Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 MINNING Steingrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1948, BS-prófi í raf- magnsverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1951 og MS-prófi frá California Institute of Technology í Pasadena 1952. Steingrímur var verkfræðing- ur hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur 1952-53, hjá Áburðarverksmiðj- unni hf. 1953-54, stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Verklegar fram- kvæmdir hf. 1954, var verkfræði- legur ráðunautur utanríkisráðherra um Keflavíkurflugvöll og í varnar- málanefnd 1954, var verkfræðing- ur hjá Southern California Edison Co. í Bandaríkjunum 1955-56, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkis- ins 1957-78, framkvæmdastjóri At- vinnumálanefndar ríkisins 1959-61, þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum 1971-87 og á Reykjanesi 1987-94, dóms-, kirkju- og landbún- aðarráðherra 1978-79, sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-83, forsætisráðherra 1983-87, utanríkis- ráðherra 1987-88, forsætisráðherra 1988-91 og bankastjóri Seðlabanka Íslands 1994-98. Steingrímur sat í stjórn Gufu- bors ríkisins og Reykjavíkurborgar 1957-78, í tækninefnd Húsnæðis- málastofnunar ríkisins 1958-71, var aðalfulltrúi Íslands í vísindanefnd Efnahags- og framfarastofnunar 1962-78, sat í stjórn Áburðarverk- smiðjunnar hf. 1964-71, í samn- inganefnd ríkisstjórnarinnar við Alusuisse um byggingu álvers á Ís- landi 1963-71, í tækninefnd Orku- stofnunar 1968-75, í hreppsnefnd Garðahrepps 1970-74, í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1972-78, í Iðnþróunarráði 1971 og í viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað 1971-78, í Flugráði 1976-79, í stjórn Þörunga- vinnslunnar hf. 1974-78, var for- maður RVFÍ 1963-64, formaður FUF 1962-63, sat í miðstjórn Framsókn- arflokksins um árabil frá 1971, var ritari flokksins 1971-79 og formaður Framsóknarflokksins 1979-94. Steingímur sat í Þingvallanefnd 1987-94, í bankaráði Landsbank- ans 1991-94, var formaður stjórnar Mill ennium Institute í Bandaríkjun- um frá 1996, stjórnarformaður Um- hverfisverndarsamtaka Íslands frá 1999, formaður Surtseyjarfélagsins frá 1964, í stjórn Hollvinasamtaka HÍ frá 1998 og í stjórn Hjartaverndar frá 1998. Steingrímur fékk CalTech‘s Alu- min Distinguished Service-verð- launin 1986, IIT‘s Professional Achieve ment-verðlaunin 1991, Gull- kross ÍSÍ, er Paul Harris Fellow og var heiðursfélagi Liberal International. Ævisaga Steingríms, I. II. og III. bindi, skráð af Degi B. Eggertssyni, kom út á árunum 1998, 1999 og 2000. Fjölskylda Eiginkona Steingríms er Guðlaug Edda Guðmundsdóttir, f. 21.1. 1937, húsmóðir. Hún er dóttir Guðmund- ar Gíslasonar, f. 22.5. 1900, d. 12.8. 1955, skólastjóra á Reykjum í Hrúta- firði, og k.h., Hlífar Böðvarsdóttur, f. 11.4. 1909, húsmóður. Börn Steingríms og Eddu eru Hermann Ölvir, f. 25.8. 1964, verk- fræðingur hjá Marel, en kona hans er Erla Ívarsdóttir kennari og eiga þau einn son; Hlíf, f. 22.7. 1966, yfir- læknir við Landspítalann, en maður hennar er Halldór Zoega, fjármála- stjóri Keilis, og eiga þau eina dótt- ur auk þess sem Hlíf á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Guðmundur, f. 28.10. 1972, heimspekingur og alþm. Framsóknarflokksins en kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir, leik- kona og leiðsögumaður, og eiga þau einn son auk þess sem Guðmundur á eldri dóttur. Fyrri kona Steingríms var Sara Jane, f. 30.10. 