Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Page 34
byrjaði þetta. Ástandið batnaði ekki eftir að ég stoppaði hann ákveðið af á starfsmannafundi. Ég get verið hrár og talað hátt en ég geri aldrei lítið úr fólki. En hann setti mig í heita sætið og glotti á mig á starfsmannafundi þegar hann hélt því fram að ég gæti borgað hærri laun. Hann var alltaf að biðja um meiri pening, meiri pening,“ Mummi breytir röddinni þannig að hún verð- ur svolítið kvenlegri: „Hann talar svona, svolítið gay-ish. En þegar ég var farinn að verja allt bók- haldið á starfsmannafundi sagði ég: „Hey, time out. Gerðu það bara upp við þig hvort þú ætlar að vinna hér eða ekki. Þetta er láglaunastarf.“ Ég hafði ekki efni á því að borga hærri laun. Þetta er eineltið. Guð minn góður!“ segir hann hæðnis- lega. „Og það að ég skammaði hann fyrir afglöp í starfi. Þá varð starfsfólkið vitni að því þegar við hnakkrifumst. Enda búnir að vera vinir í 15 ár.“ Hjartaáfall á Hótel Borg Auk þess sem Mummi var sakaður um að leggja starfsmenn í einelti var kvartað undan því að hann væri lítið á staðnum. Hann segir að ákveð- inn tvískinnungur felist í þessu. „Hvernig á ég að geta lagt fólk í einelti þegar ég er aldrei á staðn- um? Getur þú teiknað þetta upp fyrir mig? Annars er það ekki rétt að ég sé lítið þarna. Ég er einstæður faðir og bý á staðnum. Ekki fer ég að skilja barnið mitt eftir þarna. Ég læt mig ekki hverfa. En ég breytti stjórnunarháttum fyr- ir tveimur árum þegar ég fékk hjartaáfall. Sam- kvæmt læknisráði steig ég aðeins til hliðar en var í stöðugu sambandi við dagskrárstjóra, fjár- málastjóra og vaktstjóra. Ég vann í gegnum þau. Ein af þeim sem skrifuðu undir bréfið var vakt- stjóri. Í bréfinu segir að það hafi ekki verið nein stjórnun á staðnum. Hún skrifaði undir það að hún væri ekki stjórnandi. Samt var hún enn að vinna á Götusmiðjunni. Skrýtið að þetta fólk hætti ekki fyrst ég er geðsjúklingur. En mitt starf snerist um að halda utan um staðinn. Ég var ekki meðferðaraðili lengur held- ur rekstraraðili. Hér áður fyrr var ég allt í öllu og það endaði með hjartaáfalli. Ég var hættur að sofa og næra mig og var orðinn yfirskrúfaður. Líkaminn gaf sig á fimmtugsafmælinu mínu og ég fékk hjartaáfall í veislunni á Hótel Borg. Auð- vitað varð ég hræddur og í kjölfarið umpólaði ég lífinu mínu. Ég varð að koma mér út úr áreitinu. Þess vegna fór ég að vinna minna inni á heim- ilinu en meira við eldhúsborðið heima hjá mér. Þar var áreitið minna. En ég bjó í vinnunni og var alltaf á vaktinni. Fyrir tveimur dögum slökkti ég á símanum í fyrsta skipti í mörg ár.“ „Þetta særir mig“ „Ég er að verða 52 ára. Ég er búinn að fá hjarta- áfall og missa hjónaband út úr þessu. Ég lagði allt að veði.“ Þau Marsibil stofnuðu Götusmiðj- una saman og unnu kauplaust fyrstu árin en lifðu á því að kaupa og selja íbúðir. Þau fluttu níu sinnum á tíu árum af því að þau höfðu aldrei efni á því að eiga íbúðirnar. „Við vorum í eilífðar- trekant með Götusmiðjunni. Við sátum á rúm- stokknum daginn fyrir mánaðamót og veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að borga laun. Þetta var lélegasta viðskiptahugmynd í heimi og aldrei hugsuð sem slík. Þess vegna sárnar mér þegar fólk er tilbúið til að gleypa við því að það sé eitthvað annað á bak við þetta en það að ég sé gamalt götubarn. Það er svo skrýtið með Íslendinga að þeir vilja aldrei trúa því að einhver geri eitthvað af heilindum. Þjóðarsálin er svo krumpuð. Það er það sem meiðir mig. Öll þessi ár, öll þessi mannslíf, allt sem ég hef gert. Allt í einu skiptir það engu máli því það er búið að búa til einhverjar hugmyndir um annarlegar hvatir á bak við þetta. Þetta sær- ir mig.“ Síminn hringir enn á ný og Mummi slekkur á honum. Hann hallar sér fram á borðið og horf- ir ofan í kaffibollann. „Ég er búinn að sitja und- ir því í mörg ár að ég sé á spena, ég sé á háum launum og stórum jeppa. Jeppinn minn er tíu ára gamall og var keyptur á uppboði fyrir rúmu ári á 400.000 krónur. Ég er skráður í 150% starfs- hlutfall og vinn nánast allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Ég fæ 400.000 krónur á mánuði fyrir 100% vinnu og rétt rúmlega 600.000 krón- ur fyrir 150% vinnu. Fyrir þessa upphæð bý ég á staðnum, held utan um starfsemina, sé um fjáröflun, skrifa upp á persónuábyrgðir upp á tugi milljóna til að halda staðnum gangandi, er ábyrgur fyrir 15 starsfmönnum og 15-20 ung- mennum. Finndu einhvern sem er til í sama díl.