Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 21 höfum afrekað margt mjög gott í Norðurlandaráðinu og í norrænni samvinnu. Það sýnir okkur að við getum afrekað enn þá meira ef við gengjum skrefinu lengra.“ Mjög lýðræðislegt ríki En hvernig sér Thomas fyrir sér að ríkin sameinist? Hann seg- ir blaðamanni að ætlunin sé alls ekki að lönd yrðu innlimuð í hið nýja ríki með valdi. „Lönd myndu auðvitað ganga sjálfviljug í ríkja- sambandið. Sameinað ríki myndi vera mjög lýðræðislegt. Við höf- um lagt fram frumdrög eða beina- grind að stjórnkerfi norræna rík- isins. Ný stjórnarskrá yrði lögð fram. Við berjumst alls ekki fyr- ir því að konungur eða drottning ríki yfir öllum Norðurlöndunum, heldur fólkið sjálft.“ Skandinavísk aðaltunga Hugmyndir Thomasar hljóma nokkuð mótaðar þegar hann út- skýrir þær fyrir blaðamanni. Það er engu líkara en að Thomas telji sameininguna verða á næstu árum. „Það myndi kannski vera auðveldast að sameina fyrst Nor- eg, Svíþjóð og Danmörk vegna skandinav ísku tungunnar. En Finnland, Ísland, Færeyjar og Grænland eru auðvitað velkom- in. Og við vonum að þau myndu vilja vera með. Einhver blanda af norsku, dönsku og sænsku yrði þá aðaltungumál ríkisins en önnur tungumál samt rétthá og virt,“ seg- ir Thomas Tyrrestrup ákveðinn. Elítan á móti Þegar blaðagrein Gunnars Wetter berg var rædd á meðal forsætisráðherra Norðurland- anna kom fram að enginn þeirra væri hlynntur sameiningu land- anna. „Elítunni þykir hugmyndin óraunveruleg. Ráðamenn dagsins í dag eru ábyrgir fyrir stöðunni í dag og vilja viðhalda henni,“ seg- ir Thomas og viðurkennir að sam- tökum hans hafi reynst erfitt að fóta sig í umræðunni og að láta í sér heyra í fjölmiðlum. Uppnefndir nasistar „Þetta mál er ekki á dagskrá og er þaggað niður. Það þarf að berjast gegn því. Óvinir okkar uppnefna okkur í fjölmiðlum þjóðernissinna og jafnvel nasista. Það er út í hött. Við höfum aldrei sagt að við séum á móti þjóðernum eða kynþáttum. Þetta snýst bara um að okkur lang- ar að skapa sterkt samfélag þjóða með svipaðan menningarlegan bakgrunn,“ segir Thomas og bend- ir á kannanir. „Í skoðanakönnun sem gerð var í Noregi, Svíþjóð og Danmörku árið 2004 sögðust 52% frekar fylgjandi norrænu banda- lagi en Evrópusambandinu.“ Norðurlöndin leiðinleg Í dag eru um 50 virkir meðlimir í Norrænni sýn. „Vandamálið er að finna meðlimi. Um leið og minnst er á eitthvað „norrænt“ slökkn- ar áhuginn. Almennt finnst fólki hugtakið Norðurlönd leiðinlegt, því það veit ekki hvað hugtakið merkir,“ segir Thomas að lokum. Hann vonast til að Íslendingar kynni sér kosti sameinaðra Norð- urlanda. Óvinir okkar kalla okkur í fjölmiðlum þjóðernis- sinna og jafnvel nas- ista. Það er út í hött. n Á árunum 1397–1520 voru Norðurlöndin í konunglegu ríkjasambandi sem kennt var við borgina Kalmar í Svíþjóð. Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru sam- einuð undir einn konung árið 1397. Ekki var þó hægt að kalla Kalmarsambandið eitt ríki þar sem löndin störfuðu sjálfstætt hvert í sínu lagi. Hagsmunaárekstrar urðu til þess að sambandið leystist upp þegar Svíar losuðu sig úr sambandinu árið 1520. Sambandið hafði í för með sér að Noregur færðist með tímanum undir stjórn Dana og Ísland og Færeyjar með. Kalmarsambandið Sameinaðar krúnur Skipsfáni frá tímum Kalmarsambandsins sem sýnir krúnutákn Norðurlandanna saman. n Skandinavisminn var hreyfing ungra norrænna manna á miðri nítjándu öld sem barðist fyrir sameiningu Norðurlandanna. Sú samnorræna hugsjón féll Íslending- um ekki í geð því sjálfstæðisbarátta Íslands var að hefja sig til flugs á þessum tíma. En skandinavistarnir voru innblásnir rómantískum hugmyndum um forna frægð norrænu þjóðanna. Þeir vildu sameina Skandinavíu í eitt stórríki og dýrkuðu hinn sameiginlega arf víkingamenningarinnar. Var í þeirri orðræðu gjarnan talað um „bræðurna þrjá“ og þá átt við þjóðir Norðmanna, Dana og Svía. H.C. Andersen heillaðist af þessum hugmyndum og skrifaði ljóðið sem hefst á orðunum: „Jeg er en Skandinav.