Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
ATLI GÍSLASON
Eignir: Er helmings-
eigandi í lögfræði-
skrifstofunni LAG-
Lögmenn, sér um
bókhaldsuppgjör
fyrir stofuna.
Hagsmunir:
Fortíð:
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR
Eignir: Er varamaður
í stjórn Plássins hf,
félagi um rekstur
Hótels Flateyjar.
Hlutur í félaginu er 225 þúsund
krónur á nafnvirði.
Hagsmunir:
Fortíð:
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Eignir: Hlutur í Byr
hf. skv. stofnfjármiða
að verðmæti
5.621.117 kr.
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði fjárstyrk frá Baugi
2006 en neitar að upplýsa hvaða
lögaðilar styrktu framboð hans
persónulega sama ár.
ÁRNI JOHNSEN
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Dæmdur
í fangelsi fyrir
misnotkun á opinberu fé eftir
að DV afhjúpaði málið sumarið
2001. Árni keypti gólfdúk og
grjóthellur fyrir heimili sitt í
Vestmannaeyjum út á reikning
byggingarnefndar Þjóðleikhúss-
ins þar sem hann sat í stjórn.
Hann sagði af sér þingmennsku
nokkrum dögum síðar. Dæmdur í
2 ára fangelsi í Hæstarétti Íslands
árið 2002. Flokksbróðir hans, Geir
H. Haarde, veitti honum uppreisn
æru svo hann gat boðið sig aftur
fram til Alþingis 2007.
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð:
ÁSBJÖRN
ÓTTARSSON
Eignir: Nesver ehf.
75%. Hlíðarfoss ehf.
50%. Fiskmarkaður
Íslands hf
Hagsmunir: Á mikið persónu-
lega undir því að fyrningaleiðin í
sjávarútvegi verði ekki farin.
Fortíð: Tók sér 20 milljónir króna
arð úr félaginu Nesveri sem var
með neikvætt eigið fé um 213
milljónir króna árið 2005. Þessi
gjörningur er ólöglegur en
Ásbjörn sagðist ekki hafa vitað
betur. Á sama tíma var hann forseti
bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, en
greiddi ekkert útsvar af arðgreiðsl-
unni ólöglegu. Eftir umfjöllun fjöl-
miðla skilaði hann 20 milljónunum
inn í fyrirtækið aftur.
ÁSMUNDUR
EINAR DAÐASON
Eignir:
Hagsmunir: For-
maður Heimssýnar.
Fortíð:
ÁSTA RAGNHEIÐ-
UR JÓHANNES-
DÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 200
þúsund króna styrk frá Baugi
2007.
BIRGIR ÁRMANNS-
SON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð:
BIRGITTA JÓNS-
DÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð:
BIRKIR JÓN
JÓNSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Situr í bæjarstjórn
Fjallabyggðar.
Fortíð:
BJARNI BENE-
DIKTSSON
Eignir:
Hagsmunir: Er
náskyldur stærstu
eigendum N1,
stærsta olíufélags á Íslandi,
umræða um orkumál á Alþingi
tengist hagsmunum fjölskyldu
þingmannsins.
Fortíð: Fyrrverandi stjórnar-
formaður í BNT, móðurfélagi
N1. Fjölskylda Bjarna átti stóran
eignarhlut í Sjóvá-Almennum.
Tók þátt í 45 milljarða króna
viðskiptum sem miðuðu að því
að endurfjármagna tvö lán hjá
Morgan Stanley. Peningarnir
voru teknir að láni í þremur
íslenskum fyrirtækjum, Sjóvá,
Kaupþingi og Glitni og fóru í
gegnum félög sem voru í eigu
Milestone og fjölskyldu Bjarna
Ben.
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 300
þúsund króna styrk
frá Baugi 2006. Fékk 600 þúsund
króna styrk frá Landsbankanum
2006. Viðskiptaráðherra í
bankahruninu haustið 2008.
BJÖRN VALUR
GÍSLASON
Eignir:
Hagsmunir:
Situr í stjórn Félags
skipstjórnarmanna.
Fortíð: Skipstjóri í leyfi frá
störfum hjá útgerðarfélaginu
Brim hf.
EINAR K. GUÐ-
FINNSSON
Eignir: Sparisjóður
Bolungarvíkur,
stofnfé að nafnvirði
1.848.669 krónur.
Hagsmunir:
Fortíð:
EYGLÓ HARÐAR-
DÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir: Stjórn-
armaður í IceCod á
Íslandi.
Fortíð:
ERLA ÓSK
ÁSGEIRSDÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Var hluti
af markaðsdeild
gamla Landsbankans sem hafði
meðal annars það hlutverk að
sannfæra Breta og Hollendinga
um að leggja sparifé sitt inn á
Icesave-reikninga.