“ stefnir í gjaldÞrot Fyrstu árin var Götusmiðjan rekin án reglu- legra fjárframlaga frá ríkinu. Þá safnaði Mummi skuldum hér og þar. Fyrir nokkrum árum fékk hann bankann til þess að taka yfir þessar litlu skuldir gegn persónulegri ábyrgð Mumma. Lán- ið hljóðar upp á 22 milljónir. „Ég er á leið í per- sónulegt gjaldþrot. Fyrstu ár Götusmiðjunnar vildi enginn koma nálægt henni og starfsem- in var rekin á yfirdrætti og lánum. Við skulduð- um tugmilljónir þegar ríkið fór loksins að styðja okkur. Eftir tvö ár fengum við fjórar milljónir, það næsta 12 og í fyrra 98 milljónir. Ég byggði Götusmiðjuna upp í þetta. Finnst þér líklegt að ég ætli allt í einu núna að traðka á því sem ég hef eytt tólf árum í að byggja upp? En Götusmiðjan er búin. Hún verður aldrei endurfædd. Ef það er einhver áhugi fyrir því að endurfæða Götu- smiðjuna kem ég ekki nálægt því, allavega ekki á meðan Bragi Guðbrandsson situr enn í sín- um stól. Hann tekur meðferðarheimili af lífi eftir geðþótta. Ég fór í tveggja vikna frí til Bandaríkjanna. Á frípunktum,“ hann leggur svo mikla áherslu á frípunktana að hann beygir sig ofan í diktafón- inn þegar hann nefnir þá. „Þegar ég kom heim fór ég á námskeið hjá Barnaverndarstofu þar sem Bragi kallaði á mig. Þá var hann búinn að fá bréfið, að eigin undirlagi, því hann réri und- ir þessu öllu hvort sem hann vill viðurkenna það eða ekki, elsku kallinn. Það væri fróðlegt að skoða símreikninga hans og Götusmiðjunnar, því hann var í beinu sambandi við mitt starfs- fólk. Eru það ekki óeðlileg afskipti?“ skoðar réttarstöðuna Á meðan Mummi var í fríi var hætt að senda börn á Götusmiðjuna. „Hann ætlaði að koma mér út úr þessu. Hann var byrjaður að undirbúa lokunina og það gengu á milli lögfræðinga hug- myndir um það hvernig hægt væri að gera þetta þannig að ég kæmist frá þessu án þess að vera á kafi í skuldum. Ég gerði kröfu um það og nokk- urra mánaða laun svo ég gæti komið mér af stað í nýju starfi. Fyrst þetta fór svona ætla ég að fara á fullt í það að hreinsa mannorð mitt. Ef ráðuneytið finnur ekki lausn á þessu máli má gera ráð fyrir því að ég sendi stefnur hægri, vinstri á þá sem hlut eiga að máli. Þetta var gróf aðför að heim- ilinu og mér persónulega. Ég mun leita réttar míns með ráðum og dáð og er að skoða réttar- stöðu mína. Núna er fólk orðið hrætt og tilbúið til að tala. Ef þetta fólk yrði kallað til yfirheyrslu í réttarsal yrði enginn vinur neins. En ég er þreyttur. Ég er þreyttur á því að vera tekinn af embættismanni og fleygt á milli veggja. Og ég er þreyttur á því að vera réttlaus í umræð- unni. Í dag var enn ein jarðarförin frá Braga sem boðaði foreldra barnanna á fund án þess að mér væri gefinn kostur á því að skýra mitt mál. Þetta er fáránlegt. Hann hlutast til um atburðarásina frá a-ö.“ lætur ekki stöðva sig Eins og gefur að skilja er þetta erfiður tími fyr- ir Mumma. Hann er búinn að redda sér íbúð í borginni og ætlar að flytja í lok vikunnar. Koma sér burt frá Götusmiðjunni. „Mér líður ömurlega. Ég var svikinn. Það hlaut að koma að því. Börnin mín voru hjá mér um helgina. Þetta var ekki góð helgi fyrir þau. Þau átta sig ekki alveg á því sem er að gerast. Ég þurfti að útskýra margt fyrir þeim. Ég er úthrópaður í fjölmiðlum og það meiðir þau. Þau voru líka hrædd og spurðu hvað yrði svo, hvar ég fengi vinnu og hvernig við ættum að lifa. En ég þarf bara að lifa þessa viku af. Ég flyt á föstudag- inn. Og á laugardagsmorgun þegar ég vakna innan um pappakassana í leiguíbúð í borg- inni veit ég að uppbyggingarstarfið er að hefj- ast. Ég er kvikmyndagerðarmaður að mennt og starfaði við það hér áður fyrr. Ætli ég verði ekki bara blankur kvikmyndagerðarmaður aftur? Þessi saga er ágætishandrit að heim- ildarmynd. Ef ég enda sem kvikmyndagerðar- maður mun ég fjalla um utangarðsbörnin og kerfið. Ég verð mjög gagnrýninn. Nema hvað ég verð bara með myndavél í þetta skiptið. Ég læt ekki stoppa mig.“ ingibjorg@dv.is Ég tala tungumálið þeirra. Lögmálið á götunni er að ef þú ferð í lögguna og skvílar ertu dauðadæmdur. 34 viðtal 2. júlí 2010 föstudagur m yn d H ö rð u r sv ei n ss o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.