Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR Síðla árs 2007 var Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, embættismönn- um og ráðherrum orðið ljóst að lausa- fjárstaða íslensku bankanna stefndi í óefni. Það á að sjálfsögðu við um bankamennina sjálfa. Yfirheyrslur yfir Guðmundi Ólasyni, framkvæmda- stjóra hjá Milestone, benda til þess að hann hafi verið vel meðvitaður um aðsteðjandi vanda þegar síðla árs 2007 eins og DV hefur greint frá. Yngva Erni Kristinssyni, sem þá var framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, var þetta einnig ljóst, eins og fram kom í ítarlegu viðtali DV við hann fyrir skemmstu: „Mér tókst ekki heldur að sann- færa ráðamenn í aðdraganda hruns- ins um nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir eða lágmarka skaða sem yfirvofandi var. Þannig átti ég þrjá fundi með for- manni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, þann fyrsta í desember 2007, fund með forsætisráðherra í febrúar 2008 og utanríkisráðherra í júní sama ár um þann vanda skapaðist í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á Ís- landi. Skoðun mín var að kreppan og áhætta íslensku bankanna útilok- aði aðgang þeirra að erlendu lánsfé. Án aðgangs að erlendu lánsfé myndu þeir fyrr eða síðar falla. Fall eins bank- anna myndi fella þá alla. Ábyrgðar- leysi væri að hafa fjármálakerfi þjóð- arinnar óvarið og nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Þær þyrftu að vera þríþættar, í fyrsta lagi að minnka er- lendan rekstur bankanna með sölu erlendra eininga og sölu erlendra út- lána til að draga úr þörf þeirra fyrir aðgang að erlendu lánsfé og skapa er- lent lausafé. Í öðru lagi að leita strax til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð og lánsfjárfyrirgreiðslu í fyrirbyggj- andi tilgangi. Í þriðja lagi yrði að afla sem mest fjár erlendis til að styrkja gjaldeyrisforða landsins,“ sagði Yngvi Örn. Minnisblaðið fræga Í minnisblaði frá Seðlabankan- um fáeinum vikum síðar, 12. febrú- ar 2008, segir frá fundum Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabanka- stjóra, með frammámönnum mats- fyrirtækja og stórra viðskiptabanka í London. Í lok minnisblaðsins seg- ir orðrétt: „Það er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega, hafa stefnt sér, og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöng- ur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að mark- aðir opnist óvænt og allur vandi verði úr sögunni.“ Talsvert er gert úr vanda og meintu ábyrgðarleysi Glitnis og Kaupþings á þessu minnisblaði Davíðs, en síður er vikið að ábyrgðarleysi eða vanda Landsbankans sem átti þó eftir að íþyngja skattgreiðendum meira en allt annað tjón bankahrunsins. Þó Ári fyrir bankahrun var á vitorði flestra reyndra sérfræðinga innan fjármálakerfisins að íslensku bankarn- ir væru í stórfelldri hættu. Eftir því sem myndin verður heillegri verður æ ljósara að íslensk stjórnvöld og bankamenn hafa vísvitandi beitt blekkingum og farið margvíslegar krókaleiðir fram hjá venjulegu eftirliti og öryggisvörslu varðandi íslensku bankana. BLEKKINGIN MIKLA JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Hættan var ljós Yngi Örn segist hafa varað við hættunni síðla árs 2007 Auglýsti bankana Ingibjörg Sólrún fór til Evrópu og sagði bankana sterka. Sterkir bankar Geir H. Haarde fór til Bandaríkj- anna og sagði bankana sterka. Sögðum satt Björgvin G Sigurðsson þvertók fyrir það að hafa sagt ósatt um stöðu mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.