Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 13 Samherja frá 1996-1998. KRISTJÁN L. MÖLLER Eignir: Hagsmunir: Fortíð: Þáði 1,5 milljóna króna í styrk frá Landsbankanum árið 2007. LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Stjórn- arseta í Íslandspósti hf. Fortíð: LILJA MÓSES- DÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur fyrir Vinstri hreyfinguna-grænt framboð Fortíð: MAGNÚS ORRI SCHRAM Eignir: 25% hlutur í einkahlutafélaginu Víngott sem flytur inn léttvín. Hagsmunir: Fortíð: MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Í stjórn CISV á Íslandi. Fortíð: Ýmis verkefni tengd bókaútgáfu sem hún tók að sér fyrir þingsetu og er að klára. Verkkaupar eru Forlagið, Bjartur-Veröld, Námsgagnastofn- un, Iðnú og Cosmos. ODDNÝ G. HARÐ- ARDÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Bæjar- stjórn sveitarfélags- ins Garðs. Landa- kaupanefnd sveitarfélagsins Garðs. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Stjórn Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Stjórn Menningarseturs að Útskálum Fortíð: ÓLÍNA ÞORVARÐ- ARDÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Fortíð: ÓLÖF NORDAL Eignir: Hagsmunir: Gift Tómasi Má Sigurðs- syni, forstjóra Alcoa á Íslandi. Formaður SPES hjálparsamtaka. Fortíð: PÉTUR H. BLÖNDAL Eignir: Silfurþing ehf. Hlutafé nafnverð 1,2 m.kr. Neikvætt eigið fé. Hagsmunir: Stundakennsla fyrir Ad Astra og stjórnarmaður í Ad Astra. Fortíð: Stofnandi Kaupþings. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Gift Guðjóni Inga Guðjónssyni, framkvæmdastjóra fiskútflutn- ingsfyrirtækisins Siríus. Fortíð: Aðstoðarkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Þáði 250 þúsund króna styrk frá Baugi 2006. RAGNHEIÐUR RÍKHARÐDÓTTIR Eignir: Hagsmunir: For- maður skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ Fortíð: Bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Þáði 500 þúsund króna styrk frá Baugi 2006. RÓBERT MARSHALL Eignir: Hagsmunir: Fortíð: Þáði 250 þúsund króna styrk frá Baugi 2006. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON Eignir: Menning ehf. Helmingshlutur í félagi um fyrrgreind verkefni á sviði skipulagshag- fræði. Félagið er ekki starfandi og hefur hvorki tekjur né gjöld Hagsmunir: Sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, fjárfestis, stjórnarformanns Icelandair og fyrrverandi forstjóra Kögunar. Giftur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, sem er dóttir Páls Samúelssonar athafnamanns sem rak Toyota-umboðið en seldi það 2005. Fortíð: SIGMUNDUR ERN- IR RÚNARSSON Eignir: Hagsmunir: Stjórnarformaður Leikfélags Akureyrar. Fortíð: SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR Eignir: Hagsmunir: . Fortíð: Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2007-2008. Sagði af sér. SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON Eignir: Dýralækna- þjónusta Suðurlands ehf. Hagsmunir: Skólanefnd Menntaskólans á Laugarvatni. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Héraðsnefnd Árnes- sýslu. Fulltrúaráð. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps Fortíð: SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Fortíð: SKÚLI HELGASON Eignir: Hagsmunir: Fortíð: Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, náinn bandamaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Eignir: Hagsmunir: Fortíð: STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Formaður stjórnar Tæknigarðs ehf. Fortíð: Þáði 2 milljóna króna kosningastyrk frá Baugi 2007 og 2 milljóna styrk frá Landsbankan- um sama ár. SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Dóttir Svavars Gestssonar, aðalsamningamanns Íslands í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Fortíð: Í borgarráði og borgar- stjórn Reykjavíkur 2007-2009. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í stjórnkerfisnefnd Reykjavíkur 2007-2009. