Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Blaðsíða 35
VIÐTAL 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 35
„Við vorum varkár“
Í öðru lagi er það ekki ríkissjóður sem er fram-
línuskuldarinn í þessum samningi heldur Trygg-
ingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta. Samn-
ingurinn sem gerður var af Baldri Guðlaugssyni
fyrir ríkisstórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylk-
ingarinnar byggðist á því að ríkissjóður borgaði
strax og væri ábyrgur fyrir öllu. Okkar samningur
gerir ráð fyrir því að það sé Tryggingasjóðurinn
sem sé aðili málsins. Og þannig var það Áslaug
Árnadóttir sem skrifaði undir samninginn fyrir
hönd sjóðsins á sínum tíma, sem annar undirrit-
unaraðili fyrir okkar hönd.
Í þriðja lagi koma eignir Landsbankans inn í
þetta. Ég sagði - varkár og íhaldssamur eins og ég
er - þegar haldið var af stað að gera mætti ráð fyr-
ir 75 prósent heimtum úr eignasafni bankans. Nú
tala menn um allt að 90 prósent og var ekki for-
sætisráðherrann að tala um 100 prósent heimt-
ur? Það er því bersýnilegt að við vorum varkár,
guði sé lof.
Fjórða pólitíska atriðið er að það er hægt að
segja upp Icesave-samningnum hvenær sem er.
Ef við finnum lægri vexti þá er hægt að segja upp
samningnum og endurfjármagna hann allan. Ef
betri kjör á peningum finnast fyrir Ísland er hægt
að segja upp samningnum þegar í stað. Þetta er
óvenjulegt en þetta er unnt.
Fimmta atriðið er að í honum er gert ráð fyrir
því að hægt sé að endurskoða samninginn í sam-
komulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef hann
verður efnahagslífinu ofviða. Nú hefur komið
á daginn að það virðist ekki vera. En ef allt færi
á versta veg, til dæmis af náttúrufarsástæðum,
hefðum við allan rétt á því að krefjast endurskoð-
unar. Og þetta er ekkert kaffiboð heldur alvar-
legt samtal við aðra sem vilja vera með okkur í að
leysa málið.
Þjóðina rekur frá aðalatriðinu
„Síðasta pólitíska atriðið í þessum samningi eru
vextirnir á lánunum sem Bretar og Hollending-
ar veita á móti uppgjöri sínu við eigendur inn-
stæðna hjá Landsbankanum. Ef Ísland væri að fá
lán á núverandi markaðsvöxtum væru vextirnir
milli 10 og 11 prósent. Staða þjóðarbúsins er svo
veik. Um samdist að við greiddum 1,25 prósent
ofan á svokallaða CIRR-vexti, þannig að heildar-
vextirnir eru 5,55 prósent.
Þetta eru pólitísk atriði samningsins. Við get-
um svo spurt um lögfræðileg atriði. Hver var til
dæmis niðurstaða ríkisstjórnar Geirs H. Haarde
um þessi lögfræðilegu atriði? Hún var sú að við
ættum að semja um að ljúka þessu máli með því
að virða þær alþjóððlegu skuldbindingar sem
fólust í tryggingunni upp á liðlega 20 þúsund evr-
ur að lágmarki. Maður eins og Eiríkur Svavars-
son talar fyrir hreyfinguna InDefence sem virðist
mjög áhrifarík hér á land, ekki síst á Bessastöð-
um. Eiríkur segir að við eigum að virða alþjóðleg-
ar skuldbindingar. Þannig að hann er þá væntan-
lega að tala um vexti. En þar með er hann að tala
um sjálfan samninginn. Ef einhver getur sam-
ið um lægri vexti er það fínt. En það væri jafnvel
hægt að taka við þeim og endurnýja samninginn
með nýjum samningi og nýjum lánum þó svo
samningurinn hafi verið gerður. Það er nefnilega
hægt að segja honum upp hvenær sem er.
Mér finnst menn hafa gleymt þessu atriði og
pólitísku eðli þessa samnings og leyft þessu að
snúast um alls konar hluti sem eru engin aðalat-
riði samnings heldur útfærsla.“
Tafirnar eru dýrar
Stjórnarandstaðan segist vera að missa þolin-
mæðina með stjórnvöldum og vilji þeirra lítill til
breiðrar samstöðu. Hvað segir þú um það?
