Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
„VAR ÞETTA EINHVER
LEIKÞÁTTUR?“
Forsetaembættið hefur ekki enn rökstutt hvers vegna
maður var ráðinn í stöðu umsjónarmanns á Bessa-
stöðum þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði auglýs-
ingar. Umsækjendur furða sig á ráðningunni.
„Hvernig í veröldinni geta það tal-
ist vönduð vinnubrögð að taka fjór-
tán manna hóp út, og svo aftur fjóra
menn úr fjórtán manna hópnum og
einn þeirra er ekki með meirapróf?“
spyr Sveinn Erlendsson lögreglu-
þjónn, einn umsækjenda um stöðu
umsjónarmanns fasteigna á Bessa-
stöðum. „Var þetta einhver leikþáttur
til þess að sýna fram á vinnubrögð og
vandaða úrlausn? Slíkt leitar á huga
manns þegar svona ber við,“ spyr
Sveinn.
Að mati sérfræðinga hjá BSRB
var óeðlilega staðið að ráðningunni
hjá forsetaembættinu um áramótin.
DV greindi frá málinu í síðustu viku.
Embætti forseta Íslands réð mann í
embætti umsjónarmanns fasteigna
á Bessastöðum þrátt fyrir að hann
uppfyllti ekki kröfu auglýsingar um
meiraprófsréttindi. Forsetaembætt-
ið hefur ekki enn þá útskýrt hvers
vegna ráðið var þannig í starf um-
sjónarmanns þrátt fyrir að DV hafi
sent embættinu formlega fyrirspurn
um málið.
DV ræddi við nokkra umsækjend-
ur sem telja að forsetaembættið þurfi
að gera almennilega grein fyrir ráðn-
ingunni. Þeirra á meðal er umsækj-
andi sem athugar nú réttarstöðu sína
með lögfræðingi.
Vísbendingar hafa einnig borist
um að ófaglega hafi verið að staðið að
ráðningu í starf ráðsmanns árið 2003.
Óvönduð vinnubrögð
Sveinn Erlendsson lögregluþjónn var
einn umsækjendanna. Hann upp-
fyllti öll skilyrði auglýsingarinnar og
er handhafi meiraprófsskírteinis.
Hann telur athugavert að sá sem ráð-
inn var í starfið hafi ekki uppfyllt öku-
réttindaskilyrðið er auglýst var eftir.
„Það er það sem maður hengir
sig á,“ segir Sveinn en hann var einn
þeirra sem komust alla leið í fjögurra
manna úrtak umsækjenda. Hann
undrast það að maður hafi verið ráð-
inn án þess að hann uppfyllti þær
kröfur sem voru teknar fram þegar
starfið var auglýst. Manninn vantaði
meiraprófið. „Sem er í sjálfu sér eina
prófið sem krafist er. Ég skil það ekki
hvernig hægt er að vinna svona úr
umsóknum – að maður sem uppfyllir
ekki skilyrðin fari í gegnum öll úrtök
og fái svo stöðuna. Maður skyldi ætla
að sá sem uppfyllir ekki skilyrði um
eina prófið sem krafist er ætti ekki að
eiga heima slíku úrtaki,“ segir Sveinn
Erlendsson.
Kom á óvart
Hann segir að ráðningin hafi kom-
ið sér verulega á óvart. „Ég spyr mig
spurningar: Átti allan tímann að láta
þennan mann fá stöðuna? Var þetta
einhver leikþáttur til þess að sýna
fram á vinnubrögð og vandaða úr-
lausn? Slíkt leitar á huga manns þeg-
ar svona ber við.“
Sveinn segir að í umsóknarferlinu
hafi ekki hvarflað að honum að eitt-
hvað óeðlilegt væri á seyði. „En það
var ekki fyrr en eftir á, þegar ég frétti
að maður sem uppfyllti ekki skilyrði
væri kominn þarna inn, að maður
velti fyrir sér hvort það hafi staðið
til allan tímann að ráða hann,“ segir
Sveinn.
Fleiri hefðu sótt um
Eftir því sem DV hefur komist næst
hefðu fleiri sótt um ef þeir hefðu vitað
að meirapróf væri ekki ótvírætt skil-
yrði, en hættu við þar sem þeir töldu
að án meiraprófs hefðu þeir ekki von
um að fá starfið. Sveinn tekur undir
þetta.
