Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Síða 38
70 ára á föstudag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur Kristín Laufey Ingólfsdóttir húsmóðir í reykjavík Kristín Laufey fæddist í Stykkis- hólmi en ólst upp í Reykjavík. Hún var í Miðbæjarskólanum og stund- aði nám við húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn veturinn 1930-31. Kristín Laufey starfaði m.a. við saltfisksbreiðslu áður en hún gifti sig en þó lengst af hjá Ársæli Árna- syni, bókbindara og bókaútgefanda í Reykjavík. Hún var síðan búsett með manni sínum í Færeyjum á árunum 1933-45 og var síðan hús- móðir á fjölmennu heimili þeirra í Vesturbænum í Reykjavík. Kristín Laufey vann mikið að málefnum andlega fatlaðra hér á landi, var einn af stofnendum Styrktarfélags vangefinna og einn helsti hvatamaður að stofnun Bjarkaráss á sínum tíma. Fjölskylda Kristín Laufey giftist 1932 Marg- eiri S. Sigurjónssyni, f. 22.11. 1907, d. 1.11. 1987, forstjóra G. Helgason og Melsted og síðar forstjóra Stein- varar hf. í Reykjavík frá 1960. For- eldrar Margeirs voru Sigurjón Jó- hannsson, söðlasmiður og bólstrari í Hafnarfirði, og k.h., Margrét Þor- leifsdóttir húsmóðir. Börn Kristínar og Margeirs eru Margrét, f. 22.5. 1933, fyrrv. full- trúi í Reykjavík, ekkja eftir Gissur Jóel Gissurarson skrifstofumann en börn þeirra eru Ívar, útgefandi í Reykjavík, Margeir matvælafræð- ingur, Snorri viðskiptafræðingur, Laufey þroskaþjálfi, Lilja þroska- þjálfi, og Ingólfur matvælafræðing- ur; Lilja, f. 5.5. 1936, búsett að Bergi í Reykholtsdal, ekkja eftir Flosa Ól- afsson, leikara og rithöfund en son- ur þeirra er Ólafur, hljóðfæraleikari og tónlistarkennari; Guðjón Sigur- geir, f. 6.3. 1942, forstjóri, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Margréti Jónsdóttur snyrtifræðingi en börn þeirra eru Ragnheiður snyrtifræð- ingur, Þorsteinn, viðskiptafræðing- ur og framkvæmdastjóri, Kristín Laufey, viðskiptafræðingur í Lond- on, Árni verkfræðingur í Noregi, og Daði hagfræðingur; Ingólfur, f. 4.5. 1948, sagnfræðingur og rit- höfundur í Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Jónasdóttur lækni og er son- ur þeirra Jónas Margeir laganemi en börn Ingólfs og fyrri konu hans eru Lilja, kvikmyndamaður í Nor- egi, og Daníel læknanemi; Sigur- jón, f. 8.3. 1953, d. 4.9. 1953; Óskar Helgi, f. 11.6. 1954, starfsmaður við Ás en kona hans er Jóhanna Magn- úsdóttir. Systkini Kristínar Laufeyjar: Oddfríður Ingibjörg, f. 25.6. 1908, d. 23.3. 1995, húsmóðir í Reykja- vík og um skeið á Sauðárkróki; Elín Fanney, f. 15.9. 1912, d. 20.1. 2000, húsmóðir í Reykjavík; Örn, f. 21.3. 1917, d. 3.11. 1922; Hrefna Sólveig, f. 19.9. 1921, d. 17.11. 1946; Erna, f. 9.5. 1924, nú látin, lengst af hús- móðir á Long Island í Bandaríkjun- um; Dóra María, f. 20.10. 1926, hús- móðir í Reykjavík. Foreldrar Kristínar Laufeyj- ar voru Ingólfur Daðason, f. 22.12. 1886, d. 24.6. 1947, verkamaður og verkstjóri í Reykjavík, og k.h., Lilja Halldórsdóttir, f. 7.6. 1881, d. 6.11. 1956, húsmóðir. Ætt Ingólfur var bróðir Guðmundar, b. á Ósi á Skógarströnd en hann varð hundrað og fimm ára, og bróð- ir Ingibjargar, húsmóður í Stykk- ishólmi en hún varð hundrað og þriggja ára, auk þess sem maður hennar, Sigurður hreppstjóri varð hundrað og fjögurra ára. Ingólfur var sonur Daða, b. á Setbergi, bróð- ur Kristjáns, afa Sigfúsar Daðason- ar skálds. Daði var sonur Daníels, b. í Litla-Langadal, bróður Þorbjarg- ar, langömmu Guðbergs, föður Þóris rithöfundar. Daníel var son- ur Sigurðar, b. í Litla-Langadal á Skógarströnd Sigurðssonar, skálds og hreppstjóra þar Daðasonar, b. á