Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 40
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Ragna Aðalsteinsdóttir BÓNDI AÐ LAUGABÓLI Í LAUGARDAL Ragna fæddist á Laugabóli og ólst þar upp með föður sínum og systr- um en móður sína missti hún 1932. Ragna stundað ýmis störf á unglingsárum, s.s. fiskvinnu og veitingastörf á vetrum en á sumr- in vann hún á búi föður síns. Hún tók við búi á Laugabóli 1955 eftir lát föður síns og bjó þar félagsbúi ásamt systur sinni í nokkur ár. Frá 1961 tók hún alfarið við jörðinni og hefur verið þar bóndi síðan. Fjöldi barna hefur verið á heim- ili Rögnu í gegnum tíðina svo og margir sem þurft hafa athvarf og stuðning um lengri eða skemmri tíma. Þá má geta þess að hún hef- ur á löngum búferli haft margt dyggra vinnuhjúa, innlendra sem erlendra. Fjölskylda Börn Rögnu: Bella Aðalheiður, f. 15.3. 1955, lést í snjóflóðinu í Súðavík 16.1. 1995, búfræðingur frá Hvanneyri, en dóttir hennar var Petrea Vestfjörð, f. 21.3. 1982, fórst einnig í snjóflóðinu í Súðavík, ásamt móður sinni; Garðar Smári Vestfjörð, f. 21.1. 1958, húsasmíða- meistari í Garðabæ, var kvænt- ur Katrínu Lindu Óskarsdóttur en þau skildu og eru börn þeirra Hjörtur Smári, f. 3.4. 1988, nemi við Bifröst, og Brynja Björk, f. 1.5. 1991, nemi, auk þess sem dóttir Garðars Smára og Erlu Björgvins- dóttur, er Helen Björg Vestfjörð, f. 8.10. 1979, starfsmaður hjá Actavis í Reykjavík, og fóstursonur Garð- ars Smára og sonur Katrínar Lindu er Ósk- ar Sigmunds- son, sjúkraliði í Danmörku; Gunnar Bjarki Vestfjörð, f. 25.4. 1963, lést í snjóflóði á Óshlíð 8.3. 1989, vélvirkjameist- ari, var kvæntur Sesselju Vilborgu Arnardóttur; synir þeirra: Ragn- ar Freyr Vestfjörð, f. 6.10. 1983, d. 19.8. 2001, nemi, og Sindri Vest- fjörð, f. 25.3. 1988, búsettur á Ísa- firði. Fóstursonur Rögnu er Hjörvar Einir Helgason, f. 13.9.1959, sjó- maður. Systur Rögnu eru Rebekka Helga, búsett í Hafnarfirði en maður hennar var Sveinn Ólaf- ur Sveinsson húsasmíðameist- ari sem er látinn og eignuðust þau fimm börn; Sigríður, bóndi á Strandseljum en maður henn- ar var Valdemar Valdemarsson sem er látinn og eru börn þeirra tvö; Sigríður Guðrún, búsett á Seltjarnarnesi en maður hennar var Jón Kr. Jónsson skipstjóri sem er látinn og eignuðust þau fimm börn; Sigríður Þorleifs, dó ung; Ásgerður, dó ung. Foreldrar Rögnu voru Aðal- steinn Jónasson, f. 1888, d. 1954, bóndi að Laugarbóli, og k.h., Ólöf Ólafsdóttir, f. 1902, d. 1934, hús- freyja. 85 ÁRA Á LAUGARDAG 70 ÁRA Á FÖSTUDAG Jónas Kristjánsson FYRRV. RITSTJÓRI DV Jónas fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1966. Jónas var blaðamaður og frétta- stjóri á Tímanum 1961-64, fréttastjóri Vísis 1964-66, ritstjóri Vísis 1966-75, ritstjóri Dagblaðsins 1975-81, rit- stjóri DV 1981-2001, ritstjóri Frétta- blaðsins 2002, útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003-2005, leiðarahöfundur DV 2003-2005, ritstjóri DV 2005-2006, stundakennari í blaðamennsku við Símennt Háskólans í Reykjavík 2006- 2008 og hefur verið eftirlaunamaður og bloggari frá 2008. Jónas var formaður Blaðamanna- félags Íslands, Íslandsnefndar Int- ernational Press Institute, Rotary- klúbbs Seltjarnarness, skólanefndar Seltjarnarness, fræðsluráðs Reykja- nesumdæmis, Blaðaprents hf., M-klúbbsins, fræðslunefndar Fáks og ferðanefndar Fáks. Jónas er höfundur bókanna Líf í borg, 1973; Kóngsins Kaupmanna- höfn, 1981, 2. útg. 1989; Heimsborg- in London, 1983, 2. útg. 1988; Æv- intýralega Amsterdam, 1984, 2. útg. 