„Ég sannarlega vona að menn nái samkomu-
lagi og lendingu. En ef það verður ekki á næstu
sólarhringum verður að ganga til þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar. Þeir sem vilja klára þetta
mál eiga þann kost að styðja samninginn eins
og lögin frá Alþingi ákváðu milli jóla og nýárs. Þó
að samningurinn verði felldur er málið ekki leyst
– þvert á móti. Þá verður að fara í nýja samn-
ingalotu, nýja lagasetningu. Verður því þá vísað
í nýja þjóðaratkvæðagreiðslu með nýjum und-
irskriftasöfnunum? Hvert erum við þá komin,
kæru vinir, ég bara spyr? Samninginn verður þá
að samþykkja til þess að höggva á þennan um-
ræðufjötur sem málið er nú læst í og kostar þjóð-
ina miljarða á miljarða ofan.
Ég vil hins vegar ekki fara að skattyrðast við
þessa forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna.
Ég átti, meðan minnihlutastjórnin var, langar
viðræður um málið við Sigmund Davíð og það
fór vel á með okkur. Ég tek glöggt eftir ungri og
vaskri forystusveit Sjálfstæðisflokksins. En ég
segi alveg eins og er að mér finnst umræðan
oft mjög sérkennileg og afskaplega persónuleg
á köflum, til dæmis gagnvart mér, sem skiptir
auðvitað efnislega engu máli. En allir eru kosnir
á Alþingi til þess að láta gott af sér leiða en ekki
til þess að meiða eða valda vandræðum; fólki er
skylt, líka þeim sem eru í stjórnarandstöðu, að
reyna að að leysa málin.“
En hvers vegna er það svo brýnt að ljúka
þessu máli? Það er auðvitað ljóst að drátturinn
á að ljúka málinu hefur þegar kostað okkur gríð-
arlega mikið. Hefur það verið reiknað út hvað
það kostar í hagvexti. Hefur verið reiknað út
hverjir vextir væru ef búið væri að semja? Hvað
með gengi krónunnar? Hvað með möguleika og
stöðu atvinnuveganna?
„Ef búið væri að semja er víst að atvinnu-
lífið væri sterkara og færri væru atvinnulausir.
Kaupmáttur launa og lífeyris væri hærri en nú er.
Þessi umræða snýst nefnilega um kjör öryrkja og
aldraðra, fátækra og atvinnulausra. Því fyrr sem
þessu máli lýkur því öruggari er hin efnahags-
lega hlið lífsins hjá einmitt þessu fólki. Að ég tali
ekki um allt unga fólkið með skuldirnar. Það er
öryggi í efnahagsmálum sem skiptir þetta fólk
máli.“
Alþingi hefur frelsi og ræður
Betra að 63 ráði en ekki einn
„Hinn möguleikinn er vitanlega sá að leggja
embættið niður. Það má ræða þetta allt en
það verður að gerast í lýðræðislegu ferli. Það
má ekki halda þannig á málinu að úrslit máls-
ins ráðist af því sem gerist í höfðinu á einum
manni, með fullri virðingu fyrir Ólafi Ragnari.
Mér finnst að nú eigi menn að ræða stöðu for-
setaembættisins og þingræðisins. Það verður
að skoða stjórnkerfið upp á nýtt. Sjálfur er ég
eindreginn þingræðissinni og vil ganga langt í
að segja að þingið eigi að ráða. Mín rök eru þau
að til þingsins er valið með mjög lýðræðislegum
hætti. Mér finnst betra að 63 þingmenn, fleiri
eða færri, taki mikilsverðar ákvarðanir - jafnvel
þótt þær séu vitlausar - heldur en að einn maður
geri það. Í tilefni af ákvörðun forsetans þarf að
styrkja þingræðið og fara í leiðangur í því skyni.
Með ákvörðun sinni upp úr áramótunum tók
forsetinn framkvæmdavald í sínar hendur með
ákveðnum hætti. Það verður að taka upp alvar-
legar umræður um valdastofnanir í samfélag-
inu, um þingræðið, forsetann og framkvæmda-
valdið. Það slæma við Icesave er að önnur mál
hafa horfið af sjónarsviðinu. Um eðlileg um-
ræðu um annað er varla að ræða. Við sitjum
FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU
Fjölskyldunni sárnar „Margir
í fjölskyldunni taka aðdróttanir í
minn garð nærri sér.“
MYNDIR SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Hægt að segja samningnum
upp „Ef við finnum lægri vexti þá
er hægt að segja upp samningnum
og endurfjármagna hann allan.“
Öryggi „Því fyrr sem þessu lýkur því öruggari er
hin efnahagslega hlið lífsins hjá einmitt þessu fólki.“