Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 26
Undarlega er nú komið fyrir Sjálf- stæðisflokknum. Og undarleg er íslenska þjóðin, eða allstór hluti hennar. Flokkurinn hefur í öllum meginatriðum stimplað sig úr leik í stjórnmálaumræðu komandi miss- era, en á sama tíma segir skoðana- könnun að einn þriðji hluti þjóðar- innar lýsi stuðningi við hann. Með orðunum „stimplað sig úr leik”, þá á ég auðvitað við þá ályktun lands- fundar að draga eigi umsókn Íslands um aðild að ESB til baka. Því það er næstum sama hversu sannfærður maður kann að vera um að Ísland ætti ekki að ganga í ESB, að draga umsóknina til baka er undir öllum kringumstæðum sérlega kjánalegt. Það er aðeins ef menn eru 150 pró- sent vissir um að Ísland hafi ekk- ert að gera með að ganga í ESB að minnsta kosti næstu 30 árin sem menn ættu að mælast til þess að um- sóknin verði dregin til baka. Og hverjir eru eða geta verið svo viss- ir um að ESB-aðild henti ekki okkur Íslendingum? Hverjir vilja taka sér það bessaleyfi að banna okkur að fá að sjá hverju samningaviðræður um að ESB kunni að skila okkur? ÞEIR SEM ERU HRÆDDIR Jú – það eru þeir sem eru hræddir um að aðildarviðræður muni leiða í ljós að fyrir stærstan meirihluta Ís- lendinga sé ekkert að óttast við inn- göngu í ESB. En þeir sjálfir – í sínum litla minnihluta – kunni að missa spón úr sínum aski. Og vilja þess vegna skemma um- sóknina fyrir okkur – kannski ekki endanlega, en þó er ljóst að ef um- sóknin yrði dregin til baka á þessum tímapunkti, þá yrði ekkert farið af stað næstu 30-40 árin. Sú klíka sem nú ræður Sjálfstæð- isflokknum í reynd er tilbúin til að kosta því til, svo að hún missi ekki fyrrnefndan spón úr aski sínum. Þetta er útgerðarauðvaldið, en þó aðeins hinir þröngsýnustu í þeim hópi. Þetta er bændaforystan, en þó aðeins sá hluti hennar sem neitar að horfast í augu við að reynsla Finna og Svía af ESB gefur hreint ekki til kynna að íslenskir bændur hafi mikið að óttast. Og þetta er valdaklíkan sjálf, sem er skelfingu lostin yfir þeirri til- hugsun að fá ekki lengur að hræra í blóðinu ef við göngum í ESB. Því þótt ESB-aðild hafi í sjálfu sér ekki mikil bein áhrif á stjórn landsins, þá mun aðildin er til lengdar lætur vonandi hafa í för með sér holl áhrif á stjórn- kerfið og valdastrúktúrinn í landinu. Það er þetta fólk sem ræður ferð- inni í andstöðunni við ESB-aðild Ís- lendinga. Ég ber fulla virðingu fyrir áhyggjum margra af því að Íslend- ingar muni glata fullveldi sínu við það að ganga í svo umfangsmikil al- þjóðasamtök sem ESB er, en ég held að þær áhyggjur séu algjörlega úr lausu lofti gripnar. EKKI VOND ÁHRIF Á FULLVELDIÐ Fyrir sjálfan mig segi ég að minnsta kosti: Ég er ekki alveg 100 prósent sannfærður um að samningavið- ræður um aðild að ESB muni reyn- ast okkur fjárhagslega hagkvæmar. Ég held það en ég veit það ekki, og ég ætla að bíða með að taka ákvörð- un um það mál þangað til niðurstaða samningaviðræðna við ESB liggur fyrir. En ég er hins vegar alveg 100 pró- sent viss um að niðurstaða aðildar- viðræðna mun EKKI hafa nein vond áhrif á fullveldi okkar og sjálfstæði. Það er einfaldlega reynsla annarra þjóða. Engin þeirra þjóða sem geng- ið hefur í ESB hefur síðan litið svo á að hún hafi glatað fullveldi sínu eða sjálfstæði. Ekki ein einasta þeirra. Það eru ekki alltaf alls staðar allir alsælir með Evrópusambandið en þetta er ekki áhyggjuefni neins stað- ar. Afstaða til niðurstaðna samninga- viðræðna við ESB mun því fyrst og fremst snúast um blákalda hags- muni – og það er svo heimskulegt af Sjálfstæðisflokknum að krefjast þess nú að umsóknin verði dregin til baka, áður en við fáum að sjá þá niðurstöðu, að það er eiginlega með algjörum ólíkindum að virðuleg- ur stjórnmálaflokkur skuli haga sér svona. Að telja sínu fólki trú um að málið snúist um fullveldi, þegar það snýst í raun um hagsmuni – og fjöldinn á ekki að fá að sjá hvaða hagsmuni hann gæti haft af aðildinni, af því að lítill hópur valda- og auðmanna er sannfærður um að aðild þjóni ekki SÍNUM hagsmunum. SORGLEG SJÓN Og það er til dæmis beinlínis sorg- leg sjón að sjá Bjarna Benediktsson formann og Ólöfu Nordal varafor- mann bíta nú á jaxlinn og reyna að telja okkur trú um að þeim finnist bara allt í lagi, og reyndar nauðsyn- legt, að draga umsóknina til baka. Því við vitum svo ósköp vel að þau bæði vita betur. En hafa unnið það til valdanna í flokknum að gleypa hrá þessa kjánalegu fyrirskipan lands- fundarins. Og það er líka sorglegt að sjá fjöld- ann allan af ágætlega þenkjandi fólki í Sjálfstæðisflokknum sitja uppi með þessa stefnu, eins og hún sé eitthvað annað en glórulaus. En þetta mun flokkurinn sitja uppi með lengi enn – því vandséð hversu fljótt verður hægt að draga þessa einkennilegu stefnu til baka. Sem væri auðvitað það eina rétta. Goooooooooool! Barrilete cós-mico, ¿de qué planeta vinis-te?