Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 30
AÐ VERÐA PABBI Baldur, ættum við ekki að nota taubleyjur á barnið okkar? Þær eru bæði ódýrari og svo hef ég heyrt að blablabla...,“ sagði rödd sem fjaraði út í kollinum á mér, enda var Arsenal í dauðafæri gegn United. „Sást’etta?“ spurði ég óðamála. „Sástu færið?“ spurði ég aftur óþreyju- fullur og leit á kærustuna mína og sam- býliskonu til sjö eða átta ára. Af svipbrigð- um hennar að dæma sá hún ekki færið. Ískalt augnaráðið bar þess vott að enski boltinn væri ekki til umræðu í þetta sinn. „Fyrirgefðu, elskan, hvað sagðirðu aft- ur? Ég var aðeins ... ehh ...“ „... á Emirates?“ greip hún fram í og dæsti áður en hún hélt áfram: „Sko, Baldur. Við erum í þessu saman, er það ekki? Það er ekki bara ég sem er að fara að eignast þetta barn?“ „Já, hann er bara barn,“ svaraði ég utan við mig. „Hver?“ spurði hún hvasst. „Fabregas,“ svaraði ég, enda hafði hann klúðrað færinu illa. United var meira að segja komið í gagnsókn. Hún reif af mér fjarstýringuna og ég var satt best að segja feginn þegar hún ákvað að nota hana einungis til þess að slökkva á sjón- varpinu. Ég fékk ræðuna sem ég átti skilið og fannst ég sleppa nokkuð vel með því að lofa bót og betrun, auk þess að hengja upp þvottinn, ryksuga og taka til í hálfleik. Hafi það farið fram hjá einhverjum þá eigum við unnusta mín von á okkar fyrsta barni í sumar. „Öllu gamni fylgir einhver alvara,“ sagði afi minn eitt sinn þegar barneignir bárust í tal. Það eru orð að sönnu. Miðað við þá alvöru sem fylgir meðgöngu þá get ég vart gert mér í hugarlund þær breytingar sem verða á lífi okkar þegar barnið verður komið í heiminn. Villt þú að við sendum barnið okkar í sunnudagaskóla?“ var til dæmis inngangur mikillar rökræðu sem við áttum um daginn. Mér fannst hún ekki alveg tímabær, þar sem ég hafði verið í fasta svefni en konunni fannst þetta afar brýnt umræðuefni. „Eigum við ekki bara að taka einn dag í einu?“ spurði ég svefn- drukkinn og vongóður um skjóta lausn. En það var ekki samþykkt. Á þessu lá svo mjög að ekki varð aftur snúið fyrr en stóra sunnudagaskólamálið hafði verið til lykta leitt. Ef ég hef eitthvað lært á meðgöngunni þá er það sú staðreynd að þol- inmæði og umburðarlyndi kvenna minnkar eftir því sem bumban stækk- ar. Ef hún verður svöng þá skal brugðist við því strax og þá dugir „engin helvítis Húsavíkurjógúrt“. Nágrannarnir halda örugglega að ég sé einlæg- ur áhugamaður um eldamennsku að næturlagi. Berrassaður með svuntu. En að öllu gamni slepptu þá er konan yndisleg, æðisleg, fullkomin, frábær, stórkostleg og stundvís. Ég viðurkenni að þetta ástand getur reynt á. Ég hef vitaskuld lagt mig fram við að vera alúðlegur og reyni að vera allt í senn sálfræðingur, nuddari, heimilisfaðir, kærasti og vinur. Ég býð henni vatnsglas, baknudd, kodda, annað vatnsglas og hlýrri sængina fyrir svefninn og reyni af veikum mætti að sofna ekki á undan henni. Þrátt fyrir metnað minn og eldmóð skal ég viðurkenna að ég á erfitt með að einbeita mér að uppeldisaðferðum, taubleyjum og barna-bílstólum þegar enn eru fjórir eða fimm mánuðir til stefnu. Ekki misskilja mig, ég er ákaflega spenntur og hamingjusamur með þessa ráðstöfun. Mér finnst ég tilbúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eignast barn. Það er hins vegar smátt og smátt að renna upp fyrir mér að tími enska boltans um helgar, veiðiferða á haustin og knattspyrnuið- kunar í tíma og ótíma heyrir brátt sögunni til. Emirates á laugardögum og Villa Park á sunnudögum verður í besta falli fjarlægur draumur á næsta „seasoni“. „Baldur, vissirðu að vöggudauði er helmingi algengari ef annað barn hefur notað dýnuna áður?“ spurði hún (með tölvuna fyrir framan sig) í seinni hálfleik, þegar United var að valta yfir Arsenal. Það hafði ég aldrei heyrt og varð hlessa. Reynslunni ríkari kvaddi ég Fabregas, flaug í hug- anum heim frá Emirates, slökkti á sjónvarinu, sneri mér að konunni og spurði, fullur áhuga: „Hvernig getur vöggudauði ver...“ „Suss, þátturinn minn er að byrja,“ svaraði hún og skellti heyrnartólun-um á eyrun á sér. HRÆÐIST LIFENDUR MEIRA EN DAUÐA Baldur Guðmundsson skrifar HELGARPISTILL „Það er mætt mjög snemma hérna þrátt fyrir að við byrjum ekki að vinna fyrr en átta. Það er mætt og drukkið kaffi og dagurinn skipulagður,“ segir Heimir Janusarson, forstöðu- maður Gufunesgarðs, eins og hann er kallaður í daglegu máli. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé að vinna í kirkjugarði, hvort það sé rétt að kalla þetta kirkjugarð. Við erum með grafreiti fyrir mús- lima, ásatrúarmenn, óvígðan reit og fleiri.Hvernig er hægt að kalla þetta kirkjugarð?