Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 8
SANDKORN
n Ferðaklúbbur núverandi og
fyrrverandi starfsmanna á Stöð 2
hefur oft vakið athygli á ferðum
sínum. Þá þykir skammstöfunin
á félagsskapnum sem heitir Nú
ferðumst við saman, NFS, minna
á eitt dýrasta
fjölmiðla-
flopp Ís-
landssög-
unnar,
skammvinn-
an rekstur
fréttasjón-
varpsstöðv-
arinnar NFS.
Vörumerkið NFS og heitið Nýja
fréttastofan tilheyrir víst enn 365
miðlum og hefur nú spurst út
sú saga að Ari Edwald, forstjóri
þess félags, hafi beðið forsprakka
ferðafélagsins að endurnefna
ferðafélagið. Það mun hafa fallið í
grýttan jarðveg, kannski ekki síst
vegna þess að flestir forsprakk-
arnir hafa misst vinnuna á Stöð 2.
n Séð og heyrt greinir frá nýjustu
ferð ferðaklúbbs gamalla og nýrra
starfsmanna Stöðvar 2 í nýjasta
tölublaði sínu. Þar er viðtal við
Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga
storm, sem
lýsir ferðinni
og sérstökum
siðvenjum
ferðahópsins
undir styrkri
stjórn Hauks
Holm, patrí-
arka félags-
ins, sem setur
upp sérstakt höfuðfat á hátíðar-
kvöldverðum félagsins. Athygli
vekur hins vegar að í þessari frétt
af ferðaklúbbnum eru átta félagar
nafngreindir og af þeim er aðeins
einn enn þá starfandi á Stöð 2,
hinir hafa allir fært sig um set eða
verið sagt upp síðustu árin.
n Kristinn H. Gunnarsson, fyrr-
verandi þingmaður fyrir þrjá
flokka, gagnrýnir Ólaf Ragn-
ar Grímsson forseta harkalega
þessa dag-
ana. Kristinn
er ósáttur við
framgöngu
forsetans í
Icesave-mál-
um og telur
hann hafa
gengið alltof
langt, bæði
með því að neita að undirrita Ice-
save-lögin og eins með ýmsum
ummælum sínum eftir það. Nú
sé svo komið að það séu tvær rík-
isstjórnir í landinu, annars vegar
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
og hins vegar eins manns stjórn
Ólafs Ragnars. „Það gengur ekki
og forsetinn er kominn svo langt
út í eigin fúafen að engin ríkis-
stjórn mun sætta sig við sinn hlut.
Uppgjör er óhjákvæmilegt og því
mun að lokum ljúka með því að
nýr forseti verður kjörinn.“
8 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 FRÉTTIR
Smíðum allar gerðir
lykla , smíðum og
forritum bíllykla.
Verslun og verkstæði
Grensásvegi 16
Sími: 511 5858
ÚTSENDINGAR RÚV
SÍÐASTA REKSTRARÁR:
Heildarútsendingartími 4.452 klst.
Meðalútsendingartími á dag 12,2 klst.
Innlent efni 44,6%
Erlent efni 55,4%
SKIPTING Á
ERLENDU EFNI RÚV:
Danmörk 4,8%
Finnland 0,5%
Svíþjóð 1,2%
Noregur 0,6%
Bretland 11,3%
Frakkland 2,7%
Þýskaland 1,7%
Önnur Evrópulönd 1,9%
Bandaríkin 28%
Kanada 1,9%
Ástralía 0,2%
Önnur lönd 0,6%
AÐKEYPT ÍSLENSKT EFNI Á
SÍÐASTA REKSTRARÁRI:
Heimildarmyndir og heimildarþættir:
19
Kvikmyndir: 1
Leiknar þáttaraðir: 2
Leiknar þáttaraðir í vinnslu: 2
Menningar- og skemmtiþættir: 6
Stuttmyndir: 2
Leikin barnaverkefni: 2
Barna- og unglingaþættir: 1
HEIMILDARMYNDIR
OG HEIMILDARÞÆTTIR:
Dieter Roth Puzzle
Orðið tónlist: Jórunn Viðar
Næsti hálftími verður þrjú kortér
Ama Dablam – Handan tómsins
Heimsmethafinn í vitanum
Úti í mýri
Þetta kalla ég dans
Sófakynslóðin
Chukotka á hjara veraldar
Galdrakarlinn á Súganda
Leyndardómar Scoresbysunds
Úr vísnabók heimsins
Rauða nefið – undirbúningsvinna
From Oakland to Iceland
Vinur minn Bobby Fischer
Íslenski forystusauðurinn
Kjötborg
Rafmögnuð Reykjavík
Alfreð Elíasson og Loftleiðaævintýrið
(3 þættir)
KVIKMYNDIR:
Brúðguminn
LEIKNAR ÞÁTTARAÐIR:
Hamarinn (4 þættir)
Svartir englar (6 þættir)
LEIKNAR ÞÁTTARAÐIR Í VINNSLU:
Snæfellssaga
Jói og Gói
MENNINGAR- OG
SKEMMTIÞÆTTIR:
Káta maskínan (10 þættir)
Áramótaskaupið 2008
Tiger Lillies
Tónleikar á Menningarnótt 2008
Músíktilraunir 2009
Þursaflokkurinn og Caput
STUTTMYNDIR:
Skröltormar
Naglinn
LEIKIN BARNAVERKEFNI:
Jólaævintýri Dýrmundar (24 þættir)
Sá stóri
BARNA- OG UNGLINGAÞÆTTIRR:
Skólahreysti (10 þættir)
Á síðasta rekstrartímabili keypti RÚV sjónvarpsefni frá innlendum framleiðendum fyrir 175
milljónir króna. Á tímabilinu var ein íslensk kvikmynd keypt til sýningar. Innan við helm-
ingur alls efnis er innlendur og af erlendu efni er nærri þriðjungur frá Bandaríkjunum.
