Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 39
VIÐTAL 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 39 eins og algengt er með börn sem eru alin upp á sjúkrahúsi. Það er samt ekkert sem bendir til þess að hann muni ekki ná jafn- öldrum sínum með tímanum. Hann er klár strákur sem er viljugur að læra. Við vonum að aðgerðin verði gerð hér heima en ef ekki förum við til Svíþjóðar eða Bandaríkjanna. Hingað til hefur hann ekki þurft að fara út og hefur getað fengið alla aðstoð hér heima,“ segir mamma hans. Aðspurð segir hún að þau Óskar passi bæði sem nýrnagjafar en að læknarnir hafi valið Óskar sem gjafa. „Við verðum að leyfa sérfræðingunum að ráða og þeir segja að það sé best ef mamman getur verið hjúkkan. Við erum víst ómöguleg- ar ef við verðum bara að liggja og getum ekki hugsað um börnin okkar. Ólafur Karl er heppinn að því leytinu til að ef eitthvað kemur upp á og pabbi hans getur ekki gef- ið honum sitt er ég til vara,“ segir hún og bætir við að þau hafi ekki hugsað sig tvisv- ar um varðandi líffæragjöfina. „Ég gæfi úr mér hjartað ef það mætti ef það gæti gert líf hans auðveldara. Þetta var aldrei nein spurning en ég var mest hrædd um að hvorugt okkar myndi henta. Það hefði orðið rosalegt sjokk. Stóri bróð- ir hans er 11 ára og samkvæmt íslenskum lögum verða lifandi gjafar að vera orðn- ir 18 ára. Ég var fegin að fá að vita það strax því þá þurftum við ekki einu sinni að hugsa út í þann valmöguleika ef við for- eldrarnir hefðum ekki passað.“ Verður alltaf veikur Tvísýnt var um líf Ólafs Karls fyrstu dag- ana eftir að hann fæddist. Hann gat hvorki pissað né kúkað og þurfti á aðstoð öndun- arvélar að halda fyrst um sinn. „Læknarnir voru ekki bjartsýnir og þótt þeir reyndu að milda fréttirnar gáfu þeir okkur ekki miklar vonir. Ég var bara dof- in þessa fyrstu daga en sem betur fer hef- ur allt verið á uppleið síðan og við vorum komin heim þegar hann var átta vikna gamall,“ segir Ásrún og bætir við að þess- ir fæðingargallar séu afar sjaldgæfir og sér í lagi svona margir saman. „Þetta þekkist betur í Bretlandi og í Bandaríkjunum og sérfræðinga grunar að þetta tengist litn- ingum en enginn veit af hverju svona ger- ist. Ólafur Karl mun ekki geta lifað eðli- legu lífi upp að því marki sem við hin telj- um eðlilegt og hann á eftir að þurfa lyf alla sína ævi. Það verður bara að koma í ljós hvort hann eigi eftir að geta gengið. Hann mun alltaf verða með stómapoka því hann er ekki með neinn hringvöðva og hann mun alltaf teljast langveikur og fatlaður. En fötlun hans fylgja ekki verkir. Hann er sæll og ánægður, sem betur fer. Nóg finnst manni samt.“ Erfitt fyrir stóra bróður Ásrún hefur ekki unnið síðan Ólafur Karl fæddist. Þau Óskar tóku þá ákvörð- un að hún yrði heima þar til hann kemst í leikskóla. „Við stefnum á að hann kom- ist í leikskóla með tímanum en þá verður hann að vera kominn yfir erfiðasta hjall- ann eftir ígræðsluna. Hann mun fá mik- ið af ónæmisbælandi lyfjum og getur því ekki verið innan um fólk en þegar það er yfirstaðið er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari á leikskóla. Ég er ánægð með að vera heima hjá honum því þetta er dýrmætur tími auk þess að það er bæði dýrt og erfitt að finna dagmömmu sem getur hugsað um svona fatlað barn. Ég hefði líka aldrei getað unnið fullan vinnudag því við þurfum að mæta reglulega í eftirlit, í