Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 HELGARBLAÐ ÚLFAMAÐURINN FRÁ HANNOVER Friedrich „Fritz“ Haarmann var þýskur raðmorðingi sem talinn er hafa borið ábyrgð á hátt í þrjátíu morðum. Morðin framdi Fritz á árunum 1918 til 1924 og fórnar- lömbin voru drengir og ungir karlmenn. Í upphafi glæpaferils síns stund- aði Fritz smáglæpi á borð við þjófnað, innbrot og pretti. Hann var iðulega handtekinn og dæmdur til stuttrar fangelsisvistar, en smám saman mynd- aði hann samband við lögregluna í Hannover og gerðist uppljóstrari hennar. Tilgangurinn var þó oftar en ekki sá að draga athyglina frá eigin glæpum. Lesið um Úlfamanninn frá Hannover í næsta helgarblaði DV. DÝRKEYPT DAGBLAÐ Árið 1923 var Susan Newell hengd í Skotlandi. Fimmtíu ár voru þá liðin frá því að kona hafði verið tekin af lífi í landinu. Susan var sakfelld fyrir að hafa kyrkt blaðburðardreng sem neitaði að láta hana fá síðdeg- isblaðið án greiðslu fyrir. Susan bar við geðveiki við réttarhöldin en tókst hvorki að sannfæra kviðdómara né dómara og varð síðasta konan sem tekin var af lífi í Skotlandi. Susan Newell fæddist 1893 og líf hennar einkenndist af erfiðleik- um og fátækt. Í júní 1923 bjó Su- san ásamt eiginmanni sínum John og Janet McLeod, átta ára dóttur frá fyrra hjónabandi, í leiguíbúð í Newland Street í Coatbridge, í út- hverfi Glasgow. John hafði orð á sér fyrir að vera fylliraftur og flagari og ekki höfðu skötuhjúin búið lengi í íbúðinni þegar leigusalinn, ungfrú Young, hafði fengið sig fullsadda. En Susan var enginn engill og var þekkt fyrir ofsafengið skap og ofbeldishneigð. 19. júní 1923 hafði hún ráðist harkalega gegn eigin- manninum og daginn eftir höfðu deilur þeirra leitt til ofbeldis og John flýði á náðir systur sinnar um kvöldið. John kyrktur Að kveldi 20. júní, rétt fyrir klukk- an sjö, varð blaðsöludrengnum John Johnson gengið fram hjá íbúð Susan. Hann knúði dyra til að sjá hvort hún vildi kaupa síðdeg- isblaðið. Susan sagði honum að koma inn, tók af honum eitt blað en gerði sig ekki líklega til að inna nokkra greiðslu af hendi. John hugðist ekki láta blaðið af hendi endurgjaldslaust og Susan missti stjórn á sér. Þegar yfir lauk lá John kyrktur á sófanum. Þegar Janet, dóttir Susan sem hafði ver- ið að leika sér úti, kom inn sá hún lík Johns og neyddist til að hjálpa móður sinni við að vefja það inn í gamalt gólfteppi. Að því loknu vaknaði hjá Susan hin sígilda spurning flestra morð- ingja: Hvað skyldi gera við líkið? Hún ákvað að láta það vandamál ekki hafa af henni nætursvefninn og þegar morgunn rann hafði hún fundið lausnina. Líkið sett í kerru Enn og aftur neyddist hin átta ára Janet til að hjálpa móður sinni og þær báru lík Johns niður á fyrstu hæð og settu það í gamlan kerru, enn vafið í gólfteppi. Susan gerði Janet að setjast ofan á vöndulinn og síðan var haldið af stað inn í Glasgow. Vörubílstjóri sem ók fram á mæðgurnar sá aumur á þeim og bauð þeim far og setti þær síðan af í Duke Street. Þegar kerrunni var lyft af pallinum losnaði um tepp- ið sem huldi lík Johns, með þeim afleiðingum að annar fóturinn gægðist út. Þetta fór alveg fram hjá bílstjór- anum en sömu sögu var ekki að segja um konu eina sem litið varð út um glugga í nærliggjandi húsi í sömu andrá. Konan ákvað að elta Susan og fékk systur sína til liðs við sig. Skellir skuld á eiginmanninn Konurnar veittu Susan og Janet eft- irför og hittu karlmann sem sam- þykkti að kalla til lögregluna á meðan. Manninum tókst að fylgj- ast með ferðum þeirra á meðan hann skimaði eftir lögregluþjóni og varð vitni að því þegar Susan