Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2010, Page 62
Blogghópurinn Pjattrófurnar sem heldur til á Eyjunni hefur ákveðið að halda sjálfsvarnar- námskeið fyrir konur á öllum aldri í samstarfi við bardaga- klúbbinn Mjölni. Það eru þær Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Guðrún Gunnarsdótttir, Díana Bjarnadóttir og Vala Árnadóttir sem standa að síðunni en þær hafa látið sig hin ýmsu málefni kvenna varða. Hægt er að fá nán- ari upplýsingar um námskeiðin sem hefjast á þriðjudag á síðu Pjattrófanna. Landsliðshetjan og varnartröllið Sverre Jakobsson komst í klípu þegar hann var að ferja bíl frá Ak- ureyri til Reykjavíkur í vikunni. Sverre, sem kvæntist um síðustu helgi, ákvað að ferja bílinn sjálf- ur til þess að spara sér aur en gleymdi sér í örskotsstund og því varð sparnaðurinn að engu. „Ferjaði bíl suður, gert til að spara smá. Gleymdi mér einu sinni og búmmm TEKINN. Reikn- ingurinn er á við hálft brúðkaup,“ segir Sverre á Facebook-síðu sinni. Líkt og fyrr sagði kvæntist Sverre um síðustu helgi en hann gekk að eiga sína heittelskuðu Sveinbjörgu Eyfjörð Torfadóttur á laugardaginn. Sverre og Svein- björg hafa verið saman í áraraðir eiga tvö börn saman, tveggja og sjö ára. Eins og Íslendingum er í fersku minni var Sverre í hópi landsliðs- manna sem hrepptu silfurverð- laun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópu- mótinu í Austurríki í byrjun árs. Hann lék með Grosswallstadt á nýafstaðinni leiktíð og endaði liðið í áttunda sæti þýsku úrvals- deildarinnar og tryggði sér þar með sæti í Evrópukeppni. Sverre var boðinn nýr samningur eft- ir góða frammistöðu og skrifaði hann undir í byrjun mánaðar. Pjattrófur Kristrún Ösp: Svala Björgvins, sem nú kallar sig aðallega Kali, er búsett þessi misserin í Los Angeles ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Steed Lord. Þar vinna þau nú hörðum höndum að því að gera tónlist og koma henni á fram- færi við stærri markhóp en áður. Svala gefur sér þó tíma til að blogga en hún tók upp á þeirri iðju ekki alls fyrir löngu. Bloggið byggist að langmestu leyti upp á myndum af frægum konum sem Svala hefur miklar mætur á, til að mynda Diönu Ross og Lizu Minnelli. En aðdáunin er þó ekki bundin við raunveru- legar manneskjur því Barbie og Jem í samnefndum teiknimynd- um sem sýndar voru á Stöð 2 fá einnig sitt pláss. 62 föstudagur 18. júní 2010 fólkið verjast Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir var rænd þegar hún var úti að skemmta sér í Reykjavík fyrir skömmu og segir Akureyri öruggari stað. Nema á Bíladögum þar sem þegar sé búið að brenna pylsuvagn í bænum. Kærasti Krist- rúnar, Dwight Yorke, er staddur á HM í Suð- ur-Afríku og er hún hugsanlega á leiðinni þangað þrátt fyrir lítinn knattspyrnuáhuga. í Reykjavík Rænd Ég var á djamminu í Reykjavík þegar þetta gerðist,“ segir Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta og Akureyrarmær. „Við vorum á skemmtistað og ég lagði töskuna mína frá mér á borð sem ég stóð við hliðina á. Við vorum svo þarna að dansa en ég var samt alveg hjá töskunni. Allt í einu var hún svo horfin.“ Kristrún lét dyraverði staðarins strax vita og þeir svipuðust um eft- ir töskunni. Kristrúnu var brugð- ið enda geymdi hún eins og flest- ar aðrar stelpur öll sín verðmæti í töskunni góðu. „Þeir fundu töskuna svo inni á klósetti og þá var búið að hirða nánast allt úr henni, 14.000 krónur sem voru í peningaveski, símanum mínum, púðrinu, vara- glossinu og einhverju fleira.“ Kristrún hefur aldrei lent í því áður að vera rænd og segir ólík- legt að lenda í einhverju þessu líku í heimabæ sínum Akureyri. „Hér getur maður sett töskuna sína frá sér nánast hvar sem er og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af henni á meðan maður er að skemmta sér.“ Þó svo að Akureyri sé örugg- ari staður en Reykjavík þá viður- kennir Kristrún að svo sé ekki all- ar helgar ársins. „Bíladagar voru að byrja hér fyrir norðan og það er strax búið að kveikja í pulsu- vagni.“ Bíladagar eru vinsæl hátíð sem haldin er á Akureyri ár hvert og þá fyllist bærinn af ungu fólki. Oftar en ekki hafa mikil ölvun og ólæti fylgt hátíðinni og virðist lítil breyting ætla að verða þar á. Kærasti Kristrúnar, knatt- spyrnugoðsögnin Dwight Yorke, er staddur í Suður-Afríku þessa dagana þar sem hann fylgist með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Kristrún segist sjálf ekkert fylgjast með fótbolta og veit ekkert með hvaða liðið Yor- ke heldur helst. „Ég er ekkert inni í þessum fótbolta.“ En það gæti þó breyst á næstunni þar sem Kristrún segist vera á leiðinni út að hitta Yorke. „Það getur vel verið að ég fari og hitti hann þarna í Suður-Afríku,“ segir hún að lokum. asgeir@dv.is Kristrún Ösp Tapaði miklum verðmætum. Kristrún og Yorke Gæti verið á leiðinni til hans í Suður-Afríku. SveRRe JAKoBSSoN NýgiFtuR, Með NýJAN SAMNiNg og teKiNN FyRiR oF HRAðAN AKStuR: kvæntur og sektaður Sverre Það hefur mikið gengið á síðustu vikur. svala, liza og BarBie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.