Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Qupperneq 12
12 föstudagur 18. júní 2010 fréttir „Við Íslendingar ættum að einbeita okkur að Kína og reyna að skilja þetta land vegna þess að það á eftir að verða áhrifamesta land í heimi á næstu áratugum,“ segir Geir Sigurðs- son, lektor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og forstöðumað- ur Konfúsíusarstofnunar. Í kjölfar þess að seðlabankar Íslands og Kína gerðu gjaldeyrisskiptasamning upp á 66 milljarða króna hafa samskipti landanna verið í umræðunni. Í stórblaðið Newsweek var skrif- að í mars síðastliðnum að Kínverj- ar ásældust áhrif á Íslandi, sér í lagi í tengslum við nýjar siglingaleiðir um norðurheimskautssvæðið. Financial Times heldur því sama fram. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur varað við samskiptum við Kína. „Það er eng- in tilviljun að þeir séu hér. Þeir eru ekki hér vegna þess að þeir ætli að vera góðir við okkur,“ sagði Birgitta í samtali við DV og benti á hvernig kínversk fyrirtæki hefðu gengið fram í starfsemi þeirra í Afríku og Suður- Ameríku. Geir Sigurðsson telur tortryggn- ina ástæðulausa. „Í stað þess að eyða orkunni í tortryggni og kaldhæðni ættum við að eyða henni í rannsókn- ir, skoða Kína betur og taka það al- varlega því það er nauðsynlegt. Það er komið til að vera, hvort sem við viljum eða ekki. Mikil tækifæri felast í samskiptum við Kínverja sem gætu orðið okkur til mikilla hagsbóta,“ seg- ir Geir. Horfa til Íslands vegna siglingaleiða Í Financial Times er skrifað 9. júní að Kínastjórn hafi frá 2008 gert gjaldeyr- isskiptasamninga upp á 95 milljarða króna við Suður-Kóreu, Malasíu, Indó nesíu, Hvíta-Rússland og Argen tínu. Sagt er að samningarnir við þessi lönd hafi verið gerðir með beina viðskiptahagsmuni í huga. Slíkt sé þó ekki uppi á teningnum á Íslandi því ólíklegt sé að Kínverjar muni hagnast mikið á viðskiptum við hið fámenna og aðkreppta Íslandi. Líklegra sé að Kínverjar horfi á Ísland með legu þess í Norður-Atlantshafi og orkuforða í huga. Financial Times hefur eftir Lindu Jakobson, Kína- sérfræðingi hjá SIPRI-stofnuninni í Stokkhólmi, að Ísland gæti orðið mikilvægt Kínverjum ef hlýnun jarð- ar opnar nýjar siglingaleiðir. „Ísland er í huga Kínverja eitt af fáum lönd- um sem verða mikilvæg þegar heim- skautaísinn bráðnar,“ segir Linda. Kínverjar hrifnir af Norðurlöndum „Kínverjar sjá sóknarfæri þarna, al- veg tvímælalaust. En ég held að í stað þess að eyða púðrinu í tortryggni ættum við að líta á það sem tækifæri fyrir okkur líka,“ segir Geir Sigurðs- son. Hann telur þó beina hagsmuni ekki vera einu ástæðuna fyrir áhuga Kínverja á Íslandi. „Kínverjar eru sér- staklega hrifnir af Norðurlöndunum. Þeir hrífast af stjórnkerfinu hér, vel- ferðarkerfinu, lágri glæpatíðni, og hversu friðsæl þjóðfélögin á Norður- löndunum eru. Draumur kínverska stjórnmálamannsins er að koma á einhverju svipuðu velferðarkerfi í Kína, þó að fráleitt sé að það takist. Bandaríkin voru áður fyrr fyrir- heitna landið í augum Kínverja, en það hefur breyst mikið því þeir hafa áttað sig á því að glæpatíðnin þar er mjög há. Kínverjum er mjög illa við hættuleg þjóðfélög og þeir vilja ör- yggi. Þess vegna hefur athygli þeirra beinst í auknum mæli að Norður- löndunum,“ segir Geir. Hann segir að hin Norðurlöndin standi framar Íslendingum í samskiptum við Kína og bendir á að Danir opnuðu nýlega háskóla í nágrenni Peking, sem á að stuðla að auknum samskiptum ríkj- anna. „Norðurlöndin sáu miklu fyrr að Kína er vaxandi stórveldi og mun verða valdamesta ríki heims í fram- tíðinni – það er óhjákvæmilegt. Þess vegna er gott að hafa vaðið fyrir neð- an sig. Í dag eru kínversk fræði gríð- arlega vinsæl í til dæmis Bretlandi og Þýskalandi. Þar gerir ungt fólk sér grein fyrir að tækifærin í viðskiptum og á sviði menningar liggja í Kína og í austrinu. Það er mjög mikilvægt fyrir Íslendinga að fá í framtíðinni kjarna fólks sem skilur Kína. Við getum ekki fellt Kína inn í þau mót sem við höf- um hingað til notað til þess að átta okkur á umheiminum. Það er allt annað á seyði í Kína.