„Ég veit um einn einstakling sem
harmaði að vera ekki með meirapróf
því hann langaði að sækja um starf-
ið. Það hvarflaði hins vegar ekki að
honum að sækja um þar sem hann
uppfyllti ekki skilyrðin. Enda hugs-
ar maður með sér: hvernig í veröld-
inni dettur manni í hug að sækja um
stöðu þar sem krafist er meiraprófs,
án þess að hafa það?“ spyr Sveinn.
„Það er eitt að hafa hugmyndaflugið
til að sækja um slíka stöðu og annað
að vera ráðinn á endanum, þrátt fyr-
ir allt.“
Bíður eftir rökstuðningi
Hrefna Gerður Björnsdóttir sótti um
umsjónarmannsstöðuna, rétt eins
og Sveinn. Hún segir rökstuðninginn
fyrir ráðningunni óskýran. „Það var
bara sagt að það væri búið að ráða
í stöðuna og þakkað fyrir umsókn-
ina. Þeir voru fallnir á tíma og maður
bjóst við að fá að heyra betur í þeim.
Þeir hefðu betur sleppt því að setja
skilyrðið í auglýsinguna ef það var svo
ekki skilyrði. Menn setja ekki eitthvað
skilyrði í atvinnuauglýsingu þegar
þeim er svo alveg sama hvort um-
sækjendur séu með það. Ég bíð enn
þá eftir ítarlegum rökstuðningi fyr-
ir ráðningunni,“ segir Hrefna. Henni
fannst skorta nákvæmni og gegn-
sæi í ráðningarferlinu. „Þetta er bara
furðulegt í heild sinni. Manni dettur
alltaf í hug að það sé búið að ákveða
ráðninguna fyrir fram þegar svona
kemur upp, en það er auðvitað bara
hugdetta,“ segir Hrefna að lokum.
Gengið fram hjá Vinnu.is
Þegar starf ráðskonu á Bessastöðum
var laust árið 2003 leitaði forseta-
embættið til ráðningarfyrirtækisins
Vinnu.is til að annast umsóknarferl-
ið. DV ræddi við konu sem sótti um
starfið þá, en hún vill ekki láta nafns
síns getið. „Vinna.is var látin sjá um
þetta og ég sótti þar um ásamt um
100 manns. Mér fannst faglega staðið
að öllu hjá Vinnu.is.“
Konan segir að í umsóknarferl-
inu hafi Vinna.is valið þær hæfustu
og þær hefðu farið í viðtöl hjá for-
setaembættinu. Hún segir að þegar
á hólminn var komið hafi hins vegar
verið ákveðið af embættinu að ráða
engan af umsækjendunum. „Það
birtist allt í einu einstaklingur sem
hafði ekki verið í ráðningarferlinu og
öllum sagt að hann hafi verið ráðinn
í starfið. Ég held að starfsfólkið hjá
Vinnu.is hafi verið mjög ósátt. Það
vantaði alveg faglegu vinnubrögðin,
sem maður hélt að forsetaembættið
ætti að sýna.“
Leikrit frá A-Ö
Hún lýsir umsóknarferlinu frá 2003
eins og leikriti. „Þetta var ofboðs-
lega skrýtið. Það voru allir dregnir á
asnaeyrunum í mjög löngu ferli og
fengu löng viðtöl. En þá birtist allt í
einu maður bakdyramegin og sem
sagt er að sé búið að ráða. Þetta var
eins og leikrit frá A-Ö.“
Konan segist vera fegin í dag að
hafa ekki verið ráðin á Bessastaði
árið 2003. „Ég þakka mínum sæla
fyrir að vera ekki þarna í dag. Ég fékk
gæsahúð þarna því það var engin
virðing borin fyrir umsækjendum.“
Það er eitt að hafa hug-
myndaflugið til að
sækja um slíka stöðu
og annað að vera ráð-
inn á endanum, þrátt
fyrir allt.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Beðinn um útskýringar Örnólfur
Thorsson forsetaritari hefur ekki rökstutt
ráðningu umsjónarmannsins nægilega,
að mati umsækjenda.