1992; París, heimsins höfuðprýði, 1985; New York, nafli alheimsins, 1988; Heiðajarlar, 1989; Ættfeður, 1990; Madrid og menningarborg- ir Spánar, 1991; Heiðurshross, 1991; Aldna og unga Róm, 1992; Mera- kóngar, 1992; Hagahrókar, 1993; Heiðamæður I, 1994; Heiðamæður II, 1995; Feneyjar engu líkar, 1996; Fákalönd, 1996; Hestaþing I, 1997; Hestaþing II, 1998; Víkingar I, 1999; Landsmót 2000, 2000; Víkingar II, 2001; Hrossanöfn, 2002; Frjáls og óháður, starfsævisaga, 2009. Yfir 10.000 greinar Jónasar eru aðgengilegar á vefsíðunni jonas.is. Á vefnum er að finna forystugreinar Jónasar í dagblöðum allar götur frá 1973, veitingarýni hans í blöðum og tímaritum frá 1980, erlenda ferða- rýni hans og safn íslenskra reiðleiða, gamalla og nýrra. Gagnabanka hans um hrossarækt er að finna á vefnum hestur.is. Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Kristín Hall- dórsdóttir, f. 20.10. 1939, stjórn- málakona. Hún er dóttir Halldórs Viglundssonar, f. 11.6. 1911, d. 15.4. 1977, vitavarðar, og Halldóru Sigur- jónsdóttur, f. 26.6. 1905, d. 10.4. 1994, skólstjóra. Börn Jónasar og Kristínar eru Kristján, f. 27.3. 1964, jarðfræðing- ur; Pálmi, f. 15.5. 1968, fréttamað- ur og sagnfræðingur; Pétur, f. 24.12. 1970, kerfisfræðingur; Halldóra, f. 7.1. 1974, flugmaður. Barnabörnin eru nú orðin átta. Systir Jónasar er Anna Halla, f. 19.4. 1946, lögfræðingur. Foreldrar Jónasar voru Kristján Jónasson, f. 12.5. 1914, d. 27.7.1947, læknir í Reykjavík, og Anna Péturs- dóttir, f. 11.6. 1915, d. 24.9. 1976, bókari. Ætt Kristján var sonur Jónasar, læknis og alþm. á Sauðárkróki Kristjánsson- ar, b. á Snæringsstöðum í Svínadal Kristjánssonar, ríka í Stóradal, bróð- ur Péturs, afa Þórðar Sveinssonar, yf- irlæknis á Kleppi. Kristján var sonur Jóns, b. á Snæringsstöðum í Svínadal Jónssonar, b. á Balaskarði Jónsson- ar „harðabónda‘‘, í Mörk í Laxárdal Jónssonar, ættföður Harðabóndaætt- ar. Móðir Jónasar var Steinunn, systir Jóhannesar Nordal íshússtjóra, föður Sigurðar Nordal prófessors, föður Jó- hannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal alþm. Steinunn var dóttir Guðmundar, b. í Kirkju- bæ í Norðurárdal Ólafssonar, bróð- ur Frímanns, afa Valtýs Stefánssonar Morgunblaðsritstjóra og hálfbróð- ur Páls, langafa Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis. Móðir Guðmund- ar var Sigríður, systir Vatnsenda- Rósu. Bróðir Sigríðar var Jón, langafi Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu. Sigríður var dóttir Guðmundar, b. í Fornhaga Rögnvaldssonar og Guð- rúnar Guðmundsdóttur, b. í Löngu- hlíð Ívarssonar, bróður Björns, lang- afa Stefáns, afa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Björn var einnig lang- afi Björns, föður Þórhalls biskups, föður Tryggva forsætisráðherra. Móðir Kristjáns læknis var Hans- ína, systir Bjarna, kaupmanns og útgerðarmanns á Húsavík, föður Gunnars hrossaræktarráðunautar. Hansína var dóttir Benedikts, próf- asts á Grenjaðarstað Kristjánssonar, hálfbróður Kristjáns b. á Snærings- stöðum. Móðir Hansínu var Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsen, kaupmanns í Reykjavík Sigurðsson- ar Sívertsen, kaupmanns í Reykja- vík Bjarnasonar riddara Sívertsen, kaupmanns í Hafnarfirði. Móðir Hans var Guðrún Guðmundsdótt- ir, systir Helga Thordersen bisk- ups. Móðir Hansínu var Christiane Hansdóttir Linnet, verslunarstjóra í Hafnarfirði, og Regine Seerup, en hún var á ýmsa vegu komin af rekt- orum Kaupmannahafnarháskóla í lok sautjándu aldar, þeim Thomas Bartholin og Holger Jacobaeus, sem