1924. Foreldrar henn- ar: Leos J. Donovan, tannlækn- ir í Chicago, og k.h., Marie Blanche Donovan. Börn Steingríms og Söru eru Jón Bryan, f. 23.10. 1951, arkitekt og vélaverkfræðingur í Readwood City í Kaliforníu en kona hans er Liselotte Hermannsson og eiga þau tvo syni; Ellen Herdís, f. 6.11. 1955, húsmóð- ir í Flórída en maður hennar er Cary Vhugen og eiga þau þrjú börn; Neil, f. 16.12. 1957, tannlæknir í Miami. Systur Steingríms: Herdís, f. 12.5. 1927, d. 19.5. s. ár; Pálína, f. 12.9. 1929, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Steingríms voru Her- mann Jónasson, f. 25.12. 1896, d. 22.1. 1976, alþm., forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og k.h., Vigdís Oddný Steingríms- dóttir, f. 4.10. 1896, d. 2.11. 1976, húsmóðir. Ætt Hermann var sonur Jónasar, b. og smiðs í Syðri-Brekkum í Akrahreppi Jónssonar. Móðir Hermanns var Pálína ljós- móðir, systir Önnu, ömmu Sigurð- ar Björnssonar bæjarverkfræðings. Pálína var dóttir Björns, b. á Hofs- stöðum Péturssonar. Móðir Pálínu var Margrét, systir Þorkels, föður Þorkels veðurstofustjóra og afa Sig- urjóns Rist vatnamælingamanns, föður Rannveigar Rist. Margrét var dóttir Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Hnjúki, langafa Jóns á Hofi, föður Gísla menntaskóla- kennara. Bróðir Páls var Jón á Ytra- hvarfi, langafi Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra SÍS, og Hallgríms, föður Hafliða sellóleikara og Jó- hanns, föður Þórunnar Ashkenazy. Móðir Páls var Sigríður Guðmunds- dóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra, Hallgríms, fyrsta for- stjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, forstjóra hjá SÍS. Móðir Margrétar var Guðný Björnsdóttir, systir Guðrúnar, ömmu Páls Zóphón íassonar búnaðarmála- stjóra, föður Hjalta, framkvæmda- stjóra hjá SÍS. Vigdís var dóttir Steingríms, byggingameistara í Reykjavík Guð- mundssonar, b. á Svalbarða á Álfta- nesi Runólfssonar. Móðir Vigdísar var Margrét, syst- ir Ingibjargar, ömmu Sigurðar Giz- urarsonar sýslumanns. Margrét var dóttir Þorláks, útvegsb. í Þórukoti á Álftanesi, bróður Sæmundar, lang- afa Tómasar, fyrrv. formanns SÍF, og Guðlaugs, fyrrv. ríkissáttasemjara Þorvaldssona og Ellerts Eiríkssonar, fyrrv. bæjarstjóra. Þorlákur var son- ur Jóns, ættföður Húsatóftarættar Sæmundssonar. Útför Steingríms verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðju- daginn 9.2. kl. 14.00. Hægt verður að fylgjast með athöfninni samtímis á skjá í sal Oddfellowhússins í Vonar- stræti. Jón Auðuns DÓMPRÓFASTUR f. 5.2. 1905, d. 10.7. 1981 Jón fæddist á Ísafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Foreldrar hans voru hjónin Jón Auðunn Jónsson, fram- kvæmdastjóri og alþm. á Ísafirði, og Margrét Guðrún Jónsdóttir. Hún var dóttir Jóns, prests á Stað á Reykjanesi Jónssonar. Bróðir Margrétar var Magnús, prestur á Stað. Systir Jóns dómprófasts var Auður Auðuns alþm. en hún var fyrsta konan í embætti borgarstjóra í Reykjavík og jafnframt fyrsta íslenska kon- an sem varð ráðherra, en hún var dómsmálaráðherra í lok Viðreisnarstjórnarinnar. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1924, guðfræði- prófi við Háskóla Íslands árið 1929 og stundaði framhalds- nám í samanburðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og í París. Jón var kosinn forstöðu- maður Fríkirkjusafnaðar- ins í Hafnarfirði árið 1930, var jafnframt forstöðumað- ur Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík um skeið frá 1941, var skipaður prestur við Dóm- kirkjuna í Reykjavík 1945 og gegndi því embætti til 1973 er hann lét af störfum af heilsu- farsástæðum. Hann var skip- aður dómprófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi 1951, var kirkjuþingsmaður 1958-62 og var formaður Safnaðar- ráðs Reykjavíkur 1953-73. Hann gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, var t.a.m. formaður Ekknasjóðs Reykjavíkur 1953-73, formaður stjórnar Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur, sat í stjórn Barna- verndarfélags Reykjavíkur í mörg ár og í barnaverndarráði og var formaður Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands 1951-67. Í guðfræðilegum efnum var séra Jón Auðuns gjörólík- ur kollega sínum í Dómkirkj- unni, séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi sem þjónaði dómkirkjusókninni til 1951. Séra Bjarni aðhylltist íhalds- sama guðfræði. Jón var hins vegar í framvarðarseit mjög frjálslyndra guðfræðinga. Eins og margir aðrir sóknarprest- ar þessa tíma var hann lengst af sannfærður spíritisti og var forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands á árunum 1939-63. MINNING Steingrímur Hermannsson FORSÆTISRÁÐHERRA MERKIR ÍSLENDINGAR Eftirmæli EFTIR ÓLAF RAGNAR GRÍMSSON, FORSETA ÍSLANDS Eftirmæli EFTIR GUÐNA ÁGÚSTSSON, FYRRV. FORMANN FRAMSÓKNARFLOKKSINS Fæddur. 22.6. 1928 – dáinn 1.2. 2010 „Með andláti Steingríms Her- mannssonar lýkur merkum kafla í þjóðmálasögu Íslendinga. Í áratugi var hann í fremstu forystusveit, mótaði stefnuna á umbrotatímum og stýrði efnahagslífi þjóðarinnar fyrir um 20 árum inn í nýtt tímabil stöðugleika og hagsældar. Áhrif- in frá foreldrunum mótuðu Stein- grím ríkulega, hugsjón kynslóðar- innar sem hertist í baráttunni við fátækt kreppuára og fagnaði síð- an lýðveldisstofnun á Þingvöllum. Úr foreldragarði fékk Steingrímur einnig ást sína á íslenskri náttúru, lífssýn sem varð honum eldheit hugsjón og grundvöllur framgöngu í umhverfismálum. Við Steingrím- ur kynntumst ungir þegar báðir voru að hefja þátttöku í þjóðmálum og síðar urðum við samherjar í rík- isstjórn og góðir vinir. Það voru for- réttindi að fylgjast með því hvern- ig Steingrímur stýrði ríkisstjórn, óf saman ólík sjónarmið og tryggði að allir hlytu sóma af árangrinum. Steingríms Hermannssonar verð- ur lengi minnst sem mikilhæfs for- sætisráðherra og hugsjónamanns sem helgaði Íslandi krafta sína.“ „Um leið og við framsóknarmenn kveðjum foringja okkar með virð- ingu og þökk er íslenska þjóðin að kveðja þann stjórnmálamann sem bjó við mesta lýðhylli. Steingrímur var fyrsti íslenski stjórnmálamaður- inn sem náði fullkomnum tökum á framgöngu og framkomu í sjónvarpi. Steingrímur var einlægur, stund- um fannst mönnum hann barnslega einlægur – hann játaði mistök. Þessi hreinu svör skópu honum lýðhylli og virðingu. Hann var náttúrubarn, unni Íslandi og var frumkvöðull í hugsun. Um leið og hann var íslensk- astur allra í umræðunni, var hann al- þjóðlegur og stíllinn Kennedyanna. Við framsóknarmenn elskuðum hann og dáðum og vinsældir hans voru ævintýralegar þegar hann stóð á hátindi ferils síns. Nafn hans mun ævinlega koma upp í hugann þegar ég heyri góðs manns getið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.