Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Síða 21
að skuldbindingar í ís- lenskum krónum væru tengdar erlendum gjald- miðlum. Tenging skuld- bindinga við gengi er- lendra gjaldmiðla telst því verðtrygging í skiln- ingi VI. kafla laga nr. 38/2001. Enda þótt lög- in kveði ekki beinlínis á um bann við því að binda skuldbindingar í íslensk- um krónum við gengi erlenda gjaldmiðla þá þykir samkvæmt fram- anrituðu sýnt að með þeim hafi verið felld úr gildi heimild til að tengja skuldbindingar í íslensk- um krónum við erlenda gjaldmiðla.“ Jón Finnbjörnsson héraðsdómari taldi að þessu sögðu að óhjákvæmi- legt væri að líta til vilja löggjafans við túlkun laganna og niðurstaðan væri því að grundvöllur verðtryggingar samkvæmt ákvæðum um samninga um gengistryggingu væri í andstöðu við lög. „Dóm- ari þessa máls er í einu og öllu sammála þeirri niðurstöðu sem er svo skýrlega orðuð í þessum dómi.  Telur hann með öðrum orðum að ekki sé heimilt að reikna fjár- hæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagn- vart íslenskri krónu.  Tel- ur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtrygg- ingu í stað gengisviðmiðunar.“  Marinó G. Níelsson hjá Hags- munasamtökum heimilanna telur að aðeins sé hægt að breyta vöxtum ef engir vextir séu tilgreindir á veð- skuldabréfum og fráleitt sé að breyta þeim afturvirkt. fréttir 18. júní 2010 föstudagur 21 Fikt með vextina óheimilt Þetta mætti orða sem svo að með dómi Hæstaréttar hafi verðbólga verið strikuð út úr bókhaldi þeirra sem tóku gengis- áhættu í heimilisrekstri sínum. Sáttaskref þarf að stíga Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur telur að dómur Hæstaréttar knýi stjórnvöld til almennari aðgerða gagnvart skuldurum. Hæstiréttur „Ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu.“ Steingrímur J. Sigfússon skoðar hvort setja þurfi ný lög: Skerði ekki rétt neytenda „Það kæmi alls ekki til greina og það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon spurður hvort til greina komi að setja lög eða reglur sem skerði á einhvern hátt rétt neyt- enda gagnvart fjármögnunarfyrir- tækjunum. Hann segir hins vegar að lagasetning hafi ekki verið útilok- uð: „Ef hún reynist nauðsynleg til að mæla skýrt fyrir um það hvernig rétt- ast skuli fara með vextina eða kjörin fyrst gengisviðmiðunin var ólögmæt. Það hefur engin endanleg niður- staða verið tekin um það.“ Stjörnvöld eyði óvissu Steingrímur segir sérfræðinga nú leggjast yfir það hvort slíkrar laga- setningar gerist þörf eða hvort ákvæðin í vaxtalögum séu fullnægj- andi. „Dómurinn þýðir í raun að lán- in eru innlend lán en ekki með þessa gengisviðmiðun. Þá er spurning hvaða lánskjör og vexti eðlilegast er að miða við, úr því hin eru ólögmæt,“ segir hann og bætir við að í vaxtalög- um sé leiðsögn þess efnis að óverð- tryggð eða verðtryggð lán skuli bera hagstæðustu vexti Seðlabankans. Beint liggi við að skoða hvort sú leið- sögn sé fullnægjandi, eins og margir telji. „Ef einhver óvissa verður uppi þarf að skoða hvað þurfi að gera til að eyða óvissunni, svo hægt sé að fram- kvæma þennan dóm,“ segir hann. Steingrímur segist aðspurður telja að dómurinn eigi við um öll hliðstæð lán eða samninga þar sem orðalagið sé sambærilegt, hvort sem um ræðir bíla- eða húsnæðislán. Það þýði hins vegar ekki að öll lán séu ólögleg, til dæmis sé óvíst hvort dómurinn nái yfir fyrirtækjalán. Úr slíku þurfi að skera. Þetta var stór hluti vandans Spurður hvort ríkisstjórnin muni koma fjármögnunarfyrirtækjunum til hjálpar standi þau ekki undir af- leiðingum dómsins segist hann lítið vilja tjá sig um það. „Þetta eru auð- vitað ekki viðskiptabankar eða fyrir- tæki með innlán fólks eða eitthvað slíkt. Þetta eru mörg hver sjálfstæð fjármálafyrirtæki,“ segir hann. