Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 72
n Spennan um það hvaða lag verður
framlag Íslands í Eurovision-söngva-
keppninni magnast en úrslitakvöld-
ið verður á laugardag. Í tilefni þess
er Hera Björk Þórhallsdóttir, sem
singur lagið Je Ne Sais Quoi, í viðtali
við Eurovision-vefsíðuna ESC Today
þar sem farið er um víðan völl. Hera
er meðal annars spurð út í hvað-
an nafnið á laginu er komið. Hún
segir að hún og Örlygur Smári, sem
samdi lagið með henni, hafi verið
að horfa á Britains Got Talent og þar
hafi franski frasinn verið notaður
óspart. Ákváðu þau að grípa nafnið
og eftir það varð
ekki aftur snúið.
Hera segir að þó
lagið sé fjörugt
og líflegt sé það
í raun óður til
ástarinnar og
lýsi því þegar
fólk verður ást-
fangið við
fyrstu sýn.
Davíð þriðji!
FRÉTTASKOT 512 70 70
DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR
AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT
AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR.
„Þetta er tækifæri sem ég er þakk-
látur fyrir og er náttúrulega ómetan-
legt fyrir mig. Þegar ég er spurður út
í þetta svara ég oftast í gríni: Þetta er
lítið skref fyrir mannkynið en stórt
fyrir mig,“ segir Geir Ólafsson stór-
söngvari sem heldur brátt á vit æv-
intýranna í hinni stóru Ameríku og
heldur tónleika 12. mars á stað sem
heitir The Baked Potato. Meðal und-
irleikara hjá Geir verður Don Randi,
sem er píanisti Nancy Sinatra og einn
allra þekktasti djasspíanisti heims.
Randi hefur spilað með fjölmörg-
um heimsþekktum tónlistarmönn-
um eins og Abba, Bette Midler, Di-
önu Ross, Elvis Presley, Ike og Tinu
Turner, Neil Young, The Jackson 5 og
Tom Jones svo einhverjir séu nefndir.
„Hann er stór kall og hefur hóað í
nokkra aðra sem eru frábærir tónlist-
armenn. Ég verð í viku þarna úti og
spila þarna á þessum stað 12. mars.
Staðurinn er líka rosalega frægur,“
segir Geir en staðurinn býður upp á
20 mismunandi tegundir af bökuð-
um kartöflum. Clint Eastwood er tíð-
ur gestur á staðnum og aldrei að vita
nema hann berji Geir augum. Næst
er hægt að sjá Geir Ólafs á Kringlu-
kránni um helgina ásamt Agli Ól-
afssyni, Helgu Möller og Óttari Felix
Haukssyni. „Við lofum góðu stuði,“
segir Geir hress og kátur enda á leið-
inni í sólina.
benni@dv.is
SÓTTU HUGMYNDINA
TIL BRETLANDS
ÚTSÖLUNNI
LÝKUR SUNNUDAGINN 7. FEBRÚAR
60-70%
AF ÖLLUM ULLARMOTTUM
OG VIÐ MEINUM ÖLLUM ULLARMOTTUM!
©
I
LV
A
Í
s
la
n
d
2
0
10
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardagur 10-18 sunnudagur 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
ILVA kaffi: laugardaga 10-17 sunnudaga 12-17 mánudaga-föstudaga 11-18
sendum um allt land
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
Smurt heilhveitihorn
og kaffi 590,-
kaffi
Geir Ólafsson á leið til Los Angeles:
SPILAR MEÐ SVEIT STÓRSTJARNA
n Þrátt fyrir að mikið hafi verið böl-
sótast út í ráðningu Davíðs Odds-
sonar á ritstjórastól í Hádegismó-
um, þaðan sem Morgunblaðið er
gefið út, má segja að hann sé stað-
fastur í helstu lykiltölum. Vorið 2003
leiddi Davíð Sjálfstæðisflokkinn í
síðasta skipti í þingkosningum. Þá
greiddu 33 prósent kjósenda Sjálf-
stæðisflokki Davíðs atkvæði sitt, eða
þriðjungur. Síðan er langur tími lið-
inn en þetta fylgi meðal almennings
virðist loða dálítið við Davíð. Sú er
nefnilega reyndin að 32,3 prósent
landsmanna segj-
ast lesa Morg-
unblað Davíðs,
þrátt fyrir mik-
ið fall í lestri,
eða um það
bil þriðjungur.
Sumt breytist
því ekki hjá mann-
inum sem bjó til
heitið „staðfast-
ar þjóðir“.
STAÐFASTUR
RITSTJÓRI
n Sjónvarpsmaðurinn Sölvi
Tryggvason skellti sér ásamt
hundruðum annarra Íslendinga til
Austurríkis til að styðja strák-
ana okkar í handboltan-
um. Sölvi fór síðan eftir
bronsleikinn út á lífið
með strákunum og sló
í gegn. Strákarnir okkar
fengu sér í aðra tána á
skemmtistað í Aust-
urríki ásamt liðs-
mönnum Frakka
og skemmtu sér vel.
Þar voru einnig aðrir
blaðamenn, meðal
annars Adolf Ingi en
athygli vakti að hann
fór ekki úr úlpunni –
inni á staðnum.
SÖLVI Á EM
Á leið í sól og sumar Geir Ólafsson mun
spila á Bökuðu kartöflunni 12. mars.