Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 32
UM HELGINA
LISTAMANNASPJALL
INGUNNAR
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir verður með listamannaspjall
á sýningu sinni Ljósbrot í Hafnarborg á sunnudag. Sýning
Ingunnar er innsetning þar sem hún leyfir litaspili og form-
rænum flötum módernískra málverka að mætast. Leiðsögnin
hefst klukkan 15.
FÍFLAR OG
LÝSISTANKAR
Tvær sýningar verða opnaðar í Lista-
safni ASÍ um helgina. Annars vegar er
það listakonan Guðrún Gunnarsdótt-
ir með sýninguna Að muna sinn fífil
fegurri en þar er unnið út frá fíflum og
horft á þá frá ýmsum sjónarhornum
með ýmiss konar tækni. Hins vegar er
það ljósmyndarinn Guðmundur Ing-
ólfsson með sýninguna Heimild um
horfinn tíma en þar fá áhorfendur að
sjá syrpu ljósmynda frá 1993 af rým-
um, flestar úr lýsis- eða olíutönkum.
Báðar opnanirnar eru klukkan 15 og
er aðgangur ókeypis.
DON DJAMMSTAFF
Í ÓPERUNNI
Nemendaópera Söngskólans
í Reykjavík flytur um helgina
óperu bræðinginn Don Djamm-
staff í samstarfi við Íslensku Óp-
eruna. Óperan er samansett af
ýmsum þekktum atriðum úr alls
fjórtán óperum og segir frá vamp-
írunni Don Djammstaff, sem er
yfir sig ástfanginn af mennskri
konu og setur allt í uppnám til
að ná ástum hennar. Leikstjóri er
Sibylle Köll og um undirleik sér
Hrönn Þráinsdóttir. Lokasýning
er laugardaginn 6. febrúar kl. 14.
Miðasala er í Íslensku Óperunni
og á midi.is/opera2.
MAGNIFICAT Í FELLA-
OG HÓLAKIRKJU
Kór Fella- og Hólakirkju, Lúðrasveit
verkalýðsins og Söngsveitin Fílharm-
ónía ætla að sam-
eina krafta sína
um helgina og
flytja tónverkið
Magnificat eftir
breska tónskáld-
ið John Rutter.
Einsöngvari er
Nanna María
Cortes og stjórn-
andi er Snorri Heimisson. Verkið
verður flutt í Fella- og Hólakirkju og
eru fyrri tónleikarnir á laugardaginn
og þeir síðari á sunnudaginn. Báðir
tónleikarnir hefjast klukkan 17. Mið-
ar eru seldir í versluninni 12 Tónum
og hjá kórunum og lúðrasveitinni.
Taumlaus gleði
32 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FÓKUS
Leikurinn Darksiders er ein af fyrstu
stóru útgáfum ársins. Og vá hvað
2010, sem ku vera ár margra skugga-
legra leikja, byrjar vel. Leikmenn
fara í hlutverk War, sem er einn af
fjórum hestamönnum heimsendis
(horseman of apocalypse.) En þeir
gæta þess að góðu öflin og vondu
öflin fara ekki yfir strikið, í baráttu
sinni og eru þar af leiðandi æðri en
bæði guð og djöfullinn.
Líður nú og bíður, einhver leið-
inda atburðarás fer í gang, War er
sviptur hæfileikum sínum og hlut-
um og sendur aftur til jarðarinnar
til að kippa málunum í lag, upp á
von og óvon. Birtast svo hinir ýmsu
skrattar og djöflar út leikinn og allt í
gangi.
Darksiders er svaðalega góður
leikur. Hann minnir helst á God of
War, með dassi af Zeldu og mögu-
lega Devil May Cry. Hasaratrið-
in eru ótrúleg, en eins og í öllum
svona leikjum eiga þau það til að
endurtaka sig, en hér er það bætt
upp með rosalegum endaköllum
sem er hrein dásemd að berjast við.
Þrautir leiksins geta oft verið snún-
ar, en lausnir þeirra eru konfekt á
fingurgómum mínum. Svo er það
eitt sem Darksiders hefur fram yfir
aðra leiki og það er að cut-atriðin
eru ekki hallærisleg. Í sumum at-
riðum rísa hárin á hnakkanum á
manni og fyrr en varir gaggar mað-
ur um eins og gæs.
