þot-
urnar töluvert í viðskiptaerindum og
meðal annars flogið nokkrum sinn-
um til Skopje í Makedóníu á árinu
2007 en eignarhaldsfélagið var að
hasla sér völl í viðskiptum þar í landi
og festi meðal annars kaup á banka,
námu og vínekru.
Í flestum tilfellum hefur DV ekki
náð að verða sér úti um upplýsing-
ar hvert farþegar Milestone og Glitn-
is voru að fljúga og í hvaða erinda-
gjörðum. Þetta á til dæmis við um
Boga Nilsson, þó vitað sé að hann
hafi verið á leið í frí þá er ekki vit-
að hvert hann fór.
Farþegalistinn telur
í heild sinni nærri
110 nöfn. Þar er
að finna
marga þekkta
menn úr ís-
lensku við-
skipta-
lífi. Til að
mynda má
þar finna
marga
starfs-
menn
Glitnis,
Einar Pál
Tamimi,
Vilhelm
Má
Thor-
steinsson og auðvitað þann sem
tók við forstjórstarfinu af Bjarna Ár-
mannssyni, Lárus Welding.
Þar er einnig að finna flesta af
þekktari starfsmönnum Milestone
og dótturfélaga þess, til að mynda
forstjóra Milestone, Guðmund Óla-
son, aðstoðarforstjórann, Jóhannes
Sigurðsson og Óskar Garðarsson.
Ekkert nafn stingur þó meira í stúf
en nafn fyrrverandi ríkissaksóknara.
Vitað var að bankarnir og stóru eign-
arhaldsfélögin notuðust við einka-
þotur en ekki var vitað að saksókn-
ari hefði einhvern tímann verið með
í för.
2 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
Vegagerðin hefur ítrekað fengið til-
kynningar vegna grunsemda um
að Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, fylli tankinn á bíl
sínum með litaðri olíu. Fyrir vikið
hefur hann verið tekinn nokkrum
sinnum í tékk hjá stofnuninni en
iðulega reynst saklaus af ásökun-
unum.
Óheimilt er samkvæmt lögum
að setja slíka litaða olíu á fólksbif-
reiðar en hana má eingöngu nota
á eftirfarandi farartæki í atvinnu-
skyni: skip, báta, vinnuvélar, drátt-
arvélar og vörubifreiðar. DV hef-
ur hefur tvívegis borist ábending
um að þingmaðurinn hafi dælt lit-
aðri olíu á tank sinn án þess að hafa
náð að sannleiksgildi þeirra ábend-
inga hafa sannast. Nú síðast kom
ábending um að eftir alvarlega bíl-
veltu Árna við Litlu kaffistofuna hafi
starfsmenn bílastöðvarinnar Króks,
þar sem bíllinn er geymdur, fundið
litaða olíu í tanki bílsins. DV óskaði
eftir því að komast að bílnum til að
sannreyna það en þeirri beiðni var
hafnað af starfsmönnum bílastöðv-
arinnar.
Sátu fyrir Árna
Sævar Ingi Jónsson, deildarstjóri
umferðareftirlits Vegagerðarinnar,
staðfestir að tilkynningar hafi borist
til stofnunarinnar vegna Árna. Hann
segir ekkert misjafnt hafa komið
upp við skoðun á bíl þingmanns-
ins. „Við höfum skoðað bílinn hans
Árna og nú síðast fyrir einhverjum
mánuðum. Svona tilkynningar um
þennan bíl hafa borist áður og við
höfum athugað það því við gerum
það þegar tilkynningar berast. Þetta
hefur hins vegar ekki átt við nein rök
að styðjast,“ segir Sævar Ingi.
Árni skilur ekkert í þessum til-
kynningum til Vegagerðarinnar og
segir óþolandi að sitja undir slíkum
ásökunum. „Þetta er algjört bull og
hefur nú verið hangandi yfir mér í
tvö eða þrjú ár. Það eru greinilega
einhverjir sem eru að eltast við mig
og fulltrúar Vegagerðarinnar hafa
setið fyrir mér í fylgd með fjölmiðl-
um. Þeir vita núna, eftir að hafa tek-
ið sýni úr bílnum, að þetta er ekki
rétt,“ segir Árni.
„Hélt þetta væri mitt síðasta“
Samkvæmt bifreiðaskráningu var
bíllinn áður í eigu Magnúsar Krist-
inssonar, fjárfestis og sægreifa í
Vestmannaeyjum, en þeir eru góðir
félagar. Aðspurður segist Árni hafa
keypt bílinn á eðlilegu verði en að
bílveltan á dögunum hafi verið erf-
ið lífsreynsla. Landcruiser-jeppinn
er nú gjörónýtur eftir að hann fór
fimm veltur. „Bíllinn var fokdýr al-
veg hreint en ég keypti hann beint af
Toyota. Ég er ekkert í neinum þing-
mannagreiðum og hef aldrei nokk-
urn tímann verið. Menn eru ekki að
bjóða mér slíkt því þeir vita hvað ég
er harður,“ segir Árni.
„Ég fór fimm veltur og það var
guðslán að ég slapp ómeiddur en
það eru þúsund englar sem vaka yfir
mér. Vissulega var ég lurkum lam-
inn en mér bregður eiginlega aldrei.
Í hverri veltu reyndi ég að hnipra
mig saman og var eiginlega hissa á
því sem var að eiga sér stað. Þetta
var þannig að það fór í gegnum hug-
ann hvort þetta væri mitt síðasta.“
ÁRNI JOHNSEN
ER SAKLAUS
Það eru greini-lega einhverj-
ir sem eru að eltast við
mig og fulltrúar Vega-
gerðarinnar hafa set-
ið fyrir mér í fylgd með
fjölmiðlum.
Ekki satt Árni segir Vegagerð-
ina hafa setið fyrir sér þar sem
hann hafi verið sakaður um að
fylla bílinn með litaðri olíu.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is