“ Ljóðið átti að fanga kraft og fegurð norrænu þjóðanna sem höfðu um aldir búið saman á Norðurlöndum. Samnorræna baráttan Ber er hver að baki … Áróðursveggspjald frá tímum skandinavismans sem sýnir hermenn bræðraþjóðanna þriggja, Norðmanna, Dana og Svía, taka höndum saman. n Dannevirke heitir afskekkt sveitaþorp í Manawatu-Wanganui- héraði á Nýja-Sjálandi. Í Dannevirke búa í dag um 6.000 manns og vinna flestir bæjarbúar við sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. n Þorpið var stofnað árið 1872 af dönskum, norskum og sænskum innflytjendum. Þeir voru ákafir skandínavistar og vildu stofna samnorræna nýlendu þar sem hefðir úr heimahögunum yrði haldið á lofti í hinu nýja fjarlæga landi. n Bæjarfélagið dregur nafn sitt af Danavirki, sem á víkingaöld markaði suðurmörk Norðurlanda. Danavirki var víggirðing úr grjóti og jarðvegi á þeim stað er Jótland er mjóst. Það var eitt stærsta varnarmannvirki Norður-Evrópu á áttundu öld og reist til að verjast árásum Germana og Franka úr suðurátt. n Danavirki varð táknrænt í hugmyndafræði skandínavismans og stóð fyrir varnir fyrir utanaðkomandi áhrifum og innrásum. Við það bættist að Þjóðverjar náðu landsvæðum handan línunnar þar sem virkið stóð áður í dansk-þýska stríðinu árið 1864. Fyrir dönsku landnemunum á Nýja-Sjálandi var það nýliðinn atburður þegar þeir stofnuðu bæinn Dannevirke og vildu vernda menningararfinn. Norræn samvinna á Nýja-Sjálandi Víkingur suðursins Gríðarstór víkingur tekur á móti gestum í bænum Dannevirke á Norðurey Nýja-Sjálands. „BESTA LANDIÐ Í HEIMINUM“ Biobú ehf. • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt með 6 ferskum bragðtegundu m KOMIÐ ÚT Fyrir stuttu fékk ég fund með stjórn endum Múrbúðarinnar til að sýna hvernig fyrir tækið gæti náð miklu meiri sölu með nútíma marketing. Best ég komi mér strax að efninu: - öðrum eins hallærisgangi í markaðs málum hef ég aldrei kynnst og hjá Múrbúðinni. Samt er ég búinn að vera í sjö ár í bransa num og þar áður rak ég grill sjoppu. Ég hreinlega GAF Múrbúð inni uppskritt að topp árangri í markaðs - setningu. Vera með tilboð, útsölur, vask-free, súper díla, sölu sprengjur og verðhrun. Þannig smalar maður liðinu inn í búðina. Ég benti þeim á að hakka verðið og lakka það svo aftur. Þá halda allir að þeir séu að græða feitt. Andlitið hreinlega datt af mér þegar Múrbúðin sagði nei takk við tilboði mínu um markaðsráðgjöf. Í staðinn ætlar Múrbúðin að halda sig við gamla og myglaða hallærisganginn. Einga afslætti, bara gott verð alltaf og fyrir alla. Þeir sögðust ekki vilja hakka verðið til að lakka það svo aftur. Ég spurði hvort þeir ættu ekki skrújárn þarna í búðinni til að herða eitthvað af lausu skrúfunum í hausnum á sér. Market ing geng ur nefnilega ekki út á að vera allt af með gott verð, heldur að láta fólk HALDA að það sé að fá gott verð. Það er geðveikt lame að hjakka bara alltaf á sömu tuggunni, afslátt eða gott verð, af slátt eða gott verð. Vegna þess að einhverjir sáu bílinn minn fyrir utan Múr búð- ina og hafa þekkt hann á einka- númerinu, þá vil ég taka fram að ég ber einga ábyrð á þessari hallæris- legu markaðssetningu fyrir tækis- ins. Einga. Markús Láki Salómonsson sexy@musko.is Höfundur er forstjóri Musko Marketing Myglaðar auglýsingar Múrbúðarinnar A U G LÝ SI N G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.