“ Fjárfesta í Afríku Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa á síðustu árum fjallað um tortryggi- leg umsvif Kínastjórnar í Afríku. Að- spurður segir Geir vissulega rétt að Kínverjar hafi gert víðreist í þriðja heiminum í leit að auðlindum og hagsmunum. Hins vegar hafi þeir einnig stuðlað að uppbyggingu þar. „Kínverjar hafa keypt sér aðgang að auðlindum í þriðja heiminum, til dæmis olíu. En ég veit til þess að þeir hafi einnig byggt skóla og spítala og lagt vegi í Afríku. Samskipti Kína og Afríkuríkjanna ná langt aftur. Þegar Kína einangraðist mikið eftir Kóreu- stríðið og fleiri atburði horfði Maó mikið til Afríkuríkjanna, leit á þau sem bandamenn og dældi í þau pen- ingum – á sama tíma var Kína mjög illa statt fjárhagslega. Auðvitað á maður að líta á þetta gagnrýnum augum, eins og allt ann- að. En að minnsta kosti er þó einhver að fjárfesta í Afríku, því ekki gerum við Vesturlandabúar það og álfan er í raun ein rjúkandi rúst eftir okkur. Eftir því sem ég hef heyrt í umræð- unni eru Kínverjar ekkert að taka Afríku yfir, heldur frekar að aðstoða við uppbyggingu,“ segir Geir. 500 milljónir manna úr fátækt Íslenskir stjórnmálamenn hafa oft á tíðum verið gagnrýndir fyrir að sýna kínverskum starfsbræðrum sínum linkind, en þeir hafa verið sakaðir um fjölmörg mannréttindabrot og skoðanakúgun. Geir Sigurðsson seg- ir mannréttindaumræðuna nokkuð snúna. „Það er rétt að gagnrýna mann- réttindabrot þegar þau eiga sér stað og persónulega finnst mér Kínverj- ar koma mjög illa fram við Tíbeta. En ef við berum saman Kína nútím- ans við Kína fyrir þrjátíu árum þá er himinn og haf á milli. Almenningur í Kína nýtur miklu meiri réttinda í dag en áður og Kínverjar eru á réttri leið. Kínverska ríkisstjórnin lítur svo á að hún standi vörð um mannréttindi. Ástæðan fyrir því er að hún legg- ur áherslu á nokkur tiltekin ákvæði í mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna, það er síðustu ákvæð- in, sem ganga út á félagsleg réttindi fólks. Að öllum eigi að vera tryggt húsnæði, vinna og matur. Hið stóra plan Kínverja er að tryggja að þessi gríðarlega stóra þjóð fái húsaskjól, atvinnu og mat. Stjórnvöld hafa rif- ið 400 til 500 milljónir manna úr sárri fátækt á undanförnum 20 til 30 árum,“ segir Geir Sigurðsson og bætir við að umbæturnar í Kína hafi meðal annars orðið fyrir tilstilli sam- skiptanna sem Kínverjar hafa átt við önnur ríki. „Ég held að við ættum að taka þátt í þessu með þeim og hjálpa þeim til þess að bæta þessi mál – frekar en að vera alltaf í fýlu úti í horni, þannig hjálpum við ekki þeim sem á þurfa að halda. Það er miklu betra að vera í tengslum og hafa áhrif þannig.“ Kínverjar eru sagðir ásælast orku á Íslandi og hafnir á land- inu þegar ísinn á norðurheimsskautasvæðinu bráðnar. Geir Sigurðsson, lektor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, telur að Íslendingar gætu grætt mikið á auknum samskiptum við Kína. Landið verði áður en langt um líður valdamesta ríki jarðar og mikilvægt sé að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Kínverjar hafa Keypt sér aðgang að auðlindum“ HelGi HrAFN GuðmuNdSSoN blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Seilast til áhrifa Kínversk viðskiptanefnd var hér á landi á dögunum. Erlendir fjölmiðlar benda á að Kínverjar hafi keypt sér aðgang að náttúruauðlind- um í ríkjum sem eru illa stödd fjárhagslega. Geir Sigurðsson „Kínverjar eru sérstaklega hrifnir af Norðurlöndunum. Þeir hrífast af stjórnkerfinu hér, velferðarkerfinu, lágri glæpatíðni, og því hversu friðsæl þjóðfélögin á Norðurlöndunum eru. myNd Hörður SveiNSSoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.