Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 23
fréttir 18. júní 2010 föstudagur 23 „Hér er ekkert einræði“ legu sviði síðastliðin þrjú ár auk þess sem samvinna er með lönd- unum hvað leyniþjónustur þeirra varðar. Því þarf engan að undra að Chavez hafi brugðist reiður við síð- ustu höftum sem sett voru á Íran af Sameinuðu þjóðunum. „Venesúela er frjálst ríki og við verðum ekki kúgaðir af neinum. [...] Við munum ekki láta segja okk- ur fyrir verkum hvað varðar Íran, við munum ekki taka því að verða nýlenda einhvers,“ sagði Chavez. Hugo Chavez vísaði alfarið á bug fullyrðingum um að Venesúela sæi stjórnvöldum í Íran fyrir úrani. n Í viðtalinu fullyrti Hugo Chavez að fjölmiðlar Venesúela væru „100 sinnum frjálsari en í Bandaríkjunum“ og brást hinn versti við þegar hann var spurður um nýlega lokun RCTV, einkarekinnar sjónvarpsstöðvar, að því er virtist vegna tregðu á þeim bæ við að útvarpa ræðum forsetans. „Enn ein lygin hjá þér,“ sagði Chavez við spyrilinn, Stephen Sackur. „Þú ert mikill lygasafnari. Hvaðan færðu þessar lygar? Heyrðu, ertu fullgildur blaðamaður?“ Slagur Chavezar við andstöðuöfl í Venesúela komst í hámæli í síðustu viku þegar gefin var út handtökuskipun á Guillermo Zuloaga, aðaleiganda og framkvæmdastjóra Globovisión-sjónvarpsstöðvarinnar, sem þekkt er fyrir gagnrýna afstöðu gagnvart Chavez. Globovisión mun vera síðasta sjónvarps- stöð Venesúela sem býður Chavez birginn. Zuloaga brá á það ráð að flýja land og sakaði forsetann um „ógnarstjórn“. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian sagði Zuloaga að ríkisstjórn landsins reyndi út á við að sýnast lýðræðisleg en það reyndist erfiðara með hverjum deginum. Ákærurnar á hendur Zuloaga eru vegna meints okurs og meinsæris í tengslum við bílasölu sem hann á í félagi við son sinn, sem einnig var ákærður. Zuloaga fullyrti að ákæruatriðin væru upplogin og að Chavez hafi með beinum hætti fyrirskipað handtökuna. Hugo Chavez vísaði fullyrðingum Zuloaga til föðurhúsanna og sagði að dómstólarnir væru eingöngu að sinna starfi sínu. Chavez kvartaði þó yfir því að Zuloaga væri enn frjáls maður þrátt fyrir að hafa viðhaft harðorð ummæli um hann. frelsi fjölmiðla Hugo Chavez í ham Chavez hyggst ganga lengra í jafnaðarstefnu sinni. Stórhöfða 25 • simi 569 3100 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Nálastungudýnan • Eykur orkuflæði og vellíðan • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn Heilsusamlegar vörur Verð 9.750 kr. Bakteygjubrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki Verð 7.950 kr. Stuðningshlífar • Einstök hönnun og gæði • Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar www.eirberg.is Hælsærisplásturinn • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka Fæst í apótekum Airfree lofthreinsitækið • Betra loft - betri líðan! • Eyðir örverum og ryki Verð frá 33.950 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.