Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Síða 16
16 föstudagur 18. júní 2010 úttekt
„Hann elskaði Jinky mjög innilega
sem dóttur sína,“ segir Marylin Yo-
ung, meint barnsmóðir Bobbys Fis-
cher, um samband dóttur sinnar
og skákmeistarans. Hún fullyrðir í
samtali við DV að Jinky sé líffræði-
leg dóttir hans.
Marilyn, fyrrverandi ástkona
skákmannsins Bobbys Fischer, hef-
ur höfðað barnsfaðernismál fyrir
hönd dóttur sinnar, Jinky, þar sem
hinn látni skáksnillingur sé fað-
ir ungu stúlkunnar. Ein af kröfum
mæðgnanna er sú að lífsýni úr Fis-
cher verði borið saman við lífsýni
úr Jinky sem tekið var á dögunum
er þær komu í heimsókn hingað til
lands í tengslum við málið. Þeirri
beiðni hafnaði héraðsdómur en
ákvörðuninni var skotið til Hæsta-
réttar þar sem beðið er niðurstöðu.
Þá hefur Marylin gert kröfu fyrir
hönd dóttur sinnar í dánarbú skák-
meistarans, sem metið er á nærri
300 milljónir króna, og sú krafa
verður einnig borin undir dómstóla.
„Ég elska þig“
Marylin leggur áherslu á að sam-
band þeirra hafi staðið frá fyrstu
kynnum og til dauðadags Fischers.
Aðspurð segir hún þau hafa kynnst
í klúbbi á Filippseyjum í ágúst árið
2000. „Við áttum í ástarsambandi frá
því að við kynntumst fram að and-
láti hans. Alla tíð vorum við í óvígðri
sambúð þrátt fyrir að við hittumst
sjaldnar en við vildum. Vegna
stöðu hans og náms sem ég stund-
aði bjuggum við fjarri hvort öðru en
samband okkar hélt allan tímann.
Við hittumst þó reglulega, í nokkr-
ar vikur í senn, og þá oftast á Fil-
ippseyjum en líka víðar, til dæmis í
Hong Kong, Sviss og á Íslandi,“ segir
Marylin.
Hin meinta barnsmóðir skák-
meistarans segir engan vafa á því
að Fischer hafi litið á Jinky sem sína
eigin dóttur. Hún segir hann hafa
verið á leið til þeirra mæðgna þeg-
ar hann var handtekinn með ógilt
vegabréf á flugvelli í Japan. „Já, hann
leit á Jinky sem líffræðilega dótt-
ur sína og í hvert sinn sem við hitt-
umst sá hann ekki sólina fyrir henni.
Hann skrifaði undir öll póstkort sem
hann sendi henni sem pabbi hennar
og endaði öll símtöl þeirra á orðun-
um: Ég elska þig,“ segir Marylin.
Mikill söknuður
Marylin ítrekar að það sé deginum
ljósara að dóttir hennar sé líffræði-
leg dóttir skákmeistarans. Spurð út í
sönnunargögn bendir hún á myndir
og meðlagsgreiðslur en leggur jafn-
framt áherslu á að DNA-sýni komi
til með að sanna hið rétta. „Dótt-
ir mín er líffræðileg dóttir hans
Bobbys. Ég á innileg-
ar fjölskyldumyndir af
okkur og trúðu mér,
Bobby var ekki þannig
maður sem lætur taka
af sér innilegar mynd-
ir með nokkrum nema
að hann beri til þeirra
sannar tilfinningar.
Hann sendi okkur með-
lagsgreiðslur mánaðar-
lega og heimsótti okkur
reglulega. Þá leið ekki
sá dagur sem Bobby
hringdi ekki í okkur til
að heyra í okkur hljóð-
ið. Hann hringdi meira
að segja í mig kvöld-
ið áður en hann lést,“
segir Marylin. Sjálf seg-
ist hún sakna Fischers
mjög mikið.
„Bobby var mjög
misskilinn maður.
„BoBBy elskaði dóttur sína innilega“
Marylin Young, ástkona Bobbys Fischer og meint barnsmóðir, vonast til þess að erfða-
máli skáksnillingsins ljúki farsællega. Hún segir engan vafa á því að dóttir sín sé dótt-
ir Fishcers og telur að lífsýni sanni hið rétta. Mæðgurnar horfa til þess að nýta arf til
að flytja til Íslands og búa nærri gröf skákmeistarans.
trausti haFsteinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Vonandi lýkur erfðamálinu
fljótlega með réttlátum
hætti svo að Bobby fái
þann frið sem hann á
skilið.
n Jinky, sem er níu ára og sögð
dóttir skákmeistarans Bobbys Fischer,
fæddist 21. maí árið 2001 í borginni
Baguio á Filippseyjum. Að sögn
móður hennar hefur hún nýlokið
grunnskólanámi með fyrstu einkunn.
Sjálf segist hún hafa gaman af því að
synda og tefla. „Bobby var pabbi minn
og ég sakna hans mjög mikið. Ég hef
beðið mömmu um að fá að búa á
Íslandi því þar líður mér vel. Ég myndi
vilja búa nálægt pabba,“ segir Jinky.
klár stelpa
n Bobby Fischer var bandarískur stór-
meistari í skák sem síðar hlaut íslenskan
ríkisborgararétt. Hans frægasta einvígi
fór fram í Reykjavík þegar hann sigraði
Boris Spasskíj árið 1972. Þremur árum
síðar neitaði hann að verja titilinn. Fischer
þótti ákaflega hæfileikaríkur skákmaður
og mældist með afar háa greindarvísitölu.