GUÐBJARTUR
HANNESSON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 1
milljón í styrk frá
Landsbankanum 2007.
GUÐFRÍÐUR LILJA
GRÉTARSDÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð:
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 2
milljóna króna styrk
frá Baugi 2006 og 2 milljóna styrk
frá FL Group. Hafði milligöngu
um að afla risastyrkja fyrir
Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 frá
FL Group.
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð:
GUNNAR BRAGI
SVEINSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Situr í sveitarstjórn
Sveitarfélagsins
Skagafjarðar. Hefur afsalað sér
föstum launum en þiggur laun
fyrir hvern setinn fund.
Situr í stjórn sjálfseignarstofnun-
arinnar Umhverfið þitt ses.
Fortíð: Sat í stjórn Fast-eignar-
halds ehf.
HELGI HJÖRVAR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 900
þúsund króna styrk
frá Baugi 2006.
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON
Eignir
Hagsmunir:
Fortíð
ILLUGI GUNNARS-
SON
Eignir: 10% hlutur í
verksmiðjunni Sero
ehf á Blönduósi sem
framleiðir bragðefni
með ensímum.
Hagsmunir:
Fortíð: Sat í stjórn peningamark-
aðsjóðs 9 í Glitni þegar bankinn
hrundi. Sjóðnum voru lagðir
til 11 milljarðar króna eftir að
sjóðnum var lokað til þess að
bjarga innstæðum í sjóðnum.
Fékk 1 milljónar króna í styrk frá
FL-Group.
JÓHANNA SIG-
URÐARDÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 200
þúsund króna styrk
frá Baugi 2006.
JÓN BJARNASON
Eignir:
Hagsmunir: Faðir
Ásgeirs Jónssonar,
forstöðumanns
greiningardeildar
Kaupþings.
Fortíð:
JÓN GUNNARSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Formaður
stjórnar Björgunar-
miðstöðvarinnar við
Skógarhlíð. Formaður félagsins
Sjávarnytjar. Í stjórn Slysavarna-
skóla sjómanna. Í stjórn björgun-
arbátasjóðs Slysavarnarfélagsins
Landsbjargar.
JÓNÍNA RÓS GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Launalaust
leyfi við Mennta-
skólann á Egilsstöðum þetta
kjörtímabil.
KATRÍN JAKOBS-
DÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð:
KATRÍN JÚLÍUS-
DÓTTIR
Eignir:
Hagsmunir:
Fortíð: Þáði 500
þúsund króna styrk
frá Baugi 2006
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
Eignir:
Hagsmunir:
Stjórnarmaður í
Byggðastofnun.
Stjórnarmaður í Eignarhalds-
félagi Brunabótafélags Íslands,
bæjarfulltrúi í bæjarstjórn
Akureyrar
Fortíð: Bæjarstjóri á Akureyri,
Dalvík og Ísafirði. Formaður
stjórnar útgerðarfélagsins
„VIÐ LIFÐUM Í ÞJÓÐFÉLAGI ÓTTANS“
Íslenskir ráðherrar og alþingismenn
hafa ekki þótt spilltir, að mati er-
lendra aðila sem fjallað hafa um mál-
efni þeirra undanfarinn ár. Í skýrsl-
um á vegum nefndar Evrópuráðsins
(GRECO), sem vinnur gegn spillingu
í aðildarlöndunum, eru mútubrot
talin einkennilega fátíð hér á landi.
Þegar ýmsar gjörðir stjórnmála-
manna hérlendis eru skoðaðar má
þó telja þetta einkennilegt.
Ýmis brot sem ráðherrar og al-
þingismenn hafa framið á und-
anförnum árum hefðu mörg hver
leitt til þess að þeir hefðu þurft að
segja af sér annars staðar en á Ís-
landi. DV hefur fjallað ítarlega um
tengsl Bjarna Benediktssonar, for-
manns Sjálfstæðisflokksins, við fé-
lagið Vafning sem veðsetti bótasjóð
Sjóvá. Einnig upplýsti blaðið nýver-
ið um 20 milljóna króna arðgreiðslu
þingmannsins Ásbjörns Óttarsson-
ar til félagsins Nesver árið 2007 sem
hafði skilað tapi árið áður. Þá hef-
ur verið upplýst um það á síðustu
mánuðum að stjórnmálamenn hafa
sótt verulegar fjárhæðir í sjóði fyrir-
tækja, sem hafa átt mikið undir þeirri
löggjöf sem þingmenn hafa svo úr-
slitavald um á Alþingi. Þetta fé rann
hvort tveggja í flokkssjóði og eins í
sjóði einstakra þingmanna. Þannig
sættu Guðlaugur Þór Þórðarson og
Geir H. Haarde mikilli gagnrýni fyr-
ir fjáröflun Sjálfstæðisflokksins sem
fékk risastyrki frá stórfyrirtækjum og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir var til
að mynda gagnrýnd fyrir að þiggja
háar fjárhæðir frá fyrirtækjum.
