Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 59
5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 59
Pústþjónusta,
ísetningar á dempurum
og bremsuklossum
Dugguvogi 21, Sími 588-2555
Tveir risaleikir fara fram í enska
boltanum um helgina. Stórleikur-
inn er á sunnudaginn þegar Lund-
únaliðin í toppbaráttunni, Chelsea
og Arsenal, mætast á Brúnni en í
hádeginu á laugardaginn er Bítla-
borgarslagur Liverpool og Everton
sem fer í þetta skiptið fram á heima-
velli þeirra rauðklæddu. Arsenal
verður í það minnsta að gera jafn-
tefli við Chelsea því tap gæti þýtt
að liðið kveðji titilbaráttuna enn
eitt árið. Liverpool verður líka að
vinna Everton til að halda í við liðin
í kringum sig í baráttunni um Evr-
ópusæti. Ekki bara meistaradeild-
arsæti, heldur sæti í Evrópukeppni
yfir höfuð.
Titill úr augsýn hjá Arsenal?
Klukkan sex á sunnudaginn gæti
titilbaráttu Arsenal verið lokið þetta
tímabilið. Arsenal er sem stendur í
þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, fjór-
um stigum á eftir Manchester Unit-
ed. Chelsea er síðan á toppnum, sex
stigum á undan Arsenal. Manchest-
er á leik gegn fallkandídötum Ports-
mouth á laugardaginn þar sem sig-
ur ætti að vera meira en formsatriði
fyrir meistarana. Tap hjá Liverpool
gegn Chelsea myndi þá þýða að lið-
ið væri sjö stig-
um á eftir Man.
United þó vissu-
lega væri nóg
eftir af deild-
inni.
Arsenal hef-
ur aðeins hikst-
að að und-
anförnu, gert
jafntefli og
tapað síðastu
tveimur leikj-
um sínum, alls
aðeins inn-
byrt átta stig af
fimmtán mögulegum í fimm síð-
ustu leikjum. Það er þó Arsenal-
mönnum til happs að Hull stöðvaði
aðeins Chelsea-maskínuna í vik-
unni með jafntefli á KC-vellinum.
Fyrir það hafði Chelsea unnið fjóra
síðustu leiki sína og litið afar sann-
færandi út.
Chelsea-menn eiga líka í varn-
arvandræðum þessa dagana eins
og Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins,
viðurkenndi eftir jafnteflið gegn
Hull. „Við fáum á okkur of mikið af
mörkum úr föstum leikatriðum. Öll
lið á Englandi eru með að minnsta
kosti einn stóran og sterkan skalla-
mann og eru öll sterk í föstum leika-
triðum. Við skorum nóg en fáum
of mikið á okkur finnst mér,“ segir
Ancelotti.
Hressandi borgarslagur
Allt stefnir í skemmtilegan borgar-
slag í Liverpool á laugardaginn þeg-
ar heimamenn mæta erkifjendun-
um í Everton. Bæði liðin hafa verið
á góðu skriði undanfarið, Liverpool
með þrjá sigurleiki og tvö jafntefli í
síðustu fimm leikjum á meðan Ev-
erton hefur unnið síðustu þrjá leiki
sína og innbyrt 13 stig af 15 mögu-
legum í síðustu fimm leikjum. Það
hefur verði allt annað að sjá Everton
síðustu vikur og getur liðið enn eitt
tímabilið kennt slakri byrjun um
lokaniðurstöðuna þegar talið verð-
ur í vor.
Sigur hjálpar Everton upp töfl-
una og gefur því veika von um
baráttu um Evrópusæti. Gífurlega
mikilvægt er þó fyrir Liverpool að
vinna þar sem baráttan um fjórða
og fimmta sætið er gífurlega hörð í
ár. Tottenham er í fjórða sætinu stigi
á undan Liverpool sem rígheldur í
sæti Í Evrópudeildinni eins og stað-
an er. Manchester City er þó búið að
jafna Liverpool að stigum og á tvo
leiki til góða. Stigi á eftir kemur svo
Aston Villa en það mætir Totten-
ham um helgina og gætu góð úrslit í
þeim leik hjálpað Liverpool mikið í
sinni baráttu.
tomas@dv.is
Tveir stórleikir eru á dagskrá í enska boltanum um helgina. Chelsea og Arsenal mætast í Lundúnaslag
þar sem Arsenal verður einfaldlega að vinna. Það stefnir allt í skemmtilegan borgarslag í Liverpool þar
sem bæði heimamenn og Everton hafa verið að spila betur að undanförnu.
KVEÐUR ARSENAL
TITILBARÁTTUNA?
Mikilvægur leikur
Það er hætt við að
von um titil renni
Arsenal úr greipum
tapi liðið gegn
Chelsea um helgina.
Þurfa einhverju að fagna Liverpool
er í harðri baráttu um Evrópusæti.