Hegðun hans var hins vegar óútreiknan-
leg og átti hann til að gefa út misvinsælar
yfirlýsingar um stjórnmál sem gjarnan
einkenndust af gagnrýni á gyðinga og
Bandaríkin.
Eftir að Fischer tefldi í skákeinvígi í Júgó-
slavíu árið 1992 varð hann eftirlýstur í Bandaríkjunum. Hann var síðar handtekinn
í Japan eftir að vegabréf hann rann út en í janúar árið 2005 óskaði hann formlega
eftir íslenskum ríkisborgararétti. Tveimur mánuðum síðar fékk hann þann rétt, var
leystur úr haldi og flaug rakleiðis til Íslands. Í Reykjavík bjó hann síðan til æviloka
en hann lést af völdum nýrnabilunar. Hann lést 17. janúar 2008, 65 ára að aldri.
BráÐgáfaÐur Og uMdeIldur
roBert JaMes Fischer
F. 9. mars 1943
D. 17. janúar 2008
framhald á
næstu sÍÐu
„Ég sá það með eigin augum
hversu heitt Bobby elskaði Mar-
ilyn og hversu innilega hann hélt
á Jinky litlu í örmum sínum. Þá
sá ég hana taka utan um hann og
kyssa,“ segir Juliet Felonia, barn-
fóstra hinnar meintu dóttur skák-
meistarans Bobbys Fischer, Jinky
Young.
Felonia er frænka þeirra Mari-
lyn og Jinky Young og var hún við-
stödd fæðingu stúlkunnar í maí
árið 2001. Hún segir að Fischer
hafi komið til þeirra skömmu eftir
fæðinguna og í kjölfarið hafi hún
starfað sem barnfóstra á heimil-
inu. Felonia ferðaðist með þeim
mæðgum er þær fóru til Hong
Kong árið 2004 til að hitta Fischer.
Eftir þá samveru flaug hann til Jap-
ans þar sem hann var síðan hand-
tekinn á flugvellinum og færður í
fangelsi. „Við vorum þarna saman
í tvær vikur og heimsóttum helstu
ferðamannastaðina. Síðar fór ég
líka með þeim til að heimsækja
Bobby í Reykjavík árið 2005 og
þá gistum við heima hjá honum í
tvær vikur. Á hverjum einasta degi
lék hann sér við stúlkuna litlu og
það var augljóst að þau nutu sam-
vistanna,“ segir Felonia.
„Bobby hringdi daglega þegar
þau voru ekki saman. Það veit ég
því ég starfaði á heimilinu og svar-
aði iðulega í símann. Þá bað hann
mig alltaf að kaupa ekki sælgæti
fyrir Jinky heldur gefa henni frek-
ar nóg af grænmeti og ávöxtum.
Ég hef ekki séð hamingjusamari
fjölskyldu en þau þrjú saman.“
trausti@dv.is
BARnFóSTRA JinkY Young HoRFði upp á HAmingJuSAmA FJölSkyldu:
BOBBy fIscher elskaÐI
MarylIn Og JInky lItlu
„Við erum enn sannfærð um að hin
meinta ekkja sé ekki löggilt eiginkona
Fischers. Henni hefur ekki gengið vel
að sýna fram á löggilt hjónaband
fyrir rétti. Mínir menn telja því
augljósan ágreining um það
hver sé réttur erfingi og því
eigi opinber skipti að fara
fram,“ segir Guðjón Ólafur
Jónsson, lögmaður systur-
sona skákmeistarans Bobbys
Fischer heitins.
Meint ekkja skákmeist-
arans og Íslend-
ingsins Bobbys
Fischer, Jap-
aninn Miy-
oko Watai,
fór fram á
að sitja ein
að dánarbúi
hans. Skjól-
stæðingar Guðjóns Ólafs, systur-
synir Fischers, fara hins vegar fram
á að opinber skipti fari fram á dán-
arbúi skáksnillingsins, sem þýðir
að skiptastjóri væri settur yfir
búið. Þá hvílir sönnunarbyrði
hjá meintum aðstandend-
um Fischers sem þurfa að
sýna fram á rétt sinn til arfs.
Dómstólar úrskurðuðu
að dánarbúið yrði tekið til
opinberra skipta og að ekki
væri fullsannað að Fischer
og Watai hefðu gengið í
hjónaband. Deilt er
um hundruð millj-
óna sem liggja í
dánarbúi Fischers
þar sem verðmæt-
ar fasteignir er að
finna.
trausti@dv.is
lögmAðuR SySTuRSonA BoBBYs Fischer BERST FyRiR ARFi
SkákmEiSTARAnS:
efast uM ekkJu
Og dóttur
Bíður spenntur guðjón
ólafur bíður ásamt skjól-
stæðingum sínum spenntur
eftir niðurstöðu um erfðamál
Bobbys Fischer.
Bobby Fischer „Bobby hringdi daglega
þegar þau voru ekki saman,“ segir
barnfóstra Jinky young.
gaman saman Aðstandendur marilyn
og Jinky segja þær og Fischer hafa verið
ákaflega hamingjusama fjölskyldu.