Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 32
32 viðtal 2. júlí 2010 föstudagur Beinn í baki og ákveðinn í fasi geng-ur Guðmundur Týr Þórarinsson inn á höfuðstöðvar DV. Hann er svart-klæddur frá toppi til táar, í svörtum gallabuxum, svörtum stuttermabol og svört- um leður jakka með sitt síða hár og síma sem hringir stöðugt og blastar rokklagi í hvert skipti. Mummi í Götusmiðjunni er mættur á svæðið og hann er allt annað en kátur. Mark- miðið er að verja mannorðið en honum þykir að sér vegið og segist hafa verið svikinn af vini sínum til fimmtán ára og Braga Guðbrands- syni. Götusmiðjan er dáin og gjaldþrot vofir yfir. Hann fylgir blaðamanni inn í viðtalsher- bergið, með svart kaffi í bolla og hlammar sér í rauða sófann. Þar hallar hann sér aftur. „Ég hef oft átt betri daga. Það er rosalega erfitt að þurfa að berjast fyrir mannorði sínu í fjölmiðlum. Verjast manni sem rær undir, splittar, rannsakar málið, manípúlerar og sprengir í loft upp til að geta rift samningi. Og hann er að taka mig af lífi líka. Hann fer all- an hringinn, þessi maður.“ Mummi á þar við Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnavernd- arstofu, en Götusmiðjunni, meðferðarheim- ili sem Mummi rak í tólf ár, var lokað á dög- unum meðal annars vegna ásakana á hendur Mumma sem var sakaður um að hafa haldið leynifund með börnunum og hótað þeim lík- amsmeiðingum ef þau segðu frá því sem þar fór fram. Eins var hann sakaður um mikla fjarveru, skort á handleiðslu, óvænt og óeðli- leg afskipti af Götusmiðjunni, einelti gagnvart starfsmönnum, fjármálaóreiðu og fleira. Það gerði svo útslagið þegar hann átti að hafa rekið einn starfsmanninn fyrirvaralaust fyrir að hafa talað við Barnaverndarstofu. Kerfi í vörn „Ég læt ekkert knésetja mig svo auðveldlega. Veistu hve margir hafa reynt að knésetja mig og Götusmiðjuna? Bragi er bara einn af mörg- um. Valdníðslan er víða í kerfinu og félags- þjónustan í ýmsum sveitarfélögum hefur bor- ið út óhróður um okkur. Kerfið hefur alltaf viljað losna við mig því ég er krítískur á kerfið, sem er mölbrotið. Þannig að kerfið fer að verja sig. Braga hefur alltaf verið illa við mig af því að ég er hávær. Hann sagði orðrétt við mig einu sinni að ef ég héldi ekki kjafti tæki hann af mér leyfið. Þá mátti ég ekki tala við fjölmiðla. Árið 1999 reyndu sálfræðingar þetta líka. Ég er að fara í gegnum þetta í annað sinn þó að árásirnar hafi ekki verið eins svakalegar þá. Þeir vildu breyta meðferðinni og ég sagði nei. Ég hef oft lent í þessu áður, fagfólki sem veit allt best. Oft eru þetta ungir krakkar sem eru ný- komnir með háskólagráðu en eru með brjóst- vit á við brauðrist. Þau hafa menntunina en skortir reynsluna. Ég hef oft lent í besserviss- erum sem hafa háskólapróf en hafa aldrei séð drukkinn ungling á ævinni og hvað þá unnið með sig.“ „örin minna mig á“ Sjálfur er hann gamalt götubarn sem var inn í og út úr meðferðum hægri, vinstri. „Ég bjó á götunni og hef upplifað allt sem þessir krakkar hafa upplifað. Ég tala sama tungumál og þau. Af hverju heldur þú að ég hafi farið af stað með þetta batterí? Ég vildi óska þess að það hefði verið til Götusmiðja þegar ég var að væflast um á götunni 15 ára gamall. Ég varð ekki edrú fyrr en ég stóð frammi fyr- ir því vali að svipta mig annaðhvort lífi eða gefa enn einni meðferðinni séns. Eftir að mér lenti saman við mann sem var mér mjög nákominn. Við vorum í amfetamínvímu og börðum hvor annan í klessu. Við vorum ekkert mjög heiðar- legir og auðvitað ruku menn saman. Slagsmál voru algeng en þetta var mjög ljótt og hann var illa farinn eftir mig. Þegar ég hitti þennan elsku dreng sé ég alltaf örin á enninu á hon- um sem minna mig á það sem gerðist. Og ég elska þennan dreng út af lífinu.