endurhæfingu og til lækna,“ segir Ásrún en bætir við að henni þyki mikilvægt að Ólafur Karli fái að lifa sem eðlilegustu lífi. „Við einbeitum okkur að því að honum líði eins og barni en ekki sjúklingi og skipt- um niður deginum eftir því. Á morgnana á meðan Róbert, eldri sonurinn, er í skóla sinnum við endurhæfingu og æfingum en eftir hádegi reynum við að vera eðlileg fjölskylda. Þá leikum við okkur saman og gerum það sem eðlilegt fólk gerir. Heima fær hann að vera hann sjálfur – lítill strák- ur sem hefur gaman af því að skoða heim- inn,“ segir hún og bætir við að oft sé álag á stóra bróður. „Ólafur Karl sér ekki sólina fyrir stóra bróður en Róbert þurfti að þroskast ansi hratt þegar sá minni kom í heiminn. Það er alltaf áfall fyrir börn að eignast systkini þegar þau eru orðin svona stór en það eru tíu ár á milli þeirra og áfallið var enn meira því Ólafur Karl þarf svo mikla umönnun. Við höfum samt aldrei falið neitt fyrir Ró- berti og leyfum honum að fylgjast með.“ Áfall sem breytir öllu Ólafur Karl kom í heiminn haustið 2008, rétt áður en íslensku bankarnir fóru á hliðina. Ásrún segir lífsreynsluna, að hafa eignast svo veikt barn, hafa breytt öllu. Í dag sé forgangsröðunin önnur. „Við erum löngu hætt að taka öllu sem sjálfsögðum hlut og öll umræða um þetta hrun fór mestmegnis fram hjá okkur svo við höf- um lítið tekið þátt í einhverju krepputali. Ég skil samt alveg reiði fólks og auðvitað bitnar hrunið líka á okkur en maður tek- ur því eins og hverju öðru verkefni. Það er víst margt annað sem er mikilvægara.“ Hún segist ekki hafa upplifað mikla reiði vegna veikinda Ólafs Karls, frekar hafi verið um sorg og sársauka að ræða. „Við fengum strax mikla og góða hjálp þegar hann fæddist. Við ræddum bæði við sálfræðing og sjúkrahúsprestinn og höfð- um líka leitað okkur upplýsinga á með- göngunni. Ég held að öll hjálp sé mjög mikilvæg og ekki bara fyrir okkur held- ur líka fyrir stóra bróður hans. Við vild- um vita hvernig við gætum komið honum nokkuð heilum í gegnum þetta. Það má því segja að það hafi verið unnið með alla fjölskylduna.“ Aðspurð hvort álagið hafi ekki reynt á samband þeirra Óskars segir hún svo vera. „Fyrst um sinn beindist öll okkar orka og einbeiting að barninu en þegar frá leið sáum við að við yrðum að hugsa um eitthvað annað líka. Samband okk- ar er sterkt og traust í dag og við pöss- um upp á hvort annað. Ólafi Karli fylgir ansi mikið svo við getum ekki hent hon- um í pössun en við erum svo heppin að eiga góða að sem geta hugsað um hann og gefið okkur frí. Það eru helst afarnir sem eru ragir við að sjá um hann,“ segir hún brosandi og bætir við að ömmurnar, frænkurnar og sér í lagi mágkona hennar hafi verið afar hjálpleg. „Hún kann á allt sem honum fylgir og synir hennar um- gangast hann eins og hvert annað barn á meðan mörg önnur börn eru óörugg í kringum hann.“ Erfitt fjárhagslega Ásrún segist ekki hugsa langt fram í tím- ann. Næst á dagskrá sé nýrnaígræðslan og annað verði bara að koma í ljós. „Við tök- um bara einn dag í einu og ég horfi ekki lengra en að aðgerðinni. Óskar gæti orð- ið rúmliggjandi í tvo mánuði en sem bet- ur fer tóku nýlega gildi lög sem heimila líffæragjöfum greiðslu vegna vinnutaps. Samt er þetta erfitt fjárhagslega. Við þurf- um að borga iðjuþjálfun, leigu, uppihald og margt annað og ekki getum við sleppt að borga af íbúðinni á meðan við erum ekki heima. Þess vegna hefur mágkona mín opnað reikning og beðið þá sem geta um aðstoð. Við yrðum ofsalega þakklát fyr- ir stuðninginn, alveg sama hversu mikinn. Mínir draumar fyrir fjölskyldu mína eru einfaldir. Ég vil bara að við verðum hamingjusöm og þá á ég jafnt við Róbert og Ólaf Karl. Ég óska þess innilega að þeir eigi eftir að eiga gott líf.