Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 46
F
á málverk listasög-
unnar hafa vakið upp
jafnmargar vanga-
veltur og Mona Lisa
Leonardos da Vinci og
er málverkið af mörg-
um metið eitt hið frægasta í sögu
lista. Vangavelturnar hafa snúist
um hver fyrirsætan sé og ekki síst
hvað búi að baki brosi Monu Lisu.
Almennt er talið að fyrirsætan hafi
verið Lisa del Giocondo sem til-
heyrði fjölskyldu í Flórens, og gift-
ist vefnaðarvöru- og silkikaup-
manni. En hið tvíræða bros hefur
verið túlkað á fjölda vegu og ólíka.
Fjöldi lærðra manna hefur reynt
að varpa ljósi á ólíka túlkun fólks
á brosinu dularfulla og hefur með-
al annars vísað í vísindakenning-
ar um sjón mannsins. Einnig hafa
þeir viðrað að túlkun fólks byggi á
fyrir fram gefnum ályktunum um
sjálfsmynd og tilfinningar Monu
Lisu.
Kólesteról og útfelling
Nú hefur ítalskur vísindamaður,
Vito Franco í Palermo-háskólan-
um, viðrað þá kenningu sína að
bros Monu Lisu megi rekja til þess
að Mona Lisa hafi þjáðst af of háu
kólesteróli. Máli sínu til stuðnings
bendir Vito á að við nána athugun
á andliti Monu Lisu megi sjá merki
um uppsöfnun fitusýra í kringum
augun og að fyrirsætan hafi glímt
við útfellingu sem stafar af upp-
söfnun kólesteróls undir húðinni
sem sé áberandi í augnkrók vinstra
auga hennar.
Vito Franco fullyrðir aukin-
heldur að hann hafi fundið aug-
ljós merki sjúkdóma í nokkrum
merkustu listaverkum listasögunn-
ar. Á meðal þeirra sjúkdóma sem
Vito nefnir eru vansköpuð bein og
nýrnasteinar og segir hann upp-
götvun sína varpa nýju ljósi á þá
fullkomnun sem gjarna hefur verið
tengd umræddum verkum.
Annað sjónarhorn
Í viðtali við breska dagblaðið Times
sagði Vito Franco að hann hefði
byrjað að leita ummerkja sjúk-
dóma í listaverkum fyrir um tveim-
ur árum og sagðist horfa á listaverk
frá öðru sjónarhorni en sérfræð-
ingar í listum, líkt og stærðfræðing-
ur sem hlustaði á tónlist á annan
hátt en tónlistargagnrýnandi.
Að eigin sögn hefur Vito greint
um eitthundrað listaverk, frá eg-
ypskum skúlptúrverkum til mál-
verka samtímans, en áhersla hans
hefur þó beinst að verkum þeirra
sem teljast til gömlu meistaranna.
Niðurstaða Vitos er sú að það séu
ekki einungis aðalsmenn í mál-
verkum sem sýni merki um sjúk-
dóma heldur einnig María mey,
englar og hetjur úr goðsögnum,
eða í að minnsta fyrirsætur lista-
mannanna í þeim tilvikum.
Hormónar og áttfætlur
Vito Franco telur sig hafa fund-
ið teikn um sjúkdóma í fleiri verk-
um gömlu meistaranna og tekur
sem dæmi verk Diegos Velázqu-
ez, Las Meninas. Málverkið sýnir
Margaritu Theresu, fimm ára dótt-
ur Filipusar IV Spánarkonungs,
þar sem hún er umkringd fylgdar-
liði sínu við hirðina. Að mati Fran-
cos virðist sem Margarita þjáist af
Albright-heilkenni, „erfðatengd-
um sjúkdómi sem hefur í för með
sér bráðan kynþroska, lágan vöxt,
beinsjúkdóm og hormónavanda-
mál“.
Annað málverk sem Franco
nefnir til sögunnar er Portrait of
a Young Man eftir Sandro Bott-
icelli. Vito Franco segir að glæsi-
leiki fyrirsætunnar sé „nánast
kvenlegur“ vegna óeðlilegra fingra,
„köngullóar fingra“ sem séu merki
um sjúkdóm sem kenndur er við
áttfætlur. Sá sjúkdómur mun vera
tengdur Marfan-heilkenni, erfða-
fræðilegum ágalla sem sé einnig
greinilegur í verkinu La Madonna
del Collo Lungo eftir Parmigiano,
en heiti þess skírskotar til langs
svanaháls Madonnunnar; Mad-
onnan með langa hálsinn. Þeir sem
þjást af Marfan-heilkenni eru alla
jafna óeðlilega hávaxnir og grannir
með hlutfallslega langa útlimi.
Nýrnasteinar Michelangelos
Veikindi meistara Michelange-
los, sem Vito Franco greinir sem
nýrnasteina, eru talin sjást í verki
Rafaels Scuola di Atene, eða Skóli
Aþenu. Þar situr gríski heimspek-
ingurinn Herakleitus vinstra meg-
in við miðju, en fyrirmynd hans
var Michelangelo. Hné Michelang-
elos eru sýnd undarlega þrútin og
hnúskótt. Það skal tekið fram að
hann mun hafa kvartað í bréfum
yfir nýrnaverkjum og þvagblöðru-
vandamálum, svo Vito Franco
hefur ekki þurft að leita langt yfir
skammt við greiningu sína.
Hvað varðar Monu Lisu Leonar-
dos mun bros hennar væntanlega
áfram vekja spurningar og vanga-
veltur. Brosir hún með sjálfri sér?
Er henni hugsað til heimullegs
elskhuga? Eða má rekja svipbrigð-
in til uppsöfnunar fitusýru í augn-
króknum og of hás kólesteróls?
kolbeinn@dv.is
46 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 HELGARBLAÐ
Bros Monu Lisu hefur bæði heillað og valdið vangaveltum. Lærðir menn hafa greint það og ástæður þess
og leikir hafa brotið heilann um hvað býr að baki því. Ítalskur vísindamaður telur sig hafa fundið skýr-
ingu á þessu dularfyllsta brosi listasögunnar.
BROS MONU LISU
Fjöldi lærðra manna hefur
reynt að varpa ljósi á
ólíka túlkun fólks á
brosinu dularfulla og
hefur meðal annars vís-
að í vísindakenningar
um sjón mannsins.
Las Meninas Margarita þjáðist af Albright-heilkenni að mati
Vitos Franco. MÁLVERK DIEGO VELÁZQUEZ
Konan með dularfulla brosið Mona Lisa hefur verið mörgum ráðgáta. MÁLVERK LEONARDO DA VINCI
Portrait of a Young Man Fyrirsætan þjáðist af erfðatengdum
sjúkdómi. MÁLVERK SANDRO BOTTICELLI
La Madonna del Collo Lungo Langur háls er rakinn til
Marfan-heilkennis. ÁLVERK PARMIGIANO
Michelangelo sem Herakleitus fyrir miðju á Scuola di Atene Hnúskótt hné sögð merki um
nýrnasteina. MÁLVERK RAFAEL