Það skín í gegn að mennirnir sem
gerðu leikinn elska tölvuleikjaform-
ið og finnst fátt skemmtilegra en að
gera leiki. Það er þessi gleði, sköpun-
argleði sem skín í gegnum allan leik-
inn og henni ber að fagna. Vonandi
fylgja fleiri slíkir leikir í kjölfarið, en
þangað til býður Darksiders upp á
næga valmöguleika. Húrra.
Dóri DNA
„Það var ekki á áætlun að setja upp leiksýningu
þetta árið. Leikhúsin báðu okkur að setja á svið
verk um þær Skoppu og Skrítlu og við ákváðum að
koma hingað í Borgarleikhúsið því hér fengum við
Litla sviðið. Okkur langaði að vera fleiri á sviðinu
og ef maður á að stækka við sig og þróa sjálfan sig
áfram þá var þetta næsta skref. Við erum búin að
mynda stóran hóp af vinum og við viljum halda
í hann – gera eitthvað nýtt fyrir þennan frábæra
vinahóp sem við erum svo þakklátar fyrir,“ seg-
ir Hrefna Hallgrímsdóttir önnur höfunda Skoppu
og Skrítlu sem stíga á svið í þriðja sinn í leikhúsum
borgarinnar.
Hrefna hefur slegið í gegn ásamt Lindu Ás-
geirsdóttur sem vinkonurnar Skoppa og Skrítla.
Þær sendu frá sér bíómynd fyrir rúmu ári og eru
komnar með mikla útgerð af stað í Bandaríkj-
unum til að fylgja kvikmyndinni eftir en hún var
einnig tekin upp á ensku.
UNNIÐ Á MIKLUM HRAÐA
Hrefna segir að stemmingin í hópnum sé mjög
góð og mikil tilhlökkun að byrja. Allar æfing-
ar hafi gengið vel en verkið er unnið á miklum
hraða. Leikarar og dansarar mættu til leiks 4. jan-
úar tilbúnir að byrja – búnir að læra handritið
utan að. „Við erum sjö þegar mest er á sviðinu.
Það eru ekki bara Skoppa og Skrítla eins og var
þegar við byrjuðum.“
Þrír dansarar eru í sýningunni auk þeirra Vikt-
ors Más Bjarnasonar sem bregður sér í fjölmörg
hlutverk og Vigdísar Gunnarsdóttur sem túlk-
ar Lúsí. „Þetta er orðið mikið meira um sig. Það
er komið miklu meira af fólki bak við tjöldin og
meira fólk á sviðinu þannig að útgerðin stækkar
GUÐRÚN AUÐUNS-
DÓTTIR Í ARTÓTEKI
Sýning Guðrúnar Auðunsdótt-
ur, Grunnsópað hefi ég gjörvallar
hirzlur, verður opnuð í Artóteki
föstudaginn
5. febrúar.
Þetta er þriðja
einkasýning
Guðrúnar
en hún á að
baki langan
og fjölbreytt-
an starfsferil
við sjónlistir.
Hún hefur líka unnið sem kennari
og rekið gallerí ásamt því að vera
aðstoðarmaður Dachen Lindberg,
fatahönnuðar í Kaupmannahöfn.
Á sýningunni má finna textílverk,
brot úr gömlum ljósmyndum,
málverk og skissur. Opnunin er
klukkan 17 og er öllum opin.
Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir frum-
sýna nýjasta verk sitt um Skoppu og Skrítlu um helgina.
Gunnar Helgason leikstýrir. Hrefna og Linda búa nánast
í ferðatöskum þetta árið en þær verða með annan fótinn
í hinni stóru Ameríku þar sem Skoppa og Skrítla verða
stærri og stærri með hverjum deginum.
HJÓNABAND
Eins og gott
Darksiders „Það skín í gegn að mennirnir
sem gerðu leikinn elska tölvuleikjaformið og
finnst fátt skemmtilegra en að gera leiki.“
DARKSIDERS
Tegund: Ævintýraleikur
Spilast á: Xbox 360, PS3.
TÖLVULEIKIR