“ segir Heimir. Snýst um tilfinningar Heimir er garðyrkjufræðingur að mennt og eru fjórir slíkir í vinnu í Gufunesgarði. „Við erum í klippingum nánast allan veturinn og við reynum að klippa öll limgerði fyrir jól því um jólin er svo mikil traff- ík hérna. Við reynum að hafa garðinn þá í fínu standi,“ segir Heimir og bendir á að allt sé gert af starfsmönnum til að garðurinn líti sem best út all- an ársins hring. „Fyrir eftirlif- endur er náttúrulega bara eitt leiði í garðinum. Það er leiðið þeirra - fólk sér ekki hitt. Þetta snýst allt um tilfiningar.“ Yfir veturinn er ekki hægt að vera í klippingum allan daginn vegna birtuskilyrða og þá finnur Heimir og félagar önnur verkefni, viðhald og önnur tilfallandi verkefni. „Þá erum við að mála og fara í gegnum vélarnar okkar.“ Hver athöfn er sérstök Þegar einstaklingur deyr er mikið verk óunnið þangað til að hann er kominn undir torfu. „Nútíma Íslendingur deyr á stofnun. Þá er hringt í útfararstofu og líkið er flutt í líkhús. Þá er það bókað í sérstakt kerfi hjá okkur og síðan hefur útfararstofan samband til að athuga hvort viðkom- andi eigi frátekinn stað í garðinum, ef ekki þá er pantaður grafreitur. Þá sjáum við um að taka gröf. Það er oft erfitt að taka gröf yfir veturinn því þá er frost- ið mikið - getur náð alveg niður á 30 sentimetra dýpi. Þá þarf að brjóta upp jarðveginn með vélum. Það má ekkert klikka því hver athöfn er einstök - þetta er ekki þannig að við segjum: „Gengur bara betur næst“. Það verður allt að vera 100%.“ Tíðin hefur verið einstaklega góð og segir Heimir að þá geti vatn farið í grafirnar. „Við tökum þá ekki alveg fulla dýpt fyrr en rétt áður en fólkið kemur. Þá er síðasta skafan tekin. Við viljum hafa þetta 100% fínt og ef við náum því ekki þá er gröfunum bara lokað. Þó að við séum að taka 470 grafir á ári þá þarf hver ein og einasta að vera 100%.“ Á að vera líf í kirkjugarði Rúmlega 1.100 Íslendingar látast á hverju ári og er rúm- lega helmingur þeirra graf- inn í Gufunesgarði. „Þegar þessi garður verður fullgraf- inn verður hann svipaður að stærð og Fossvogsgarður. Þetta eru 30 hektarar og það má búast við að í það heila verði 30 þúsund grafir þegar hann verður fullgrafinn. Það eru einhverjir tugi ára þangað til það gerist.“ Gufunesgarður var tekinn í notkun fyrir 30 árum og er eitt stærsta útivistasvæðið í Grafarvogi. „Við viljum að fólk noti þetta - það á að vera líf í kirkjugörðum. En auðvit- að má ekki hvað sem er fara hér fram. Fólk verður að sýna tilitssemi.“ Heimir segir að bálfarir verði sífellt vinsælli og það sé jákvæð þróun, fyr- ir kirkjugarðsvörð. „Það má segja það því þetta sparar pláss og er auðveldara í um- hirðu.“ Hefur átt gott samband við íbúana Heimir er ekki hræddur þeg- ar hann labbar um garðinn - lætur ekki gróusögur um drauga og afturgöngur fá á sig. „Maður óttast meira hina lifandi en hina dauðu. Annars höfum við átt gott samband við íbúana hér og getum ekki kvartað. En maður þarf að vera með sterkt ímyndunarafl til að vera hræddur í kirkju- garði. Það eru fáir staðir jafnoft blessaðir og kirkjugarðar.“ Heimir hefur verið í Gufunesgarði í 7 ár en hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur í 15 ár. „Það er mjög hár starfsald- ur hjá görðunum. Ég segi stundum að ég sé nýi gaurinn. Þetta er mjög góður hópur sem er hérna og þetta er gef- andi starf. Við vinnum mikið með fólki og gróðri. Okkar kúnnar eru allir lifandi, það eru eftirlifendur sem koma hingað. Fyrir garðyrkjumann er þetta gott starf því þetta er jöfn vinna yfir allt árið. Garðarnir í Reykjavík eru eitt af stóru garðfyrirtækjum landsins því hér eru níu faglærðir garðyrkjumenn. Þetta er stórt fyrirtæki í garðyrkju og er þokkalega launað. Við erum hér frá átta til hálffimm á dag- inn og það er aldrei yfirvinna. Þetta er því fjölskylduvænn vinnutími.“ benni@dv.is Heimir Janusarson, forstöðumaður Gufu- nesgarðs, eins og hann er kallaður í dag- legu máli, gengur óhræddur um garðinn. Hann er garðyrkjufræðingur að mennt og hefur verið hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur í sjö ár. Hann kallar sjálfan sig nýja gaurinn því hár starfsaldur er í görðunum. 30 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 UMRÆÐA kirkjugarðsvarðar Við gröf Heimir er menntaður garðyrkjufræðingur. Við gamla golfbílinn Heimir sinnir viðhaldi yfir vetrartímann. Á kaffistofunni Heimir er gríð- arlega fróður um kirkjugarða - fer með fólk í menningarferð um Hólavallagarð. Ekkert smeykur Heimir óttast meira fólk sem er lifandi en þá sem eru dánir. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.