Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 54
UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is
FRÍSKAÐU
ÞIG VIÐ!
Lítil skref
gera
kraftaverk
Reyndu að
huga að heils-
unni á hverj-
um degi.
Farðu í allsherjar
læknisskoðun
Fáðu að vita hvað má betur fara
og einbeittu þér að komast í al-
hliða gott form.
Slappaðu af
Nokkrar mínútur af hugleiðslu,
jóga eða bara teygjum gefa þér
nauðsynlega afslöppun eftir erf-
iðan dag.
Stattu bein
Horfðu á þig í
stórum spegli
og skoðaðu
líkamsbeit-
inguna. Réttu
úr þér!
Mundu eftir
morgun-
matnum
Byrjaðu hvern
dag á nær-
ingarríkum
morgunverði.
Hafragraut-
ur er hollur
valkostur.
Taktu vítamín
Fáðu upplýsingar hjá lækni um
það hvaða vítamín þig vantar.
Haltu þér í formi
Gerðu reglubundna líkamsrækt
að lífsstíl. Með hálftímapúli á
hverjum degi kemstu í flott form.
KYNLÍF LÉTTIR
KARLMENN
Hinn þekkti læknir Dr. Oz segir
kynlíf grenna karlmenn. Ekki
vegna þess að ástarleikur brenni
kalóríum, en Oz segir flesta
einungis brenna 25 kaloríum í
rúminu eða því sem samsvari
minna en hálfri brauðsneið, held-
ur vegna þess að kynlíf losi um
hormón sem láti okkur líða sem
við séum elskuð og södd. Enn
fremur, segir Dr. Oz, bætir betra
líkamsástand kynlífið. „Marg-
ir of þungir karlmenn safna fitu
í kringum kynfæri sín sem gerir
það að verkum að lengd limsins
styttist. Þegar þeir grennast hverf-
ur fitan og þeir fá sentimetrana
sína til baka,“ segir læknirinn sem
er vikulegur gestur hjá spjall-
þáttadrottningunni Opruh.
Rut Ingólfsdóttir nemi í grafískri hönnun tekur skemmtilegar myndir af sjálfri sér. Rut
hræðist ekki nektina og bregður sér í allra kvikinda líki þegar hún situr fyrir á eigin mynd-
um. Rut segir sjálfsmyndina ævagamalt listform sem fólk hætti til að líta niður á. Hins veg-
ar megi ekki gleymast að margir af hinum gömlu meisturum gerðu af sér sjálfsmyndir. Rut
segist stefna að því að nota fyrirsætur í framtíðinni en þangað til æfi hún sig á sjálfir sér.
46 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010
HELDUR MAKINN FRAM HJÁ? Fyrirtæki bandarísks njósnara sem
sérhæfir sig í að fylgjast með ótryggum mökum, segir óvenjulegan
fjölda SMS-skilaboða geta verið merki um framhjáhald maka. Önn-
ur merki séu þau að síminn sé alltaf í vasa hans og að hann yfirgefi
herbergið til að svara bæði SMS-um og símtölum sem jafnvel berast
á hinum furðulegustu tímum. Önnur merki séu að makinn sé sífellt
þreyttur, hann vinni lengi fram eftir og að hann sýni þér minni áhuga
en vanalega.
„Ég byrjaði að taka sjálfsmyndir því ég
vildi hreinlega æfa mig og þar sem ég
er mikið ein heima með strákinn minn
þá er best að nýta tímann vel. Ef mig
langar allt í einu að mynda gefst sjald-
an tími til að finna módel,“ segir Rut
Ingólfsdóttir, íslenskufræðingur og
nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla
Íslands, en ljósmyndir Rutar hafa vak-
ið verðskuldaða athygli. Rut hefur allt-
af haft mikinn áhuga á ljósmyndum og
er ávallt með myndavélina á sér en á
mörgum mynda sinna situr hún sjálf
fyrir auk þess sem hún vinnur mynd-
irnar sjálf. Hún lítur þó ekki á sig sem
sjálfsmyndarlistamann og vildi helst
nota aðrar fyrirsætur.