skildi vöndulinn eftir við inngang á fjölbýlishúsi. Susan gerði tilraun til að flýja yfir nærliggjandi vegg en hafði ekki erindi sem erfiði því hinum megin veggjarins biðu laganna verðir eft- ir henni. En Susan lét ekki slá sig út af laginu enda hafði hún upphugsað sögu til að segja ef hún yrði gripin og hafði undirbúið Janet til að taka þátt í lyginni. Sagan var einföld og samkvæmt henni hafði eiginmað- ur hennar myrt drenginn og hún hafði árangurslaust reynt að koma í veg fyrir það. Síðan hafði hann neytt hana með hótunum til að losa sig við líkið. John, eiginmaður Susan, var því einnig handtekinn og þau bæði ákærð fyrir morð. John með fjarvistarsönnun Réttarhöldin yfir hjónunum hóf- ust í Glasgow 18. september 1923 og fallið var frá málsókn á hend- ur John þar sem hann gat sannað að hann hefði ekki verið á heimili sínu þegar nafni hans var myrtur. Dómarinn sagði að með réttu hefði aldrei átt að rétta yfir John sem yf- irgaf dómsalinn án þess svo mikið sem gjóa augunum til eiginkonu sinnar. Vitnisburður Janet vó þyngst í réttarhöldunum yfir Susan. Janet lýsti því hvernig hún hafði séð lík- ið þegar hún kom inn þann örlaga- ríka dag og hvernig hún hafði að- stoðað móður sína við að vefja því inn í teppið. Einnig upplýsti hún um hvernig hún hjálpaði móður sinni að losa sig við líkið og hvað mamma hennar sagði henni að segja ef þær yrðu gripnar glóðvolg- ar, þar á meðal að skella skuldinni á stjúpföður hennar. Bar við geðveiki Þrátt fyrir að sérfræðivitni sækj- anda væri þeirra skoðunar að Su- san væri heil á geði bar verjandi hennar geðveiki við. Verjandinn benti enn fremur á að morðið hefði ekki verið fyrir fram ákveðið og engin augljós ástæða fyrir því. Kviðdómarar drógu sig loks í hlé og mörgum til mikillar furðu var kviðdómurinn klofinn í af- stöðu sinni 37 mínútum síðar og að minnsta kosti einn lagði trún- að á geðveiki hennar. En kviðdóm- urinn var sammála um sekt henn- ar og einhuga um að henni skyldi sýnd miskunn. Dómarinn, Alness lávarður, deildi ekki skoðun kviðdóms- ins um mildi Susan til handa og dæmdi hana til dauða. Síðan var farið með Susan aftur í fangelsið þar sem geðlæknar úrskurðuðu að hún væri heil á geði. Reif af sér hettuna Ákveðið var að hengingin skyldi fara fram 10. október 1923 og þann dag sýndi Susan í fyrsta skipti ein- hverja geðshræringu og þegar henni var tilkynnt að aftökunni yrði ekki frestað kallaði hún eftir dóttur sinni og féll síðan í yfirlið. Böðlinum sem átti að sjá um henginguna, John Ellis, var mein- illa við að taka konur af lífi, og var hann þekktur fyrir snör handtök. Einhverra hluta vegna batt hann úlnliði Susan ekki nógu vel sam- an, kannski vildi hann ekki meiða hana, og þegar hún stóð á aftöku- pallinum tókst henni að rífa af sér hettuna og sagði við Ellis: „Ekki setja þetta á mig!“ Þar sem lykkjan var þá þegar komin um háls Susan ákvað Ellis að draga aftökuna ekki frekar á langinn og tók í handfangið og þar með varð Susan síðasta konan sem hengd var í Skotlandi. Um Susan var sagt að hún hefði verið róleg- asta manneskjan sem mætti örlög- um sínum í þessum aftökuklefa og að hún hefði mætt örlögum sín- um af bæði æðruleysi og hugrekki. Hún viðurkenndi aldrei sekt sína. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is John hugðist ekki láta blaðið af hendi endurgjalds- laust og Susan missti stjórn á sér. Á sakabekk Susan Newell viðurkenndi aldrei sök sína vegna morðsins á blaðsöludrengnum. Susan og John, eiginmaður hennar Hún reyndi, án árangurs, að varpa sökinni á John.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.