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Eignir: Hagsmunir: Prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík (í leyfi). Ráðgjafi Minatura International Inc. Fortíð: Fyrrverandi forstjóri Askar Kapital, fékk 300 milljóna króna kúlulán frá Askar og Glitni í gegnum einkahlutafélag. Þegar hann hætti seldi hann stórskuldugt einkahlutafélagið á 500 þúsund krónur. Skuldirnar eru enn inni í félaginu og eru komnar upp í 800 milljónir. Gekk frá borði og þarf ekki að standa skil á neinu. Askar sérhæfði sig í vafasömum fjárfestingum í Asíu og í fjárfestinum á skuldabréfavafningum. Tryggvi þótti áhættusækinn og ekki ráðdeildarsamur forstjóri. Ráðinn sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórn- arinnar 2008. UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR Eignir: Á hlut í eignarhaldsfélaginu Fljótshlíðingum. Hagsmunir: Í sveitarstjórn Rangárþings eystra. Í skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni. Fortíð: VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Varamaður í stjórn Leikfélags Reykja- víkur. Launalaust leyfi til 1. ágúst 2013 sem sviðsstjóri innkaupa á Landspítala. Fortíð: VIGDÍS HAUKS- DÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Fortíð: ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARS- DÓTTIR Eignir: Jörðin Ytri- Þurá í Ölfusi í sameign með systur sinni. Hagsmunir: Gift Kristjáni Arasyni, fyrrverandi yfirmanni í Kaupþingi og nú hjá Capacent, sem fékk tæplega milljarðs króna kúlulán hjá bankanum. Persónu- leg ábyrgð á láninu var niðurfelld skömmu fyrir hrun bankans. Fortíð: Þáði 1,5 milljónir í styrk frá Landsbankanum 2007. ÞÓR SAARI Eignir: Hagsmunir: Ráð- gjafi hjá OECD, París, gjaldkeri Breiðavík- ursamtakanna Fortíð: ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR Eignir: Hagsmunir: Í stjórn Vesturfararsetursins. Fortíð: ÞRÁINN BERTELSSON Eignir: Nýtt líf ehf. Kvikmyndagerð og ritvinnsla. Hagsmunir: Heið- urslaun listamanna frá Alþingi. Fortíð: ÞURÍÐUR BACKMAN Eignir: Hagsmunir: Fortíð: ÖGMUNDUR JÓNASSON Eignir: Hagsmunir: Fortíð: Formaður BSRB. ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Eignir: Hagsmunir: Fortíð: Seldi stofnbréf í SPRON árið 2007 fyrir 62 milljónir og hagnaðist um 30 milljónir á sölunni. Þáði 1,5 milljónir króna í styrk frá Landsbankanum 2007. „VIÐ LIFÐUM Í ÞJÓÐFÉLAGI ÓTTANS“ lega brot Ásbjörns Óttarssonar vegna 20 milljón króna arðgreiðslu sem fé- lagið Nesver tók sér árið 2007 þrátt fyrir að hafa skilað tapi árið áður. Tengsl Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins við félag- ið Vafning og sala Össurar Skarphéð- inssonar á stofnfjárbréfum í SPRON vekja líka upp spurningar. Hann segir að sú spilling sem hér hafi verið viðloðandi meðan Sjálf- stæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2009 hafi hafist árið 1988 þegar þáverandi menntamálaráð- herra veitti Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessorsstöðu við Há- skóla Íslands. Hann hafi sérstaklega verið ráðinn vegna frjálshyggjuskoð- anna sinna. „Það var sótt hart að öll- um þeim sem höfðu atvinnu af því að segja satt. Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Hannes Hólmsteinn var sett- ur inn í Háskóla Íslands. Það var far- ið að skipa dómara í Hæstarétt pól- itískt sem ekki þekktist áður. Menn skipuðu flokksgæðing sem frétta- stjóra Ríkisútvarpsins. Upp úr ár- inu 2000 var farið að sækja að öllum stofnunum þjóðfélagsins og öllum þeim mönnum í þjóðfélaginu sem höfðu atvinnu af því að segja satt,“ segir Svanur. Auk þess hafi Björgólf- ur Guðmundsson, þáverandi stjórn- arformaður Landsbankans, sagt það opinberlega að hann ætlaði að kaupa DV til að leggja blaðið niður. „Við lifðum í þjóðfélagi óttans.“ Miklu betra eða miklu verra Svanur er þess fullviss að íslenskt þjóðfélag muni ekki verða það sama og það hefur verið á næstu árum. „Annaðhvort verður íslenskt sam- félag miklu betra eða miklu verra,“ segir hann. Lýðveldið sé komið í þrot og einfaldlega hrunið. Hann seg- ir að spilling hafi þó ekki haft áhrif á grunnstoðir þjóðfélagsins. Þjóð- fundurinn hafi verið gott dæmi um það. Hins vegar sé það hatur og óvild sem nú viðgangist í þjóðfélaginu ekki æskilegt til frambúðar. Einræði Svanur Kristjánsson stjórnmála- fræðiprófessor segir að á undanförnum árum hafi verið hart sótt að öllum sem reyndu að segja satt. Þjóðhagsstofnun verið lögð niður, hæstaréttardómarar verið pólitískt ráðnir og prófessor ráðinn í Háskóla Íslands vegna frjálshyggju- skoðana. Að menn verði auðugir í gegn- um pólitísk tengsl þannig að stjórnmálamenn séu að auðga sjálfa sig bara þekktist ekki. Spillt Alþingi Ýmsar gjörðir þingmanna hafa vak- ið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Má þar nefna tengsl Bjarna Benediktssonar við félagið Vafning, arðgreiðslu Ásbjörns Óttarssonar og sölu Össurar Skarphéðinssonar á stofnfjárbréfum sínum. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.