Leiti á Skógarströnd Hannes- sonar. Móðir Sigurðar Sigurðsson- ar var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. á Setbergi Vigfússonar. Bróðir Þor- bjargar var Sigurður stúdent, lang- afi Elíasar, afa Elíasar Snælands Jónssonar, rithöfundar og fyrrv. rit- stjóra. Sigurður var einnig langafi Steinunnar, ömmu Þorsteins Jóns- sonar ættfræðings. Móðir Daníels var Ingibjörg Daðadóttir, systir Sig- urðar skálds. Móðir Ingólfs var María, en hún varð hundrað og sex ára. María var systir skáldkvennanna Her- dísar og Ólínu. María var dótt- ir Andrésar, formanns í Skáleyj- um Andréssonar, frá Hellissandi Björnssonar. Móðir Andrésar for- manns var Guðrún Einarsdóttir, systir Þóru, móður Matthíasar Jo- chumssonar skálds, og systir séra Guðmundar á Kvennabrekku þar sem María ólst upp, föður Theod- óru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds. Önnur dóttir Guðmundar og uppeldissyst- ir Maríu var Ásthildur, kona Péturs Jens Thorsteinssonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Bíldudal, móð- ir Muggs og Katrínar Thorsteinsson Briem, móður Péturs sendiherra. Móðir Maríu var Sesselja Jónsdótt- ir frá Djúpadal, systir Sigríðar, móð- ur Björns Jónssonar, ráðherra og ritstjóra, föður Sveins Björnssonar forseta, og Ólafs, stofnanda og rit- stjóra Morgunblaðsins. Lilja var dóttir Halldórs, b. í Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, bróð- ur Kristjáns, föður Stefáns, föð- ur Alexanders alþm. og Guðbjarts, föður Gunnars, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda. Halldór var sonur Guðmundar, b. í Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, bróður Guðnýjar, langömmu Theodóru, ömmu Helga Ólafssonar stórmeist- ara. Systir Guðmundar var Elín, langamma Helgu, móður Svavars Gests og ömmu Vilborgar Harðar- dóttur blaðamanns, móður Marð- ar Árnasonar, fyrrv. alþm. Þá var Elín langamma Þórðar Kárasonar fræðimanns. Bróðir Guðmundar var Jóhannes, langafi Guðmundar J. verkalýðsleiðtoga. Guðmundur var sonur Þórðar, ættföður Hjarðar- fellsættar Jónssonar. Móðir Lilju var Elín Bárðar- dóttur, b. á Flesjustöðum í Kol- beinsstaðahreppi Sigurðssonar og Solveigar, systur Ragnheiðar, ömmu Jóhanns Gunnars Sigurðs- sonar skálds og Guðríðar, lang- ömmu Björgvins, föður Ellerts B. Schram, fyrrv. ritstjóra DV, forseta ÍSÍ og alþm. Solveig var dóttir Árna, b. á Borg Jónssonar og Guðríðar Kársdóttur b. í Munaðarnesi Ólafs- sonar, bróður Vigdísar, langömmu Þorbjargar, móður Ólafs Thors for- sætisráðherra. Kristín Laufey mun taka á móti vinum og ættingjum í Akoges-saln- um, Lágmúla 4, á 3. hæð (sami inn- gangur og Úrval Útsýn), föstudag- inn 2.7. kl. 16.00-19.00. 100 ára á föstudag Anna fæddist í Reykjavík 2 júlí 1940. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1953- 57. Anna starfaði við verslunar- störf hjá Bókabúð Máls og menn- ingar frá 1957. Hún var fram- kvæmdastjóri Bókaverslunar Snæbjarnar Jónssonar 1986-89, sem þá var í eigu Máls og menn- ingar, deildarstjóri og síðan versl- unarstjóri í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, en starfar nú í Safnbúð Þjóðminja- safnsins. Anna hefur setið i stjórn Máls og menningar frá 1974, sat í stjórn og varastjórn Kínverska menning- arfélagsins, hefur gegnt nefnd- arstörfum á vegum Norræna fé- lagsins, verið námskeiðsstjóri á íslenskunámskeiðum fyrir Norð- urkollubúa, sat í stjórn Félags Framnesfara 1980-82, var þar formaður 1982-84, í stjórn Ís- lensk-sænska félagsins 1984-90, í varastjórn og aðalstjórn Reykja- víkurdeildar Norræna félagsins, í stjórn og fulltrúaráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar frá 1990, í stjórn Bok og Bibliotek i Gauta- borg frá 1990-96, varamaður í stjórn Norræna hússins 1991-93, og í stjórn Sænsk-íslenska sam- vinnusjóðsins 2003 -2009. Anna hlaut heiðursverðlaun Norræna félagsins, Peruna, í mars 2010, en það var í fyrsta sinn sem Peran var veitt. Hún verður veitt árlega á degi Norðurlanda, 23. mars, einstaklingi sem hefur af hugsjón og óeigingirni unnið að því að styrkja tengsl norrænna þjóða. Anna var sæmd riddara- krossi Hvítu rósar Finnlands 1989, sænsku Norðurstjörnunni 1995 og riddarakrossi og íslensku fálka- orðunni 1998 fyrir störf að félags- og menningarmálum. Fjölskylda Eiginmaður Önnu var Halldór Jónsson, f. 8.2. 1932, ökukenn- ari frá Ísafirði. Þau skildu. Hann var sonur Jóns Valdimarssonar, f. 10.7.1900, d. 31.5. 1988, vélsmiðs, og Sigríðar Ásgeirsdóttur, f. 7.9. 1903, d. 14.5. 1981, gullsmiðs. Börn Önnu og Halldórs: Einar Halldórsson, f. 7.5. 1957, verktaki á Ísafirði; Jón Sigurður Halldórs- son, f. 27.7. 1958, d. 17.4. 1991, framkvæmdastjóri í Reykjavík, en sambýliskona hans var Lou- ise Dahl; Gunnar Þorsteinn Hall- dórsson, f. 9.4. 1960, sendikennari í íslensku við Sorbonne-háskóla í París, var kvæntur Eddu Péturs- dóttur; Fríður María Halldórs- dóttir, f. 15.12. 1963, íþróttakenn- ari við MR í Reykjavik, en maður hennar er Þórður Ingi Marelsson framkvæmdastjóri. Foreldrar Önnu voru Ein- ar Andrésson, f. 30.5. 1904, d. 13.4. 1975, umboðsmaður Máls og menningar, og Jófríður Guð- mundsdóttir, f. 19.8. 1902, d. 4.7.1980, húsmóðir. Ætt Einar var bróðir Kristins E. Andr- éssonar mag.art. og framkvæmda- stjóra Heimskringlu og Máls og menningar, og bróðir Kristjáns (samfeðra) framkvæmdastjóra og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, föður Loga verkfræðings, Maríu, leik- listarstjóra Ríkisútvarpsins, og Bergljótar Soffíu bókmenntafræð- ings. Einar var sonur Andrésar, síð- ar verslunarmanns á Drangsnesi,  og b. á Helgustöðum í Reyðarfirði Runólfssonar vinnumanns. Móðir Andrésar Runólfssonar var Kristín Árnadóttir. Móðir Einars og Krist- ins var Maria Elísabet Beck, dótt- ir Nielsar Richards Beck, beyk- is og verslunarmanns á Eskifirði, bróður Hans Beck, hreppstjóra á Sómastöðum, afa Eysteins Jóns- sonar, fjármálaráðherra og for- manns Framsóknarflokksins, og dr. Jakobs, sóknarprests í Hall- grímskirkju, föður Þórs veður- fræðings og rithöfundanna Svövu og Jökuls, föður rithöfundanna Elísabetar, Illuga og Hrafns. Niels Richard var sonur Christens Ni- elsens Beck, faktors á Eskifirði og kaupmanns í Vejle, og Elísabetar Beck, systur, samfeðra, Þórarins, b. á Krossi, afa Finns listmálara og Ríkharðs myndskera Jónssona. Elísabet var dóttir Richards Long, verslunarstjóra á Eskifirði og ætt- föður Longættar. Móðir Maríu Elísabetar var Soffía Þorvalds- dóttir, b. í Naustum Jónssonar. Jófríður var dóttir Guðmund- ar, b. á Helgavatni í Þverárhlíð Sigurðssonar, b. í Höll, bróður Þórdísar, langömmu Þorsteins frá Hamri, föður Kolbeins blaða- manns og séra Þóris Jökuls. Sig- urður var sonur Þorbjörns, b. á Helgavatni Sigurðssonar, og Mar- grétar Halldórsdóttur, fróða á Ás- bjarnarstöðum Pálssonar, langafa Jóns, föður Halldórs stjórnarfor- manns, föður Garðars, arkitekts og fyrrv. húsameistara ríkisins. Móðir Jófríðar var Anna Ás- mundsdóttir, b. á Höfða i Þverár- hlíð Einarssonar, b. á Einifelli Ey- vindssonar. Anna tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Esjugrund 48, á Kjal- arnesi, laugardaginn 3. júlí, kl. 16.00-20.00. Anna Einarsdóttir fyrrv. verslunarstjóri máls og menningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.