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra lýsti því yfir í gær að hann teldi að dómurinn myndi að mestu hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Stein- grímur segir að áhrif dómsins verði víðtæk. „Það er ljóst að þetta léttir mjög byrðarnar á þeim mikla fjölda fólks sem um ræðir; þeim hópi sem gengisfallið bitnaði hvað harkalegast á. Vandi þessa fólks var veru- legur og þess vegna höfðu stjórnvöld þrýst svo mjög á fjármögnun- arfyrirtækin, til dæmis með lagafrumvarpi félagsmála- ráðherra, að bjóða þessu fólki betri kjör. Þetta var býsna stór hluti vand- ans,“ segir Stein- grímur og bætir við að það sé í raun með ólíkindum að eitt algengasta lánaformið skuli ekki hafa staðist lög. „Það er yfirgengilegt og maður spyr sig hvernig þetta gat gerst,“ segir hann undrandi. Endanleg niðurstaða Í kjölfar dómsins komu þau sjón- armið fram að fólk ætti nú að leita til lögfræðinga í því skyni að fá að- stoð við að ná ofgreiddum pening- um til baka. Spurður hvað hann ráðleggi fólki segir Steingrímur að engin ástæða sé til skyndiaðgerða. „Nú liggur dómurinn fyrir og hann er endanlegur. Hæstiréttur hefur talað. Allir aðilar gera sitt besta til að vinna úr þessum dómi þannig að fram- haldið skýrist. En það er hins vegar ljóst að þetta er svo umfangsmik- ið að það er heilmikil vinna að reikna sig í gegnum stabbann. Endurreikningur allra lánanna tekur sinn tíma,“ segir hann og hvetur fólk til að bíða ró- legt og treysta því að úr þessu verði greitt. baldur@dv.is Aðalsteinn Tryggvason missti bílinn til Lýsingar: „Ég ætla að fá bílinn til baka“ „Ég hef ekkert heyrt í þeim síðan daginn sem þeir tóku bílinn í desember. Lánið stendur í 2,6 millj- ónum og ég er bíllaus,“ segir Aðal- steinn Tryggvason, sjómaður á Ak- ureyri, einn þeirra þúsunda sem misst hafa bílinn sinn vegna stökk- breytingar myntkörfulána. Hann tók við einu slíku hjá Lýs- ingu upp á 1,4 milljónir króna júlí 2007, þegar hann keypti Honda Accord á um 1,8 milljónir. Hann sagði, ásamt fleirum, sögu sína í DV í mars. Þar kom fram að greiðslu- byrðin hækkaði á skömmum tíma úr 22 þúsund krónum í liðlega 70 þúsund og lánið hækkaði upp í 2,7 milljónir. Það lækkaði lítið sem ekk- ert þó að Lýsing tæki bílinn. Aðalsteinn segist fagna dómi Hæstaréttar og segir að sér sé létt þó að hann hafi ekki kynnt sér til hlítar hvaða afleiðingar dómurinn muni hafa. „Réttlætið hefur allavega sigr- að, það er ljóst,“ segir hann og bætir við að ef niðurstaðan standi óhögg- uð vonist hann til þess að fá bíl- inn til baka. „Ég stóð við mitt þar til þetta hækkaði upp úr öllu valdi. Það stóð aldrei til annað en að borga af bílnum,“ segir Aðalsteinn sem hætti að ráða við afborganirn- ar þegar lánið tvöfaldaðist. Hann segist ekki hafa skrifað undir neina riftun á samningnum en það hljóti báðir aðilar að þurfa að gera. Hon- um telst enn fremur til að hann sé búinn að borga 60 til 70 prósent af upphaflegri lánsupphæð. „Ég ætla að fá bílinn til baka,“ segir hann en bætir þó við að hann geri sér þrátt fyrir allt takmarkaðar vonir um að það gangi eftir átakalaust. baldur@dv.is Vill eyða óvissu Steingrímur segir að vaxtalög kveði á um að lánin skuli bera hagstæðustu vexti Seðlabankans. Ánægður með dóminn Aðalsteinn vill bílinn aftur. H & N -m yN d B JA rN i E ir ík SS o N Talsmann Samtaka lánþega grunar að stjórnvöld ætli að setja lög: „Búsáhaldabyltingin eins og skírnarveisla“ „Ef ráðamenn eru það grunnhyggnir að halda að þeir komist upp með að setja lög á þessa niðurstöðu þá hafa þeir ekki verið á Íslandi í þessi tvö ár. Búsáhaldabyltingin verður eins og skírnarveisla í samanburði við þá reiði sem þá blossar upp.“ Guðmundur hvetur lánþega nú til að standa í lappirnar gagnvart ör- væntingarfullum gylliboðum fjár- mögnunarfyrirtækja. Hann segir málið í raun sáraeinfalt: „Lánin voru ólögleg og því ber að víkja hinum ólöglegu atriðum lánasamningsins til hliðar. Samningurinn stendur því óbreyttur að öðru leyti. Höfuðstóll stendur í upphaflegri stöðu, að frá- dregnum afborgunum,“ segir hann að lokum. baldur@dv.is dómurinn skýr Guðmundur Andri segir að ráðamenn séu grunnhyggnir ef þeir telji sig komast upp með að setja lög á niðurstöðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.