DV leitaði til Svans Kristjánsson-
ar, stjórnmálafræðiprófessors við
Háskóla Íslands, til að fá álit hans á
spillingu í íslensku stjórnmálum á Ís-
landi á 20. öldinni og eftir aldamótin.
Skoðun Svans er að Íslendingar hafi
lifað í þjóðfélagi óttans eftir árið 2000
og fram að bankahruni vegna ein-
ræðistilburða Sjálfstæðisflokksins.
Gríðarleg spilling
„Fjármál stjórnmálaflokka og fjár-
hagsleg tengsl alþingismanna og
ráðherra eru miklu djúpstæðari og
spilltari heldur en mig hafði nokk-
urn tímann órað fyrir,“ segir Svanur
Kristjánsson í samtali við DV. Hann
vill þó ekki ganga svo langt að full-
yrða að meiri spilling sé nú á Alþingi
en áður hefur þekkst. Það sé þó sífellt
að koma honum á óvart hversu mikil
spillingin hafi verið hérlendis á und-
anförnum árum. Svanur þekkir þetta
efni vel en hann skrifaði bókina „Frá
flokksræði til persónustjórnmála:
Fjórflokkarnir 1959-1991“, sem kom
út árið 1994.
Stjórnmálamenn tóku sér
sérgæði
Hann segir að áður fyrr hafi ríkt fyr-
irgreiðslukerfi á Íslandi. Það sem
hafi hins vegar gerst hér á síðustu 20
árum er að stjórnmálamenn fóru að
taka sér ýmis sérgæði sem ekki hafi
áður þekkst. „Einkavæðingin öll-
sömul var spilling frá A til Ö,“ segir
Svanur. Nefnir hann dæmi af því að
árið 2002 hafi verið sett ákvæði inn
í bankalög um að menn sem ættu
banka skyldu hafa hreina sakaskrá
undanfarinn fimm ár. Þetta væri frá-
leitt því að auðvitað ættu eigend-
ur banka að hafa algjörlega hreina
sakaskrá. Ekki bara síðustu fimm ár.
Frá fyrirgreiðslu
til sérhagsmunagæslu
Hann segir að munurinn á þeim
stjórnmálamönum sem stjórn-
uðu einkavæðingu á Íslandi á und-
anförnum árum og síðan fyrir-
greiðslustjórnmálamönnum eins
og Jónasi frá Hriflu sé sá að áður
fyrr hafi stjórnmálamenn ekki ver-
ið að skammta neinu til sjálfra sín.
„Menn voru ekki að taka fyrir sjálfa
sig. Jónasi frá Hriflu var boðið hús
að Hávallagötu. Og hann svaraði:
„Það er ekki við hæfi að ég þiggi gjaf-
ir“, segir Svanur. Eftir að Sjálfstæðis-
flokkur og Framsókn mynduðu rík-
isstjórn árið 1995 hafi menn eins og
Finnur Ingólfsson og Kjartan Gunn-
arsson síðan farið að skammta sjálf-
um sér sérgæðum sem voru í eigu al-
mennings. „Að menn verði auðugir
í gegnum pólitísk tengsl þannig að
stjórnmálamenn séu að auðga sjálfa
sig bara þekktist ekki,“ segir hann. Að
hans mati hófst þessi fyrirgreiðsla
með lögum um framsal á aflaheim-
ildum árið 1990. Upp frá því hafi
stjórnmálamenn farið að umbuna
sjálfum sér.
Þjóðfélag óttans
Svanur játar því að ef íslenskir stjórn-
málamenn hefðu verið starfandi
annars staðar en á Íslandi hefðu þeir
þurft að segja af sér vegna ýmissa
brota sem þeir hafa framið á undan-
förnum árum. Nýjasta dæmið er lík-
Þrátt fyrir að erlendir aðilar telji Ísland eitt minnst spillta land heimsins hefðu margir
stjórnmálamenn hérlendis þurft að segja af sér erlendis vegna brota sinna á undan-
förnum árum. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor segir að hér hafi stjórn-
málamenn byrjað að taka sér ýmis sérgæði eftir árið 1990 sem ekki hafi áður þekkst.
ANNAS SIGMUNDSSON
OG VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamenn skrifa: as@dv.is og valgeir@dv.is Fjármál stjórn-málaflokka og
fjárhagsleg tengsl al-
þingismanna og ráð-
herra eru miklu djúp-
stæðari og spilltari
heldur en mig hafði
nokkurn tímann órað
fyrir.