Vildi hafa módel
„Kosturinn við að hafa myndað sjálfan
sig felst einna helst í því að geta gefið
persónulegri ráðleggingar þegar mað-
ur síðan myndar aðrar manneskjur.
Auðvitað stefni ég á að vera með mód-
el fyrir þau verk sem mig langar til að
búa til og ætla að koma mér upp lista
af módelum sem ég get þá hóað í þeg-
ar ég vil mynda. Í sjálfu sér lít ég ekki
á allar myndir af mér sem beinlínis
sjálfsmyndir - þær eru einhvern veg-
inn mismikið sjálfsmyndir en samt þá
reyni ég alltaf að vera trú sjálfri mér.
Auðvitað kemur persónuleiki alltaf í
gegn, enda tel ég að Oscar Wild hafi
haft rétt fyrir sér þegar hann sagði
„Every portrait
that is paint-
ed with feel-
ing is a portrait
of the artist,
not of the sitt-
er“. Þannig að
í raun vil ég
að persónuleg
einkenni komi
fram hvort
sem ég er fyr-
ir framan eða
aftan vélina.“
Hræðist
ekki nekt
Aðspurð segir
hún að marg-
ir líti niður
sjálfsmyndina
sem listform.
„Fólk á það
til að gleyma
því að sjálfs-
myndin er ekki
bara „myndin
sem þú tókst af
þér í partíinu
um daginn og
notaðir síðan
sem facebook
prófílmynd“ -
heldur einnig
gamalt listform.
Sjálfsmyndin
hefur alltaf ver-
ið til staðar, ekki
má gleyma að
margir hinna
gömlu meist-
ara gerðu af sér
sjálfsmyndir,“
segir Rut sem
bregður sér í allra kvikinda líki þegar
hún er í þeim gírnum og getur birst
sem undurfögur kona, árásargjarn
töffari eða ráðvilltur úlfur. Þar að auki
hræðist hún ekki nektina. „Að mínu
mati er líkaminn fallegt fyrirbæri og
mér finnst fallegt hvernig ljós fellur á
bert hold og oft er það bara þannig að
föt trufla flæði myndarinnar.“
Fikt ekki hættulegt
Þegar hún er beðin um ráð handa fólki
sem er að stíga sín fyrstu skref með
myndavélina segir hún um að gera
að prófa sig áfram. „Ef þú veist ekki
í hvaða átt þú vilt fara þá er gott að
skoða annarra manna myndir, finna
þannig hvað heillar þig og vera síðan
heiðarlegur í því hvernig þú vilt koma
frá þér því sem þú vilt sýna, hvað þú
vilt skapa, hvað þú vilt segja. Svo er
um að gera að vera ekki feiminn við að
prófa sig áfram - enda ekkert hættulegt
sem getur gerst, það er alltaf einhver
sem þolir ekki verkin þín, en gerir það
eitthvað til í raun og veru?“
Rut verður með sýningu í Populus
Tremula á Akureyri í byrjun apríl en
hægt er að skoða fleiri myndir á www.
flickr.com/photos/ringolfs.
indiana@dv.is
ÆFIR SIG Á
sjálfri sér
Rauðhetta og úlfurinn „Tveir vinir
mínir skoruðu á nokkrar vinkonur sínar
að taka svona tvífarasjálfsmynd. Ég hafði
aldrei gert slíkt áður og ákvað því að
hafa mína bara nógu klikkaða. Það tókst
með hjálp frá Söru Ross myndlistar-
manni sem smellti af fyrir mig.“
MYNDIR RUT INGÓLFSDÓTTIR
Flott módel Rut vildi helst
nota aðrar fyrirsætur en þar
sem hún æfir sig á sjálfri sér er
eins gott að hún myndast vel.
Ógnvænleg „Þetta voru nú
bara fíflalæti á eftir annarri
myndatöku, ég hálfhræddi
sjálfa mig með þessari mynd og
fannst það óborganlega fyndið.“
Tvískipt eðli Rut tók myndina fyrir
ljósmyndasamkeppni en þemað var ninja
eða sjóræningi. „Ég vildi ekki velja á milli
og gerði mig að hálfri ninju og hálfum
sjóræningja og, já, þetta er ein mynd en ekki
tvær photoshoppaðar saman.“