“ öskraði úrúgvæski íþrótta-fréttamaðurinn Victor Hugo af öllum lífs og sálar kröftum, á milli þess sem hann grét. Þetta var 22. júní 1986 á Azteka- vellinum í Mexíkóborg. Á íslensku myndu orð Hugo útleggjast sem „Maaaaaaaaaaark! Geimflugdreki, frá hvaða plánetu komstu?“ Geimflugdrekinn var enginn annar en Di- ego Armando Maradona, sem hafði sólað sig í gegnum ensku vörnina í átta liða úrslitum HM í Mex- íkó. Það hefur oft verið kallað besta mark knattspyrnusögunn- ar, gjarna kallað mark aldar- innar. En ég vil líka segja að öskur íþróttafréttamannsins Victors Hugo sé besta öskur knattspyrnusögunnar. Maradona fékk boltann og hóf sextíu metra hlaup í átt til enska marksins. Hann sólaði fimm enska úti- vallarleikmenn – Hodge, Beardsley, Reid, Butcher og Fenwick. Maradona kláraði með því að sóla Peter Shilton í markinu og boltinn steinlá inni. Enginn gat búist við svo stórkostlegu marki frá Maradona, þrátt fyrir að hann væri besti fótbolta-maður heims. Allir vissu að hann myndi framkalla eitthvað ótrúlegt, en enginn hefði getað ímyndað sér að sigurmarkið yrði jafn stjarnfræðilega æðislegt og raun ber vitni. Og að hann skyldi skora það í þessum leik, á móti Englandi! Argentína og England höfðu fjórum árum áður barist um Malvínaseyjar (Falklandseyjar) þar sem 907 hermenn týndu lífi, þar af 649 argentínskir. Reiðin og hatrið gagnvart Bretum var í hámarki í Argentínu á þessum tíma. Margir litu á Maradona, sem fæddist í fátækrahverfi, sem hermann kúgaða fólksins gegn heimsvalda- stefnu og óréttlæti í heim- inum. Þess vegna trylltist Victor Hugo þegar Maradona skoraði markið fræga, því það var svo margt undir. Loksins fékk Argentína uppreisn æru, eftir ömur- leg niðurlægingarár her- foringjastjórnar og hins fráleita stríðs. „Maaaaa- ark! Guð minn almáttug- ur, lifi fótboltinn. DIEGO MARADONA. Ég vil fara að gráta, afsakið mig. Frá hvað plánetu komstu... til að rústa Englendingunum svona... til að öll þjóðin sé sem einn krepptur hnefi, öskrandi fyrir Argentínu! Argentina 2 - Inglaterra 0... Diegol, Diegol, Diego Arm- ando Maradona... Þökk sé þér guð, fyrir fótboltann, fyrir Mara- dona, fyrir þessi tár, fyrir þessa stöðu - Argentína 2 England 0!“ Geimflugdrekinn hafði auðvitað skorað fyrra mark Argentínu líka, með hönd guðs. Öskur íþróttafréttamannsins var ekki mikið síðra þá, það er kannski annað besta öskur knatt-spyrnusögunnar. En þá heyrist Victor Hugo öskra „GOO- OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL, GOOOOOL, GOOOOOOL“, í hið óendanlega, eins og suðuramer- ískir fótboltalýsendur eru svo frægir fyrir að gera. Ég bjó í Buenos Aires í tvö ár og elska því og dýrka argentínska landsliðið. Og núna á laugardaginn keppir Argentína í átta liða úrslitum HM á móti Þýskalandi. Þegar þessi pistill er les-inn hefur leikurinn kannski þegar farið fram. En ég krosslegg fingur og bið til guðs um að flugdrekinn og strákarnir hans vinni leikinn til þess að íþróttafréttamaðurinn í Argentínu geti öskrað sig hásan með jafn stórkostlegri lýsingu og Victor Hugo á Aztekavell- inum hinn 22. júní 1986 þegar breska heimsveldið var niðurlægt. Og hver ætti að endurtaka leikinn annar en Lionel Messi, sem hef- ur skorað eftirlíkingar af bæði „hönd guðs“ og „marki aldarinnar“? Og ég vona að öskrið verði svona: „LIONEL MESSI. Ég vil fara að gráta, afsakið mig. Frá hvað plánetu komstu...Þökk sé þér guð, fyrir fótboltann, fyrir Messi, fyrir þessi tár, fyrir þessa stöðu - Argentína 2 Þýskaland 0!“ Ég hvet lesendur til að horfa á mark Maradona með lýs-ingu Victors Hugo á slóðinni: http://www.youtube.com/watch?v=VQOPDj-5rHs GEiMfluGdrEki, frá hvaða plánEtu koMstu? helgi hrafn guðmundsson skrifar helgarpistill 26 umræða 2. júlí 2010 föstudagur trésmiðja illuga Hverjir vilja taka sér það bessaleyfi að banna okkur að fá að sjá hverju samningaviðræður um að ESB kunni að skila okkur? Illugi Jökulsson trúir því ekki að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal séu ánægð með niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins um að draga umsókn um aðild að ESB til baka. Ú leik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.