RÚV KEYPTI EINA
ÍSLENSKA BÍÓMYND
Kostnaður vegna kaupa á íslensku efni
er rétt ríflega sex prósent af öllum dag-
skrárkostnaði Ríkisútvarpsins, RÚV.
Á síðasta rekstrarári keypti stofnun-
in efni frá innlendum framleiðend-
um fyrir 175 milljónir króna á meðan
heildarkostnaður RÚV vegna dagskrár
var tæpir þrír milljarðar.
Á síðasta rekstrartímabili var mest
af því efni sem sýnt var á RÚV af er-
lendum uppruna og nærri þriðjung-
ur alls erlends efnis var keyptur frá
Bandaríkjunum. Aðeins ein íslensk
kvikmynd var keypt á tímabilinu, tvær
stuttmyndir og þrjú verkefni fyrir börn
og unglinga. Dagskrárkostnaður RÚV
var nærri þrír milljarðar á tímabil-
inu en DV óskaði eftir sundurliðun
á dagskrárkaupum RÚV eftir efni og
uppruna. Þær upplýsingar fást ekki
uppgefnar hjá stofnuninni þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Talsvert tap
Tap Ríkisútvarpsins á síðasta rekstrar-
ári var 271 milljón króna. Engu að síð-
ur skilaði stofnunin rekstrarhagnaði
upp á rúmar sex hundruð milljónir eft-
ir að hafa lagt út rúma fjóra milljarða í
rekstrargjöld. Stærsti gjaldaliðurinn er
sjálf dagskráin en kostnaður við dreifi-
kerfi og stjórnun vegur einnig þungt.
Á móti fékk RÚV nærri fimm milljarða
króna í tekjur, þar af nærri þrjá og hálf-
an frá ríkinu í afnotagjöld og rúman
milljarð í auglýsingatekjur.
Þrátt fyrir að stofnunin hafi skilað
rekstrarhagnaði eftir gífurlegan niður-
skurð og eigið fé hennar sé rúmar 500
milljónir varð tap raunin en lang- og
skammtímaskuldir RÚV eru töluverð-
ar. Samanlagt skuldar stofnunin yfir
fimm milljarða.
Laun Páls óbreytt
Heildarlaun Páls Magnússonar út-
varpsstjóra héldust óbreytt milli
rekstrarára RÚV. Laun útvarpsstjórans
námu alls 18 milljónum króna sem
er sama upphæð og ári áður. „Inni í
tölum fyrir útvarpsstjóra er hlunn-
indamat bíls sem hefur hækkað veru-
lega og því lækkar hann ekki milli ára
þrátt fyrir launalækkun,“ segir í skýr-
ingum ársskýrslunnar. Greiðslur til
stjórnarmanna námu 6,5 milljónum
króna en voru 7,5 milljónir króna ár-
inu áður. Hafi laun útvarpsstjóra ver-
ið 18 milljónir eru laun hinna 9 helstu
stjórnenda RÚV um 760 þúsund krón-
ur á mánuði að jafnaði. Heildarlauna-
greiðslur RÚV lækkuðu um 110 millj-
ónir króna frá fyrra ári og námu alls
1.647 milljónum króna.
Hallar á íslenskt efni
Innan við helmingur þess efnis sem
sýnt er hjá RÚV er innlendur en að-
eins brot af því er aðkeypt efni. Sam-
tals voru keyptir 35 titlar af utanað-
komandi framleiðendum. Hver titill
er með mismörgum þáttum, allt frá
einum þætti og upp í tuttugu og fjóra
þætti, og er lengd þeirra mismunandi.
RÚV greiddi fyrir þetta aðkeypta efni
108 milljónir króna ásamt því að leigja
ýmis tæki frá framleiðendum án þess
að sá kostnaður sé gefinn upp sérstak-
lega. Til viðbótar greiddi stofnunin 67
milljónir fyrir talsetningu barnaefn-
is og samanlagður kostnaður vegna
aðkeyptrar vinnu er því 175 milljónir.
Það gerir rúm sex prósent af heildar-
dagskrárkostnaði RÚV yfir rekstrarár-
ið.
Ísland 44,6%
Norðurlönd 7,1%
Önnur Evrópulönd 17,6%
Bandaríkin 29,9%
Aðrar heimsálfur 0,8%
Leikið efni 37,5%
Skemmtiefni 9,9%
Listir, menning og vísindi 14,4%
Íþróttir 10,4%
Fréttir og fréttatengt efni 15,1%
Barna- og unglingaefni 12,7%
UPPRUNI EFNIS
SEM SÝNT VAR Á RÚV
TEGUND SJÓNVARPSEFNIS
SEM SÝNT VAR Á RÚV
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Innan við helm-ingur þess efnis
sem sýnt er hjá RÚV er
innlendur en aðeins brot
af því er aðkeypt efni.
Kostnaður vegna kaupa
á íslensku efni er rétt ríf-
lega sex prósent af öllum
dagskrárkostnaði.
ERLENT EFNI ÁBERANDI Á DAGSKRÁ RÍKISÚTVARPSINS
Erlent efni í meirihluta Innan
við helmingur dagskrárefnis RÚV
er innlent og þar af eru rúm sex
prósent af heildinni aðkeypt efni.
Óbreytt laun Þrátt fyrir launalækkun
æðstu stjórnenda heldur Páll útvarpsstjóri
óbreyttum launum þegar bílahlunnindi
hans eru tekin með í reikninginn.