og Christopher Hansen, borgarstjóra Kaupmannahafnar. Anna var dóttir Péturs, kaup- manns á Akureyri og á Siglufirði Pét- urssonar, b. á Eiríksstöðum í Svart- árdal og víðar Björnssonar, b. og hagyrðings á Hamri í Hegranesi Sig- urðssonar yngri, b. á Egg Sigurðs- sonar. Móðir Péturs kaupmanns var Rannveig Magnúsdóttir. Móðir Önnu var Þóranna, syst- ir Þorbjargar, ömmu Leifs Þórarins- sonar tónskálds. Önnur systir Þór- önnu var Friðrika Hallfríður, móðir Baldurs Vilhelmssonar, fyrrv. próf- asts í Vatnsfirði. Þriðja systir Þór- önnu var Sigrún, móðir Sigurðar Jónssonar, b. á Reynisstað. Bróðir Þórönnu var Jón, b. á Þingeyrum, faðir Guðrúnar arkitekts. Þóranna var dóttir Pálma, pr. í Höfða, bróður Ingibjargar, móður Jóns Loftssonar, afa Jóns L. Árnasonar skákmeistara, en Ingibjörg var einnig móðir Pálma Loftssonar, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, afa Más Gunnarssonar, fyrrv. starfsmannastjóra Flugleiða. Pálmi var sonur Þórodds, b. á Skeggjastöð- um Magnússonar, b. á Eyvindarstöð- um á Álftanesi Gestssonar. Móð- ir Þórönnu var Anna, systir Stefáns, verslunarstjóra á Sauðárkróki, föður Jóns listmálara. Anna var dóttir Jóns, prófasts á Reynisstað og í Glaumbæ Hallssonar, í Geldingaholti Ásgríms- sonar. Móðir Önnu var María Ólafs- dóttir, pr. á Kvíabakka Jónssonar. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Inga Magný Jónsdóttir STARFSMAÐUR VIÐ LEIKSKÓLA Í GRUNDARFIRÐI Inga Magný fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún var í Grundarskóla á Akranesi og stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Inga Magný var í bæjarvinn- unni á Akranesi á unglingsárun- um. Hún flutti til Grundarfjarðar 1999 og hefur verið þar búsett síð- an. Hún hefur starfað við leikskól- ann Sólvelli frá árinu 2000. Inga Magný hefur æft og keppt í blaki með ungmennafélagi Grundarfjarðar frá árinu 2002. Fjölskylda Maður Ingu Magnýjar er Elvar Þór Alfreðsson, f. 10.9. 1978, húsa- smiður. Dætur Ingu Magnýjar og Elvars Þórs eru Embla Þórey Elvarsdóttir, f. 18.10. 2003; Tinna María Elvars- dóttir, f. 9.9. 2007. Systkini Ingu Magnýjar eru Sigurður Arnar Jónsson, f. 13.5. 1972, sjómaður, búsettur í Mos- fellsbæ; Vigdís Elva Jónsdóttir, f. 15.2. 1985, kennaranemi, búsett í Svíþjóð. Foreldrar Ingu Magnýjar eru Jón Sigurðsson, f. 11.12. 1948, starfsmaður Faxaflóahafna, bú- settur á Akranesi, og Rún Elva Oddsdóttir, f. 13.5. 1951, læknarit- ari við Sjúkrahúsið á Akranesi. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Valdimar Fannar Þórsson HANDKNATTLEIKSMAÐUR HJÁ HK Valdimar fæddist á Selfossi og ólst þar upp og í Reykjavík. Hann var í Árbæjarskóla og stundaði nám við FS á Selfossi. Valdimar hóf ungur að æfa og keppa í handbolta með Selfossi og lék síðan með ýmsum liðum. Hann hefur leikið með Fram, Aft- ureldingu, HK og Selfossi í meist- araflokki og leikur nú með HK. Valdimar lék fjölda leikja með unglingalandsliðum og hefur leik- ið nokkra A-landsleiki. Fjölskylda Sambýliskona Valdimars er An- íta Árnadóttir, f. 18.12. 1988, húsmóðir. Sonur Valdi- mars er Emil Valdimarsson, f. 18.8. 2005. Bróðir Valdi- mars er Grétar Öfjörð Þórsson, f. 8.6. 1971, sölumaður í Reykjavík. Foreldrar Valdimars eru Þór Valdimarsson, f. 30.5. 1952, leigubíl- stjóri í Reykjavík, og Guðlaug Guð- jónsdóttir, f. 27.1. 1954, starfsmaður hjá Íslandspósti. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 40 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 ÆTTFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.