“ Mummi kallar hann elsku dreng en þetta var fullorðinn mað- ur, ekki barn. Ljótar SmS-Sendingar Miðað við fjölmiðlaumfjöllun um atburðina í Götusmiðjunni mætti halda að Mummi væri fallinn. „Ef ég væri svona vondur gæi, heldur þú að það væri ekki meira komið fram eftir 18 ár? Eða er ég allt í einu dottinn í það og farinn að haga mér einkennilega? Kommon.“ Hann hallar sér að blaðamanni og lokkur úr hári hans fellur niður á andlitið og fyrir augun. Ósjálfrátt hristir hann hausinn og lokkinn frá andlitinu á meðan hann talar: „Ég var að frétta að ég væri dottinn í það og það væri verið að taka af mér barnið. Ég tek það ekki nærri mér. Ég er alltaf að heyra svona sögur. Að ég sé fallinn og jafnvel farinn að selja amfetamín, aftur. Það færi ekki fram hjá neinum ef ég dytti í það og ég sæti sko ekki hér ef ég dytti í það. Ég get lofað þér því. Ég er búinn að vera edrú í 18 ár og ég hélt upp á afmælisdaginn í síðasta mánuði. Moldvörpurnar koma upp núna. Þessar týpur sem búa enn hjá mömmu sinni 38 ára gamlar og blogga um allt sem gerist,“ hann hlær kaldhæðnislega. „Ljótleikinn verður svo mikill. Ég fæ SMS þar sem ég er kallaður aum- ingi, viðbjóður, vesalingur og alls konar. Allt- af frá nafnlausum einstaklingum sem senda skilaboðin á netinu.“ Hótað á fundi Honum er mikið niðri fyrir þegar hann lýs- ir fundi með Braga sem hann sat ásamt lög- fræðingi sínum, bókhaldara Götusmiðjunn- ar og lögfræðingi Barnaverndarstofu. „Hann hallaði sér aftur í sætinu og sagði: „Mummi, ég kem þér út með góðu eða illu.“ Ég sá fram- an í hann og vissi að hann væri búinn að taka ákvörðun. Ég veit alveg hvað Bragi getur gert. Hann er búinn að koma níu öðrum forstjórum frá með sama hætti. Ég vissi að hann myndi taka mig niður líka. Ég var tilbúinn til að ræða það hvort það væri kominn tími á mig á með- an ég hélt að það ætti að reka Götusmiðjuna áfram. Ég sagði ókei, ég skal stíga til baka en ég ætla ekki að fara skuldugur út úr þessu og Götusmiðjan lifir. Ég hélt að það yrði lend- ingin, að það kæmi bara nýr forstöðumaður þarna inn. Það er bara froða ef Bragi segist hafa stutt mig. Bragi styður engan nema sjálfan sig. Það sem hann segir í pontu og það sem hann segir við mig í sígó er tvennt ólíkt. Ég heimta opinbera rannsókn á hans störfum.“ Hann segir að forstöðumenn hafi hrökklast frá Tind- um, Jökuldal, Laugalandi og Háholti og tvisvar frá Hvítárbakka eftir álíka aðfarir. Og að Árbót og Bergi hafi verið lokað í síðustu viku með svipuðu inngripi og í Götusmiðjunni. afSKipti af Starfinu Tíu starfsmenn Götusmiðjunnar skrifuðu undir og sendu Barnaverndarstofu bréf þar sem kvartað var undan starfsháttum Mumma. Á meðal þess sem hann var ásakaður um voru óvænt og óeðlileg afskipti af starfseminni. „Auðvitað skipti ég mér af. Götusmiðjan er ekki eitthvað sem ég bjó til á götunni. Götu- smiðjan er meðferðarheimili sem er rekið samkvæmt ákveðnum meðferðarfræðum og byggir á ákveðinni nálgun við einstaklinga. Mitt hlutverk hefur alltaf verið að berjast við kerfið og vernda mitt módel. Ég rak Götu- smiðjuna eins og ég taldi að best væri að gera það.“ Þá segist hann hafa fylgst með starfinu út auðvitað varð ég hræddur mummi í Götusmiðjunni lýsir atburðarás síðustu daga. Hann segir að vinur sinn til fimmtán ára hafi svikið sig og Bragi guðbrandsson hafi hótað sér og skoðar nú réttarstöðu sína. Hann ræðir við ingibjörgu dögg Kjartansdóttur um valið sem hann stóð frammi fyrir þegar hann ætlaði annaðhvort að svipta sig lífi eða fara í meðferð, hjónabandið sem brast, hjartaáfallið sem hann fékk í afmælisveislunni sinni á Hótel Borg og gjaldþrotið sem allt stefnir í. Ég fæ SMS þar sem ég er kallaður aum- ingi, viðbjóður, vesalingur og alls konar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.