Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 25
„Mér finnst það allt í lagi.“ Kolbrún ÓsK ÓmarsdÓttir fraMreiðsluMaður „Það er algjör óþarfi að banna þetta.“ Fríður ÓsK KjartansdÓttir neMi „Ég er sammála því.“ Kristín jÓnsdÓttir verslunarkona „Ég skil ekki af hverju þeir voru að banna þetta.“ Óli Hjörtur ÓlaFsson neMi við kvikMyndafraMleiðslu „Það er fáranlegt, út í hött. fólk ætti að fá að gera það sem það vill.“ ívar örn rÓbertsson athafnaMaður Hvað finnst þér um bann við nektardansi? alda lÓa leiFsdÓttir er einn skipuleggjenda söluátaksins Gefðu boltann sem fram fer þessa dagana að frumkvæði samtakanna sóley og félagar. seldir eru forláta tauboltar og fer ágóðinn í fjármögnun byggingar húss fyrir munaðarlaus börn í afríkuríkinu tógó. Salan jókSt með poSunum „Mikið eigum við vont,“ hugsaði ég þegar ég las fréttir þess efnis að Ól- afur Örn Nielsen, sem er formaður ungra sjálfstæðismanna, hefði flutt þrumandi ræðu þess efnis að hon- um hefði verið kennt það frá blautu barnsbeini að níðast á kommúnist- um. Já, mikið eigum við vont með- an unga fólkið í Sjálfstæðisflokkn- um er læst inni í hugarfari kalda stríðsins. Ég hélt nefnilega í fávisku minni að sá hroðatími væri lið- inn og enginn saknaði hans nema kannski Björn Bjarnason. terminator Xd Ólafur þessi Nielsen er svolítið sérstakur að því leyti að hann er fullkomið afsprengi Sjálfstæðis- flokksins. Hann er súper-sjálfstæð- ismaðurinn. Lokaútgáfan. Hann er uppfærða útgáfan af Termina- tor. Terminator XD. Fyrri útgáfur af hálfmennunum rústuðu íslenska samfélaginu með þvílíkum bravúr að mér er sagt af virtum hagfræði- kennurum að ekki sé ólíklegt að sérkafli verði tileinkaður Íslandi í öllum alvöru hagfræðibókum framtíðarinnar. Þökk sé Sjálfstæðis- flokknum og heimsslitastefnu hans í efnahagsmálum. Termínatorarnir voru heilaþvegnir jakkalakkar og ilmandi af Scorpion frá Hugo Boss. Það fór fyrir þeim eins og yfirfullu kakkalakkabúi. Þegar þeir voru búnir að éta upp allt í kringum sig, þá átu þeir búið, drottninguna og enduðu á því að éta hver annan. scum - scum - scum! En Ólafur Örn Nielsen var fullgerð- ur þegar heimsslitin höfðu dunið yfir. Terminator XD. Forritaður til þess að græða peninga fyrir hlut- hafa Sjálfstæðisflokksins og til þess að „níðast á kommúnistum“. Ekki veit ég hvar Ólafur Nielsen ætlar að finna kommúnista. Ég þekki bara einn. Sá heitir Vésteinn og er með mér í Vantrú. Toppmaður. Spurn- ing hvort Ólafur Nielsen og vin- ir hans mæti smjörgreiddir í lakk- skóm fyrir utan heimili Vésteins og þylji eins og í leiðslu: „Scum, scum, scum, go back where you came from.“ - Hver veit? Kjarninn sjálfur Í alvöru talað þá eigum við sem þjóð mjög vont. Unga stjórnmála- fólkið okkar er ekkert í stjórnmál- um til þess að gera samfélagið betra og fegurra. Það er í stjórnmál- um út af öðrum og verri ástæðum en fyrst og fremst fyrir sjálft sig. Og það er þetta með „sjálft sig“ sem er akkúrat kjarninn í Sjálfstæðisstefn- unni. Hinn innsti þráður Sjálfstæð- isstefnunnar er einmitt „maður sjálfur“ og hvernig best sé að breyta samfélaginu fyrir „mann sjálfan“. Það er því ekkert undarlegt að upp- færða útgáfan af Termínator-hálf- mennunum úr Valhöll þyki það næsta eðlileg tilhugsun að níðast á kommúnistum jafnvel þótt þeir séu fáséðir eins og sakir standa. andfélagslegt félag Það sem greinir Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum stjórnmálaflokkum er af- staðan til samfélagsins. Venjulegir stjórnmálaflokkar vilja breyta sam- félaginu til hins betra, fegra það og gera vistlegra fyrir alla. Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar vill gera þetta nákvæmlega sama en fyrir sjálfan sig. Þannig að segja má að helsta einkenni Sjálfstæðisflokksins sé hið andfélagslega element í hon- um. Sem er eignlega sprenghlægi- legt því að þversögnin sem felst í andfélagslegum stjórnmálaflokki er beinlínis hrópandi. Keypti embættið Þó að sumt við þennan Ólaf Örn Niel sen sé óneitanlega spélegt þá er ekkert fyndið við það að hugsa eins og 10 ár fram í tímann. Þá verður þessi Nielsen að öllum lík- indum komin á Alþingi og byrjaður að leggja drög að næsta efnahags- hruni með belgingi um „frelsið“. Siðferði þessara jakkalakka er á þeim stað að flestu vel meinandi fólki býður við því. Sem dæmi um ofanritað þá keypti þessi Nielsen sér embættið sem hann skipar hjá ungum sjálfstæðismönnum og taldi sig bara nokkuð drjúgan eftir það. Eftirminnilegar vídeómyndir náðust af því þegar einn fylgisveina Nielsens sveiflar búnti af mútufé og greiðir fyrir mútuþegana. Mútu- þegarnir voru fólk sem var keypt til þess að „gera hallarbyltingu“ í einhverjum kosningum á Ísafirði. Þetta þykir ósköp eðlilegt meðal sjálfstæðra og í fullkomum sam- hljómi við kjörorð hrunsins. „Það sem ekki er beinlínis bannað, er í góðu lagi og fullkomlega eðlilegt.“ Mikið eigum við vont myndin Hver er konan? „alda lóa.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Þegar ég var að labba í gegnum hrísl- urnar hjá ömmu og afa á Bústaðavegi. Í minningunni var það eins og labba í gegnum rússneskan birkiskóg.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „desmond tutu.“ Hver er uppáhaldsbókin þín? „Birtíngur eftir voltaire. hún er bara svo klassísk og með svo klassískum húmor.“ Hvað hafið þið hjá sóleyju og félögum selt marga bolta síðustu daga? „Það hefur verið alveg rjúkandi sala. Gengur rosalega vel. við fórum hægt af stað af því að framan af var svo erfitt að fá posa.“ Hvers vegna seljið þið boltana? „við erum að byggja hús yfir 75 munaðarlaus börn í tógó. Bygging þess kostar fimmtán milljónir króna og við ætlum að selja tíu þúsund bolta. Þá erum við komnar með fimmtán milljónir því boltinn kostar 1500 krónur stykkið.“ Hvers vegna styrkið þið munaðar- laus börn í tógó en ekki í einhverju öðru landi? „af því að það vantar nauðsynlega þetta hús, og af að því við kynntumst victo, afríkönsku nunnunni sem sér um þessi börn. hún er algjörlega frábær.“ Fylgistu með Hm í suður-afríku? „Ja, svona með öðru auganu.“ með hvaða liði heldurðu? „Ég held með argentínu.“ Hver er leið íslands út úr kreppunni? „að gefa boltann, eins og segir í slagorði boltasölunnar.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari föstudagur 2. júlí 2010 umræða 25 „Ekki veit ég hvar Ólafur Nielsen ætlar að finna kommúnista. Ég þekki bara einn. Sá heitir Vésteinn og er með mér í Vantrú. Toppmaður.“ teitur atlason nemi skrifar í rigningunni tónleikagestir á iceland inspires létu rigninguna í miðbæ reykjavíkur á fimmtudagskvöldið ekki á sig fá. eins og sjá má komu regnhlífar að góðum notum. mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.