Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2010, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 5. febrúar 2010 MINNING Steingrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1948, BS-prófi í raf- magnsverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1951 og MS-prófi frá California Institute of Technology í Pasadena 1952. Steingrímur var verkfræðing- ur hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur 1952-53, hjá Áburðarverksmiðj- unni hf. 1953-54, stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Verklegar fram- kvæmdir hf. 1954, var verkfræði- legur ráðunautur utanríkisráðherra um Keflavíkurflugvöll og í varnar- málanefnd 1954, var verkfræðing- ur hjá Southern California Edison Co. í Bandaríkjunum 1955-56, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkis- ins 1957-78, framkvæmdastjóri At- vinnumálanefndar ríkisins 1959-61, þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum 1971-87 og á Reykjanesi 1987-94, dóms-, kirkju- og landbún- aðarráðherra 1978-79, sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-83, forsætisráðherra 1983-87, utanríkis- ráðherra 1987-88, forsætisráðherra 1988-91 og bankastjóri Seðlabanka Íslands 1994-98. Steingrímur sat í stjórn Gufu- bors ríkisins og Reykjavíkurborgar 1957-78, í tækninefnd Húsnæðis- málastofnunar ríkisins 1958-71, var aðalfulltrúi Íslands í vísindanefnd Efnahags- og framfarastofnunar 1962-78, sat í stjórn Áburðarverk- smiðjunnar hf. 1964-71, í samn- inganefnd ríkisstjórnarinnar við Alusuisse um byggingu álvers á Ís- landi 1963-71, í tækninefnd Orku- stofnunar 1968-75, í hreppsnefnd Garðahrepps 1970-74, í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1972-78, í Iðnþróunarráði 1971 og í viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað 1971-78, í Flugráði 1976-79, í stjórn Þörunga- vinnslunnar hf. 1974-78, var for- maður RVFÍ 1963-64, formaður FUF 1962-63, sat í miðstjórn Framsókn- arflokksins um árabil frá 1971, var ritari flokksins 1971-79 og formaður Framsóknarflokksins 1979-94. Steingímur sat í Þingvallanefnd 1987-94, í bankaráði Landsbank- ans 1991-94, var formaður stjórnar Mill ennium Institute í Bandaríkjun- um frá 1996, stjórnarformaður Um- hverfisverndarsamtaka Íslands frá 1999, formaður Surtseyjarfélagsins frá 1964, í stjórn Hollvinasamtaka HÍ frá 1998 og í stjórn Hjartaverndar frá 1998. Steingrímur fékk CalTech‘s Alu- min Distinguished Service-verð- launin 1986, IIT‘s Professional Achieve ment-verðlaunin 1991, Gull- kross ÍSÍ, er Paul Harris Fellow og var heiðursfélagi Liberal International. Ævisaga Steingríms, I. II. og III. bindi, skráð af Degi B. Eggertssyni, kom út á árunum 1998, 1999 og 2000. Fjölskylda Eiginkona Steingríms er Guðlaug Edda Guðmundsdóttir, f. 21.1. 1937, húsmóðir. Hún er dóttir Guðmund- ar Gíslasonar, f. 22.5. 1900, d. 12.8. 1955, skólastjóra á Reykjum í Hrúta- firði, og k.h., Hlífar Böðvarsdóttur, f. 11.4. 1909, húsmóður. Börn Steingríms og Eddu eru Hermann Ölvir, f. 25.8. 1964, verk- fræðingur hjá Marel, en kona hans er Erla Ívarsdóttir kennari og eiga þau einn son; Hlíf, f. 22.7. 1966, yfir- læknir við Landspítalann, en maður hennar er Halldór Zoega, fjármála- stjóri Keilis, og eiga þau eina dótt- ur auk þess sem Hlíf á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Guðmundur, f. 28.10. 