“ indiana@dv.is Ég gæfi úr mér hjartað ef það mætti ef það gæti gert líf hans auðveldara. Þetta var aldrei nein spurn- ing en ég var mest hrædd um að hvorugt okkar myndi henta. Við verðum að leyfa sérfræðingunum að ráða og þeir segja að það sé best ef mamman getur verið hjúkkan. Við erum víst ómögulegar ef við verðum bara að liggja og getum ekki hugsað um börnin okkar. Samrýnd fjölskylda Ásrún segir áfallið sem fylgir því að eignast fatlað barn gjörbreyta öllu. Ólafur Karl kom í heiminn rétt fyrir bankahrun en lítið hefur verið um krepputal á heimilinu. MYND: BJARNI EIRÍKSSON Ég heiti Ólafur Karl og er lítil hetja. Ég fæddist þann 23. september 2008. Ég fæddist með VACTERL Association en það eru margvíslegir fæðingargallar. Ég er með klumbufót hægra megin, hægri mjöðmin úr lið, of mörg rifbein hægra megin. Ég er með afmyndun á hryggjarliðum frá spjaldhrygg og niður úr sem veldur því að ég sveigist til hægri. Einnig vantar mig rófubeinið. Ég er með bakflæði en það tengist víst þessum göllum. Ég fæddist ekki með endaþarm og er þar af leiðandi með kólóstóma. Ég er líka með mjög þrönga þvagrás og get því ekki pissað eins og aðrir strákar. Ég er með þvagstóma sem kemur raunar beint út frá nýranu. Já, og þá er komið að stærsta vandamálinu mínu. Ég er nefnilega bara með eitt nýra sem starfar langt undir getu og er þar af leiðandi með alvarlega nýrnabilun. Ég þarf í nýrnaígræðslu og er hún áætluð á næsta ári. Pabbi minn ætlar að gefa mér annað sitt og er ég rosalega heppinn að hafa gjafa við hendina. Þegar ég varð eins árs var ég búinn að fara í fimm aðgerðir og alls konar rannsóknir og myndatökur sem útheimtu meðal annars svæfingu. Einu sinni í mánuði fer ég suður með pabba og mömmu að hitta Viðar, nýrnasérfræðing- inn minn. Ég fer um það bil einu sinni í viku í eftirlit hjá barnalækni á FSA. Ég fer þrisvar í viku í sjúkraþjálfun og einu sinni í viku í iðjuþjálfun. 7. desember var gerð aðgerð á hægri mjöðminni minni til að setja hana í lið og gekk það ágætlega og nú þarf ég að vera í gifsi frá mitti og niður í 5 – 6 mánuði. Ég veit að þetta er ansi mikið sem er lagt á einn lítinn strák og fjölskyldu hans en við höfum öll staðið okkur eins og hetjur og ekki síst stóri bróðir minn hann Róbert. En það er nú einu sinni þannig að mín þrautaganga er rétt að hefjast og á næstu árum er mikið sem hægt er og verður gert fyrir mig svo mér líði nú sem allra best. Þrátt fyrir allt er ég bara lítill strákur sem sér ekki sólina fyrir stóra bróður og er mjög geðgóður og glaðlyndur strákur. n Foreldrar Ólafs eru Óskar Árnason og Ásrún Hersteinsdóttir. Stóri bróðir Ólafs er Róbert Alexander Ásrúnarson. n Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir Ólaf og fjölskyldu. Hver króna skiptir máli. Reikningur 565-14-401412 og kt. 250867-2989. Bréf frá Ólafi Karli Lítil hetja Ólafur er aðeins 16 mánaða en hefur þegar eytt mestallri ævinni á sjúkrahúsum. MYND: BJARNI EIRÍKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.