1972, heimspekingur og alþm. Framsóknarflokksins en kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir, leik- kona og leiðsögumaður, og eiga þau einn son auk þess sem Guðmundur á eldri dóttur. Fyrri kona Steingríms var Sara Jane, f. 30.10. 1924. Foreldrar henn- ar: Leos J. Donovan, tannlækn- ir í Chicago, og k.h., Marie Blanche Donovan. Börn Steingríms og Söru eru Jón Bryan, f. 23.10. 1951, arkitekt og vélaverkfræðingur í Readwood City í Kaliforníu en kona hans er Liselotte Hermannsson og eiga þau tvo syni; Ellen Herdís, f. 6.11. 1955, húsmóð- ir í Flórída en maður hennar er Cary Vhugen og eiga þau þrjú börn; Neil, f. 16.12. 1957, tannlæknir í Miami. Systur Steingríms: Herdís, f. 12.5. 1927, d. 19.5. s. ár; Pálína, f. 12.9. 1929, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Steingríms voru Her- mann Jónasson, f. 25.12. 1896, d. 22.1. 1976, alþm., forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og k.h., Vigdís Oddný Steingríms- dóttir, f. 4.10. 1896, d. 2.11. 1976, húsmóðir. Ætt Hermann var sonur Jónasar, b. og smiðs í Syðri-Brekkum í Akrahreppi Jónssonar. Móðir Hermanns var Pálína ljós- móðir, systir Önnu, ömmu Sigurð- ar Björnssonar bæjarverkfræðings. Pálína var dóttir Björns, b. á Hofs- stöðum Péturssonar. Móðir Pálínu var Margrét, systir Þorkels, föður Þorkels veðurstofustjóra og afa Sig- urjóns Rist vatnamælingamanns, föður Rannveigar Rist. Margrét var dóttir Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Hnjúki, langafa Jóns á Hofi, föður Gísla menntaskóla- kennara. Bróðir Páls var Jón á Ytra- hvarfi, langafi Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra SÍS, og Hallgríms, föður Hafliða sellóleikara og Jó- hanns, föður Þórunnar Ashkenazy. Móðir Páls var Sigríður Guðmunds- dóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra, Hallgríms, fyrsta for- stjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, forstjóra hjá SÍS. Móðir Margrétar var Guðný Björnsdóttir, systir Guðrúnar, ömmu Páls Zóphón íassonar búnaðarmála- stjóra, föður Hjalta, framkvæmda- stjóra hjá SÍS. Vigdís var dóttir Steingríms, byggingameistara í Reykjavík Guð- mundssonar, b. á Svalbarða á Álfta- nesi Runólfssonar. Móðir Vigdísar var Margrét, syst- ir Ingibjargar, ömmu Sigurðar Giz- urarsonar sýslumanns. Margrét var dóttir Þorláks, útvegsb. í Þórukoti á Álftanesi, bróður Sæmundar, lang- afa Tómasar, fyrrv. formanns SÍF, og Guðlaugs, fyrrv. ríkissáttasemjara Þorvaldssona og Ellerts Eiríkssonar, fyrrv. bæjarstjóra. Þorlákur var son- ur Jóns, ættföður Húsatóftarættar Sæmundssonar. Útför Steingríms verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðju- daginn 9.2. kl. 14.00. Hægt verður að fylgjast með athöfninni samtímis á skjá í sal Oddfellowhússins í Vonar- stræti. Jón Auðuns DÓMPRÓFASTUR f. 5.2. 1905, d. 10.7. 1981 Jón fæddist á Ísafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Foreldrar hans voru hjónin Jón Auðunn Jónsson, fram- kvæmdastjóri og alþm. á Ísafirði, og Margrét Guðrún Jónsdóttir. Hún var dóttir Jóns, prests á Stað á Reykjanesi Jónssonar. Bróðir Margrétar var Magnús, prestur á Stað. Systir Jóns dómprófasts var Auður Auðuns alþm. en hún var fyrsta konan í embætti borgarstjóra í Reykjavík og jafnframt fyrsta íslenska kon- an sem varð ráðherra, en hún var dómsmálaráðherra í lok Viðreisnarstjórnarinnar. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1924, guðfræði- prófi við Háskóla Íslands árið 1929 og stundaði framhalds- nám í samanburðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og í París. Jón var kosinn forstöðu- maður Fríkirkjusafnaðar- ins í Hafnarfirði árið 1930, var jafnframt forstöðumað- ur Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík um skeið frá 1941, var skipaður prestur við Dóm- kirkjuna í Reykjavík 1945 og gegndi því embætti til 1973 er hann lét af störfum af heilsu- farsástæðum. Hann var skip- aður dómprófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi 1951, var kirkjuþingsmaður 1958-62 og var formaður Safnaðar- ráðs Reykjavíkur 1953-73. Hann gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, var t.a.m. formaður Ekknasjóðs Reykjavíkur 1953-73, formaður stjórnar Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur, sat í stjórn Barna- verndarfélags Reykjavíkur í mörg ár og í barnaverndarráði og var formaður Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands 1951-67. Í guðfræðilegum efnum var séra Jón Auðuns gjörólík- ur kollega sínum í Dómkirkj- unni, séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi sem þjónaði dómkirkjusókninni til 1951. Séra Bjarni aðhylltist íhalds- sama guðfræði. Jón var hins vegar í framvarðarseit mjög frjálslyndra guðfræðinga. Eins og margir aðrir sóknarprest- ar þessa tíma var hann lengst af sannfærður spíritisti og var forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands á árunum 1939-63. MINNING Steingrímur Hermannsson FORSÆTISRÁÐHERRA MERKIR ÍSLENDINGAR Eftirmæli EFTIR ÓLAF RAGNAR GRÍMSSON, FORSETA ÍSLANDS Eftirmæli EFTIR GUÐNA ÁGÚSTSSON, FYRRV. FORMANN FRAMSÓKNARFLOKKSINS Fæddur. 22.6. 1928 – dáinn 1.2. 2010 „Með andláti Steingríms Her- mannssonar lýkur merkum kafla í þjóðmálasögu Íslendinga. Í áratugi var hann í fremstu forystusveit, mótaði stefnuna á umbrotatímum og stýrði efnahagslífi þjóðarinnar fyrir um 20 árum inn í nýtt tímabil stöðugleika og hagsældar. Áhrif- in frá foreldrunum mótuðu Stein- grím ríkulega, hugsjón kynslóðar- innar sem hertist í baráttunni við fátækt kreppuára og fagnaði síð- an lýðveldisstofnun á Þingvöllum. Úr foreldragarði fékk Steingrímur einnig ást sína á íslenskri náttúru, lífssýn sem varð honum eldheit hugsjón og grundvöllur framgöngu í umhverfismálum. Við Steingrím- ur kynntumst ungir þegar báðir voru að hefja þátttöku í þjóðmálum og síðar urðum við samherjar í rík- isstjórn og góðir vinir. Það voru for- réttindi að fylgjast með því hvern- ig Steingrímur stýrði ríkisstjórn, óf saman ólík sjónarmið og tryggði að allir hlytu sóma af árangrinum. Steingríms Hermannssonar verð- ur lengi minnst sem mikilhæfs for- sætisráðherra og hugsjónamanns sem helgaði Íslandi krafta sína.“ „Um leið og við framsóknarmenn kveðjum foringja okkar með virð- ingu og þökk er íslenska þjóðin að kveðja þann stjórnmálamann sem bjó við mesta lýðhylli. Steingrímur var fyrsti íslenski stjórnmálamaður- inn sem náði fullkomnum tökum á framgöngu og framkomu í sjónvarpi. Steingrímur var einlægur, stund- um fannst mönnum hann barnslega einlægur – hann játaði mistök. Þessi hreinu svör skópu honum lýðhylli og virðingu. Hann var náttúrubarn, unni Íslandi og var frumkvöðull í hugsun. Um leið og hann var íslensk- astur allra í umræðunni, var hann al- þjóðlegur og stíllinn Kennedyanna. Við framsóknarmenn elskuðum hann og dáðum og vinsældir hans voru ævintýralegar þegar hann stóð á hátindi ferils síns. Nafn hans mun ævinlega koma upp í hugann þegar ég heyri góðs manns getið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.